Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 102

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 ROYAL Tryggir öruggan bakstur Um hlutföllin í tilverunni Á árunum 1820-1830 hóf japanski listamaðurinn Katsushika Hokusai að útbúa myndaröð í tréristu og kall- aði Fjallið Fuji séð frá þrjátíu og sex sjónarhornum. Þar getur að líta Fujiyama frá sjó og landi, stundum eru pílagrímar í forgrunni, stund- um tré. Stundum fyllir hið volduga fjall út í allan myndflötinn, stundum er það vart sýnilegt. Stundum sýnir listamaðurinn fólk og fjall, stundum er fjallið eitt í tilverunni. Í Íslandsklukkunni, einni af mín- um eftirlætisskáldsögum – einni af þeim sem ég tek með mér á eyðieyj- una – lýsir Halldór Laxness því hvernig allt er afstætt. Hann segir: „Það er til fjall í Kinninni fyrir norðan, sem heitir Bakrángi ef mað- ur sér austaná það, Ógaungufjall ef maður stendur fyrir vestan það, en utan af Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta.“ Maður er varla vaxinn hátt úr grasi fyrr en maður tekur eftir því að allt er hlutfallslegt í tilverunni. Stundum reyna menn að greina það röklega, stundum fara menn með sögu til skilningsauka. Á námsárum mínum í Svíþjóð var tíska að gera flesta hluti að vandamálum, og þá var sest á langvinna rökstóla til að greiða úr flækjunni með greiningu. Þetta þótti mér sérlega hvimleitt í bókmenntasögunni, því að kjarni skáldskaparins, það sem mestu skipti, vildi þá gjarna verða útundan. Mér fannst líka leiðinleg sú klisja að kalla okkur stöðugt söguþjóðina á sögueyjunni. En svo fór ég að líta í eigin barm og þóttist komast að þeirri niðurstöðu að okkur eyjar- skeggjum væri þegar allt kom til alls títt að segja sögu í stað greiningar. Írska blóðið? Hitt er svo annað mál, að kannski veitti okkur stundum ekki af ákveðnari greiningu, skýrari við- miðun, betur tíunduðum forsendum. Það rann upp fyrir mér þegar ég kynntist menningarhefðum Frakka. Í þeirra tungumáli er mikið lagt upp úr clarité, skýrleika. En í þessum skýrleika felst einnig meðvitund um ólík hlutföll. Þau birt- ast nálega í öllu mannlegu samfélagi, allt frá vaxtarlagi einstaklinga til stöðu þeirra í samfélagsgerðinni. Löngum var þetta hjá okkur mun- urinn á hreppstjóra og kotbónda, og því er manneskjulegt viðmót, mann- gildisviðmið, ríkjandi í leikritum eins og Skugga-Sveini og Gullna hliðinu, þeim leikritum sem við lengi vel lit- um á sem okkar þjóðarleikrit og vor- um stolt af. Svo tók heimurinn upp á því að stækka. Menn urðu að búa til nýjan sjóndeildarhring. Jafnvel þó að litla Ísland héldi áfram að vera litla Ís- land. Ég ætla að leiða hjá mér að ræða um pólitísku hlutföllin; það yrði langt mál og ég gæti farið fram úr mér í ákefðinni. En hér er lítil saga um það hlut- fallslega. Faðir minn, Einar Ólafur Sveinsson, ferðaðist mikið um sína daga og flutti fyrirlestra um íslensk- ar bókmenntir víða. Ég held ég muni það rétt, að hann hafi talað í einum 160 háskólum víða um lönd, boðandi „fagnaðarerindið“ eins og hann kall- aði það í gamni. Hann og Nordal og aðrir forkólfar „íslenska skólans“ hafa verið ásakaðir fyrir að líta á ís- lenskar bókmenntir sem eitthvað al- veg sérstakt og óháð öðrum bók- menntum. Þetta held ég sé mikill misskilningur. Pabbi opnaði til dæm- is umræðuna um írsku áhrifin og hann benti fyrstur á dæmi um áhrif af alþjóðlegum klerklegum bók- menntum t.d. á Njálu og Laxdælu. En íslenskar fornbókmenntir voru lengi aðeins þekktar meðal fræði- manna. Hann leitaðist við að koma þeim inn á vettvang bókmenntasög- unnar innan um önnur helst bók- menntaverk miðalda annars staðar í heiminum, Dante, Petrarca og aðra slíka. Kannski er það núna loks að gerast. Nýlega sá ég í virtasta bók- menntatímariti Frakka að þar var listi yfir það sem kallað er nú á dög- um tískuheitinu „kanón“ – þ.e. bók- menntaverk sem komin eru í efstu