Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 24

Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 O ttó A u g lýsin g astofa Stoppar 90% óhreininda Dyra og hreinsimottur Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eignir Lífeyris- sjóðs verzlunar- manna jukust um 62 milljarða króna á síðasta ári og þar af voru fjárfesting- artekjur 47 millj- arðar króna. Alls námu eignir lífeyrissjóðsins 665 millj- örðum í árslok. Sjóðfélagalán námu 82,3 milljörðum, eða um 12% af heildareignum sjóðsins, og jukust lán til sjóðfélaga um liðlega 20 milljarða á árinu. Erlend verðbréf voru um þriðjungur heildareigna í árs- lok, 17% voru í innlendum hlutabréfum og 23% í innlendum ríkistryggðum skuldabréfum. Ávöxtun eigna lífeyrissjóðsins nam 7,6%, sem svarar til 5,7% raunávöxt- unar. Tryggingafræðileg staða, sem er mælikvarði á getu sjóðsins til að standa undir skuldbindingum sínum, var já- kvæð um 6,4% í árslok, samanborið við 4,2% ári fyrr. Fjárfestingartekjur LV 47 milljarðar í fyrra STUTT Erlendur Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Borgunar, segir að við ráðningu nýs forstjóra til fyr- irtækisins hafi verið gætt trún- aðar gagnvart öll- um umsækjend- um og engum viðkvæmum upp- lýsingum hafi verið deilt með utanaðkomandi aðilum. Hann segist á sama tíma hafa skilning á þeim áhuga sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hafi haft á ferlinu. „Sem stærsti hluthafi fyrirtækis- ins er eðlilegt að hún hafi haft áhuga á þessu og hún var upplýst um stöðu mála þegar við átti.“ Spurður út í hvort á einhverjum stigum málsins hafi bankastjórinn farið yfir strikið í samskiptum sínum við stjórnarfor- mann fyrirtækisins segist hann ekki tjá sig um einstaka þætti ráðningar- ferlisins. Í frétt í Morgunblaðinu í gær var bent á að Fjármálaeftirlitið hefði tekið saman tvær skýrslur sem fólu í sér harða gagnrýni á Borgun. Erlendur gerir athugasemd við að brotthvarf hans frá fyrirtækinu sé sett í samhengi við gagnrýnina. „Við fengum athugasemdir frá FME sem lutu að bónusgreiðslum til starfsfólks og þeim aðgerðum sem við gripum til í því skyni að sporna við peningaþvætti. Við brugðumst við öllum kröfum FME um úrbætur, enda metnaður okkar að standa rétt að öllum verkum.“ Erlendur ítrekar einnig að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun Íslandsbanka að skipa nýjan stjórnarformann. „Ég bauðst til þess að sitja eitt ár enn en bankanum er að sjálfsögðu heimilt að gera þær breytingar sem hann telur nauðsynlegar.“ Stjórn Borgunar gætti trúnaðar  Stjórnarformaðurinn tjáir sig ekki um samskipti við bankastjórann Erlendur Magnússon stjóra. Þar hefði hún bent á að mjög hæfar konur hefðu ekki komist í þann hóp sem ætlunin var að taka viðtal við. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins varð stjórnarfor- maður Borgunar við þeim ábend- ingum Íslandsbanka og boðaði m.a. Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, for- mann Viðskiptaráðs, í viðtal. Í kjölfar rannsóknar Sam- keppniseftirlitsins á brotum Arion banka, Borgunar, Íslandsbanka, Landsbankans og Valitors á brotum á samkeppnislögum gerðu aðilarnir sem til rannsóknar voru sátt við Samkeppniseftirlitið og greiddi Ís- landsbanki m.a. 380 milljóna króna sekt á grundvelli hennar. Í sátt Borgunar við Samkeppniseftirlitið stendur m.a.: „Er Borgun (þ.m.t. stjórn og starfsmenn fyrirtækisins) þannig m.a. óheimilt að taka við frá eig- anda fyrirmælum, tilmælum eða ábendingum sem miða að eða geta haft skaðleg áhrif á samkeppni. Að sama skapi er eiganda óheimilt að beina slíkum fyrirmælum, tilmæl- um eða ábendingum til Borgunar.