Morgunblaðið - 17.02.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.02.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 2024 SLT L iðLé t t ingur Verð kr 2.790.000 Verð með vsk. 3.459.600 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Borgaryfirvöld hafa komið sérupp miklum umferðarvanda og ætla nú sem kunnugt er að leysa hann með risavöxnu almennings- samgönguverkefni, borgarlínu.    Með þessari ógnardýru fram-kvæmd segjast borgaryfir- völd ætla að fá fólk til að færa sig úr fjölskyldubílnum yfir í risavaxna strætóinn eða lestina, hvort sem verður ofan á.    Fátt bendir til að þetta muni tak-ast, nema síður sé. Þýska tíma- ritið Der Spiegel fjallar um reynsl- una af átaki í almenningssam- göngumálum í nokkrum borgum og árangurinn styður ekki kenningar borgaryfirvalda í Reykjavík.    Í Tallinn í Eistlandi er til aðmynda boðið upp á ókeypis al- menningssamgöngur og lengra verður varla gengið í þeim efnum.    Þar gerðist það að vísu að far-þegum almenningsvagna fjölg- aði um 14%, en ástæðan var sú að færri gengu eða notuðu reiðhjól.    Samanlagðar gönguferðir borg-arbúa styttust um 40%, sem getur tæpast talist jákvæð þróun.    Notkun bíla í borgarumferðinnijókst, sem var tæpast ætlunin heldur.    Varla er hægt að búast við betriárangri með borgarlínu hér en með ókeypis strætisvögnum og lest- um í Tallinn. Eða trúir því einhver? Borgarlína gegn gönguferðum STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -1 léttskýjað Nuuk -12 snjókoma Þórshöfn 4 léttskýjað Ósló 0 alskýjað Kaupmannahöfn 4 skúrir Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -4 skýjað Lúxemborg 5 léttskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 7 skýjað London 8 skýjað París 8 heiðskírt Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 5 skúrir Berlín 5 léttskýjað Vín 2 þoka Moskva -4 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 14 heiðskírt Barcelona 15 skýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 9 léttskýjað Winnipeg -16 skýjað Montreal 1 rigning New York 12 léttskýjað Chicago 0 alskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:16 18:08 ÍSAFJÖRÐUR 9:31 18:04 SIGLUFJÖRÐUR 9:14 17:46 DJÚPIVOGUR 8:48 17:35 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég stefni að sigri í mótaröðinni en mótið er rétt að byrja, aðeins tvær keppnir af sjö búnar, og sterkir keppendur,“ segir Jakob Svavar Sigurðsson sem sigrað hefur í tveim- ur fyrstu greinum Meistaradeildar- innar í hestaíþróttum, í bæði skiptin á Júlíu frá Hamarsey, og er því með fullt hús stiga. Meistaradeildin hefur verið haldin frá árinu 2001. Jakob Svavar hefur oft sigrað í einstaka greinum en aldrei orðið meistari. Næsta keppni er fimmgangur og segist Jakob vera með góðan hest í hana og undirbúa sig vel. „Ef það gengur vel þá er komið lengra inn í mótið. Það er með fimmganginn eins og slaktaumatölt- ið að það er tæknilega erfið grein og lítið má út af bregða. Þar eru einnig sterkir keppinautar,“ segir Jakob. Júlía frá Hamarsey er þrefaldur Íslandsmeistari frá síðasta ári og náðu þau Jakob strax öruggri for- ystu í slaktaumatöltinu sem fram fór í Sprettshöllinni í fyrrakvöld. Viðar Ingólfsson og Pixi frá Mið-Fossum veittu þeim keppni í úrslitum og voru Jakob og Viðar jafnir fyrir síð- ustu grein, tölt með slökum taumi sem hefur tvöfalt vægi. „Ég vissi að við gætum gert vel en í þessari grein má ekkert út af bregða,“ segir Jakob en hann sigraði örugglega, fékk ein- kunnina 8,67. Landsmót hestamanna verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í byrjun júlí í sumar. Jakob Svavar segist stefna með töluvert af hross- um þangað og einnig á Íslandsmót. Í þeim hópi verður Júlía frá Hamars- ey. Eftir það fer hún í nýtt hlutverk því eigandinn mun nota hana til ræktunar. Aðstaðan hjálpar til Jakob Svavar er búinn að koma sér vel fyrir á Fákshólum í Ása- hreppi. Hann keypti jörðina og flutti úr Leirársveitinni eftir landsmótið fyrir tveimur árum. Á jörðinni er stór reiðhöll og hesthús. „Aðstaðan er miklu rúmbetri hér og húsin ný. Það hjálpar örugglega til, sér- staklega góð reiðhöll,“ segir Jakob Svavar spurður um áhrif þess á ár- angur í íþróttinni. Með fullt hús stiga í deildinni  Jakob Svavar Sigurðsson hefur sigrað í tveimur fyrstu keppnum Meistara- deildar í hestaíþróttum  Stefnir ótrauður að fyrstu meistaratigninni Ljósmynd/Hannes Sigurjónsson Þrefaldir Íslandsmeistarar Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamars- ey eru sigursælt par. Þau eru á sigurbraut í Meistaradeild í hestaíþróttum. „Þar sem um er að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip er óásættanlegt að börn undir lögaldri séu umskor- in,“ segir í umsögn Siðmenntar um frumvarp til laga um breytingu á al- mennum hegningarlögum, en það kveður á um bann við umskurði drengja hér á landi. Er það Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði fram drög að frumvarpinu. „Hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kyn- færi hennar að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að 6 árum,“ segir í 218. gr. a. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Breytingin sem lögð er til er að orðinu „stúlku- barn“ verði breytt í „barn“ og nái því til bæði drengja og stúlkna. Læknar víða á móti umskurði Siðmennt tekur undir skoðun flutningsmanna frumvarpsins þegar þeir segja: „Það er skoðun flutnings- manna að umskurður á ungum drengjum feli í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum.“ Siðmennt telur hins veg- ar að lögráða einstaklingar eigi að geta óskað eftir umskurði eftir upp- lýsta skoðun og ákvörðun þar um. Þá bendir Siðmennt á að lækna- samtök víða um heim, m.a. á Norður- löndum, hafa lýst yfir andstöðu sinni við umskurði drengja. Umskurður er alvarlegt inngrip  Siðmennt styður umdeilt frumvarp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.