Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 18
18 28. mars 2018fréttir Þ egar ég var unglingur og byrjuð að leita að vinnu í fyrsta sinn, þá fannst mér ég alltaf þurfa að setja „Gísladóttir“   í stað  „Capangpangan“ í ferilskrána mína af því að þá fannst mér ég eiga meiri líkur á að fá vinnu. Mér finnst ég ennþá þurfa gera það í dag,“ segir Maria Monica Luisa Capangpangan. Maria er fædd á Filippseyjum en fluttist til Íslands þegar hún var fjögurra ára að aldri ásamt móður sinni og fyrrverandi stjúpföður. Hún kveðst oft hafa verið særð eða lent í niðurlægandi aðstæðum vegna þess að hún er erlend í útliti og nefnir sem dæmi að heyra kallað „ding dong“ á eftir sér og vinunum niðri í í bæ. Maria ólst upp á Seltjarnarnesi; gekk í Mýrarhússkóla og Valhúsa- skóla og æfði körfubolta með Val og síðar KR. Hún á í dag þrjú yngri hálfsystkini og þá er hún einnig orðin móðir, en frumburður henn- ar, lítill drengur, kom í heiminn fyrir sjö mánuðum. „Í dag er ég í fæðingarorlofi en ég er að reyna vinna líka þar sem ég má vinna 50 prósent með orlof- inu. Ég er ekki í skóla eins og er, ég hætti þegar ég varð ólétt en stefni á að klára stúdentinn. Ég hef verið að hugleiða að fara í fjarnám þegar ég klára fæðingarorlofið. Þannig að núna er ég bara að njóta þess að vera með syni mínum, sjá hann vaxa og þroskast með hverjum deginum, svo þegar ég klára orlof- ið þá ætla ég að vinna á fullu því mig langar til þess að geta keypt hús handa okkur einn daginn og ég reyni að taka einn og einn áfanga inn á milli.“  Bæði vandræðalegt og fyndið Hún skrifaði á dögunum blogg- færslu þar sem hún tjáði sig um reynslu sína af því að vera erlend í útliti og búa á Íslandi. „Þegar ég var yngri fann ég voða lítið fyrir fordómum gagn- vart útlitinu mínu. Mér fannst ég ekkert öðruvísi en hinir krakkarn- ir,“ segir hún og rifjar upp atvik frá því að hún var 15 ára gömul; þegar hún gerði sér í fyrsta sinn grein fyr- ir því að hún væri „útlendingur á Íslandi“. „Ég man alltaf eftir því þegar ég vann í Bónus og eldri kona spurði mig hvort við værum með UHU- lím og ég svaraði „Ha?“ vegna þess að ég heyrði ekki alveg hvað hún sagði en þá svaraði hún: „Oh, sorry do you sell …?“ Ég man ekki hvort ég svarði henni á ensku eða íslensku en eftir þetta hef ég vanið mig á að svara alltaf með: „Hvað sagðirðu?“ í staðinn svo fólk haldi ekki að ég skilji ekki íslensku.“ Maria hefur unnið við þjón- ustustörf síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hún oft lent í að við- skiptavinir haldi að hún tali ekki íslensku og ávarpa hana því á ensku. „Ég nenni ekki alltaf að svara þeim á íslensku því þá verða þau vandræðaleg, en á hinn bóginn verð ég vandræðaleg ef ég þarf kannski að tala íslensku á næsta borði. Mér hefur alltaf fundist þetta bara vandræðalegt og fyndið þangað til ég talaði við asíska vin- konu mína um þetta. Hún hefur oft lent í þessu líka og finnst þetta lýsa fordómum, að halda að við tölum ekki íslensku bara af því að við erum ekki íslenskar í útliti. En Ísland er túristaland og margir staðir taka inn erlent starfsfólk og við eigum því alveg eins von á því að afgreiðslufólk sé enskumæl- andi.“ Hún segir fólk stundum vera forvitið um uppruna hennar eftir að það heyrir hana tala íslensku. „Stundum hef ég verið spurð út í hvort ég sé ættleidd. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég að vera þegar fólk spyr mig að þessu. Við vinkonurnar veltum því stund- um fyrir okkur hvort við getum kallað okkur Íslendinga? Erum við filippseyskir Íslendingar? Mér finnst allt í lagi að útskýra fyrir fólki hvernig ég kom hingað en fyrir vinkonur mínar sem fæddust hér getur verið mjög þreytandi að fá alltaf sömu spurningarnar. Að vera fædd og uppalin á Íslandi en fá alltaf spurninguna hvort mað- ur sé ættleiddur eða kunni ekki ís- lensku vegna þess að maður hef- ur útlenskt útlit. Þetta pirrar mig ekki beint en getur verið þreyt- andi.“ Hún segist engu að síður skilja vel þessa sakleysislegu forvitni fólks. Hún gerir sér grein fyrir að flestir vilji aðeins vel. „Ég elska þegar fólk talar um hvað við Filippseyingarn- ir séum rosalega vingjarnleg þjóð. Þegar þú heimsækir Fil- ippseyjar þá líður þér alltaf eins og þú sért velkomin, all- ir eru svo rosalega vingjarnleg- ir. Fólkið þar elskar útlendinga. Að líða eins og maður sé ekki velkomin í landinu sem mað- ur ólst upp í er frekar fúlt. Ég er ekki að segja að allir séu svona hérna en það er bara mun al- gengara hér en á Filippseyjum.“ Fólk starir Hún bætir við að það leiðinleg- asta sé að vera særð eða niður- lægð vegna þess að hún sé erlend í útliti. „Ég finn mest fyrir fordóm- um þegar við vinahópurinn erum saman, það er alls ekki oft, sem betur fer, en mér finnst það gerast mest þegar við erum niðri í bæ að skemmta okkur til dæmis. Fólk sér hóp af Asíubúum og fer að stara, hef lent í því að einhver kallar á okkur „bing dong dingdong “. Ég vildi óska þess að ég hefði kjarkinn til þess að segja „Nei, fyrirgefðu Maria verður fyrir fordóMuM n Fædd á Filippseyjum en flutti til Íslands fjögurra ára n Heyrir kallað „ding dong“ á eftir sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.