Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 40. tölublað 106. árgangur
HUNGRAÐIR
HVÍTABIRNIR
Í HEIMSÓKN
BEST
KLÆDDU
KONURNAR
FJÁRFESTIR Í
SJÁLFUM SÉR
OG HEILSUNNI
TÍSKA 32 SÍÐUR FRIÐRIK KARLSSON 12GRÆNLAND 14
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
„Ef við horfum fram á veginn þá mun
þessi tillaga stuðla að framtíðarsátt
um kjör kjörinna fulltrúa og á þess-
um grunni styðjum við þetta mál. Þá
erum við búin að rjúfa þennan víta-
hring að laun kjörinna fulltrúa séu
launaleiðandi í landinu,“ segir Hall-
dór Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri SA, um þá tillögu
starfshóps um málefni kjararáðs að
leggja ráðið af. Starfshópurinn legg-
ur til að laun þingmanna verði fram-
vegis ákvörðuð í lögum um þingfar-
arkaup með fastri krónutöluupphæð
miðað við tiltekið tímamark.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al-
þýðusambands Íslands (ASÍ), segir
það mjög mikinn ávinning að horfið
verði frá því fyrirkomulagi að kjara-
ráð úrskurði um laun. „Frá því að
kjararáð varð til hefur þetta alltof oft
leitt til svona ágreinings þannig að
þessi leið um kjararáð hefur að okk-
ar mati ekki virkað. Það er full sam-
staða um það í starfshópnum að færa
þetta nær því sem er í nágrannalönd-
unum og gera það með reglubundn-
ari hætti,“ segir Gylfi.
ASÍ gerir hins vegar athugasemd-
ir við að launahækkanir kjararáðs fái
að standa samkvæmt starfshópnum
og sendi frá sér tilkynningu þar sem
kallað er eftir því að laun verði lækk-
uð.
Vítahringurinn rofinn
Starfshópur um málefni kjararáðs leggur til að kjararáð verði lagt af SA og
ASÍ sammælast um að það sé skref í rétta átt ASÍ vill leiðrétta launahækkanir
MLaunahækkanir ekki fjarri … »2
Tillögur starfshóps
» Horfið verði frá því að úr-
skurða í kjararáði eða hjá sam-
bærilegum úrskurðaraðila.
» Laun þingmanna verði
ákvörðuð í lögum um þingfar-
arkaup með fastri krónutölu-
upphæð.
Eftir umhleypingasamt tíðarfar á höfuðborgar-
svæðinu að undanförnu var stillt og bjart veður í
borginni í gær. En veðráttan er síbreytileg og
mátti sums staðar sjá þoku liggja yfir á sama
tíma og sólin skein skært.
Spáð er suðlægri átt í dag með éljum en létta
mun til á Norður- og Austurlandi. Hiti verður
víða nálægt frostmarki. Á morgun má búast við
þokkalegu veðri og að frost verði núll til níu stig.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þoka og sól yfir höfuðborginni
Þorramatur seldist upp hjá Slát-
urfélagi Suðurlands áður en þorr-
inn var úti. Hjá Kjarnafæði seldust
upp súrsaðir hrútspungar og blóð-
mör. Fyrirtækin geta ekki auðveld-
lega bætt úr þessu því grunnurinn
er lagður í september þegar mat-
urinn er soðinn og lagður í súr.
Stjórnendur fyrirtækjanna segja að
meiri matur fari á þorrablót en áð-
ur enda séu vinsældir gamalla mat-
arhefða að aukast.
SS jók framleiðslu sína á þorra-
mat um 5% frá fyrra ári, að sögn
Steinþórs Skúlasonar forstjóra, og
byggði það á söluhorfum. Svo fór
að allt seldist. Sala á hefðbundnum
þorramat jókst hjá Kjarnafæði um
rúm 15%. „Það
er ótrúlegt
hvað yngri kyn-
slóðin er farin
að taka við sér.
