Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 78
78 fólk 28. mars 2018 Þ órdís Lóa Þórhallsdóttir var í síðustu viku kynnt sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í félagatali Félags kvenna í at- vinnulífi titlar hún sig sem fjárfesti, frum- kvöðul og forstjóra. Nú síðast starfaði hún sem for- stjóri ferða- þjónustufyrir- tækisins Gray Line á Íslandi. Þá var hún um árabil for- stjóri og einn af eigendum Pizza Hut á Íslandi og Finn- landi. Þórdísi Lóu var hent beint út í djúpu laugina þegar hún mætti í viðtal hjá sjónvarps- manninum Sindra Sindrasyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 strax eftir að list- inn var kynntur. Sindri var afar ágengur í viðtalinu og kom það Þórdísi Lóu augljóslega í opna skjöldu. Öll viðtöl verða auð- veld eftir þessa eldskírn. Yngri systir Þórdísar Lóu er hin þjóðþekkta söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir. Hera Björk var nýlega í forsíðuvið- tali hjá tímaritinu MAN þar sem hún greindi frá því að hún væri í löggildingarnámi í fast- eignasölu og hvernig að hún hefði tekið andlega og líkam- lega heilsu sína í gegn. Lítt þekkt ættartengsl Oddvitinn og söngdívan Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík Hera Björk Þórhallsdóttir „Bjáni, en meinti vel“ Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Jóhann eða vera ann- að en leikari. Krummi og vera ofurhetja. Hverjum líkist þú mest? Sjálfum mér. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að ég sé fullkominn. Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Í sannleika, flestu … Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? Jóhann G. Jóhannsson – Bjáni, en meinti vel. Sex ára barn spyr þig hvort að jólasveinn- inn sé til. Hvernig svarar þú? Trúir þú á jjólasveininn? Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni? Hlýr, glaður og smá velgjulegur. Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á? ,Ekki neitt. Ég komst yfir það. Dýrkaði Wham þegar það var ekki kúl, dýrka Michael Jackson og það er yfirleitt ekki kúl. En það fer í hringi. Hvað ætti ævisagan þín að heita? „Bjarg- aði lífi sínu með dansi.“ Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Líklegast „Singing in the Rain“, horfði þar til spólan slitnaði. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Ég held að flest hafi komið aftur. Nema kannski sólgleraugun með málningarslettum og rimlum. Að hverju getur þú alltaf hlegið? Sjálfum mér. Sorglegt en satt. Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt? Sólgleraugu með málningarslettum. Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið? Þú varst frábær í … Nei, það varst ekki þú … Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? Já, algjörlega. Ef þeir heilsa ekki til baka elti ég þá þar til þeir gera það. Hverju laugstu síðast? Að ég elti fræga Íslendinga ef þeir heilsa mér ekki. Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Að ást sé nauðsynleg. Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það? Þú skalt borða hollt og hreyfa þig og vera ófeiminn að leita hjálpar. Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði? BDSM. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Tyggjósmjatt (en ég er að reyna að hugleiða frá mér það sem fer í taugarnar á mér því það er engum að kenna nema mér). Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag? Ég kannski sé ekki eftir því að hafa litið upp til hans því það var vegna hans hæfileika, en Bill Cosby var ekki sá sem ég hélt. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Fimmtugsafmæli pabba. 