Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 13
skilgreinir sig sem tónlistarmann
með mikinn andlegan áhuga. Hon-
um hefur tekist að sameina það með
því að semja og gefa út slökunar-
tónlist. Friðrik er
fjölhæfur í tónlist-
inni og hefur spil-
að lengst með Mezzoforte og gerir
enn.
„Ég var í Bretlandi í 20 ár og
tók mér frí frá Mezzoforte til þess
að spila í leikhúsum, sjónvarpsþátt-
unum, X factor, Britain’s got talent
og í söngleikjum Andrews Lloyds
Webbers. Samstarfið við Andrew
skilaði söngleiknum Jesus Christ
Superstar í Hörpuna. Ég er tónlist-
arstjóri í þeim söngleik sem sýndur
hefur verið á páskum sl. tvö ár og
verður sýndur nú um páskana,“ seg-
ir Friðrik og bætir við að hann hafi
ánægju af því að spila gospel með
Óskari Einarssyni í Fíladelfíu og
Lindakirku. Hann segir að gospelið
sé heillandi þar sem það hafi bæði
tilgang og boðskap. Friðriki þykir
einnig sérlega vænt um að spila á
jólatónleikum Siggu Beinteins í
Hörpu.“
Einn af hápunktunum á ferli
Friðriks í Bretlandi var þegar hann
spilaði með Kate Bush.
„Það var óraunverulegt frum-
sýningarkvöldið að horfa fram í sal-
inn og sjá átrúnaðargoðin hvert sem
litið var. Í salnum sátu meðal ann-
ars Paul McCartney, Jimmy Page,
Elton John og David Gilmore. Þetta
var meira en mig hafði nokkurn tím-
ann dreymt um. Það er gott að eiga
þessa stund í minningabankanum
og sjá árangurinn af öllum æfing-
unum. En maður þarf að vera hálf-
gerður nörd til þess að ná góðum
árangri.“
Með sitt eigið smáforrit
Friðrik segist sjaldan setjast
niður til að semja tónlist.
„Ég fæ hugmyndir hvar og
hvenær sem er og syng þær inn á
símann minn. Það er frábært að búa
á Seltjarnarnesi þar sem sjórinn og
Gróttan veita mér innblástur,“ segir
Friðrik og bætir við að tæknin í dag
geri honum kleift að taka upp efni
og koma því á vefinn á stuttum
tíma.
„Tekjumódelið er erfiðara en
það var en það er auðveldara að
koma tónlist á framfæri í gegnum
Youtube, Spotify og Applemusic. Ég
er að laga mig að breyttum veru-
leika og gefa út slökunartónlistina á
netinu,“ segir Friðrik, sem er með
sitt eigið smáforrit, www.ichillmus-
ic.com.
Spurður um góð ráð til handa
ungum tónlistarmönnum sem lang-
ar að sigra heiminn segir Friðrik að
þeir eigi að fylgja hjartanu og hafa
þor til þess að láta draumana ræt-
ast.
Töffari Samsett mynd sem Friðrik ætlaði sér að nota á sólóplötu sem ekki varð úr.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Z-brautir &
gluggatjöld
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Nýtt frá PT
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15
Draumurinn um að eignast tveggja
manna Smart Fortwo varð að engu
þegar ljóst varð að fjölga myndi um
einn í kotinu í sumar. Reyndar lang-
aði mig aldrei í þann forljóta bíl en
ég er handviss um að mér hefði
samt tekist að enda á honum.
Krakka vil ég aftur á móti svo sann-
arlega og voru því tíðindin afskap-
lega gleðileg.
Fljótlega eftir að óléttan varð ljós
áttaði ég mig á því að það er ekkert
sem hefur kennt mér að „verða
pabbi“ fyrir utan að herma bara eft-
ir mömmu og pabba sem ólu okkur
systkinin upp með glæsibrag. En
tímarnir eru núna aðrir, viðmiðin og
tæknin, og því sennilegt að uppeldi
af gamla skólanum skilaði afkvæm-
inu inn í fyrsta bekk líkara
Guðna Ágústssyni í fasi en
bekkjarsystkinum sínum.
Eðlilega fór ég þess vegna
að velta næstu skrefum und-
irbúningsins fyrir mér og af
nógu er að taka: Á ég að fletta
uppeldisbókum eða eru þar
úreld fræði? Er mark tak-
andi á hafsjó sjálftitlaðra
uppeldisfræðinga
netsins eða er ef
til vill best að
læra af mistök-
um annarra og
fylgjast með for-
eldrum óþægra barna sitja
undir skömmum sérfræðings
sem er fenginn inn á heimilið
til að koma á eðlilegra heim-
ilslífi? Slíkt er til og reyndar lét ég
plata mig til að horfa á einn slíkan
þátt. Það sem maður gerir ekki í
nafni undirbúningsins! Þátturinn
var reyndar ekki sá versti þrátt fyr-
ir að fræðslugildi hans væri afar
takmarkað. Þú ferð ekki á hunda-
námskeið til þess að sjá gamlan
hund læra að sitja.
Hvað sem öllum uppeldispæl-
ingum líður hefur margt komið
á daginn eftir því sem liðið hef-
ur á óléttuna. Með-
al annars hvað við
unnustan getum
stundum verið
samhent í því sem
við tökum okkur
fyrir hendur.
Fólk klappar
okkur um kvið-
inn og spyr glað-
lega hvort okkar
sé gengið lengra.
»Og er því líklegt aðuppeldi gamla skólans
skilaði afkvæminu inn
í fyrsta bekk líkari Guðna
Ágústssyni í fasi en bekkj-
arsystkinum sínum.
Heimur Andra Steins
Andri Steinn
Hilmarsson
ash@mbl.is
Einbeittur 18
ára farinn að
starfa sem tón-
listarmaður.
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason
Íhugun Friðrik semur slökunartónlist
og sameinar þannig áhugamál sín.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gítarleikari Friðrik
spilar á gítarinn á 40
ára afmæli Mezzoforte.