Morgunblaðið - 17.02.2018, Side 1

Morgunblaðið - 17.02.2018, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 7. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  41. tölublað  106. árgangur  18.995 NUTRIBULLET PRO BLANDARI JMLV2414 #égætla að borða hollt NÝTTHÁLSMIXTÚRURÚR HVÖNNMEÐ ENGIFEROG LAKKRÍS Gagnast gegn hósta, kvefi og þurrki í hálsi. SÆKTU RADDSTYRK Í ÍSLENSKANÁTTÚRU LÍKAMSRÆKT OG SAMVERA Á ÖLLUM ALDRI FERÐIN TIL VALHALLAR STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR 54JÁKVÆÐUR ORKUBOLTI 12 AFP Kosningar Robert Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum. Robert Mueller, sérstakur saksókn- ari í rannsókn Bandaríkjanna á meintum afskiptum Rússa af banda- rísku forsetaskosningunum 2016, ákærði í gær þrettán Rússa sem grunaðir eru um að hafa rekið leyni- lega kosningabaráttu til að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. Í ákærunni kemur fram að náinn bandamaður Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta hafi stýrt hinni leyni- legu kosningabaráttu. Hún hafi upp úr miðju ári 2016 miðað að því að afla Donald Trump Bandaríkjaforseta atkvæða og grafa undan Hillary Clinton, keppinaut hans. Rússnesk stjórnvöld vísa ásökununum á bug. Ákærði 13 Rússa í gær Mál Sunnu Elviru » Hefur legið lömuð eftir slys á sjúkrahúsi í Malaga. » Verið í farbanni vegna rann- sóknar á fíkniefnasmygli. » Eiginmaðurinn í gæslu- varðhaldi á Íslandi. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Lögregla hér á landi mun taka yfir rannsókn á máli Sunnu Elviru Þor- kelsdóttur, en samningar þess efnis voru undirritaðir í gær. Í kjölfarið mun farbanni Sunnu í Malaga á Spáni verða aflétt og ráðgert er að hún verði flutt heim til Íslands snemma í næstu viku. Það er þó með fyrirvara um að búið verði að ljúka við öll helstu formsatriði. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Sunna Elvira hefur legið lömuð á háskólasjúkrahúsi í Malaga undan- farinn mánuð. Hún hefur lýst að- stæðum sínum á spítalanum en að hennar sögn er læknisþjónustan af skornum skammti. Sunna er þrí- hryggbrotin, með þrjú brotin rifbein auk annarra áverka. Í kjölfar hand- töku eiginmanns Sunnu, Sigurðar Kristinssonar, var Sunna sett í far- bann og hefur því verið föst á spít- alanum. Sigurður er grunaður um aðild að fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið talið að Sunna gæti veitt upp- lýsingar um mál Sigurðar. Sunna leyst úr farbanni  Sunna Elvira Þorkelsdóttir væntanleg heim til Íslands snemma í næstu viku  Samið um að íslenska lögreglan taki yfir rannsókn á máli hennar á Spáni MSunna kemur heim »6 Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar Greiðslur frá Trygg- ingastofnun duga mörgum skammt. Magnús Heimir Jónasson Guðni Einarsson Um 1.700 til 2.000 eldri borgarar hafa ekkert annað til framfærslu en lífeyri frá Tryggingastofnun. Fulltrúar Félags eldri borgara (FEB) hafa óskað eftir því að skip- aður verði starfshópur til að laga kjör þeirra eldri borgara sem eru verst settir, en félagið mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætis- ráðherra 26. febrúar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB, vitnar í orð forsætisráðherrans frá því í septem- ber í fyrra. „Fátækt fólk á ekki að bíða eftir réttlætinu,“ segir Gísli. Ellert B. Schram, formaður FEB, ritaði einnig Katrínu bréf í janúar þar sem hann segir að kjör eldri borgara séu langt frá því að teljast viðunandi. Margrét Sölvadóttir, 73 ára ellilífeyrisþegi, fer yfir stöðu sína í Morgunblaðinu en hún fær um 230 þús. kr. á mánuði til framfærslu og neyðist því til að búa heima hjá syni sínum eftir 60 ár á vinnumarkaði. „Alltaf var maður að vinna og maður hefur unnið alla tíð. Mér finnst að ekki sé borin nokkur virðing fyrir þessari kynslóð,“ segir Margrét, sem fær um 175 þús. kr. frá Trygginga- stofnun eftir skatt og 50 þús. kr. frá lífeyrissjóði sínum. »4 Eldri borgarar bíða réttlætis  Félag eldri borgara fundar með forsætisráðherra  73 ára ellilífeyrisþegi fær um 230 þús. kr. á mánuði til framfærslu Gærdaginn nýttu margir ferðamenn í skoðunar- ferðir innan borgar og utan. Veðrið og skyggnið var með eindæmum gott eins og ferðalangar á útsýnispöllum Perlunnar fengu að kynnast enda sjónarhornið á borgina ólýsanlegt frá hákolli Öskjuhlíðarinnar. Í þremur tankanna fyrir neð- an fólkið kraumaði hins vegar 80 gráðu heitt vatnið og beið þess að þjóna borgarbúum með hlýju sinni í köldu landi. Einstakt sjónarhorn ofan á sjóðheitu vatni borgarbúa Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjartur dagur í höfuðborginni  Jarðfræðing- urinn og at- hafnamaðurinn Eldur Ólafsson er 32 ára fram- kvæmdastjóri Alopex Gold sem keypt hefur gull- námuleyfi á Grænlandi. Í sunnudags- blaði Morgunblaðsins talar hann um æskuárin í sveitinni, árin í Kína og aðdragandann að gullævintýr- inu á Grænlandi. Námugröftur hefst þar árið 2019 eftir langan undirbúning. »SunnudagsMogginn Gullævintýri Elds á Grænlandi Eldur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.