Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 47
GRÆJUR 28. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Myndaapp er ný og spennandi viðbót sem mun gera skólastarf sýnilegra. „InfoMentor er hugbúnaðarfyrirtæki sem býður upp á kerfi fyrir leik- og grunnskóla. Þetta er íslenskt hugverk og fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Íslandi, en Mentor er með starfsstöðv- ar í fimm löndum“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir hjá InfoMentor, en hún er einn þriggja ráðgjafa sem þjónusta íslensku skólana. „InfoMentor kerfið er hannað til að aðstoða kennara við alla sína vinnu og þá sérstaklega við að halda utan um hæfninám samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Með hæfninámi eru hæfni- viðmið veigamikill þáttur en þau eru lýsing á hæfni sem nemendur eiga að stefna að. InfoMentor auðveldar skólum að innleiða hæfninám og halda utan um námsmat sem byggir á hæfni nem- enda. Þannig er kerfið tæki kennara til að halda vel utan um hvern einstakling, halda utan um námsmat og í raun allt sem viðkemur kennslu og skólastarfi. Fyrir skólann er kerfið frábær lausn til að halda utan um allt á einum stað, allar upplýsingar um nemendur skólans, bæði hvað varðar ástundun, upplýsingar til foreldra og alla vinnu innan skólans. Allir nemendur og for- eldrar þeirra hafa aðgang að kerfinu og geta fylgst vel með stöðu nemand- ans jafnt og þétt yfir skólaárið, geta séð þau viðfangsefni og verkefni sem nemandinn er að vinna í, fengið fréttir frá skólanum, fylgst með viðburðum, séð hvað er framundan í skólastarfinu og fleira“ segir Gunnur Líf. „Kerfið býður upp á marga möguleika fyrir kennara og er það hver skóli sem ákveður hvaða lausnir hann nýtir. Kennarinn getur tengt áætlanir, verkefni og námsefni og sett fram á skýran hátt fyrir nem- endur. Samhliða þessu gefst kennurum tækifæri til að efla samstarf sitt því þeir geta miðlað efni, afritað og endurnýtt innan síns skóla og jafnvel sveitarfé- lags.“ Hjarta kerfisins er að halda vel utan um nám og námsmat nemenda „Kerfið er hugsað til að auðvelda stjórnendum og kennurum, við viljum að vinna kennarans við skráningu á námsmati verði einfaldari, námsmatið verði áreiðanlegra og að nemendur fá skýrari upplýsingar um eigin árang- ur og hvar þeir geta bætt sig. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir nemendur og foreldra þeirra að geta séð með skýr- um hætti hver staða nemandans er og að viðmiðin séu alltaf skýr, jafnt og þétt yfir skólaárið. Mentor var stofnað árið 1990 þá sem Menn og mýs. Það var svo árið 2000 sem fyrirtækinu var skipt upp og varð Mentor. Í dag heitir bæði fyrirtæk- ið og kerfið okkar InfoMentor sem er það vörumerki sem við notum á öllum mörkuðum. Frá upphafi hefur fyrirtæk- ið unnið með skólum og er því komið með góða reynslu af rekstri og þróun náms- og upplýsingakerfa. Mikil þróun hefur orðið á síðustu árum og hefur kerfið fylgt nýrri hugsun og nýjum áherslum í skólastarfi,“ segir Gunnur Líf. „Við viljum leggja okkar af mörkum og hjálpa skólum að byggja upp öflugt skólakerfi þar sem stuðlað er að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og nemanda. Okkar kjarnahugmynda- fræði er að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með það í huga bjóðum við skólum þekkingu, þjónustu og lausnir í takt við nútíma tækni, nútíma kennsluhætti og skólaþróun.“ Socratess – sjálfsmat fyrir skóla Nú á nýju ári settum við í loft- ið Socratess sem er sjálfsmat fyrir skóla, www.socratesss.is. Socratess er ókeypis verkfæri sem auðveldar skólum að meta hvar þeir eru staddir á vegferðinni við að innleiða hæfninám í sínum skóla. Í Socratess er sjónum beint að skipulagningu námskrár, kennslu, samskiptum og samvinnu, námsmati og greiningu á námsmati. Skólastjórn- endur, kennarar eða jafnvel kennara- teymi svara spurningum sem settar eru fram á vefsíðunni og fá góðar og hald- bærar niðurstöður sem geta varpað ljósi á þætti sem vel eru gerðir í skólan- um og um leið fengið vísbendingar um hvað má bæta í skólastarfinu. Að þróa skóla frá hefðbundinni kennslu og námsmati, með áherslu á próf og einkunnir í tölustöfum, yfir í nám þar sem stefnt er að ákveðinni hæfni, er krefjandi en um leið spennandi verkefni. Socratess matskerfið byggir á rannsóknum og kenningum viður- kenndra fræðimanna og hægt er að lesa sér nánar til um það á vefnum sjálfum. Socratess er einnig gefinn út í Svíþjóð og Bretlandi. Spurningarnar og faglegt efni byggja á sama módeli en efnið er lagað að námskrá hvers lands og stöðu Það er von okkar að skólar geti nýtt sér Socratess til að fá vísbendingar um hvar þeir eru staddir og að þeir geti nýtt sér niðurstöður sem umræðugrundvöll til frekari þróunar. Socratess er ekki hugsaður sem endanlegur sannleik- ur heldur til að fá fólk til að hugsa um stöðu náms og kennslu í sínum skóla.“ Myndaappið er nýr og spennandi valmöguleiki „Núna í þessari viku vorum við að setja í loftið nýtt app sem er mjög spennandi valmöguleiki fyrir kennara, tækifæri til að gera skólastarf sýnilegra fyrir foreldra,“ segir Gunnur Líf. „Þetta er mynda- og myndbandaapp, sem heitir InfoMentor media, eða Myndaappið. Kennarar geta náð í appið á tæki skól- ans og þannig er hægt að taka myndir og myndbönd af nemanda eða verkum nemenda og setja inn í námsmöppu hans og – eða sem viðhengi við viðkom- andi námsmat hjá hverjum nemanda.“ Infomentor er í flestum grunnskólum landsins Infomentor er notað í flestum grunn- skólum á landinu, eða um 90%, og nokkrum leikskólum. „Hver nemandi er með sinn aðgang að kerfinu, þannig að nemendur geta sjálfir séð „Hvernig stend ég?,“ og við heyrum það frá nemendum, þeir kalla eftir að fá að vita hvar þeir standa og hvaða viðmið þeir eru að vinna með og þarna hafa þeir tækifæri til þess jafnt og þétt yfir skólaárið. Infomentor er hugsað sem vinnu- sparnaður fyrir kennara, kerfi sem er einfalt að vinna við og sem mun að- stoða þá til framtíðar, kennsluáætlanir og annað eru geymdar í kerfinu, þannig safnast saman góður banki hjá skólan- um, sem hægt er að nýta áfram. Nemendur, foreldrar og kennarar eru með góðar upplýsingar í kerfinu, þannig að allar almennar upplýsingar eru sýnilegar og það ætti ekkert að koma á óvart,“ segir Gunnur Líf. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Infomentor: infomentor.is, Facebook: infomentor.is og á YouTube rásinni: InfoMentorIsland. INFOMeNTOr: öflugt kerfi sem heldur utan um námsmat nemenda Íslenska teymið: Andrea Gunnars- dóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Bryndís Böðvarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.