Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 52
52 28. mars 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginLimonadi Vísir 29. júní 1926 Á heimasíðu bandaríska ut­ anríkisráðuneytisins er sagt að Bandaríkin hafi verið fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Eftir að landið hafi verið undir dönsku krúnunni og síðar hertekið í seinni heimsstyrjöldinni af Bretum … og Þjóðverjum, eins og segir á heima­ síðunni. Vissulega vildi Hitler leggja Ísland undir og áætlun var til á teikniborði einræðisherrans sem nefndist Íkarus. Vegna tafa annars staðar á vígvöllum Evrópu varð hún aldrei að veruleika. Sum­ ir hafa sagt að svo augljós stað­ reyndavilla á heimasíðu æðstu stofnunar Bandaríkjanna í utan­ ríkismálum rýri traust til hennar. Hugsanlega hafa forsvarsmenn ráðuneytisins tekið skáldsögu Vals Gunnarssonar, Örninn og fálkinn, of alvarlega en hún fjallar um her­ nám Þjóðverja á Íslandi. Bandaríkin telja Hitler hafa náð Íslandi Á ður en sýndarveruleika­ gleraugu komu til sögunn­ ar var til svokallað kúlu­ bíó og Íslendingar fengu að kynnast því í september árið 1985. Bretar frá skemmtigarðinum The Pleasure Beach í Norfolk fluttu inn sýningarvélina sem varpaði mynd yfir hálfan sýningarsalinn og á hvolfþak. Fannst áhorfendum þá eins og þeir væru staddir í at­ burðarásinni miðri. Ekki var boð­ ið upp á heilar bíómyndir heldur stutt upplifun, til dæmis af rússí­ banaferð, flugi breiðþotu og vél­ hjólakappakstri. Sýningargræjurn­ ar voru mjög dýrar og kostaði linsan ein og sér til að mynda 700 þúsund krónur. Bretarnir voru þó til í að selja vélina hér á Íslandi ef kaupandi fyndist. Kúlubíóið heillaði Íslendinga L augardagskvöldið 7. janúar árið 1967 sást dular­ fullt fyrir brigði á lofti yfir Reykjavík. Um tvær tíma­ setningar var að ræða, klukkan hálf átta og hálf ellefu. Fjöldi fólks sagðist hafa séð einkenni­ legan sporöskjulaga og glóandi hlut, þakinn hringlaga blettum og ljósglampa. Fannst fólki eins og hlutnum hafi verið stýrt af ein­ hverjum. Í bæði skiptin sveimaði hluturinn í nokkrar mínútur yfir fólkinu og þaut svo lóðrétt upp í himinhvolfið. Engin flugumferð var yfir Reykjavík á þessum tíma og skyggni ágætt samkvæmt Veð­ urstofunni. Fljúgandi diskur, þyrla eða hillingar Sigurgeir Sigurjónsson hæsta­ réttarlögmaður sá hlutinn og sagði við Morgunblaðið: „Ég þaut út og sá lýsandi hnött ekki mjög hátt á lofti – það er ekki gott að giska á fjarlægðir í lofti að kvöldi til þegar ekkert er til að miða við – en þessi líkami, sem þarna var á ferðinni nálgaðist jörðu, nálgað- ist Reykjavík, og stækkaði eftir því sem hann kom nær.“ Enn frem- ur: „Þessi líkami minnir mig einna helzt á þær myndir, sem ég hef séð af fljúgandi diskum.“ Henrik Biering kaupmaður og Magnús Ólafsson læknir, og fjölskyldur þeirra, sáu einnig fyrirbærið. Sögðu þeir að á því hefðu verið gluggar og eins konar hali aftur úr. Haft var samband við Pál Bergþórsson veðurfræðing sem taldi að fyrirbærið gæti hafa verið speglun hlutar fyrir utan sjóndeildarhring. Slíkt gæti gerst við svokölluð hita­ hvörf. Það voru ekki aðeins al­ mennir borgarar sem tóku eftir fyrirbærinu. Halla Guð­ mundsdóttir hjá Veðurathug­ unarstöðinni sagðist hafa séð rauðleitt ljós fara í átt að Sjó­ mannaskólanum, ekki mjög hátt á lofti, og taldi að mögu­ lega hefði þetta verið þyrla. Fólk í flugturninum sá ljósin einnig. Það fékkst síðar staðfest frá varnarliðinu að engin þyrla var á lofti þetta kvöld. Morgun­ blaðið velti því fyrir sér hvort um raunverulegan fljúgandi furðu­ hlut (UFO) væri að ræða. Vandræðalegt Degi seinna greindi Alþýðu­ blaðið frá því að geimverur hafi hvergi komið nálægt þetta kvöld. Þar segir: „Uppgötvuðu menn svo, sér til mikillar skelfingar, að þetta Fljúgandi diskur yfir Sjómannaskólanum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kúlubíó DV 2. september 1985. Tarfamergur og volgt geitarhland við eyrnabólgu M argir nýbakaðir foreldr­ ar þekkja það af höfuð­ verk og svefnlausum nóttum hversu erfitt getur verið að fást við eyrnabólgu hjá nýburum og smábörnum. Litlu krílin engjast þá um af sárs­ auka uns hljóðhimnan springur eða rör eru sett í með svæfingar­ aðgerð. Íslendingar kunnu gott ráð við eyrnaverk á fyrri öldum sem Jónas Jónasson frá Hrafna­ gili ritaði um í bók sína Íslensk­ ir þjóðhættir. Þar segir: „(Verk­ urinn) batnar við að láta seyði af súru eða hvönn í eyrað, eða tíkarmjólk, eða hrútsgall. Þá er og besta ráð að bræða merg úr tarfi og láta drjúpa í eyrað, eða taka volgt geitarhland, eða feiti þá sem er milli augnanna í ref­ um og láta drjúpa í eyrað. Þá skal taka kálfsmerg með kattarhári og konumjólk í eyrað, eða láta katt­ argall eða geitarmjólk drjúpa í það.“ N icolae Ceausescu, leið­ togi rúmenska komm­ únistaflokksins, og eig­ inkona hans Elena komu í opinbera heimsókn til Íslands 12. október árið 1970. Með þeim í för voru ýmsir erindrekar og blaðamenn. Ólíkt flestum slíkum heimsóknum varði hún þó ákaf­ lega stutt, aðeins tvær klukku­ stundir, en föruneytið hélt svo vestur um haf til Bandaríkjanna. Kristján Eldjárn forseti bauð Ceausescu­hjónunum að koma til Bessastaða þar sem Nicolae hélt ræðu. Hann hafði einungis verið við völd í fimm ár og þótti víðsýnni og framsæknari en flest­ ir aðrir leiðtogar ráðstjórnarríkj­ anna. Á níunda áratugnum hafði taflið snúist við og misheppn­ uð efnahagsstjórn hans leiddi til hungursneyðar í landinu. Þegar kommúnisminn hrundi í Aust­ ur­Evrópu voru hjónin bæði tek­ in af lífi. Einræðisherra á Bessastöðum mynD: mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.