Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 1

Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 5. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  21. tölublað  106. árgangur  SALAN Á ARION BANKA ER TIL UMRÆÐU ELDGOSIÐ Í HEIMAEY Í FERSKU MINNI YFIR 30 VERK VERÐA HEIMS- FRUMFLUTT 23. JANÚAR 1973 32 MYRKIR MÚSÍKDAGAR 66VIÐSKIPTAMOGGINN Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Verð frá: 326.900 160x200 með höfðagafli Það var drungalegt um að litast í Reynisfjöru þegar ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar þar að garði. Að baki skýjahulu glitti þó í bjartan himin, en daginn er nú greinilega farið að lengja. Í dag er útlit fyrir að kalt verði í veðri og víða verður til- tölulega bjart. Á morgun hlýnar svo víða, einkum sunn- anlands, og bætir þar einnig í úrkomu. Frostviðri og heiðríkja víðast hvar á landinu í dag Morgunblaðið/RAX  Mun fleiri dvöldu í Kvenna- athvarfinu í fyrra en gert hafa síð- astliðin tuttugu ár, alls 149 konur og 103 börn. Samtals komu 406 konur í viðtöl og/eða dvöl á árinu og var meðalaldur þeirra 37 ár. Rúmlega helmingur þeirra var af erlendum uppruna eða um 54%. Fleiri konur sem dvöldu í Kvennaathvarfinu á árinu fundu nýtt húsnæði til að dvelja í en á síð- ustu árum, en alls fundu um 28% þeirra nýjan samastað. Í samræmi við þetta leituðu færri konur aftur heim til ofbeldismanns, aðeins um 16%, samanborið við um 20-40% á síðastliðnum árum. Í flestum tilvikum voru ofbeld- ismenn eiginmenn þeirra kvenna sem dvöldu í athvarfinu á síðasta ári, í 21% tilvika sambýlismenn og í 9% tilvika kærastar. »4 Ekki fleiri í Kvenna- athvarfinu í rúm- lega tuttugu ár Guðni Einarsson gudni@mbl.is Öskuský vegna sólarhrings langs sprengigoss í Öræfajökli gæti lam- að flugumferð í öllum flughæðum og hindrað flugtök og lendingar víð- ast hvar í Evrópu og næði til meg- inlandsins á 24 klukkustundum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknarhóps við Háskóla Ís- lands, en hópurinn hefur rannsakað áhrif öskugosa á Íslandi á flug í Evrópu. Talið er að slíkt gos gæti lamað alla flugumferð milli landa í tvo til fimm daga. Tvær sviðsmynd- ir um áhrif stórra eldgosa hér á landi hafa verið settar upp í sam- ræmi við öskudreifingarlíkan og lík- leg atburðarás verið fundin út. Sprengigos í Öræfajökli er upphafið að annarri sviðsmyndinni og eldgos í Eyjafjallajökli er kveikjan að hinni. Að því er fram kemur í niðurstöð- um vísindamannanna gæti sprengi- gos í Öræfajökli einnig haft áhrif á siglingar, en við síðasta sprengigos í jöklinum árið 1362 sendi eldfjallið frá sér mikla gjósku og þykkt vik- urlag myndaðist á yfirborði sjávar. Eldgos hefði víðtæk áhrif um alla álfuna  Vísindamenn settu á svið gos í Öræfa- og Eyjafjallajökli MGæti lamað alla flugumferð »24 Morgunblaðið/Júlíus Eldgos Eyjafjallajökull gaus árið 2010 og raskaði flugi í langan tíma. Íslenski hreindýrastofninn nálgast nú 7.000 dýr og hefur sennilega aldrei verið sterkari, að mati Skarp- héðins Þórissonar, líffræðings hjá Náttúrustofu Austurlands. Dýrin eru jafnframt á stærra svæði og fjölgar nokkuð á Mýrum og í Suð- ursveit. Í ár verður, skv. ákvörðun umhverfisráðherra sem kynnt var í gær, heimilt að veiða 1.450 hrein- dýr á slóðum þeirra á Austurlandi; 1.061 kú og 389 tarfa. »4 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hreindýr Á beit austur í Berufirði. Stofn hreindýranna aldrei verið sterkari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.