Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 2
2 28. mars 2018fréttir Síðastliðinn föstudag greindi DV frá því að Gunnar Þór Andrésson íþróttafræðingur hafi tekið frá einkaleyfi á þjóðareign Íslands, „Húh-inu“ svokallaða. Við nánari eftirgrennslan DV kom í ljós að það sama á við um flest öll fagnaðarlæti Íslendinga. Því verður snúið að fagna því þegar Íslendingar verða heimsmeistarar í Rússlandi í sumar, án þess að aurasálir fá sitt. KOMASO Hver kannast ekki við að hrópa á skjáinn: „koma svo strákar!“. Fáir gera sér þó grein fyrir því að Ívar Trausti Jósafatsson á það vörumerki og þú átt von á fjárkröfu. Húrra 26. júní. Íslenska landsliðið hefur lagt forna fjendur, Króata, og er á leiðinni í sextán liða úrslit. Hvað geturðu sagt annað en „Húrra!“? Sem betur fer máttu það án þess að auglýsingastofan ENNEMM verði með eitthvert múður. ENNEMM reyndi að fá einkaleyfi á Húrra árið 2006 en umsóknin var ekki samþykkt. Það var lagið Í ríflega tíu ár gaf hollenska samsteypan FremantleMedia Oper- ations BV Íslendingum góðfúslegt leyfi til að hrópa „Það var lagið!“ þegar bolti fór í mark. Samsteypan ber ábyrgð á mörgum vinsælustu sjónvarps- þáttum heims og fékk einkaleyfið vegna þátta á Stöð 2 með Hemma Gunn. Vel gert 16. júní. Moskva. Gylfi Þór skorar sitt þriðja mark gegn niðurlægð- um Argentínumönn- um. Þú öskrar: „Vel gert Gylfi!“. Nei. Bannað. Coca-Cola European Partners Ísland ehf. á það, eða hefur í það minnsta sent umsókn um það þegar þetta er skrifað. OK Hættum þessu kjaftæði. Ísland er að fara að tapa öllum leikjum á HM í sumar og algengustu viðbrögð Íslendinga mun verða eitt stórt „OK“. Magnús Ingberg Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sá þetta fyrir og sótti um einkaleyfi á „OK“ 16. mars síðastliðinn. fagnaðarlæti varin með einkaleyfi Á þessum degi … 29. mars 845 – Víkingar fara ránshendi um París, að sögn undir forystu Ragnars Loðbrókar. Víkingarnir samþykkja að yfirgefa borgina gegn háu lausnargjaldi. 1549 – Borgin Salvador da Bahia er stofnuð í Brasilíu og er fyrsta höfuðborg landsins. 1871 – Viktoría Bretlandsdrottning opnar Royal Albert Hall. 1951 – Ethel og Julíus Rosenberg eru sakfelld fyrir njósnir. 1973 – Síðustu hermenn Bandaríkj- anna yfirgefa Suður-Víetnam. 2014 – Fyrstu hjónavígslur fólks af sama kyni eru framkvæmdar á Englandi og í Wales. Síðustu orðin „Ég vona að brottförin verði ánægjuleg og að ég muni aldrei snúa aftur.“ – Frida Kahlo lést 13. júlí 1954, 47 ára að aldri. Lof & Last – Halldór Auðar Lofið fær Áslaug Friðriksdóttir, fé- lagi minn í borgarstjórn, fyrir að tjá sig með ansi afdráttarlausum en sanngjörnum hætti um það hvernig henni var ýtt til hliðar af flokksfélögum í svakalega súru valdatafli. Það lagast ekkert nokkurn tímann nema fólk hafi kjark til að láta í sér heyra. Lastið fáum eiginlega við öll í stjórn borgarinnar fyrir að vera ekki búin að ná alveg utan um að uppræta hina vorvissu svifryksmengun í borginni. Það er hægt að gera ýmislegt hérna og með markvissu og samstilltu átaki ætti að vera hægt að tryggja hreinna loft næsta vor. Í það minnsta þrír barir í taí- lensku borginni  Patta- ya,  Mekka  vændis í Asíu, eru reknir af Íslendingum. Barirn- ir; Paddy's, WOW og Mookky Bar, eru allir með Facebook-síðu og má þar sjá myndir af mis- mikið klæddum taílensk- um konum auk alklæddra ís- lenskra karla. Í bakgrunni blaktir íslenski fáninn.  