Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 78

Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 78
MIÐBORGIN78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Hjónin Bergþóra Guðnadóttir og Jó- el Pálsson stofnuðu fatamerkið Far- mers Market árið 2005 og opnuðu í kjölfarið verslun og vinnustofu úti á Granda. Í sumar stækkaði rekst- urinn síðan og við bættist verslun á Laugavegi 37. „Við höfum alltaf kall- að verslunina Farmers & Friends enda seljum við ekki aðeins eigin hönnun heldur líka valin merki og vörur sem ríma vel við það sem við höfum hannað,“ segir Bergþóra en hún sér um hönnunina og Jóel er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Það fer vel á því að kalla búðina Farmers & Friends því margt af því sem er til sölu kemur frá fólki sem er vinir Bergþóru og Jóels. „Jóel starf- ar einnig sem tónlistarmaður og frá upphafi höfum við haft mikið af ís- lenskri tónlist til sölu í búðinni og margt af því útgáfur eftir vini okk- ar.“ Af þeim merkjum sem finna má hjá versluninni má nefna íslensku skartgripina frá Orrifinn, ítalska dömufatamerkið Forte Forte, frönsk gúmmístígvél frá Aigle og vandaða bursta og heimilisvörur af ýmsum gerðum frá þýska fjölskyldufyrir- tækinu Redecker. „Við bætum við vörum í samræmi við hvert freisting- arnar leiða okkur og blöndum saman íslenskri og erlendri hönnun, þó okk- ar eigin vörulína sé auðvitað lang- stærsti hlutinn,“ útskýrir Bergþóra. Auk þess að hafa skapað vinalegar verslanir með úrval af áhugaverðum varningi þá er ákveðin heimspeki á bak við Farmers Market. „Þegar við byrjuðum rekstur árið 2005 þá lang- aði okkur að búa til merki sem hefði skírskotun í norrænar hefðir og stað- setningu okkar á jarðkringlunni, með fallegum og praktískum flíkum með vænni slettu af íslenskri sveita- rómantík, sem verja gegn köldu veðri,“ segir Bergþóra. „En okkur langaði líka að bjóða upp á valkost sem væri andsvar við alheimsvæð- ingu og skammtímahugsun tísku- heimsins á þeim tímapunkti. Okkur ofbauð hraðinn í tískunni þar sem fatalínunum er jafnvel skipt út fjór- um sinnum á ári. Við vildum gera vörur sem væru klassískar, vandaðar og gætu staðist tímans tönn, og geta farið hægt í sakirnar þegar við bæt- um við eða tökum út vörur úr okkar fatalínu. Sjálfbær framtíð er okkur mjög hugleikin og við höfum byggt upp fyrirtækið okkar og hönnun frá upphafi með það að leiðarljósi.“ Landnemar úti á Granda Óhætt er að segja að Bergþóra og Jóel hafi sýnt framsýni þegar þau komu sér fyrir úti á Granda fyrir rösklega áratug. „Fólki fannst þetta mjög skrítin ákvörðun hjá okkur enda var Grandinn ekki þá sá blóm- legi staður sem hann er í dag. Okkur grunaði að hérna yrði þróunin svipuð og í borgum eins og New York og Kaupmannahöfn þar sem iðnaðar- hverfi hafa orðið að spennandi versl- unar- og veitingahverfum. Í dag er Grandinn orðinn staður þar sem margir vilja vera.“ Miklar breytingar hafa orðið á miðbænum frá því Farmers & Friends hóf starfsemi og segist Bergþóra mjög ánægð með þró- unina. Fjölgun ferðamanna hefur hjálpað fyrirtækjunum á svæðinu en í tilviki Farmers & Friends sýnist henni að um helmingur viðskiptavina verslunarinnar séu Íslendingar og hinn helmingurinn erlendir gestir. „Miðbærinn er orðinn svo skemmti- legur að mörgu leyti og mér finnst unun að ganga þar um, heyra alls konar tungumál, heimsækja frábær- ar verslanir og veitingastaði. Sumum þykir verslunarflóran helst til eins- leit, og fullmikið af búðum sem ein- ungis eiga að höfða til ferðamanna, en ég held að með tímanum muni miðbærinn ná einhverju jafnvægi.“ Bergþóra minnir líka á að þó fólk hafi ólíkar skoðanir á þróun mið- borgarinnar undanfarinn áratug eða svo þá var miðbærinn ekki sér- staklega skemmtilegur eða blómleg- ur verslunarstaður um aldamótin. „Ég var með rekstur í miðbænum ár- ið 1999 þegar ég var nýútskifaður hönnuður og þá var hreinlega fjúk- andi drasl á götunum og enginn á ferli niðri í bæ nema þá helst á Þor- láksmessu. Ég held að enginn myndi í raun vilja fara til baka til þess hvernig miðbærinn var hér áður fyrr.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vandað „Við bætum við vörum í samræmi við hvert freistingarnar leiða okkur,“ segir Bergþóra. Unun að vera í miðbænum Notagildi Fötin eru hönnuð með íslenskt veðurfar í huga. Blanda Vörur Farmers Market eru í forgrunni en með slæðist vönduð ís- lensk og erlend hönnun. Tónlist leikur líka stórt hlutverk í versluninni. Verslunin Farmers & Friends var með þeim fyrstu til að koma sér fyrir á Granda þar sem núna iðar allt af lífi. Bergþóra fær innblástur og orku úr umhverfinu. Bergþóru þykir ákaflega gott að starfa á Grandanum, og þegar hún bregður sér út af vinnustofu sinni á hún ekki erfitt með að finna inn- blástur og orku í umhverfinu. „Ég er hálfpartin alin upp á þessu svæði og pabbi minn hefur rekið verkstæði úti á Grandagarði í um 40 ár. Að geta rölt niður að höfninni og verið í návígi við sjóinn gefur mér ótrúlega mik- ið, og líka að heimsækja þau skemmtilegu fyrirtæki sem eru hér í kring. Það er mjög gaman að vera á þessu svæði.“ Aðspurð hvað hún myndi vilja sjá gert öðruvísi segir Bergþóra að það myndi vafalítið lífga upp á miðbæinn að skapa þar aðstöðu fyrir íslenska hönnuði að koma vörum sínum á framfæri. Líkt og biðstöðinni á Hlemmi var breytt í mathöll mætti ef til vill breyta hentugu rými í miðbænum í sölutorg fyrir íslenska hönnun. „Fyrir yngri hönnuði sem eru rétt að stíga fyrstu skrefin getur verið mjög stór biti að taka húsnæði á leigu í mið- bænum og að auki er slegist um hvert pláss. Það gæti gert miðbæinn enn skemmtilegri ef ungu hönnuðirnir ættu sér einhvern samastað til að kynna og selja sköpunarverk sín.“ Vantar stað fyrir unga hönnuði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.