Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 30
30 umræða Sandkorn 28. mars 2018 Spurning vikunnar DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Af hverju komast menn upp með þetta? É g fer ekki ein að ganga úti á kvöldin,“ segir Svanhildur Sigurgeirsdóttir í viðtali við DV. Svanhildur stígur fram og segir frá þeirri óþægilegu lífs­ reynslu að hafa fyrrverandi maka á hælum sér, nánast andandi ofan í hálsmálið. Hún þorir ekki að fara ein út á kvöldin, er alltaf vör um sig og líður eins og hún sé í fangelsi. Íslenskir eltihrellar hafa verið nokkuð til umræðu í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt eru það konur sem eru fórnar­ lömb eltihrella, sem oftar en ekki eru fyrrverandi makar. Eltihrellir­ inn fylgist með manneskjunni, eltir hana eða hefur samband við hana í tíma og ótíma – hvenær sem er sólarhrings. Þetta er ein tegund ofbeldis og í raun má færa rök fyrir því að um mjög alvarlegt ofbeldi sé að ræða. Fórnarlamb­ ið veit aldrei hverju það á von á, upplifir óöryggi og kvíða og það svo vikum, jafnvel árum, skiptir. Þar með er tilganginum náð hjá eltihrellinum sem leggur sig fram um að gera líf viðkomandi allt að því óbærilegt. Í umfjöllun DV er rætt við Mar­ gréti Valdimarsdóttur, sem er nú doktorsnámi í afbrotafræði í New York. Margrét segir að gerendur þurfi að gera sér grein fyrir því að um er að ræða tegund af ofbeldi sem getur haft afdrifaríkar af­ leiðingar í för með sér fyrir brota­ þola. Hún hvetur þá sem hafa til­ hneigingu til að beita ofbeldi, í hvaða mynd sem er, til að leita sér aðstoðar. Líklega er ekki til sá einstakling­ ur sem telur það eftirsóknarvert að feta braut ofbeldis og glæpa. Ger­ endur í ofbeldismálum, eltihrell­ ar þar á meðal, þurfa ekki endilega að vera illa innrættir einstaklingar – þeir eru veikir og þurfa á hjálp að halda. Svo einfalt er það. Það sem þeir þurfa að gera er að viður­ kenna vandann og leita sér aðstoð­ ar. Margrét bendir á að hugræn at­ ferlismeðferð hjá sálfræðingi hafi gefið góða raun og þá til að draga úr eða koma í veg fyrir áfram­ haldandi ofbeldishegðun. Réttarkerfið þarf að taka tillit til þeirra sem vilja leita sér aðstoð­ ar en að sama skapi taka harð­ ar á þeim sem brjóta ítrekað af sér. Svanhildur er ekki fyrsta kon­ an sem sakar fyrrverandi maka sinn, Magna Línberg, um ofsókn­ ir. Samt getur hann nálgast Svan­ hildi úti í búð, flutt í sömu götu og hún og setið í bíl sínum fyrir utan heimili hennar. Hann getur eig­ inlega gert það sem honum sýn­ ist þegar honum sýnist. Það er alveg ljóst að það er víða pottur brotinn í íslensku réttarkerfi hvað þetta varðar; hvernig stendur á því að menn, oftar en ekki sömu mennirnir, komast upp með að leggja líf annars fólks í rúst með þessum hætti? n Leiðari Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Ungmenni á einskis- mannslandi Umræðan um kosningarétt Ís­ lendinga á aldrinum 16 til 18 ára í sveitarstjórnarkosningum er komin í hinar hefðbundnu skotgrafir. Sjálfstæðisflokk­ ur, Framsókn og Miðflokkur eru á móti því að ungmenni fái að hafa áhrif á sitt sveitar­ félag því samkvæmt skoðana­ könnunum er ungt fólk ólík­ legt til að kjósa þessa flokka. Af sömu ástæðu eru Vinstri græn og Píratar mjög hrifnir af því að lækka kosningaaldurinn. Þing­ mennirnir sem sjá enga ástæðu til að skoða mál ítarlega telja nú að leggjast þurfi yfir þetta mál og upp er komin skyndileg þörf fyrir að miða allar aldurstak­ markanir við sjálfræðisaldur. Á meðan eru þeir sem boða öguð vinnubrögð tilbúnir að drífa málið í gegn. Hvernig væri að líta upp úr skotgröfunum og spyrja ungmennin á einskis­ mannslandinu hvort þau séu tilbúin að kjósa í vor? Pútín grætur Gulla Vafasamar heimildir herma að hávær grátur hafi heyrst í Kreml síðla kvölds í vikunni. Þar mun Vladimír Pútín Rúss­ landsforseti hafi grátið sig í svefn yfir þeim fregnum að Guðlaugur Þór Þórðarson, utan­ ríkisráðherra Íslands, myndi ekki mæta á HM í knattspyrnu karla í sumar. Hefur sniðganga Guðlaugs Þórs fengið Pútín til að hugsa sig vandlega um hvort það sé yfirleitt sniðugt að byrla fólki á börum á Englandi taugaeitur. Sérstaklega ef það veldur því að Pútín fær ekki að fara á völlinn með Gulla vini sínum. Þess má geta að sam­ bærilegur grátur heyrðist í Foldahverfi Reykjavíkur aðfara­ nótt þriðjudags. T illagan er ótæk og illa ígrunduð. Ef slík aldurs­ skilgreining ætti sér stað þyrfti einnig að laga öll lög í landinu til samræmis, eins og útlendingalög, ýmis lagaákvæði í heilbrigðis­ og tryggingamálum. Þessi gjörningur er því arfavitlaus. Þá skal nefna það að ungmenni undir 18 ára aldri eru upp til hópa ekki nógu þroskuð til að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þátt­ taka í kosningum til Alþingis og sveitar­ stjórna hefur. L ækkun kosningaaldurs er skref í átt til betra lýðræðis. Öll eigum við að geta haft áhrif á ákvarðanir sem okkur varða. Með þróuninni þar sem þjóðin hefur verið að eldast hefur hall­ að á að unga fólkið hefði áhrif til jafns við það eldra sem endur­ speglast í versnandi lífsgæðum ungs fólks miðað við aðra hópa. Þessi breyting réttir af þann lýðræðishalla. Einnig er gott að virkja lýðræðisborgar­ ann snemma svo að virk þátttaka í lýðræðinu upplifist sem eðlilegur hluti af tilverunni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, Guðmundur Þorleifsson, Helgi Helgason og Jón Valur Jensson Með og á Móti Lækkun kosningAALdurs með á móti Er skák íþrótt? „Já. Maður þarf að nota höfuðið“ Dröfn Björgvinsdóttir „Já, það er hugaríþrótt“ Sigfús gunnarsson „Já, hugarleikfimi“ Saga Hilma Sverrisdóttir „Ég myndi segja að skák væri íþrótt, hugaríþrótt“ Hlöðver Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.