Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dómsmálaráðherra fékk ekki skor- blað frá dómnefnd vegna umsagnar um umsækjendur um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta fékkst staðfest hjá dóms- málaráðuneytinu. Ein staða var laus. Deilt hefur verið um vægi ein- stakra matsþátta í tillögum dóm- nefndarinnar vegna umsókna um embætti 15 dómara við Landsrétt. Af niðurlagi nýrrar umsagnar dómefndar vegna Héraðsdóms Reykjavíkur virðist mega ráða að samlagning slíkra matsþátta hafi minna vægi en í síðasta dómaravali. Til upprifjunar sagði í niðurstöðu dómnefndar vegna Landsréttar að hún hefði „í mati sínu á hæfni um- sækjenda að því er varðar röðun inn- an einstakra þátta beitt eins mikilli nákvæmni og kostur er, en mats- grundvöllurinn er bæði fjölþættur og margbrotinn. Á hinn bóginn speglar endanlegur útreikningur í samanlögðum þáttum matsniður- stöður af mikilli nákvæmni.“ Vísað til reynslunnar Í umsögninni vegna Héraðsdóms Reykjavíkur kveður við annan tón: „Ákvæði laga nr. 15/1998, reglna nr. 620/2010, meginreglur stjórn- sýsluréttar og hefðbundið vinnulag dómnefndar a.m.k. frá 2010 krefjast þess að matsþættir sem tilteknir eru í reglum nr. 620/2010 séu greindir af eins mikilli nákvæmni og unnt er. Þrátt fyrir þetta hlýtur matið einnig að byggjast á lögfræðilegri þekkingu nefndarmanna, reynslu þeirra af dómstörfum við dómstóla, í lögmennsku og stjórnsýslu og dóm- greind þeirra ... Þótt þættir séu metnir samviskusamlega breytir það því ekki að slíkt mat verður ekki unnið af vélrænni nákvæmni og þýð- ingarlaust að láta sem svo sé,“ sagði m.a. í rökstuðningi dómnefndar vegna Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómnefndina skipuðu þau Jakob R. Möller, Guðrún Björk Bjarna- dóttir, Kristín Benediktsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Fram kom í nýju umsögninni að formannsskipti urðu við valið. „Gunnlaugur Claes- sen, formaður nefndarinnar, og Greta Baldursdóttir, varamaður hans, [hefðu] bæði vikið sæti við meðferð málsins fyrst og fremst vegna tímabundinna anna.“ Þá hefði Óskar Sigurðsson, hrl., lýst sig vanhæfan og varamaður, Guðrún Björk, hrl., komið í staðinn. Fram hefur komið að sá sem dóm- nefnd mat í 15. sæti hæfnisraðar vegna Landsréttar fékk 5,48 í ein- kunn en sá í 16. sæti 5,45. Samtala 12 matsþátta var 105%, eða 10,5. Varhugaverð aðferðafræði Jakob R. Möller vék að slíkri sam- lagningu við dómaraval á fundi laga- deildar Háskólans í Reykjavík 24. janúar sl. Þar sagði Jakob m.a. að „hættan í sambandi við boxamerk- ingarnar“ væri t.d. sú að sá sem hefði verið lögmaður allt sitt líf væri merktur í tiltekið box og síðan væri lesið úr því. „Það er gagnlegt að kynna sér inngang álits umboðs- manns [Alþingis] fyrir … 2016, þar sem er einmitt varað við því að vera með svona tölulega meðferð. Þ.e.a.s. einhver [sem] hefur unnið í 10 ár … er fimm sinnum betri en sá sem hef- ur unnið í 2 ár. Þetta er hætta sem ber mjög víða á þar sem mannauðs- fræðingarnir hafa ráðið ríkjum,“ sagði Jakob og tók dæmi. Algengt í jafnréttismálum „Þetta gengur til dæmis eins og rauður þráður í gegnum gagnrýni sem hefur komið upp í sambandi við ákvarðanir jafnréttisráðs um það að hallað hafi verið á annað kynið eða hitt í umsögnum. Þ.e.a.s. að það er talið til gildis að [viðkomandi] hefur svona margar háskólagráður og hef- ur unnið svona lengi á svona mörg- um stöðum. Þetta er atriði sem þarf að huga að í þessum ráðningar- málum yfirleitt,“ sagði Jakob, sem gagnrýndi jafnframt að ráðherra hefði aðeins tvær vikur til að fara með afstöðu sína fyrir Alþingi. „Þetta hygg ég að dæmin hafi sýnt að er of skammur frestur.