Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 13
fólk - viðtal 1328. mars 2018 númeri og þóst vera ungur maður sem gaf henni undir fótinn. Hún kveðst hafa látist blekkjast. „Hann sagði réttu hlutina. Ég var ung og vitlaus og hann náði mér bara,“ útskýrði Hrefna í sam­ tali við DV. Seinna tók hún afdrifa­ ríka ákvörðun um að hitta Magna. „Þarna var hann orðinn klettur í lífi mínu, trúnaðarvinur og að­ stoðaði mig stundum fjárhags­ lega, en ég hafði ekki auðvelt að­ gengi að fjárhagsaðstoð á þeim tíma,“ útskýrir Hrefna og segir að svo hafi farið að hún hafi sofið tví­ vegis hjá honum. „Það var með samþykki beggja aðila.“ Hún ákvað þó í kjölfarið að slíta sambandinu við Magna, þar sem henni þótti aldursmunurinn óþægilegur og vildi ekki eiga í ástarsambandi við hann. „Það er þá sem hann send­ ir skjáskot á mig þar sem við sjá­ umst sofa saman. Hann hafði falið myndavél í stofunni og tekið allt upp.“ Hrefna sagði að Magni hefði hótað að senda myndskeiðið á fjölskyldu hennar og jafnvel gera það opinbert ef hún svæfi ekki aft­ ur hjá honum. „Og þannig varð ég fangi hans, sautján, átján ára göm­ ul. […] Hann hótaði að eyðileggja líf mitt með þessu myndbandi.“ Þá greindi Hrefna frá því að Magni hefði reynt að þvinga hana út í vændi og hefði auglýst hana til sölu á Einkamál. Hrefna fékk svo þá hugmynd að hafa samband við rannsóknar­ blaðamanninn Jóhannes Kr. Krist­ jánsson. Í samtali við DV staðfesti Jóhannes aðkomu sína að máli Hrefnu og að hann hefði aðstoða hana við að losna við Magna úr lífi hennar. Hún lét fjölskyldu sína vita um allt sem hafði gengið á og tek­ in var skýrsla hjá lögreglu. Hrefna sagði einnig: „Ef ég hefði verið með meira brotna sjálfsmynd, þá hefði ég get­ að endað í vændi út af þessum manni. Og þá fer maður að hugsa; ætli honum hafi tekist ætlunar­ verk sitt gagnvart annarri stelpu?“ Svanhildur stígur fram Í eldri umfjöllun DV árið 2016 greindi Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi eiginmaður Svanhild­ ar, frá því að Magni, sem er eins og áður segir fyrrverandi sam­ býlismaður Svanhildar, að hann hefði byrjað að ofsækja hana í jan­ úar 2015. Í umfjöllun DV var ekki greint frá nafni Svanhildar en hún ákvað nú að stíga fram og segja að­ eins frá reynslu sinni af Magna. Í eldri umfjöllun DV greindi Bene­ dikt frá því að Magni hefði setið í bíl sínum fyrir utan heimili Svan­ hildar á gamlárskvöldi. Þá voru fjölskylda Svanhildar og Benedikt að fagna nýju ári. Þá mun Magni hafa leikið sama leik á aðfanga­ dagskvöldi það ár. Magni hefur nú eins og áður segir stofnað netsíðu þar sem hann hefur skrifað hundruð blað­ síðna af efni þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu en sakar konurn­ ar um geðveiki og hefur uppi hót­ anir. Hlekk á heimasíðuna hef­ ur hann svo sent á fjölmarga vini Svanhildar á Facebook. Þá er hann iðinn við að birta hinar ýmsu yfir­ lýsingar á Facebook þar sem hann kveðst ætla að opinbera hina og þessa sem honum finnst vera óvildarvinir sínir. Svanhildur taldi að hún væri laus við Magna eftir að umfjöll­ un birtist í fjölmiðlum árið 2016. En Magni kom aftur til Akureyrar á haustmánuðum. Hann lét sér ekki nægja að flytja í bæinn, held­ ur kom sér fyrir við sömu götu og Svanhildur er búsett við. „Hann fer í göngutúra framhjá húsinu mínu. Hann ekur framhjá og stöðvar bíl sinn en heldur svo áfram. Það er lítið hægt að gera við því skilst mér, hann útskýrir það með því að hann eigi heima í göt­ unni. Hann flutti auðvitað hingað til að komast sem næst mér,“ segir Svanhildur og bætir við: „Hann stendur oft úti þegar ég er að fara í vinnuna en það fer dálítið eftir veðrinu hvort hann sé í götunni.“ Svanhildur segir að eftir um­ fjöllun fjölmiðla sé Magni varari um sig og gæti sín sérstaklega á að ofsækja hana án þess að lögregla geti gripið í taumana. Þegar hann birtist í verslunum eða elti hana gæti hann sín á að segja ekkert við hana. Það er þó ljóst á heimildar­ mönnum DV að þeim þykir þrá­ hyggjan mikil og alvarleg. „Hann hefur sent hlekk á síð­ una á alla vini mína. Þetta er mað­ ur sem er ekki alveg í lagi,“ segir Svanhildur og bætir við: „Þetta hefur tekið á. Ég átti aldrei von að hann kæmi aftur til Akureyrar.