Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 25

Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 25
ast að flugfélögin verði of djörf í áhættumatinu, því flugmálayfirvöld á hverjum stað þurfi að samþykkja áhættustjórnunina. Flugfélögin taki líka afleiðingunum ef vélarnar skemmast við að fljúga í of mikilli ösku. Uta segir að framleiðendur þotu- hreyfla hafi verið tregir til að gefa út hvort og þá hvað hreyflar þeirra þoli mikla ösku. Tregða þeirra sé skilj- anleg því slíkar yfirlýsingar myndu augljóslega skapa þeim ábyrgð og rannsóknir hafi ekki verið nægjan- legar til að hægt sé að vita svörin með vissu. Hins vegar sé vitað að eldfjallaaska geti valdið tjóni á þotu- hreyflum án þess að hreyflarnir stöðvist strax. Tjónið geti orðið flug- félögunum dýrkeypt því taka þurfi flugvélarnar úr umferð á meðan gert er við hreyflana. Ljóst þykir að þessi reglubreyting muni auka sveigjan- leika og gera fluggeiranum kleift að ráða við stærri viðburði en eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 var. Uta hafði nýlega samband við EUROCONTROL og fékk upplýs- ingar um að flest ríki Evrópu hefðu ákveðið að halda loftrými sínu opnu, hvað sem líður þéttleika ösku í and- rúmsloftinu. Ábyrgðin er því lögð á herðar flugfélaganna að meta hvort óhætt sé að fljúga. Nokkur ríki hafa þó ekki stigið þetta skref, þeirra á meðal Þýskaland og Sviss. Þau ætla ekki að leyfa flug þar sem spáður þéttleiki ösku í andrúmsloftinu er yf- ir 4.000 μg/m3. Flugbannið mun gilda um alla flugumferð, jafnt yfirflug sem annað flug. Uta vann að rann- sóknum í eldfjallalandinu Japan í fyrravetur. Hún segir að þar gildi al- mennt sú regla að flugbann sé í næsta nágrenni gjósandi eldfjalls. Svo sé það undir hverjum flugrek- anda komið hvort hann ákveði að fljúga. Japanir gefa ekki út öskukort með mismunandi styrkleika ösku í andrúmslofti heldur einungis hvort aska er til staðar eða ekki líkt og gert var í Evrópu til 2010. Uta er langt komin með doktors- verkefnið og hyggst verja ritgerðina í maí næstkomandi. Leiðbeinendur hennar eru Guðmundur Freyr Úlf- arsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingaverk- fræðideildar Háskóla Íslands, Guð- rún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, og Jeroen Aerts, prófessor og forstöðumaður um- hverfisrannsóknarstofnunar Vrije háskóla í Hollandi. Eyjafjallajökull – sviðsmyndir öskudreifingar (FL000-FL200) Öræfajökull – sviðsmyndir öskudreifingar (FL000-FL200) Öskuþéttni samkvæmt líkani frá jörðu upp í 20.000 fet Sex stunda meðaltal Öskuþéttni samkvæmt líkani frá jörðu upp í 20.000 fet Sex stunda meðaltal Þéttleiki ösku í andrúmslofti μg/m3Þéttleiki ösku í andrúmslofti μg/m3 14. apríl Gildir 14.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 14. apríl Gildir 14.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 16. apríl Gildir 16.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 16. apríl Gildir 16.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 18. apríl Gildir 18.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 18. apríl Gildir 18.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 15. apríl Gildir 15.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 15. apríl Gildir 15.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 17. apríl Gildir 17.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 17. apríl Gildir 17.4 2010 kl. 19:00 PRUFA 19. apríl Gildir 19.4 2010 kl. 13:00 PRUFA 19. apríl Gildir 19.4 2010 kl. 13:00 PRUFA FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 SIGNATURE RAY-BAN LOGO STAMP OF AUTHENTICITY UV PROTECTION UMBOÐSAÐILI RAY-BAN Á ÍSLANDI RAY-BAN með styrkleika fást bæði ólituð eða sem sólgler

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.