Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 76
76 28. mars 2018fréttir Tvífarar vikunnar T vífarar vikunnar í þetta skiptið eru leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Noha Wyle. Hilmir ætti að vera flestum Íslending­ um kunnur enda einn ástælasti leikari þjóðarinnar en Noah gerði garðinn frægan í þáttun­ um Bráðavaktin sem voru sýnd­ ir á RÚV á sínum tíma. Munns­ vipurinn er einstaklega líkur en það er þá helst nefið sem skilur þá að. Hvaða ár? n Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fagnaði eins árs afmæli sínu. n Björgvin Halldórsson var kosinn poppstjarna ársins á stórtónleikum í Laugardalshöll. n Arnold Schwarzenegger lék í sinni fyrstu mynd í Bandaríkjunum, Hercules in New York. n Dwight D. Eisenhower Bandaríkja- forseti lést þetta ár og Hilmir Snær Guðnason leikari fæddist. n Abbey Road, tólfta breiðskífa Bítl- anna, kom út. Hver er hann n Hefur samið orða- bók með föður sínum n Er mikill hlaupari og hefur hlaupið í Berlínarmaraþoninu n Snapchat-stjarna og duglegur að mynda borgina n Tveggja barna faðir og kvæntur danskennara n Hefur setið í stjórnlagaráði, á Alþingi og vill komast í borgarstjórn Reykjavíkur Pawel Bartoszek svar: 1969 „Ekkert vandamál, ekkert vesen“ F oreldrar nokkurra drengja í öðrum flokki karla í knattspyrnu hjá Haukum í Hafnarfirði eru ósáttir við það sem þeir segja vera kosn­ ingaáróður Sjálfstæðisflokksins innan félagsins. Að sögn þeirra var æfing hjá drengjunum, sem eru 17 til 19 ára gamlir, stytt fimmtudaginn 8. mars til að þeir gætu farið í Valhöll og skráð sig í flokkinn og drengjunum sagt að hann væri sá eini sem myndi standa við að reisa knattspyrnu­ höll á Haukasvæðinu. Þá setti Rúnar Guðlaugsson aðstoðarþjálfari færslu inn á lokaða síðu annars flokks með hlekk á síðu Sjálfstæðisflokks­ ins þar sem hægt var að skrá sig. Við hana stóð „ATH Bara fyrir þá sem hafa áhuga.“ „Óbeint og andlegt ofbeldi“ Að sögn foreldra, sem ekki vilja láta nafns síns getið, voru drengirnir hvattir til að skrá sig og þeir hafi ekki þorað annað af ótta við að missa sæti sitt í liðinu. Sum­ ir þeirra hafi hvorki haft áhuga né sannfæringu fyrir því að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, en orð þjálf­ ara og félagslegur þrýstingur inn­ an liðsins hafi att þeim út í það. Foreldrarnir tala um „óbeint og andlegt ofbeldi“ í því samhengi. Salih Heimir Porca, aðalþjálfari annars flokks, segir það rangt að æfing hafi verið stytt. Æfingarn­ ar séu ávallt á sama tíma. „Ég get sýnt það og sannað. Það er ekkert leyndarmál.“ En hann segist hafa talað við drengina og bent þeim sem væru Sjálfstæðismenn á að kjósa vissa frambjóðendur vegna kosningaloforða. Einnig væri vel­ komið að þeir sem ekki væru Sjálf­ stæðismenn myndu skrá sig til að geta kosið. Salih segir: „Samkvæmt formanni knattspyrnudeildar Hauka er stefna félagsins skýr. Það eru próf­ kjör og kosningar hjá Sjálfstæðis­ mönnum í Hafnarfirði og við erum að bíða eftir að fá að byggja íþróttahús fyrir Hauka á meðan það er þriðja húsið í gangi hjá FH. Stjórn Hafnarfjarðarbæjar er ekki að gera neitt fyrir Hauka. Stefna félagsins er að gera hvað sem er og kjósa hvern sem er sem vill byggja íþróttahús. Í prófkjöri Sjálfstæðismanna voru fram­ bjóðendur að lýsa því yfir að ef þeir kæmust til valda þá myndu þeir hjálpa til við að byggja hús­ ið.“ segir krökkum mismunað á Íslandi Sjálfstæðismenn eru í meirihluta í Hafnarfirði en í júní árið 2017 lentu þeir í andstöðu við sam­ starfsflokk sinn, Bjarta fram­ tíð, vegna byggingar íþrótta­ mannvirkja. Sjálfstæðismenn vildu byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli, á svæðum FH og Hauka, sem hefðu kostað á bilinu 300 til 400 milljónir ár­ lega í fjögur ár. Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn fimm á átakafundi og þá hrikti í stoðum meirihlutasamstarfsins. Er ekki óeðlilegt að íþróttafé- lag sé að beina stjórnmálalegum tilmælum til drengja? „Ég spyr á móti. Er það ekki óeðlilegt að FH fékk 1.300 millj­ ónir síðustu 10 ár en Haukar fengu 100 milljónir. Við erum að æfa í 10 stiga frosti stundum. All­ ir borga skatta á Íslandi. Er það sanngjarnt að Kópavogur eigi tvö íþróttahús og 150 leikmenn í öðr­ um flokki. Þeir geta smalað öll­ um bestu knattspyrnumönnum Íslands af því að þeir æfa inni. Á meðan fáum við enga knattspyrnu­ menn heldur fara þeir allir frá okk­ ur af því að við eigum ekki hús. Ég er frá Bosníu Hersegóvínu sem er rosalega spillt og pólitík­ usarnir eru bún­ ir að hirða landið. Þetta er nútíma­ landið. Af hverju er verið að mis­ muna krökkum á Íslandi?“ Þá segir Salih alrangt að drengirnir hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi og að foreldrar væru ósáttir. Fundir hafi verið haldnir vegna málsins og Salih játar að eitt og eitt for­ eldri hafi gert athugasemdir. „98 prósent foreldra eru mjög ánægð og hvetja alla til að kjósa þann sem vill byggja íþróttahús. Ekkert vandamál, ekkert vesen.“ En hvað með þá drengi sem þora ekki annað en að skrá sig vegna félagslegs þrýstings? „Það er lygi! Meira en helm­ ingur krakkanna eru Sjálfstæðis­ menn. Þetta er lygi. Það er búið að halda fund um þetta og allt er í góðu. Við stöndum enn þá við þetta og ég hvet alla til að kjósa. Ég myndi kjósa andskotann til að byggja hús í Hafnarfirði.“ Þá segir hann að þetta mál hafi engin áhrif á valið í byrjunarlið annars flokks. Þar sé það einung­ is frammistaðan inni á vellinum sem ráði úrslitum. n Foreldrar ósáttir við áróður inn- an félagsins Þjálfarar hvöttu drengi til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn: kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.