Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 14
14 fólk - viðtal 28. mars 2018 Er hægt að bjarga eltihrelli? Getur leitt til alvarlegra ofbeldis n Karlar líklegri en konur n Þolandi aldrei ábyrgur M argrét Valdimarsdóttir er sérfróð um mál tengd lögreglu og afbrotum. Hún kennir tölfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands og vinnur að rannsóknarstörfum, ásamt því að leggja lokahönd á doktorsnám í afbrotafræði við City University í New York. DV heyrði í Margréti til að fræðast frekar um eltihrella Hvað er eltihrellir? „Eltihrellir er yfirleitt skilgrein­ ur sem manneskja sem eltir og fylgist með annarri manneskju á ákveðnu tímabili. Þetta er því tegund af áreiti með þann tilgang oftast að valda ótta. En svo hefur enska orðið „stalking“ líka verið notað yfir þá sem elta frægt fólk sem það sækist eftir upplýsing­ um um eða kynnum við, þá er til­ gangurinn ekki endilega að valda ótta.“ Hvað geta fórnarlömb gert? „Hvað best er að gera fer að­ eins eftir aðstæðum hverju sinni, hver tengslin eru við gerandann og hvernig eða hversu alvarlegt áreitið er svo dæmi séu nefnd. Ég myndi alltaf mæla með að fólk léti strax vita hvað sé í gangi, sérstak­ lega vini og ættingja. Viti fólk hver gerandinn er ætti það að segja öðrum frá því.“ Þá segir Margrét enn fremur: „Þegar ég segi viðbrögð ættu að einhverju leyti að miðast við að­ stæður á ég við að það eru mis­ munandi leiðir til að tilkynna eft­ ir aðstæðum. Ef áreitið er ógnandi ætti að tilkynna það strax til lög­ reglu og ef gerandinn er vinnu­ félagi ætti að tilkynna slíkt líka til yfir manns. Að þessu sögðu getur vissu­ lega verið flókið fyrir þolendur að átta sig á hvenær hegðun er orðin óeðlileg. Stundum byrjar þetta með því að gerandi sýnir viðkom­ andi mikinn áhuga, til dæmis með því að hafa oft samband með því að hringja eða senda skilaboð hringja og gefa gjafir. En stundum er þetta mjög skýrt, til dæmis þegar einstaklingur fer að fylgjast með og elta fyrrverandi maka. Þolandi er aldrei ábyrgur fyrir að bregðast við á einhvern ákveðinn hátt.“ Hvað um gerendurna, það er ljóst að þeir þurfa aðstoð til að sporna við hegðuninni. Hvað geta gerendur gert til að leita sér hjálp- ar? „Þetta er tegund af ofbeldi. Það er mikilvægt að gerendur átti sig á að þeir eru að beita ofbeldi sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur. Fólk sem hefur til­ hneigingu til að beita ofbeldi ætti að leita sér aðstoðar hafi það löngun til að breytast. Rannsókn­ ir sína að hugræn atferlismeðferð hefur reynst mörgum gerendum vel, þar að segja til að draga úr eða til að koma fyrir áframhaldandi of­ beldishegðun.“ Hvað geta aðstandendur elti- hrella gert eða sagt? „Hvatt þá til að taka ábyrgð á of­ beldinu og leita sér viðeigandi að­ stoðar.“ Hvað ætli valdi því að fólk byrji að eltihrella aðra? „Eins og hvað veldur því að fólk beitir annars konar ofbeldi þá er það nokkuð mismunandi. En elti­ hrellar sem áreita fólk sem það þekkir ekkert, til dæmis frægt fólk, er líklegra en annars konar elti­ hrellar til að eiga við geðrænan vanda að glíma. Greiningarnar eru mismunandi en oft er þetta fólk haldið miklum ranghugmyndum. Eltihrellar sem áreita fyrrver­ andi maka, eða einhvern sem þeir hafa áður átt í ástarsambandið við, eru svipaðir gerendum annars konar ofbeldis, sérstaklega kyn­ bundins ofbeldis og heimilis­ ofbeldis. Hér skipta viðhorf mjög miklu máli, viðhorf sem verða til í uppeldi eða viðhorf sem þrífast í samfélaginu almennt. Það má nefna sem dæmi að karlar sem trúa því að þeir séu almennt æðri konum eru líklegri til að áreita konur. Fólk sem á erfitt með að takast á við mótlæti í lífinu, og á því erfitt með það þegar því er hafnað á einhvern hátt, er líklegra til að áreita á þennan hátt en fólk sem hefur lært að bregðast við mótlæti á heilbrigðan hátt.“ Hvernig eru kynjahlutföllin meðal gerenda? „Karlar eru miklu líklegri til að áreita á þennan hátt. Talið er að 85% eltihrella séu karlar en um 15% konur. Karlar eru líklegri til að áreita fyrrverandi maka, en konur líklegri til að áreita frægt fólk sem þær þekkja ekki. Erlendar rann­ sóknir sýna líka að konur eru lík­ legri til að vera þolendur eltihrella. Til dæmis sýndi nýleg bresk rann­ sókn að rúmlega 14% kvenna og rúmlega 4% karla hafa lent í svona áreiti. Konur eru jafnframt líklegri til að óttast um líf sitt.“ Lendi fólk í eltihrellum, hversu algengt er að það reynist alvarlegra mál en bara almennt ónæði og breytist jafnvel í líkamlegt ofbeldi? „Það hafa ekki verið gerðar neinar viðamiklar rannsóknir á þessu á Íslandi. Erlendar rann­ sóknir sýna hins vegar að hegðun sem byrjar sem svona áreiti leiði oft til alvarlegra ofbeldis. Þetta virðist eiga við um allar tegundir af eltihrelli.“ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.