“ Jakob rifjaði upp að margir sóttu um embætti dómara við Landsrétt og Héraðsdóm Reykjavíkur. Sam- tals hafi borist nærri 70 umsóknir. Nefnd um dómara vék frá „boxamerkingum“  Dómnefnd lagði ekki skorblað fyrir ráðherra í dómaravali Jakob R. Möller Gunnlaugur Claessen Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 70% AFSLÁTTUR SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLU Opið 10-16 Opið í dag kl. 11-16 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Peysur Kr. 8.200. Str. S-XXL • 5 litir Ný sending – frábært úrval Flottir í fötum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 gallabuxur gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 BUXUR Mörg snið margar stærðir margir litir sem passar sérhverri konu ÚTSÖLUVÖRUR 60-70% AFSLÁTTUR Í dómum Hæstaréttar 591 og 592/2017 er vikið að notkun dómnefndar á stigatöflu við mat á umsóknum um Landsrétt: „Í bréfi formanns dómnefnd- ar [Gunnlaugs Claessen] til dómsmálaráðherra 28. maí 2017 kom fram að nefndin hefði á fleiri fundum en einum rætt vægi einstakra matsþátta sem heildarmat nefndarinnar var reist á … Þá sagði í bréfinu að formaðurinn hefði tekið við svo- kölluðum skorblöðum frá fyrri dómnefnd sem notuð hefðu ver- ið við samlagningu og útreikn- inga á niðurstöðum um ein- staka umsækjendur, en á þessum skorblöðum hefðu verið prentaðar nákvæmlega þær vægistölur í prósentum sem síðan hefði verið beitt. Skor- blöðin hefðu verið leyst af hólmi með stigatöflu með sama vægi einstakra þátta og áður, en notkun stigatöflu í þetta skipti hefði helgast af miklum fjölda umsækjenda,“ sagði þar m.a. Skýrðist af fjöldanum NOTKUN STIGATÖFLU Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga (SÍS) bókaði á fundi 26. jan- úar sl. áskorun á hendur yfirstjórn Háskóla Íslands, m.a. um að tryggja að endurskoðun sem nú stendur yfir á inntaki og skipulagi kennaranáms á menntavísindasviði endurspegli ákall um aukna áherslu á hagnýtar kennsluaðferðir. Aukinn fjöldi er- lendra barna, álag sem fylgir for- eldrasamstarfi o.fl. var nefnt sem áskoranir í breyttu umhverfi. Morgunblaðið hafði samband við Jóhönnu Einarsdóttur, forseta menntavísindasviðs Háskóla Ís- lands, en hún segir stjórn sviðsins hafa tekið bókun SÍS fyrir. Meginstef í endurskoðun „Menntun kennara þarf að vera í sífelldri þróun í takt við breytingar á samfélaginu. Þetta er meginstef í nýrri endurskoðun kennaramennt- unar. Brugðist hefur verið við breyttum aðstæðum og rík áhersla er lögð á vettvangsnám. Kennara- námið var lengt árið 2008 og fyrstu nemendur brautskráðust árið 2014. Þeir eru því aðeins 3% af heildar- fjölda kennara landsins,“ segir Jó- hanna og bætir við að vettvangsnám sé ríkur þáttur í kennaranámi og starfandi kennarar hafi fjölbreytta möguleika til framhaldsnáms við HÍ. Starfsþróun kennara sé samt á ábyrgð sveitarfélaga. „Það er mjög mikilvægt að efla starfsþróun kennara til að koma til móts við nýjar kröfur og breyttar að- stæður. Starfið er flókið og kallar á ævilangt nám,“ segir Jóhanna. Rannsóknir sýni að kennarar nái ekki fullum tökum á starfinu fyrr en eftir 5-8 ár. Stuðningur reyndra kennara skipti þar sköpum. „Skiptar skoðanir hafa alltaf verið um inntak og áherslur í kennara- námi. Mikilvægt er að sú umræða sé uppbyggileg og málefnaleg. Við munum leitast við að kynna námið og þær breytingar sem gerðar hafa verið að undanförnu. Ég lít svo á að tengsl fræða og starfs og mark- visst vettvangsnám sé aðalsmerki gæða kennaramenntunar.“ Breytt starfsum- hverfi kennara  Áskorun frá SÍS á yfirstjórn HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.