WOW  fæ fimm stjörnur í einkunn frá  Pratchaya  nokkrum  Term- boon  sem segir: „Ferskur matur, fersk píka“. Fjölmargir íslenskir karlar tjá sig við myndir sem barirnir birta á Facebook. Til að mynda segir Benedikt Heiðdal við mynd af fá- klæddum konum: „Vááá. Ég hef sagt það, og segi það aftur, ég bý á röngum stað á hnettinum!“ Haukur Vagnsson, sem rek- ur  Paddy's, segir í samtali við DV að það sé þó af og frá að vændi sé stundað á hans stað. Hann segir þó að svokölluð  barsekt  (e. bar  fine) þekkist en það sé þó venjan á nær öllum börum í Taílandi. Í stuttu máli má lýsa barsekt sem greiðslu sem þarf að borga viðkomandi bar til að starfsmaðurinn fái að fara úr vinnu. Barsektin þekkist Haukur segir að sektin sé hluti af menningu Taílands og að konur ráði sig til vinnu á börum með því skilyrði að fá að fara úr vinnu. „Ég hef búið víða og ég er bara ekkert svo viss um að það sé meira vændi hér en annars staðar. Það er allt bullandi í vændi heima á Íslandi og í Þýskalandi er vændishús á öðru hverju horni. Ég held hrein- lega að það sé á öllum stöðum þannig hérna, að ef dömunni líst á gaurinn og hana langar að fara með honum, þá geta þær fengið að fara gegn því að þær endurgreiði launin sín,“ segir hann. Haukur ítrekar að ekkert vændi sé á Paddy's. „En það er engin vændisstarfsemi á okkar bar. En þetta kerfi er alls staðar, þær þurfa að fá að geta fengið að fara, það hefur í raun ekkert með okkur að gera. Við erum ekki með útgerð á einhverjum stelpum, alls ekki. Þær fá mánaðarlaun fyrir að vera í salnum og þjóna til borðs. Haukur dregur ekki dul á að borgin  Pattaya  hafi raunar orðið til í kringum vændi. Hann segir þó að borgin sé talsvert öðruvísi í dag, þó vændi þekkist auðvitað, eins og alls staðar í heiminum. „Það er mjög margt fólk sem kemur hing- að í tannlækningar, það kostar bara brot af því sem það kostar heima. Svo eru rosalega flottir golfvellir hérna og svo mætti lengi telja. Þetta er ekkert eins og það var áður fyrr. Hingað kemur fjöl- skyldufólk,“ segir Haukur. Oft sendar af fjölskyldunni DV hefur rætt við Íslending sem hefur stundað Íslendingabarina í  Pattaya  og „leyst út“ starfskonu staðarins. Lýsing hans rennir nokkrum stoðum undir lýsingu Hauks. „Í Taílandi er bara eðlilegt að konur vinni á bar, það er ekki vændi. Þær fá bónusgreiðslur í laun fyrir svokallaða „lady drykki“. Ef þú vilt svo bjóða þeim út að borða þá þarftu að borga „bar  fine“. Þær ráða því svo alveg sjálfar hvort þær fara. Þetta er alls staðar  svona og íslensku staðirn- ir eru engin  undantekning. Þetta er ekki vændi nema stelpan sjálf ákveði að gera það. Ég borgaði oft „bar  fine“ en var ekkert endi- lega að fara að ríða þeim, við fór- um kannski bara í bíó eða á fyllerí. Þessar stelpur eru mjög oft send- ar í þetta af fjölskyldunni og þær þurfa þá að senda pening heim,“ segir maðurinn. n Íslendingar reka bari í Mekka vændis: Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ferskur matur, fersk píka“ Gunnar Þór Andrésson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.