hillu – líkingin er tekin úr dýrlinga- útnefningum kaþólsku kirkjunnar. Þar var verið að setja Konungabók- ina persnesku á hilluna og látið skína í að næst væri röðin líklega komi að La Saga de Nial le Brulé. En það er önnur saga, því að hér kemur frásögn af því hvað allt getur verið hlutfallslegt. EÓS var eitt- hvert árið boðið að flytja fyrirlestra við kínverska háskóla og þegar hann og mamma, sem ávallt fylgdi honum á ferðum hans og fór á upphlutinn sinn þegar mikið lá við, komu til Shanghai tóku heimamenn á móti þeim með kurteislegu bukki og sér- stökum gleðifregnum: „Prófessor Sveinsson, okkur er það mikið gleðiefni að láta yður vita að bókin yðar er komin út í annarri útgáfu.“ „Já,“ sagði prófessor Sveinsson og vissi ekki alveg hvað maðurinn var að tala um. „Það hefur í för með sér að við er- um með fáeina aura handa yður; höf- undarlaun.“ „Það var gaman,“ sagði prófessor Sveinsson. Ef þýddar voru á út- lensku einhverjar af bókum hans var hann nú ekki vanur að fá mikið af aurum í vasa; oftast fékk hann send svona ein 50 eintök í pósti til þess svo aftur að senda kunningjum og vinum í pósti – og var ævinlega gert að gjalda toll af þessu öllu saman. Satt að segja vissi hann í þessu til- viki ekki til þess að nein bóka hans hefði verið þýdd á kínversku. En til er það sem á dönsku er kallað að „holde en god mine“, kannski eitt- hvað líkt og Grímur Thomsen lýsir Halldóri Snorrasyni, sem virtist aldrei hryggur og aldrei glaður. EÓS brosti kannski og ef til vill fýsti hann að vita hverja bóka sinna væri verið að tala um, ef þetta var ekki einfaldlega á misskilningi byggt. Hann kunni ekki vel við að spyrja, hvað þá að nefna það svona í framhjáhlaupi að kannski hefðu þeir gefið þessa blessaða bók út í leyfis- leysi. „Þetta er auðvitað ekki mikið fé,“ sagði Kínverjinn kurteisi. Prófessorinn þóttist fara nærri um það. „Það eru ekki margir hér sem hafa brennandi áhuga á Sturl- ungaöld á Íslandi,“ hélt kínverski fræðimaðurinn áfram. Það þótti prófessornum skiljan- legt og áttaði sig um leið á bókinni sem um var að ræða. Bók hans sem einmitt bar heitið Sturlungaöld hafði komið út á ensku í Ameríku og þann- ig hafði hún slæðst yfir hafið til Kína. „Svo upplagið er náttúrlega ekki stórt.“ Það var skiljanlegt. Prófessorinn vissi ekki hvort það væri viðeigandi að spyrja hversu stórt upplagið væri, en lét sig hafa það fyrir forvitni sak- ir. „Nei, það er ekki nema 250 þús- und eintök,“ sagði sá kínverski. Allt er sem sagt hlutfallslegt og ágæt áminning um það hvað heimurinn, eins og Evrópumenn héldu lengi að hann væri, hefur stækkað. Menn áttu eftir að komast enn betur að því á næstu árum og fram á þennan dag. En þannig atvikaðist það, að til Ís- lands komu í farangri prófessors- hjónanna forláta listrænar myndir, því að ekki var leyft að færa þessa aura úr landi. Myndirnar, sem voru fjórar, tvær gamlar, tvær nýjar, voru þannig óbein umbun fyrir lýs- ingu á ofstopa og ribbaldaskap Sturlungaaldar. Þessar fallegu landslagsmyndir prýddu lengi veggi borðstofunnar á Oddagötu hjá for- eldrum mínum og ég á þær enn í dag. Þær lýsa friði og óendanleika. Allt er hlutfallslegt í tilverunni Mitt litla leiksvið heitir minningabók Sveins Einarssonar. Í bókinni lætur hann hugann reika frjálst um margvísleg kynni og verkefni á langri ævi, rifjar upp örlög, eftirminnilegar persónur og senur úr leikhúsinu. Morgunblaðið/Kristinn Lífsförunautar Í bók Sveins Einarssonar rifjar Sveinn upp eftirminnilegar persónur og senur úr leikhúsinu og fólk- ið hans birtist, vinir og samferðafólk, foreldrar og fjölskylda og lífsförunauturinn Þóra Kristjánsdóttir. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tökur Sveinn Einarsson var aðstoðarmaður þýska leikstjórans Rolfs Haid- richs við kvikmyndun Brekkukotsannáls sumarið 1972.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.