Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018  Vél: Duramax, V-8, 6,6 lítra, sjálfskiptur með Allison 5 gíra skiptingu.  Millikassar: 3 stykki NP203 (1:2) og einn milligír NP203. Allir millikassar með mismun- ardrifi.  Hásingar og fjöðrun: 4 stk. Daimler Chrysler Unimog, Portal, með niðurgírun 1:2. Með úrhleypibúnaði og loftlæs- ingum í öllum hásingum. Loftpúðafjöðrun með 25 cm slag- lengd.  Dekk: 8 stykki 54’ Mickey Thompson hjólbarðar á 20’ felg- um „beadlook“.  Annað: Heildarlengd um 8,5 metrar, breidd 2,55 metrar, þyngd 8.600 kg. 400 lítra olíutankar. Yfirbygging á loftpúðum, framsæti á loftpúðum. Loftúrhleypibúnaður dekkja, stýrt gegnum app í síma. Tölvustýring (Arduino) á milli- kössum, (4 stk.) og mismun- ardrifum (7 stk.). 11 manna með 8 „Captein“ eða flugstjórastólum og þriggja sæta bekk aftast. Upphækkaður toppur. 24’ sjónvarp – (snjalltæki). USB-tengill við hvert sæti. Þrjár opnanlegar hurðir á hvorri hlið, þar af ein með full- gilda hópferðabíls opnun. Burðargeta – langt umfram það sem hægt er að koma í bíl- inn. Tæknilýsing TRUKKURINN CHERVOLET KODIAK/MAN Samsetning Yfirbyggingin var sett saman úr þremur bílum og allt látið passa. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félagarnir Friðrik Stefán Hall- dórsson og Guðni Ingimarsson byrj- uðu að dunda sér við að breyta og smíða jeppa í menntaskóla og um þessar mundir fagna þeir nýjasta verkinu, átta hjóla fjallatrukk, Chervolet Kodiak/MAN, sem þeir settu saman frá grunni. „Það hefur lengi legið í loftinu að brjóta ísinn og búa til átta hjóla bíl,“ segir Guðni. „Ég veit ekki til þess að svona tor- færubíll hafi verið búinn til áður.“ Unimog-hásingar úr þýskum Dingó-hertrukk ýttu þeim af stað. „Við vorum svo heppnir að Benz þurfti að innkalla þessa trukka svo við fengum nýjar og fínar hásingar,“ segir Friðrik. Þeir vissu að yfirbygg- ingar Chevrolet Kodiak og Chevr- olet Express pössuðu vel saman og því voru slíkir bílar keyptir og unnið að samsetningunni út frá því. Tölu- verðan tíma tók að finna réttu hlut- ina en allt tókst það að lokum. „Econolinerinn var búinn öllum þægindum og innviðirnir úr honum eru grunnurinn að innréttingunum,“ segir Friðrik. Þeir þurftu að bæta þriðja bílnum við og söguðu hurð- arfals úr honum og settu um þriggja metra bút á milli hinna tveggja bíl- hlutanna. „Þetta var nauðsynlegt til þess að ná réttri lengd og hafa pláss fyrir afturdekkin,“ heldur hann áfram. Tímamót fyrir tveimur árum Í mars 2016 stóðu þeir frammi fyrir því að hætta eða ljúka verkinu, sem þeir höfðu unnið þrotlaust að í tvö ár en byrjað á 2012. „Þá vorum við búnir að kaupa bílinn í Banda- ríkjunum og annaðhvort var að byrja á því að rífa hann niður eða hætta við,“ segir Friðrik. Mikil nákvæmnisvinna liggur að baki, allt teiknað í tölvu og öll mál upp á millimetra. Sérstakt forrit var hannað til að stjórna millikössum og mismunadrifum og lofti í og úr dekkjum er stjórnað í gegnum síma. Á Hofsjökli Guðni Ingimarsson við bílinn, sem á engan sinn líka. Glitur sá um sprautunina. Lúxus Vel fer um farþega og bílstjóra í torfærutrukknum. Grindin Hún fékkst úr mjólkurbíl. Útlit Taka þurfti mót af framköntunum áður en verkið var fullkomnað. Yfir 5.000 vinnustund- ir í sérstakan fjallabíl  Átta hjóla torfærutrukkur tilbúinn eftir þrotlausa vinnu Hásingar Dingó-hertrukkur. Sem nýr Chevrolet Kodiak 2006. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afturendinn Vandaður bíll. Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.