“ Óháður eftirlitsmaður Borg- unar skoðar málið einnig Á grundvelli fyrrnefndrar sáttar við Samkeppniseftirlitið ber Borg- un að hafa á sínum snærum það sem kallað er „óháður kunnátt- umaður“ sem ætlað er að hafa eftir- lit með því að skilyrðum sáttarinnar sé fylgt eftir. Þessu hlutverki gegn- ir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs KPMG. Meðal þeirra hlutverka sem hinn óháði kunnáttumaður hefur með höndum er að leggja mat á hvort Borgun hafi gripið til fullnægjandi ráðstafana til að uppfylla skilyrði sáttarinnar og að ef Borgun verði undir yfirráðum fjármálafyrirtækis „sem m.a. hafi með höndum greiðslukortaútgáfu skal haft eftir- lit með því að samskipti og tengsl fyrirtækisins við þann eiganda séu í samræmi við fyrirmæli sáttar- innar.“ Enn fremur ber hinum óháða kunnáttumanni að greina stofnuninni frá því ef hann verði var við að skilyrði sáttarinnar kunni að hafa verið brotin eða vís- bendingar séu um að markmið hennar séu ekki að ná fram að ganga. Í samtali við Morgunblaðið stað- festi Soffía Eydís að hún væri með málið nú til skoðunar. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki ákveðið næstu skref eða hvort og þá hvenær hún muni kalla eftir gögnum varðandi málið. Samkeppniseftirlitið með mál Borgunar til skoðunar  Íslandsbanki gerði sátt við stofnunina 2014 sem kvað á um afskiptaleysi Samsett mynd/Elín Arnórsdóttir Borgun Samkeppniseftirlitið er með mál Íslandsbanka og Borgunar í skoð- un og hvort þeim sáttum sem fyrirtækin gerðu við eftirlitið hafi verið fylgt. Páll Gunnar Pálsson Soffía Eydís Björgvinsdóttir BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, staðfestir að stofnunin sé með málefni Íslands- banka og greiðslukortafyrirtækis- ins Borgunar til skoðunar. Tilefnið mun vera fréttaflutningur Morgun- blaðsins af meintum afskiptum bankastjóra Íslandsbanka af ráðn- ingarferli nýs forstjóra Borgunar í kringum nýliðin áramót. „Ég get staðfest að við erum að skoða hvort í þessu máli séu vís- bendingar um að gengið hafi verið að einhverju leyti gegn þeim sátt- um sem fyrirtækin gerðu við Sam- keppniseftirlitið árið 2014. Við höf- um ekki opnað rannsókn á málinu og ákvörðun um hvort það verði gert verður tekin síðar,“ segir Páll Gunnar. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu er mikill kurr með- al hluthafa í Borgun vegna þess sem nefnt hefur verið „óeðlileg“ af- skipti forstjóra Íslandsbanka af fyrrnefndu ráðningarferli. Telja hlutaðeigendur sem rætt hafa við Morgunblaðið að framganga banka- stjórans gangi í berhögg við sátt sem bankinn undirgekkst gagnvart Fjármálaeftirlitinu árið 2014 vegna tiltekinna framkvæmda á greiðslu- kortamarkaði. Íslandsbanki á 63,5% hlut í Borgun. Í Morgunblaðinu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka, að hún hefði hvatt Erlend Magnússon, stjórnarfor- mann Borgunar, til þess að fjölga í þeim hópi sem tekinn var í viðtal í tengslum við ráðningu á nýjum for- 17. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.84 100.32 100.08 Sterlingspund 140.52 141.2 140.86 Kanadadalur 79.97 80.43 80.2 Dönsk króna 16.731 16.829 16.78 Norsk króna 12.804 12.88 12.842 Sænsk króna 12.579 12.653 12.616 Svissn. franki 107.85 108.45 108.15 Japanskt jen 0.9373 0.9427 0.94 SDR 145.54 146.4 145.97 Evra 124.65 125.35 125.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.351 Hrávöruverð Gull 1358.6 ($/únsa) Ál 2163.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.44 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.