Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 35
Hlaup 28. mars 2018KYNNINGARBLAÐ Mamma veit best er heilsu-búð og heildsala með há-gæða bætiefni, matvörur og snyrtivörur þar sem áhersla er lögð á hollustu og umhverfisvæna framleiðsluhætti. Mamma veit best er með verslanir að Laufbrekku 30 (Dalbrekkumegin) í Kópavogi og að Njálsgötu 1 í Reykjavík. Auk má finna ítarlegar upplýsingar og vefverslun á síðunni mammaveit- best.is. Vegan Í þessari umfjöllun stiklum við á stóru í ríkulegu heilsuvöruúr- vali verslunarinnar og nefnum til sögunnar nokkrar vörur. Fyrst er að nefna vegan-línuna hjá Mamma veit best: Frá Garden of Life fæst stórsnið- ugt bætiefni fyrir þá sem eru á vegan-mataræði, en það er „raw“ járn með B12, fólati og C-vítamíni. Þeir sem eru á vegan-mataræði þurfa sérstaklega að huga að því að fá nóg af járni og B12-vítamíni. Járn er vissulega að finna víða í jurtaríkinu en B12 getur verið erf- iðara að fá úr jurtafæði í nægilegu magni. Einnig er fáanlegt D3- vítamínsprey frá Garden of Life. Við hér á norðurhveli jarðar líðum mörg skort á D-vítamíni vegna skorts á sólarljósi og það er alvar- legt þar sem D-vítamín er lík- amanum nauðsynlegt til fjölda starfa. D-vítamín er meðal annars mikilvægt fyrir beinheilsu, hjarta- og æðakerfi og ónæm- iskerfi. Flestar tegundir af vegan D-vítamíni er D2-vítamín, sem nýtist líkamanum ekki jafn vel og D3. D3 er það form sem líkaminn býr til í húðinni þegar á hana skín sól og það er bæði talið öruggara og virkara til inntöku en D2-formið. Frá Garden of Life kemur líka „raw“ vegan- prótín með vinveittum gerlum, ensímum og vítamínum. Í hverjum skammti er að finna 17 grömm af prótíni og ekki ögn af við- bættum sykri. Prótínið er laust við öll aukaefni og er frábært fyrir þá sem fá ekki nóg prótín úr fæðunni eða vilja bæta prótíni í þeytinginn. Frá Garden of Life fást einnig ýmiss konar fjölvítamín og næringar- drykkir. Dr. Mercola framleiðir gæða prótínduft sem hentar vel í þeytinginn, enda er það bæði bragðgott og seðjandi. Í hverjum skammti er að finna 12 grömm af prótíni og er duftið algerlega sykur- laust og laust við öll aukaefni. Vegan-lífsstíllinn nær ekki ein- göngu yfir mataræði heldur forðast þeir sem eru vegan einnig allar vörur sem eru framleiddar með dýraafurðum eða eru prófaðar á dýrum. Margar sápur eru til dæmis framleiddar úr dýra- feiti og margar snyrtivörur eru prófaðar á dýrum. Hjá Mamma veit best fást frá- bærar lífrænar, vegan- og „fair- trade“-sápur og húðvörur frá Dr. Bronn- er's. Sápurnar má jafnt nota í sturtunni, í þvottavélina sem og í öll heimilisþrif. Þær eru mildar og henta allri fjölskyldunni enda innihalda þær engin kemísk efni. Slökun magnesíum vinnur gegn streitu Slökun magnesíum er frábær vara frá Mamma veit best sem vinn- ur gegn streitu, svefntruflunum, fótaóreið og hægðatregðu. Slökun magnesíum hentar fólki á öllum aldri en skammtastærðir geta verið mismunandi eftir þörfum hvers og eins. Ef um börn ræðir er best að fá ráðleggingar frá fagaðilum en Slökun er ekki ætluð ungabörnum. Slökun magnesíum er einfalt að nota, duftið er einfaldlega leyst upp í vatni og drukkið. Það fæst í 5 mismunandi bragðtegundum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Slökun magnesíum er laust við öll aukaefni. Það er sykur- laust og sætt með stevíu. Mykind-bætiefnalínan Mykind-bætiefnalínan frá Garden of Life er lífræn, vegan og laus við öll aukaefni. Bara það besta fyrir þig og móður jörð! Mykind-línan var var hönnuð með það að leiðarljósi að velja aðeins bestu mögulegu hráefnin og meðhöndla þau þannig að næringin skilaði sér sem best. Gæði bætiefna skipta öllu máli. Þau sem eru búin til úr fæðu eins og þessi er líklegra að líkaminn nái að nýta að fullu. Öll línan er 100% vegan og inni- heldur því engar dýraafurðir. Meira að segja D3- og B12-vítamínin eru vegan en þessi tvö er oft erfitt að fá vegan í bestu formunum. MAMMA VEit BESt: Það besta fyrir þig og móður jörð Magnesíum hefur mörgum mikilvægum hlutverkum að gegna í líkamanum og kemur við sögu í yfir 300 efnahvörfum. Sem dæmi um hin mörgu hlutverk magnesíum má nefna: n Nauðsynlegt fyrir eðlilega vöðvavirkni – einkum vöðvaslökun n Nauðsynlegt fyrir eðlilega taugavirkni – einkum taugaslökun n Ómissandi þáttur orkuvinnslu í hverri einustu frumu líkamans n Nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi hjarta og æðakerfis – leikur t.d. mikilvægt hlutverk í að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.