“ Svanhildur og Benedikt eiga þrjú börn saman. Íþróttafrétta­ manninn Guðmund, fjölmiðla­ konuna Evu Björk og Einar Loga. Tvö síðarnefndu hafa dregist inn í einkennilegan hugarheim Magna sem hefur lýst því yfir að hann ætli að kæra Evu og barnabarn Svan­ hildar, knattspyrnukappann Al­ bert Guðmundsson. Hann tiltekur þó ekki á þessari einkennilegu síðu í hverju þær kærur eiga að felast. Eva Björk benti Magna vin­ samlega á að leita sér sálrænnar aðstoðar og tók hann það óstinnt upp. Hafa ofsóknirnar haft áhrif á þig? „Þetta hefur tekið mikið toll, það segir sig sjálft. Ég er alltaf vör um mig. Hann kemur alla daga fyrir utan hjá mér. Hann útskýrir það þannig að hann búi í götunni og þess vegna sé það eðlilegt. Þetta hefur verið stöðugt,“ segir Svan­ hildur. Hún starfar á sjúkrahúsinu á Akureyri og fær góðan stuðn­ ing frá vinnufélögum. „Ég verð að líta á þetta á sem visst tímabil sem gengur yfir. Hann er búinn að elta mig í Bónus og Nettó. Fólk sem þekkir mig persónulega en er ekki endilega nánir vinir hefur verið að láta mig vita þegar það hefur tek­ ið eftir því að hann sé að fylgja mér í þeim verslunum sem ég er stödd í það og það skiptið. Hann fær aldrei nein viðbrögð frá mér. Ég horfi á hann eins og hann sé ekki til.“ Óttast þú að vera ein á ferli? „Ég fer ekki ein út að ganga á kvöldin.“ Þetta hljómar eins og fangelsi. Þú átt að geta farið í göngutúr. „Já, þetta hljómar eins og fang­ elsi. Ég á góða fjölskyldu og vini. Það hjálpar mjög mikið. Það sem er verst eru áhrifin á mitt nánasta fólk og að það hafi dregist inn í þessar ofsóknir. Honum er ekk­ ert heilagt og hann birtist jafnvel þar sem háöldruð móðir mín býr. Þegar ég mæti honum, segir hann ekki neitt en framkoman er ógn­ andi.“ Oft er það hundurinn sem geltir ekki sem er hættulegastur, skýtur blaðamaður inn í. Svanhildur samsinnir því og segir: „Fyrrver­ andi eiginmaður minn er mest hræddur um að hann fari algjör­ lega yfir um einn daginn.“ Á næstu síðu er að finna ítar­ legt viðtal við Margréti Valdi­ marsdóttur, forstöðukonu rann­ sóknarseturs í afbrotafræðum um eltihrella. Aðspurð hversu algengt það sé að áreiti og ofsóknir fari út í líkamlegt ofbeldi svarar hún: „Það hafa ekki verið gerðar neinar viðamiklar rannsóknir á þessu á Íslandi. Erlendar rann­ sóknir sýna hins vegar að hegðun sem byrjar sem svona áreiti leiði oft til alvarlegra ofbeldis. Þetta virðist eiga við um allar tegundir af eltihrelli.“ Magni við DV: Þessu er lokið Magni er eins og áður segir með tvær Facebook­síður þar sem hann deilir efni í gríð og erg. Önn­ ur þeirra er með mynd af Magna og Svanhildi sem einkennismynd þrátt fyrir að hún hafi slitið sam­ bandinu fyrir margt löngu. Er það enn ein birtingarmynd ofbeldis sem Svanhildur verður fyrir. Ekki bólar samt sem áður á nálgunar­ banni. DV hafði samband við Magna til að gefa honum færi á að svara fyrir hinar alvarlegu ásakan­ ir. Magni svaraði fyrirspurn DV á þessa leið og lagði svo á: „Nú ætla ég að stoppa þig af strax. Hvernig dettur þér í hug að hringja í þetta númer? Þú hefur ekki leyfi til að hringja í mig. Nú hættir þú því strax. Þessu er lok­ ið og þú skalt ekki voga þér að hringja í þetta númer aftur. Er það skilið?“ n Jóhannes Kr. aðstoðaði Hrefnu við að sleppa undan Magna. Á heimasíðu sinni hefur Magni lýst yfir sakleysi með nokkuð undarlegum hætti. Telur hann sig vera fórnarlamb. Magni ætlar að kæra allt og alla og hefur birt lista á heimasíðu sinni. Hefur hann lýst því yfir að hann ætli að kæra barnabarn Svan- hildar, knattspyrnukappann Albert Guðmundsson. Hann tiltekur þó ekki hvað hann á að hafa gert. Skilaboð til Benedikts. Auðvelt er að álykta að um hótun sé að ræða. Vildi nálgunarbann Þrátt fyrir endurteknar ofsóknir og að hafa óskað eftir nálgunarbanni á Magna hafa yfirvöld ekki orðið við slíku. Svanhildur segir lögreglu hafa gert sitt besta í málinu og hafa mælt með því að hún myndi hafa dyr sínar kirfilega lokaðar með slagbröndum. Þrátt fyrir tilmæli um slíkt hefur yfirvöldum þó ekki þótt ástæða til úrskurða Magna í nálgunarbann. Minnir mál Svanhildar um margt á mál Hildar Þorsteinsdóttur sem fékk neyðarhnapp frá lögreglu vegna ótta við Magnús Jónsson. fyrrverandi sambýlismann til margra ára, en ekki nálgunarbann. Magni gefur þá skýringu að hann eigi heima í götunni og því sé eðlilegt að hann sé þar á ferð eða stoppi fyrir utan hús hennar. Martröð Svanhildar: EltihrEllirinn Magni koM aftur og flutti þá í götu Svanhildar Valbjörn Magni Björnsson, eða Magni Linberg eins og hann kýs að kalla sig í dag, flutti í götuna hjá konunni sem hafði kært hann fyrir ofsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.