Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 53
5328. mars 2018 Í keppninni Sterkasti maður Íslands sumarið 1991 háðu Magnús Ver Magnússon og Hjalti Úrsus Árnason harða bar­ áttu um fyrsta sætið í Hljómskála­ garðinum og voru langt á undan öðrum keppendum í stigaskor­ un. Magnús vann og fór í kjölfar­ ið til Tenerife á Kanaríeyjum og vann sinn fyrsta titil sem sterkasti maður heims. Það sem vakti þó helst athygli varðandi keppnina á Íslandi var ekki sviti og tár krafta­ jötnanna heldur dvergakastið sem aldrei var keppt í. Vinsælt á börum Dvergakast átti að vera sýn­ ingargrein í keppninni og hug­ myndin kom frá Bandaríkjunum. Þar vestra er dvergakast gjarnan stundað á börum en einnig hef­ ur verið keppt í greininni á afl­ raunamótum. Kastið fer þannig fram að dvergurinn er með hjálm og er klæddur í hlífðarbúning með áföstum handföngum. Síðan kasta menn dvergnum eins langt og þeir geta og hann lendir á dýnu. Ætla má að ítrustu öryggiskröfum hafi þó ekki alltaf verið fylgt á börun­ um. Dvergheilkennið er mjög sjald­ gæft og því ekki alltaf auðvelt að finna einstakling sem er viljug­ ur að láta kasta sér. Hjalti Úrsus stóð að keppninni en mótsstjóri var Sveinbjörn Guðjohnsen sem að sögn Hjalta átti hugmyndina að dvergakastinu. Sveinbjörn, sem er bróðir Viðars Guðjohn­ sen, frambjóðanda í leiðtoga­ kjöri Sjálfstæðis flokksins til borg­ arstjórnar, var nýverið í fréttum vegna nektarmynda á músarmott­ um sem fyrirtæki hans Bílabúðin H. Jónsson & Co. lét prenta. Sjálf­ ur hafði Hjalti einu sinni próf­ að dvergakast, í Bretlandi. Sam­ kvæmt viðtali í Fréttablaðinu árið 2005 kastaði Hjalti ekki eigin­ legum dverg heldur smávöxnum manni sem lenti illa en hlaut engan varanlegan skaða af. Öryrkjabandalagið sagði greinina „siðleysi“ Hjalti kaus að ræða málið ekki nú. En samkvæmt í viðtali við DV árið 1991 sagði hann að mótshaldar­ ar hafi þurft að hverfa frá þess­ um áformum vegna mótmæla og af því að erfitt reyndist að fá dverg til að kasta. Búið var að hafa sam­ band við umboðs­ aðila í Bandaríkj­ unum og von var á viljugum dverg frá Mi­ ami. En það datt upp fyrir og enginn annar dverg­ ur fannst til verksins. Dverga­ kast er mjög umdeilt víða og ólöglegt á mörgum stöðum. Þykir mörgum þetta niðurlægjandi og minna á viðundrasýningar sem algengar voru á 19. öld og fyrri hluta 20. ald­ ar. Í yfirlýsingu frá Öryrkjabanda­ laginu í aðdraganda keppninnar árið 1991 var lýst yfir megnri reiði og andúð á því að hafa dvergak­ ast á dagskrá mótsins: „Samtök­ in benda á að það sé algjört sið­ leysi að ætla sér að nota fötlun fólks sem „skemmti­ atriði“ og á engan hátt samboðið íslensku velferðarþjóðfélagi.“ Þá sagði Páll Skúlason sið­ fræðingur í aðdraganda keppn­ innar að það orkaði tvímælis að rugla saman íþróttaleik og sirkus­ sýningu. „Mér finnst það vafasamt og ekki samræmast anda íþrótt­ anna.“ Hjalti sagði hins vegar að það hefði aldrei verið ætlunin að særa neinn. Hann sagði þá: „Þó að það hafi enginn haft samband við mig beint finn ég að allt þetta tal um dvergakast hefur fallið í slæman jarðveg og vakið upp óvild. Þetta er því að snúast upp í andhverfu sína því meiningin var að koma með góða ímynd af heilbrigðum íþróttum á mótinu.“ Bætur vegna dvergakasts Þó að Magnús, Hjalti og félagar hafi ekki fleygt dvergum í Hljóm­ skálagarðinum sumarið 1991 þá hefur dvergakast verið stundað á Íslandi, og með alvarlegum af­ leiðingum. Í ágúst árið 2007 var haldin íþróttahátíð hjá fram­ haldsskólum á Austurlandi, köll­ uð Austfirsku ólympíuleikarnir. Þar var keppt í grein sem var köll­ uð dvergakast en öðruvísi en hefð­ bundna greinin að því leyti að tveir nemendur köstuðu „dverg“ (öðrum nemanda) yfir slá. Ein stúlka var hvött af áfangastjóra Verkmenntaskóla Austurlands til að taka þátt þar sem hún væri lítil og nett. Öðrum piltanna sem köstuðu henni skrik­ aði fótur með þeim afleiðingum að hún slasaðist á öxl í fallinu. Fékk hún átta prósenta varan­ lega örorku og var ríkið dæmt til að greiða henni rúmar fjórar milljónir í bætur vegna málsins. n tímavélin → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS Fljúgandi diskur yfir Sjómannaskólanum „dularfulla fyrirbrigði“ reyndist vera loftbelgsræksni og nokkrir strákpattar höfðu sett eld í svo hann logaði allur að innan, er hann komst á loft. Hafa þeir „geimsjáendur“ sjálfsagt hrokk­ ið upp við vondan draum og haft síðan hljótt um sig frá því.“ n Ufo Morgunblaðið 11. janúar 1967 Hjalti dregur trukk í keppninni, DV 1991. Kraftajötnar vildu kasta dverg í Hljómskálagarðinum Dvergakast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.