Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 28
28 fólk - viðtal 28. mars 2018 það passaði ekki inn til mín svo ég skipti honum, og búrinu, út fyrir kanínu. Kanínan var reyndar mjög hress en fyrir átti ég hins vegar aðra kanínu sem var fötluð og með undarlega sjálfsmorðshneigð. Það hrundi yfir hana búr þegar hún var ungi en við það fótbrotnaði hún og fékk eitthvert áfall sem gerði hana svolítið skrítna. Stundum fann ég hana skorðaða af á bak við sófa eða önnur húsgögn þar sem hún virtist viljandi hafa komið sér í ógöngur,“ segir Inga María, stendur upp og sýnir með látbragði hvernig kan- ínan hafði fest sig. „Nýja kanínan reyndist svo ágætis félagsskapur fyrir greyið og ég vona að þung- lyndi fiskurinn hafi fengið góðan aðbúnað líka,“ segir Inga María og hlær. Fann flottan svía á Tinder og stefnir til Uppsala Ásta- og fjölskyldulíf Ingu Maríu hefur einnig verið óhefðbundið á mælikvarða margra. Hún hef- ur að minnsta kosti aldrei fetað hinn gullna meðalveg vísitölu- fjölskyldunnar. Inga María varð móðir aðeins 19 ára og amma 37 ára, þegar dóttir hennar, Kara, eignaðist litla stelpu í fyrra, þá átján ára gömul. Með því bætt- ist fimmti ættliðurinn í beinan kvenlegg Ingu Maríu. Inga María á líka soninn Dalí, eða Daníel Loka, sem nú býr ásamt föður sínum og stjúpu í bænum Uppsala í Svíþjóð. Gam- an er að segja frá því að Inga Mar- ía fann einmitt ástina þegar hún fór ásamt dóttur sinni og barna- barni til Uppsala að heimsækja Dalí síðasta haust. „Ég var búin að vera ein- hleyp í rúmlega sex ár og dóttur minni fannst þetta komið gott. Nú þyrfti mamma hennar að fá sér kærasta. Hún fór í símann minn, opnaði Tinder og fór að fletta. Nokkrum dögu síðar var ég komin á stefnumót með al- veg dásamlegum manni sem ég er mjög ástfangin af í dag,“ segir Inga María sem stefnir á að flytja til Uppsala eftir um það bil tvær vikur og láta reyna á ástina. „Maður verður bara að taka sénsa,“ segir hún og hlýhugurinn til sænska kærastans, sem heitir Robert Mentzer, leynir sér ekki. „Ég er samt ekki viss um að það hefði verið jafn auðvelt að stökkva á þennan séns ef son- ur minn ætti ekki heima í næsta húsi,“ segir hún, en hinn heppni, sem er fjórum árum eldri en Inga María, starfar sem veitingamað- ur og á tvö börn úr fyrra sam- bandi. „Pabbi sonar míns og fóstur- mamma eru að ljúka námi frá háskólanum í Uppsala. Sem mömmu hans fannst mér fínt að hann fengi rútínuna og öryggið sem fylgir því að búa með stærri fjölskyldu,“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyr- ir neinum fordómum vegna þess að hún, sem móðir, sé sátt við að sonur hennar búi á öðru heim- ili. „Hann hefur jú verið hjá mér í öllum fríum og þetta er það fyrir- komulag sem hentaði aðstæðun- um best.“ Virkar betur með brotna fólkinu Inga María vinnur nú að því að klára tvö stór myndskreytingar- verkefni fyrir bæði ríki og borg en þegar þeim er lokið ætlar hún að pakka niður í tösku og fljúga á vit ástarinnar, allsendis óhrædd við það sem framtíðin ber í skauti sér. „Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni en svo þrífst ég líka á því að mæta áskorunum. Þegar ég kem til Svíþjóðar ætla ég að taka skotveiðileyfi til að kom- ast að því hvort ég geti einfald- lega látið verða af því að drepa dýr. Næsta skref er svo að finna einhvern sem getur kennt mér að stoppa þau upp því það hefur mig alltaf langað til að læra. Svo hlakka ég til að prófa að fara aftur í sambúð og vona að hún gangi vel þótt ég sé auðvitað orðin mjög vön því að vera ein eftir þessi sex ár.“ Dýrahræ í frysti, köfun, fall- hlífarstökk, skotveiði, hellulögn og uppstoppun. Finnst þér aldrei erfitt að vera svona frábrugðin öðrum konum á fertugsaldri? „Jú, auðvitað hef ég margoft fengið að heyra að ég sé klikkuð,“ segir Inga og skellihlær en skiptir svo yfir í alvarlegri tón og spyr við hvað sé þá verið að miða: „Fólk sem býr í raðhúsum og er í langtímasamböndum? Það er auðvitað gott og blessað en það virka ekki allir eins, – og öll eigum við líka okkar sögu. Sjálf á ég til dæmis tvo vinahópa frá mínum æsku- og uppeldisárum. Annar samanstendur af mjög heilsteyptu fólki ef svo mætti að orði komast. Fólki sem kemur úr hefðbundnu fjölskyldumynstri og á foreldra sem hafa alltaf stutt það, bæði fjárhagslega og með öðrum hætti. Hinn vinahópur- inn minn samanstendur af fólki sem hefur meira þurft að spjara sig sjálft og er kannski á ein- hvern hátt „brotnara“. Ég virka betur með síðarnefnda hópnum. Mér finnst hann skilja lífið betur. Þau er ekki eins dómhörð á mis- tök annarra, baktala síður hvert annað og sýna almennt meiri skilning og samkennd. Hinn hópurinn er oft dómharðari. Sér lífið sem ýmist svart eða hvítt en gleymir grá skalanum og öllu þar á milli. Sjálf er ég alveg sátt við mína fortíð enda hefur hún búið til þá manneskju sem ég er í dag og ég er sátt enda engin logn- molla í mínu lífi.“ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.