15 ára og hljómsveitin mín ætlaði að spila þar en föttuðum ekki að það var milli kl. 17–20. Vorum að æfa og mættum svo og þá var allt búið. Spiluðum þó í 60 ára afmælinu (með Ragga Bjarna). Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt? Það eru svo margir sem koma frá mér daglega, erfitt að velja. Ég reyni oft að finna botninn til að geta spyrnt mér upp. Hvað er löglegt í dag en verður það lík- lega ekki eftir 25 ár? Að flokka ekki. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Líklega byggingarvinna um jól í handlangi. Versta leikhúsvinna var líklega að leysa af í plöntunni í Hryllingsbúðinni. Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér? Allt, ég er alltaf viss um að ég hafi rétt fyrir mér þangað til ég kemst að því að ég hafði rangt fyrir mér. Í hvaða íþróttagrein finnst þér að kepp- endur ættu að leika ölvaðir? Skíðagöngu með byssu … Það væri áhugavert. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Víti í Vestmannaeyjum. Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna? „Stikkem up.“ Til að ræna mig sjálfinu. Hvað er framundan um helgina? Sýna Icelandic Sagas í Hörpu, hitta fjölskyldu og vini og njóta páskanna með drengjunum mínum og konu. Leikarinn Jóhann G. Jóhannsson hefur komið víða við í leiklistinni og leikur jöfnum höndum á sviði, sjónvarpi og í kvikmyndum, en sú nýjasta er Víti í Vestmannaeyjum, þar sem Jói leikur föðurinn og þjálfarann Tóta. Hann leikur einnig í Icelandic Sagas – The Greatest Hits, sem sýnd er í Hörpu. Jói gaf sér tíma frá leiklistinni til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur DV. hin hLiðin V ið erum allar saman í bekk og á sömu braut, við erum á viðskiptahagfræðibraut og innan viðskiptasviðsins er frumkvöðlafræðin. Í rauninni heitir áfanginn sem við erum í þjóðhagfræði 313, en aftur á móti felur hann í sér þetta frá- bæra frumkvöðlaverkefni sem er skyldufag á viðskiptabraut,“ segir Elín Helga. Keppa á vörumessu í Smáralind í apríl „Allir viðskipta- og hagfræði- bekkirnir í skólanum taka þátt í þessu skemmtilega verkefni, en keppnin, sem verður haldin á Vörumessunni í Smáralind helgina 7.–8. apríl næstkomandi, verður stærri en hún hefur verið áður þar sem tveir árgangar frá Verzló taka þátt í henni. Keppnin einkennist af miklum fjölbreytileika. Hún skiptist nið- ur í ýmiss konar verðlaun, svo sem matarverðlaun, bestu fram- leiðslu, bestu lokaskýrsluna og svo framvegis. Til dæmis er eitt mjög flott verkefni úr okkar bekk sem heitir Stjörnuhiminn og er hönnunarvara. Einnig er mikið um sælkeravörur á borð við saltkara- mellur, brjóstsykur og sleikjóa,“ segir Anna Katrín. Sjá sjálfar um allt framleiðsluferlið Af hverju að velja að gera pestó, hvernig ákváðuð þið hvað þið vilduð gera og hvernig var fram- leiðsluferlið? „Fyrirtækið Okkar pestó var ein af mörgum hugmyndum okkar í upphafi. Við vorum lengi að kom- ast að niðurstöðu, þar sem við vor- um með margar hugmyndir uppi á borði, en að lokum komumst við að því að pestó-hugmyndin var sú besta að okkar mati. Hugmyndin okkar spratt upp í matarhléi þegar Árný kom með pasta með heima- gerðu pestó mömmu sinnar í nesti og lyktin fangaði athygli vinahóps- ins og allir vildu smakka. Eftir að hafa borið hugmyndina upp við þó nokkra, voru margir sem sýndu mikinn áhuga og hvöttu okkur áfram með framleiðsluna. Við sjáum sjálfar um allt fram- leiðsluferlið. Við byrjum með tóma krukku og endum með fullunna vöru. Við vinnum að framleiðslu vörunnar í löggiltu og vottuðu eldhúsi. Við kaupum inn þá framleiðsluþætti sem þarf til gerðar vörunnar. Við vorum