Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 LITLIR PAKKAR GLEÐJA MEST Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Eflaust hryllir marga við þeirri til- hugsun að stíga um borð í farþega- þotu sem enginn er við stjórnvölinn á. Eða að í stjórnklefa 300-400 manna þotu sitji í besta falli einn flugmaður. Sú birtingarmynd flug- véla framtíðarinnar er ekki beinlínis handan við hornið en kannski ekki alltof fjarlægur möguleiki. Ástæðan er sú að Airbus-flugvélasmiðjurnar í Frakklandi eru með slíkar þotur á teikniborðinu. Í stuttu máli sagt hugar Airbus að þróun sjálfflugsloftfars og tæknibún- aðar sem leyfa myndi aðeins einum flugmanni að stjórna þotum í áætl- unarflugi. Allt stuðlar það að lækkun rekstrarkostnaðar flugfélaga og -rekenda, að sögn yfirtæknistjóra Airbus, Pauls Eremenko. „Nálgast mætti þetta þannig að við gætum kannski sagt að hugsan- lega mætti minnka þörfina fyrir áhafnir í flugvélum framtíðarinnar,“ sagði Eremenko við Bloomberg- fréttastofuna. „Við erum að skoða eins manns stjórnklefann sem mögu- legan valkost en alls kyns tæknibún- aðar er þörf til að það geti orðið að veruleika. Sú skoðun hefur og leitt okkur inn á brautir flugmannslausra flugvéla.“ Feta í fótspor bílgreinarinnar Með þessu má segja að svipaðrar tilhneigingar sé farið að gæta í flug- vélaframleiðslu og í bílsmíði þar sem þróun sjálfekinna bíla er komin á talsverðan rekspöl. Hafa bíla- framleiðendur fjárfest verulega og keypt upp sprotafyrirtæki sem feng- ist hafa við þróun tækni til sjálfakst- urs. Flugvélasmiðir eins og Airbus og Boeing leggja mikið kapp á um þessar mundir að þróa gervigreind sem dag nokkurn er ætlað að gera tölvum kleift að stjórna og fljúga þot- um án þess að flugmenn sitji við stýr- ið. Víst verður það enginn hægðar- leikur að gera þetta mögulegt því í áratugi hafa minnst tveir flugmenn starfað í stjórnklefa áætlunarflug- véla, stórra sem smárra. Og allt frá því flugmaður A320 þotu þýska flug- félagsins Germanwings steypti flug- vél sinni niður í hamravegg Frönsku Alpanna í mars 2015 með þeim afleið- ingum að allir 150 sem um borð voru fórust hefur vinnureglan verið sú hjá mörgum flugfélögum að að staðaldri séu að minnsta kosti tveir áhafnar- liðar í stjórnklefanum. Framtíðin í Kína Fyrrverandi stjórnandi hjá banda- ríska risafélaginu American Airlines, Robert Mann, sér breytinguna ekki beinlínis fyrir sér að svo komnu máli. „Til viðbótar því að engin flugvél í flutningageiranum hefur verið skráð fyrir einn flugmann eða engan er óljóst hvort farþegar og trygginga- fyrirtæki þeirra eða flugfélaganna myndu fallast á eða heimila flug með slíkum flugvélum.“ „Fólk er tví- mælalaust hrætt við svona ferða- máta,“ segir annar ráðgjafi og grein- andi á sviði flugmála, Shukor Yusof. „Við sjáum sjálfekna fólksbíla og sjálfeknar rútur en viðhorfið er allt annað fyrir eitthvað sem flýgur,“ bætir hann við. Hjá Airbus er starfandi þróunar- deild undir yfirskriftinni „Flytjan- leiki borgarflugs“ þar sem er til rannsóknar tækni fyrir þyrlur og flutningadróna sem hver og einn gæti pantað sér far með. Boeing sagðist nýlega hafa keypt annars vegar fyrirtæki sem er að þróa flug- taxa fyrir tæknifyrirtækið Uber og hins vegar tvinnflugvélar sem knún- ar eru bæði bensíni og rafmagni. Nýverið samdi Airbus svo um að reisa tækni- og rannsóknarmiðstöð í borginni Shenzhen í Kína, skammt frá Hong Kong. „Sú þróunarmiðstöð mun auðvelda okkur að hraða rann- sóknum á nýjum loftförum og kort- leggja flugsamgöngur framtíðar- innar. Kínverjar munu veita Airbus tækifæri til að hanna og þróa slíka tækni,“ sagði fyrrnefndur Ere- menko, yfirtæknistjóri Airbus. „Al- mannaflug er að opnast meira og stækka í Kína. Þar gefst tækifæri til að taka stórt skref með framtíðina og flytjanleika í borgarflugi í huga.