Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 58
58 28. mars 2018 Sakamál Síðasta eftirlitsferð Gutteridge F yrir hartnær einni öld, 27. september, 1927, var breski lögregluþjónninn George Gutteridge á eftirlitsgöngu á Ongar-Romfordvegi í austur- hluta London. Gutteridge sá einhverra hluta vegna ástæðu til að stöðva för bíl- stjóra sem átti leið um veginn og segir sagan að í bílnum hafi verið tveir menn. Þar var um að ræða smá- krimma að nafni Frederick Browne, 47 ára, og William Henry Kennedy, 36 ára. Gutteridge varð fljótlega ljóst að þeir kumpánar áttu ekki bíl- inn enda gat hvorugur, aðspurð- ur, sagt lögregluþjóninum bíl- númerið. Skotinn í augun Nokkuð víst má telja að þeir fé- lagar hafi talið í óefni komið því annar þeirra dró upp byssu og skaut Gutteridge. Talið er að sá sem það gerði hafi lagt trúnað á gamla hjátrú um að augu deyj- andi manns geymdu það síðasta sem fyrir þau bar, því Gutteridge var skotinn tveimur skotum til viðbótar. Einu í hvort auga. Víkur nú sögunni fram til jan- úar 1928. Þá var Browne hand- tekinn á stolnum Vauxhall-bíl í Tooting. Við leit í bílnum fann lögreglan skotvopn og skotfæri, fölsuð ökuskírteini og nælon- sokk með útklipptum götum fyrir augu og munn. Fyrrverandi samfangar Browne hafði lifibrauð af því að stela bílum og því ekki undarlegt að hann væri á einum slíkum, en það sem fannst í bílnum vakti upp nokkrar spurningar. Aðspurður þvertók Browne fyrir að hafa verið á ferðinni á þeim slóð- um sem Gutteridge var myrtur, eða búa yfir nokkurri vitneskju yfirhöfuð um það mál. Þannig var mál með vexti að Browne og Kennedy höfðu kynnst þegar þeir afplánuðu í Dartmoor- fangelsinu. Þeim var sleppt á sama tíma og tóku án tafar upp fyrri glæpaiðju. Frásögn Kennedys Innan skamms var Kennedy hand- tekinn fyrir sama glæp og Browne var grunaður um. Kennedy sagði lögreglunni að þeir félagar hefðu ætlað að stela bíl og verið stöðvaðir af Gutteridge. Hann sagði einnig að Bílaþjófurinn Browne Sagðist hafa verið heima hjá sér um morðnóttina. 1986 lauk blóðugum ferli kólumbíska raðmoringjans Daniels Camargo Barbosa. Barbosa, sem fékk viðurnefnið Sadistinn frá Chanquito, leitaði fanga á meðal ungra stúlkna og á árunum 1974 til 1986 varð hann að minnsta kosti 72 stúlkum að bana. Fórnarlömbum sínum nauðgaði hann og kyrkti síðan eða stakk til bana. Hann var handtekinn í febrúar 1986 og drepinn af samfanga sínum 1994. SíðaSta opinbera aftakan í frakklandi S á sem síðastur var tekinn opinberlega af lífi með fall- öxi í Frakklandi hét Eugene Weidmann. Blaðið skildi höfuð hans frá búknum klukkan tíu mínútur í fimm að morgni 17. júní árið 1939. Ungur leiðtogi þjófagengis Eugene fæddist í Frankfurt am Main í Þýskalandi 5. febrúar, 1908. Fjölskylda hans var í útflutn- ingsviðskiptum og Eugene hóf skólagöngu sína í  borginni. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á var hann sendur til afa síns og ömmu og á þeim tíma gerð- ist hann fingralangur mjög. Fjórt- án ára var hann orðinn leiðtogi þjófagengis unglinga sem stal öllu steini léttara. Finnur félaga í fangelsi Á þrítugsaldri dvaldi hann um fimm ára skeið á bak við lás og slá í Saarbrücken fyrir rán. Í fangelsi kynntist Eugene tveimur mönn- um, Roger Million og Jean Blanc. Síðar meir urðu þeir félagar á stigu glæpa af ýmsum toga. Eftir að þeim var sleppt úr fang- elsi lögðu félagarnir á ráð um að ræna ríkum ferðalöngum í Frakk- landi og krefjast lausnargjalds. Í því skyni tóku þeir á leigu villu í Saint-Cloud, skammt frá París. Byrjendamistök Fyrsta mannránstilraunin, fyrri hluta 1937, fór í handaskolum því fórnarlambið barðist um á hæl og hnakka uns þeir sáu sitt óvænna og gáfust upp. Í júlí gerðu þeir sína aðra til- raun. Eugene hafði komist í kynni við Jean De Koven, 22 ára dansara frá New York-borg, sem var í heim- sókn hjá frænku sinni, Idu Sack- heim í París. Eugene tókst að hrífa De Koven og í bréfi til vinar síns sagði hún: „Ég er nýbúin að hitta einkar heill- andi Þjóðverja, og gáfaðan, sem heitir Siegfried. Hver veit nema ég fái annað Wagner-hlutverk. Ég fer í heimsókn til hans á morgun í villu á fallegum stað skammt frá setrinu fræga sem Napóleon gaf Jósefínu.“ Dauði dansara Í villunni var „Siegfried“ herramaður fram í fingurgóma. Þau spjölluðu og reyktu og hann færði De Koven mjólkurglas sem hún þáði. Hún tók meira að segja nokkrar myndir af honum með nýju myndavélinni sinni (filmurnar af morðingja hennar fundust síðar við hlið líksins af henni). Jean De Koven fékk ekki hlutverk í Wagner-verki því Eugene kyrkti hana og gróf líkið í garði villunnar. Hún hafði 300 franka í reiðufé og 430 dali í ferðatékkum. Hjákona Rogers Million fékk það hlutverk að leysa tékkana út og Ida Sackheim fékk bréf þar sem hún var krafin um 500 dali ef hún vildi sjá frænku sína á ný. Þannig fór um sjóferð þá. Skot í hnakkann Í septemberbyrjun sama ár réð Eugene mann að nafni Joseph Couffy til að keyra sig á Frönsku Rivíeruna. Joseph komst aldrei til Rivíerunnar því í skógi fyrir utan Tours skaut Eugene hann í hnakk- ann og hafði bíl og 2.500 franka upp úr krafsinu. „ Iðrist hvers? Ég þekkti þetta fólk ekki einu sinni. Síðasti morgunninn Aftakan fór ekki vel í franskan almenning. n Eugene hugði á mannrán n Ránmorð urðu raunin n Var hárreyttur á banastundinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.