með uppskrift að pestó í höndun- um sem við unnum með og gerð- um að Okkar pestó. Umbúðirnar og útlit skipta okkur miklu máli og við sáum að mestu leyti um það sjálfar, en fengum hins vegar Prentmet til þess að aðstoða okkur við hönnun vörumerkisins,“ segir Hildur Inga. Okkar pestó sló í gegn á Facebook-síðu „Við höfum verið duglegar að aug- lýsa vöruna á samfélagsmiðlum. Nýlega bjuggum við til Facebook- síðu sem sló virkilega í gegn, en þar setjum við inn upplýsingar sem tengjast framleiðsluferlinu og hvernig fólk getur nálgast vöruna. Einnig erum við með Instagram- síðu þar sem við leyfum fólki að fylgjast með á myndformi. Við- tökurnar hafa verið frábærar, og við erum ótrúlega ánægðar með þær,“ segir Ísabella. Vinkonurnar ætla allar nema ein beint í háskólanám Verzló. Anna Katrín er ekki ákveðin með hvaða nám hún ætlar í, en stefn- ir líka á að læra frönskuna bet- ur. Elínu Helgu langar að verða endurskoðandi og stefnir á við- skiptafræði og síðan meistaranám í endurskoðun og reikningshaldi. Hildur Inga segir að viðskipta- eða hagfræðinámið í HR heilli mest og frumkvöðlaáfanginn hafi vakið áhuga hennar á fyrirtækjarekstri. Ísabella stefnir á rekstrarhag- fræði í HR. Árný Anna ætlar hins vegar að taka sér árs hlé frá námi og flytur til Svíþjóðar í lok sum- ars og verður au pair hjá frænku sinni. „Hún og maðurinn hennar eru bæði læknar og með þrjú lítil börn, svo það er nóg að gera hjá þeim og verður mikil breyting fyrir þau að fá mig út til sín. Ég stefni á að læra sænsku og sálfræðin heill- ar mig mikið.“ Ætlið þið að halda áfram með Okkar pestó, jafnvel þróa hug- myndina frekar? „Eins og er höfum við ekk- ert ákveðið hvort við ætlum að halda áfram með fyrirtækið eftir menntaskóla. Til að byrja með ætl- um við bara að njóta þess að vera í þessum áfanga og sjá hvert hann leiðir okkur. Ef þetta gengur rosa- lega vel þá væri það alveg tilvalið að halda áfram með þetta, þar sem okkur finnst þetta vera virkilega skemmtilegt og við náum mjög vel saman,“ segir Árný Anna. „Ef ágóði verður af sölunni, höfum við hugs- að okkur að gefa hann til Barna- spítala Hringsins.“ Vinkonurnar Anna Katrín, Árný Anna, Elín helga, hildur inga og Ísabella eru allar á tvítugsaldri og nemendur á lokaári í Versló og stefna þær á útskrift þann 26. maí næstkomandi. Í verkefni í frumkvöðlafræði ákváðu þær að vinna pestó frá grunni og ef ágóði verður af sölunni hyggjast þær gefa hann til Barnaspítala Hringsins. Hópurinn ásamt Pálinu kennara (lengst til vinstri), á kynningu. Vinkonurnar stunda ekki bara námið, heldur eru ýmist að vinna með og/eða æfa íþróttir. Anna Katrín: „Ég æfi handbolta með íþróttafélaginu Gróttu. Einnig vinn ég í heilsu- ræktarstöðinni World Class á Seltjarnarnesi.“ Elín Helga: „Ég stunda handbolta af krafti með íþróttafélaginu Val. Jafnframt tek ég að mér vaktir í versluninni Cintamani þegar tími gefst.“ Hildur Inga: „Ég vinn vaktir í símaverinu á Domino's. Ég er mikið náttúrubarn og nýt þess mikið að fara í göngutúra í Elliðaárdalnum, auk þess reyni ég að stunda líkamsrækt þegar tími gefst til.“ Ísabella: „Ég er í 40% vinnu með náminu í blómabúðinni Burkna sem er í Hafnarfirði. Einnig reyni ég að mæta á æfingar hjá World Class fimm sinnum í viku.“ Árný Anna: „Ég vinn í Rammagerðinni á Skólavörðustíg með skólanum, en ég vinn aðra hverja helgi og svo einn virkan dag í viku. Ég reyni einnig að vera dugleg að hreyfa mig og mæta í ræktina nokkrum sinnum í viku.“ Framleiða Okkar pestó, ágóði mun renna til Barnaspítala Hringsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.