Auk þess má
finna vel fyrir
aukningu á
þorrablótum á
vegum íþrótta-
félaga og ann-
arra. Ef ekki
væri fyrir þessi blót hefði maður
haldið að salan ætti frekar að vera
að dvína en við fögnum því að sjálf-
sögðu að þróunin er í þessa átt,“
segir Ólafur Már Þórisson, sölu- og
markaðsstjóri Kjarnafæðis. »6
Aukin aðsókn að þorrablótum varð
til þess að þorramatur seldist víða upp
Pungar Súrsaðir
hrútspungar renna út.
Eðli símtala sem Neyðarlínunni berast hefur aðeins
breyst með tilkomu fleiri ferðamanna hér á landi þótt
þeim hafi ekki fjölgað í takt við þá. „Í vetur höfum við
fengið fleiri símtöl frá ferðamönnum sem eru fastir í
snjó. Velflestir hafa ekki einu sinni stigið út úr bílnum og
leitað að skóflu áður en þeir hringja. Þeir vilja bara fá
hjálp. Við fáum líka símtöl frá hræddum ferðamönnum
sem vilja ekki keyra meira. Það verður kannski allt í einu
blint og þeir verða bara hræddir,“ segir Tómas Gíslason,
aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Neyðarlínan, 112, tekur á móti um 200.000 símtölum á
ári og 150.000 þeirra verða að útkalli af einhverju tagi.
Að meðaltali er hringt um 600 sinnum á dag í Neyðarlín-
una en síðasta laugardag var vonskuveður og þá urðu
símtölin 1.200 og um 1.000 á sunnudeginum. Um 70%
allra hringinga í 112 koma úr farsímum. Tómas segir það
auðvelda margt varðandi staðsetningu og með útbreiðslu
4G-gagnasambands um landið verði það enn auðveldara.
Þá geri AML-búnaður, sem er nú orðið fyrir hendi í
Android-símum, það að verkum að nákvæm staðsetning
innhringjandans sést á skjám Neyðarlínunnar. »6
Hræddir og hjálparvana í snjónum
Morgunblaðið/Hari
Á ferðinni Fleiri ferðamenn hringja nú í 112 vegna þess
að þeir eru fastir í snjó eða hræddir við að keyra.
Hæstiréttur dæmdi í gær Róbert
Wessman, Árna Harðarson og
Magnús Jaroslav Magnússon til
greiðslu 640 milljóna króna til
Matthíasar H. Johannessen auk
vaxta fyrir að hlunnfara hann í við-
skiptum tengdum Alvogen.
Greiðslan nemur a.m.k. 1,2 millj-
örðum króna að teknu tilliti til
vaxta og dráttarvaxta. Hæstiréttur
sagði háttsemi þremenninganna
„ólögmæta og saknæma“. »11
Salan bæði „ólög-
mæt og saknæm“
Birna Einars-
dóttir, banka-
stjóri Íslands-
banka, segir í
samtali við Morg-
unblaðið í dag að
hún hafi gert at-
hugasemdir við
að aðeins hafi
staðið til að boða
fimm karla í við-
tal í tengslum við
ráðningu nýs forstjóra Borgunar.
Hún hafi hvatt stjórn félagsins til
þess að ræða við fleiri einstaklinga
þar sem hún hefði haft vitneskju um
að öflugar konur hefðu sótt um starf-
ið einnig. Birna hafnar því að afskipti
sín af ferlinu hafi verið óeðlileg.
Þá hafnar Birna því að sú ákvörð-
un að endurnýja ekki umboð Erlend-
ar Magnússonar, stjórnarformanns
Borgunar, á aðalfundi sem haldinn
verður um miðjan mars, tengist fyrr-
nefndu ráðningarferli.
Hún bendir á að Erlendur hafi
tekið þátt í þeirri vinnu að breyta
verklagi og vinnubrögðum sem Fjár-
málaeftirlitið hafi gagnrýnt í tveimur
skýrslum. Nú sé hins vegar forstjór-
inn farinn frá félaginu og heppilegt
sé fyrir Borgun að fá nýja stjórn-
armenn að borðinu einnig. »18
Hvatti til
breytts
verklags
Bankastjóri
gagnrýndi verklag
Birna
Einarsdóttir