Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 48
Endurnærandi fyrir líkama og sál nútíma-mannsins“ Fyrirtækið Sauna.is hefur frá upphafi sérhæft sig í uppsetn- ingu, sölu og þjónustu á TYLÖ sauna- og gufuklefum. Starf- semi fyrirtækisins hefur snúist um að þjónusta sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, hótel, gistihús og heimili. Páll S. Kristjánsson fram- kvæmdastjóri segir að TYLÖ saunavörurnar séu leiðandi vörumerki í saunaheiminum í dag og hann hefur þjónað Íslendingum í yfir 40 ár. „Mikil reynsla og sérþekking er meðal starfsmanna fyrir- tækisins, enda hefur Sauna. is unnið að uppsetningu og þjónustu sauna- og gufuklefa í öllum helstu hótelum, sund- laugum og íþróttamiðstöðvum ásamt heimilum,“ segir Páll. „Sauna.is er því alhliða þjón- ustufyrirtæki sem selur, setur upp og veitir lausnir á þessu sviði. Við bjóðum viðskiptavin- um okkar einnig þjónustu við ráðgjöf og eftirlit með sauna- og gufuböðum.“ Finnar hamingjusamir vegna saunanotkunar „Regluleg notkun gufubaða er talin mjög heilsusamleg,“ segir Páll. „Þau hafa bæði almennt góð áhrif á blóðrásina og auka vellíðunarkennd vegna streitulosandi áhrifa. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á samhengi á milli mikillar streitu og aukinnar tíðni kransæða- sjúkdóma. Góð stund í sauna- eða gufuklefa getur reynst endurnærandi fyrir líkama og sál nútímamannsins, þar sem hann nýtur kyrrðar og slökunar til hins ítrasta,“ segir Páll. Nútímalegar lausnir Sauna.is selur allar gerð- ir af saunaklefum, það er blautgufu, mildgufu, þurr- gufu, saunatunnur, infra-klefa og potta. Að auki eru á boðstól- um ýms- ar gerðir ilmolía, fylgi- og auka- hlutir og vefnaðarvörur. Páll hvetur fólk til þess að kynna sér vöruúrvalið á heimasíðu Sauna.is eða líta við í heim- sókn í verslunina á Smiðjuvegi 11. Sauna.is/Tækjatækni ehf. Smiðjuvegi 11 200 Kópavog- ur Símar: 571- 3770 og 860-4460 Netfang: www.sauna@sauna.is Heimasíða: www.sauna.is SAunA.iS: Leiðandi í saunavörum á Íslandi Mi iceland er viður-kenndur endursöluaðili á Íslandi fyrir kínverska snjalltækjaframleiðandann Xiaomi, Mi. Þó að merkið sé ekki ýkja þekkt eru tækin gíf- urlega vinsæl. „Mi hafa verið að rokka frá 3. upp í 5. sæti sem stærstu farsímaframleið- endur í heiminum síðustu ár. Þeir hafa átt Asíumarkaðinn nokkurn veginn frá byrjun en í seinni tíð eru þeir einnig að verða mjög stórir í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Mi iceland. Mi framleiðir miklar gæða- vörur en þar sem merkið er ekki jafnþekkt og til dæmis Samsung eða Apple þá eru þessar vörur yfirleitt mun ódýrari en þekktari merki í sama gæða- flokki: „Þú ert liggur við að fá þrefalt meiri gæði miðað við annað tæki í sama verðflokki,“ segir Örvar. Mi snjallsímarnir nota Android stýrikerfið eins og flestir aðrir snjallsímar í dag. Mi framleiðir margar mis- munandi vörur og er óhætt að segja að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Snjall- símarnir eru í nokkrum verð- flokkum og hægt er að fá mjög góðan snjallsíma fyrir aðeins 25.000 krónur. Með slíkum síma er hægt að gera allt sem maður notar hefðbund- inn snjallsíma í, rafhlaðan er endingargóð og myndavélin er sérlega góð, sem er mjög eftirsóttur kostur í snjallsímum í dag. Þá má nefna vinsælasta símann hjá Mi iceland sem er Mi A1. Sá sími er afrakstur samstarfs Xiaomi og Google. Stýrikerfið heitir AndroidO- ne og er óbreytt útgáfa af Android sem margir snjallsímaáhugamenn telja stóran kost. Einnig styður hann hraðhleðslu, er með tvöfalda myndavél að aftan og fæst í þremur litum. Eitt áhugavert og sniðugt tæki fyrir öll heimili er Yi Home Camera. Þessi einfalda öryggismyndavél tengist þráðlausu neti og þannig er hægt að fylgjast með úr henni hvar sem er í heiminum. Myndavélin getur svo sent tilkynningar þegar hún skynjar hreyfingu ásamt því að taka upp á minniskort og á öruggan vefþjón fyrir lítið gjald. Ein skemmtilegasta nýj- ungin hjá þeim er ryksugu- róbótinn Mi Robot Vacuum 2. Þetta ryksuguvélmenni hefur töluvert meiri sogkraft og stærri rafhlöðu en iRobot Roomba sem kostar allt að tvöfalt meira. Það má svo ekki gleyma því að ryksugan moppar einnig gólfið sem er sjaldséð hjá slíkum vélmenn- um. Mi iceland er vefverslun sem sendir hvert á land sem er og er enginn sendingar- kostnaður. nánari upplýsingar eru á vefsíð- unni www. mii.is. Mi iCELAnd: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.