Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 5. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  21. tölublað  106. árgangur  SALAN Á ARION BANKA ER TIL UMRÆÐU ELDGOSIÐ Í HEIMAEY Í FERSKU MINNI YFIR 30 VERK VERÐA HEIMS- FRUMFLUTT 23. JANÚAR 1973 32 MYRKIR MÚSÍKDAGAR 66VIÐSKIPTAMOGGINN Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Verð frá: 326.900 160x200 með höfðagafli Það var drungalegt um að litast í Reynisfjöru þegar ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar þar að garði. Að baki skýjahulu glitti þó í bjartan himin, en daginn er nú greinilega farið að lengja. Í dag er útlit fyrir að kalt verði í veðri og víða verður til- tölulega bjart. Á morgun hlýnar svo víða, einkum sunn- anlands, og bætir þar einnig í úrkomu. Frostviðri og heiðríkja víðast hvar á landinu í dag Morgunblaðið/RAX  Mun fleiri dvöldu í Kvenna- athvarfinu í fyrra en gert hafa síð- astliðin tuttugu ár, alls 149 konur og 103 börn. Samtals komu 406 konur í viðtöl og/eða dvöl á árinu og var meðalaldur þeirra 37 ár. Rúmlega helmingur þeirra var af erlendum uppruna eða um 54%. Fleiri konur sem dvöldu í Kvennaathvarfinu á árinu fundu nýtt húsnæði til að dvelja í en á síð- ustu árum, en alls fundu um 28% þeirra nýjan samastað. Í samræmi við þetta leituðu færri konur aftur heim til ofbeldismanns, aðeins um 16%, samanborið við um 20-40% á síðastliðnum árum. Í flestum tilvikum voru ofbeld- ismenn eiginmenn þeirra kvenna sem dvöldu í athvarfinu á síðasta ári, í 21% tilvika sambýlismenn og í 9% tilvika kærastar. »4 Ekki fleiri í Kvenna- athvarfinu í rúm- lega tuttugu ár Guðni Einarsson gudni@mbl.is Öskuský vegna sólarhrings langs sprengigoss í Öræfajökli gæti lam- að flugumferð í öllum flughæðum og hindrað flugtök og lendingar víð- ast hvar í Evrópu og næði til meg- inlandsins á 24 klukkustundum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknarhóps við Háskóla Ís- lands, en hópurinn hefur rannsakað áhrif öskugosa á Íslandi á flug í Evrópu. Talið er að slíkt gos gæti lamað alla flugumferð milli landa í tvo til fimm daga. Tvær sviðsmynd- ir um áhrif stórra eldgosa hér á landi hafa verið settar upp í sam- ræmi við öskudreifingarlíkan og lík- leg atburðarás verið fundin út. Sprengigos í Öræfajökli er upphafið að annarri sviðsmyndinni og eldgos í Eyjafjallajökli er kveikjan að hinni. Að því er fram kemur í niðurstöð- um vísindamannanna gæti sprengi- gos í Öræfajökli einnig haft áhrif á siglingar, en við síðasta sprengigos í jöklinum árið 1362 sendi eldfjallið frá sér mikla gjósku og þykkt vik- urlag myndaðist á yfirborði sjávar. Eldgos hefði víðtæk áhrif um alla álfuna  Vísindamenn settu á svið gos í Öræfa- og Eyjafjallajökli MGæti lamað alla flugumferð »24 Morgunblaðið/Júlíus Eldgos Eyjafjallajökull gaus árið 2010 og raskaði flugi í langan tíma. Íslenski hreindýrastofninn nálgast nú 7.000 dýr og hefur sennilega aldrei verið sterkari, að mati Skarp- héðins Þórissonar, líffræðings hjá Náttúrustofu Austurlands. Dýrin eru jafnframt á stærra svæði og fjölgar nokkuð á Mýrum og í Suð- ursveit. Í ár verður, skv. ákvörðun umhverfisráðherra sem kynnt var í gær, heimilt að veiða 1.450 hrein- dýr á slóðum þeirra á Austurlandi; 1.061 kú og 389 tarfa. »4 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hreindýr Á beit austur í Berufirði. Stofn hreindýranna aldrei verið sterkari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.