“ Leysir flugmannaskort Í höfuðstöðvum Airbus í Toulouse í Frakklandi er einnig verið að gaum- gæfa tækni sem ýta mun undir aukna sjálfvirkni í stjórnklefum far- þegaflugvéla. Allt með þá framtíðar- sýn í huga að það gæti hjálpað til við að leysa fyrirsjáanlegan skort á flug- mönnum í löndum eins og Kína sem allt stefnir í að verði stærsti flugvéla- markaður heims á næstu tveimur áratugum. Samkvæmt áætlunum Boeing er reiknað með að þörf verði fyrir 637.000 til að stýra þotum í far- þegaflugi næstu tvo áratugina. „Greinin þarf að finna leiðir til að þjálfa fleiri flugliða því frá upphafi farþegaflugs hafa aðeins um 200.000 atvinnuflugmenn verið útskrifaðir,“ bætti Eremenko við. Greiningardeild svissneska bankans UBS segir að flugmannslausar farþegaþotur gætu sparað flugstarfseminni 27 milljarða punda á ári, slíkur er kostnaður far- þegaflugfélaga af flugmönnum. Það myndi svo skila sér í lækkuðu flug- miðaverði. Hugveita Airbus, A3, í Kísildal í Kaliforníu, hefur unnið að þróun Vahana-flugtaxans sem er það vel á veg kominn að fyrstu flugtilraunir með frumgerð hans hefjast fyrir árs- lok. Þar er um að ræða rafdrifið flug- mannslaust loftfar sem menn panta sér eins og um leigubíl væri að ræða en verða lausir við umferðarteppur. Tekur fyrsta útgáfa Vahana aðeins einn farþega. Að sögn Airbus gæti flugfar þetta stytt ferðatíma þéttbýl- inga stórum sem búa í allt að 80 kíló- metra fjarlægð frá vinnustað sínum. Margt að yfirstíga Áður en sjálfflognar farþegaþotur verða að veruleika þurfa þotusmiðir ekki aðeins að sigrast á tæknilega þættinum. Samtök flugmanna þurfa þeir að vinna á sitt band og ekki síst yfirvöld flugmála og loftferðaeftirlits og tryggingafélög. Á þessu stigi sé ómögulegt að segja til um hvernig jarðvegurinn fyrir sjálfflognar þotur er. Þótt þegar séu fyrir hendi ómönnuð loftför í formi dróna af öll- um stærðum sem prófaðir hafa verið til vöruflutninga þá ríkja efasemdir um áhuga almennings á að ferðast með flugmannlausum flugvélum, sem hingað til hefur verið krafist að minnsta kosti tveggja flugmanna í. Loftför af því tagi þykja ekki hljóma mjög traustvekjandi. Hugmyndin um flugvél sem svífur um háloftin með engan flugmann fram í þykir til þess fallin að skjóta fólki skelk í bringu. Ekki síst þegar höfð eru í huga óvenjuleg flugslys síðustu ár, eða frá því þota frá Malas- íu hvarf sporlaust – og hrapaði að því er ætlað er – á Indlandshafi, að með- töldum fyrrnefndum örlögum Germ- anwings-þotunnar árið eftir. Vakni menn upp af þeirri martröð að þeir séu farþegar í flugmanns- lausri þotu, þá gæti það verið veru- leikinn innan örfárra ára, hvað sem raular eða tautar. Allavega þykir Airbus hugmyndin raunhæf og vinn- ur nú að því að gera þennan óvenju- lega ferðamáta að veruleika. Einn eða enginn flugmaður  Flugmannslausar þotur gætu orðið veruleikinn innan örfárra ára  Airbus þykir hugmyndin raunhæf og er með slíkar flugvélar á teikniborðinu  Stefnir í skort á flugmönnum á næstu árum Tölvuteikning/Airbus Flugið Airbus hefur fyrir árslok flugprófanir á Vahana-flugtaxanum sem flýgur sjálfur fólki á milli staða án aðstoðar flugmanns. Ljósmynd/Airbus Framtíðin Innan nokkurra ára er mögulegt að tölvur og nýtækni leysi flug- menn af í stjórnklefa farþegaflugvéla, líkt og er að gerast með bílana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.