Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 12
12 fólk - viðtal 28. mars 2018 „Ekki reyna að ögra afburða greind minni og þekkingu, ekki vanmeta þá staðreynd að ég hef engu að tapa lengur, það þrennt er og verður alltaf hættuleg og stundum banvæn blanda sem birtist í einum og sama manninum.“ Þetta segir eltihrellirinn Valbjörn Magni Björnsson eða Magni Linberg eins og hann kýs að kalla sig í dag. Magni var ítrekað til umfjöllunar í DV fyrir tveimur árum en þar var greint frá því að þrjár konur hefðu sakað Magna um ofsóknir, kúgun og kynferðisbrot. Konurnar sem sökuðu Magna um alvarleg brot eru Hrefna I. Jónsdóttir, Fanney Björk Ingólfsdóttir og fyrrverandi sambýliskona Magna, Svanhildur Sigurgeirs dóttir sem starfar á spítalanum á Akureyri. Svanhildur var í skamman tíma í sambúð með Magna en var fljót að átta sig á að ekki var allt með felldu. Eftir að hún sleit sambandinu hefur hún mátt þola skelfilegar ofsóknir, sem hafa verið allt frá því að Magni hafi hringt stöðugt í Svanhildi, setið um hús hennar, elt hana í búðum, áreitt fjölskyldu hennar, vini og kunningja og lagt fyrir utan hús hennar á hátíðardögum, líkt og um jól og áramót. „Magni tók blóm af leiði föður míns og setti á húddið á bílnum mínum. Síðan hringdi hann í mig og tilkynnti mér að hann væri með skilaboð frá föður mínum sem var látinn. Hann lést áður en ég kynntist Magna. Hann segist geta haft samband við framliðna og sagðist vera með skilaboð frá pabba um hvað mér væri fyrir bestu,“ segir Svanhildur. Í umfjöllun DV sem fer hér á eftir er aðeins stiklað á stóru um hvað Svanhildur hefur mátt þola hin síðustu ár. Svanhildur hefur óskað eftir nálgunarbanni en því hefur verið hafnað. Magni er með tvær Facebook-síður þar sem hann deilir níði í gríð og erg um Svanhildi og fjölskyldu hennar. Önnur Facebook-síðan er með einkennismynd af Magna og Svanhildi en hún sleit sambandi við hann fyrir mörgum árum. Er það enn ein birtingarmynd ofbeldis sem Svanhildur verður fyrir af hálfu Magna. Í frétt DV var greint frá því að Magni væri sakaður um alvar- legar ofsóknir á hendur Svanhildi sem og að hafa áreitt unga konu í rúman áratug. Þá steig þriðja kon- an fram skömmu síðar og sagði Magna hafa kúgað hana með hrelliklámi. Fyrrverandi eigin- maður Svanhildar, Benedikt Guð- mundsson, greindi upphafleg frá því á Facebook að Magni hefði „… terroriserað Svanhildi með þús- undum SMS skilaboðum, hringt í heimasímann dag og nótt auk þess að hanga fyrir utan húsið þar sem hún býr eða þar sem hún vinnur í tíma og ótíma. Þá virðist hann hafa einstakan hæfileika til að dúkka upp hvar sem hún fer eða er og elt- ir hana þá keyrandi eða labbandi eftir því sem við á. Hann hefur not- ast við sex óskráð GSM númer til að hylja slóð sína …“ Eftir að málið rataði í fjölmiðla hvarf Magni á braut, frá Akur- eyri, flutti til útlanda og í kjölfar- ið dró úr ofsóknum. Í haust birt- ist Magni óvænt á Akureyri. Það sem meira er, hann er nú búsettur í sömu götu og fyrrverandi sam- býliskona hans. Segir Svanhildur að hún verði hans vör á hverjum degi. Hann birtist jafnvel í þeim verslunum sem hún á erindi í og fylgi henni um búðina. Samkvæmt heimildum DV gætir Magni sín nú á að hvorki hringja né tala við Svanhildi. Lýsir Svanhildur einu atvikinu á þessa leið: „Ég var í Nettó um daginn. Þá birtist hann allt í einu. Ég var að versla og sneri ég mér við. Þá stóð hann einum metra fyrir aftan mig með augnaráð sem hefði getað drepið ef slíkt væri mögulegt.“ Nýverið opnaði Magni heima- síðu þar sem hann lýsir sig sak- lausan af þeim alvarlegu ásökun- um sem konurnar þrjár hafa borið á hann. Þar sakar hann konurnar um að vera veikar á geði. Einnig skrifar hann opið bréf til fyrr- verandi eiginmanns Svanhildar, Benedikts Guðmundssonar, og það er einmitt í því bréfi sem upp- hafsorð þessarar umfjöllunar eru látin falla. Forsaga málsins Magni og Svanhildur slitu eins og áður segir sambúð fyrir nokkrum árum síðan. Eftir það tóku ofsókn- ir af hálfu Magna við. Fleiri konur stigu svo fram opinberlega með svipaða reynslu. Fanney Björk Ingólfsdóttir, sem er frá Akureyri, var 26 ára þegar hún árið 2016 lýsti reynslu sinni af Magna. Sagði hún Magna hafa svipt hana geðheils- unni. „… þessi maður hefur kynferðis lega áreitt mig í hátt í tólf ár […] Þessi maður er hættulegur. Hann reyndi að ráðast á mig og draga mig inn í hús þegar ég var 15 ára gömul (þar sem hann ætlaði að „gera mér það sem ég ætti skil- ið“ að eigin sögn) en fólk sem stóð hjá bjargaði mér frá honum. Síðan þá hef ég í lifað í felum og ótta við þennan mann.“ DV er með undir höndum skilaboð sem Magni sendi á Fann- eyju þegar hún var 15 ára og hann tæplega fimmtugur. Skilaboðin hljóðuðu svo: „Ætlarðu að leyfa mér að ríða þér eins og þú lofað- ir. […] „Ertu búin að ríða þessari stelpu sem þú sagðir mér frá?“ […] Bráðum rennur upp næst síðasti dagur.“ Um þessi síðustu skilaboð sagði Fanney: „… þarna hafði hann í marga daga „talið niður“ þar sem að eitthvað hræði- legt myndi koma fyrir mig þegar niðurtalningu myndi ljúka. Ég sat heima hjá mér í marga daga og bjóst við því versta.“ Hrelliklám Þá steig Hrefna I. Jónsdóttir fram og sagði frá sinni reynslu af Magna. Hrefna sagði í samtali við DV að Magni hefði kúgað hana til þess að stunda kynlíf með honum gegn því að kynlífsmyndband sem hann tók upp af henni í leyfisleysi færi ekki í birtingu. Segir Hrefna að Magni hafi villt á sér heimildir og haft samband fyrst úr leyni- Magni opnaði nýverið heimasíðu. Þar birti hann nöfn þeirra sem hann ætlar að kæra. Hrefna var aðeins 14, 15 ára þegar hún kynntist Magna. Hún segir að hann hafi síðar reynt að kúga hana til að selja sig á Einkamál. Magni flúði frá Akureyri eftir umfjöllun 2016 en kom aftur síðasta haust. Svanhildur segir að hann haldi uppteknum hætti. Martröð Svanhildar: EltihrEllirinn Magni koM aftur og flutti þá í götu Svanhildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.