Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 26

Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 26
AFP Í hættu Órangútönum fækkaði um rúman helming á eyjunni Borneó. Órangútönum hefur fækkað um rúman helming á eyjunni Borneó, eða um meira en 100.000, frá árinu 1999, samkvæmt nýrri rannsókn. Fækkunin er einkum rakin til skógareyðingar en einnig til ólög- legra veiða, að því er fram kemur í grein um rannsóknina í tímaritinu Current Biology. „Við teljum að núna séu um 70.000 til 100.000 órangútanar eftir á Borneó,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Mariu Voigt, vísindamanni við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi. Hún segir rannsóknina benda til þess að öpunum hafi fækkað stór- lega á svæðum þar sem skógar hafi verið höggnir fyrir pálmaolíuvinnslu eða námugröft. „Það er samt áhyggjuefni að fækkunin var mest á svæðum sem eru enn skógi vaxin. Það bendir til þess að dráp á ór- angútönum eigi stóran þátt í þessu,“ hefur AFP eftir Voigt. Vísinda- mennirnir segja að aparnir séu oft drepnir vegna þess að þeir fari inn á plantekrur í fæðuleit. Haldi svo fram sem horfir er lík- legt að öpunum fækki um 45.000 til viðbótar á næstu 35 árum. Órangút- anar lifa einnig á eyjunni Súmötru og eru í útrýmingarhættu þar eins og á Borneó. Öpunum fækk- aði um 100.000  Órangútanar drepnir á Borneó Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, æli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla K LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Kínverska nýárið gekk í garð í gær en hátíðarhöldin í Peking og mörgum fleiri borgum í Kína voru miklu hljóðlátari en þau hafa verið síðustu ár. Ástæðan er sú að yfirvöld í 440 kínverskum borgum og bæjum hafa bannað notkun kínverja og flugelda til að minnka loftmengun. Slíkt bann var til að mynda sett í Peking í desember. „Eins og allir Pekingbúar hef ég sprengt púðurkerlingar frá því að ég var barn. En nú er öldin önnur … loftgæðin skipta mestu máli núna í augum flestra,“ hefur fréttaveitan AFP eftir ein- um íbúa höfuðborgarinnar. Annar Peking-búi, ungur námsmaður, tók í sama streng. „Bannið er af hinu góða, vegna þess hversu hrikalegt ástand- ið er í umhverfismálum. Jafnvel þótt það spilli svolítið skemmtuninni.“ Ár hundsins Heimildir: HandbookofChineseHoroscopes/Peoplehistory.com/ history.com/ NASA/LibraryofCongress/reard.com/AFP Myndir 2017 2016 2015 2014 2013 2019 2020 2021 2022 2023 2024 Hundur 2018 Kínverski dýra- hringurinn Fólk Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands (1874-1965) Bill Clinton, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna (f. 1946) Madonna, bandarísk poppstjarna (1958) Justin Bieber, kanadísk poppstjarna (1994) Donald Trump, forseti Bandaríkjanna (1946) MIchael Jackson, „konungur poppsins“ (1958-2009) Saoirse Ronan, írsk-bandarísk leikkona (1994) Móðir Teresa, dýrlingur (1910-1997) Elvis Presley, „konungur rokksins“ (1935-1977) Atburðir á ári hundsins 1958 Momofuku Ando fann upp fyrstu skyndinúðlurnar í Japan „Stóra stökkið fram á við“ hafið í Kína, með það að markmiði að gera landið að iðnvæddu kommúnistaríki Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hóf starfsemi Golda Meir, forsætisráðherra Ísraels (1898-1978) Alþjóðlegur sáttmáli um bann við dreifingu kjarnavopna gekk í gildi 1970 Haldið upp á jarðardaginn (22. apríl) í Bandaríkjunum Fyrsta keppnin ætluð skáktölvum haldin í NewYork Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað að banna hvalveiðar í atvinnuskyni 1982 Fyrsta gervihjartaígræðslan, sjúklingurinn lifði í 112 daga Íbúafjöldi Kína fór yfir milljarð og landið varð það fjölmennasta í heiminum Nelson Mandela varð forseti Suður-Afríku, fyrstur blökkumanna 1994 Um 800.000 manns lágu í valnum eftir hópmorðin í Rúanda Skýrt frá því að Hubble-sjónaukinn hefði fundið fyrstu merkin um svarthol Norður-Kóreumenn tilkynntu að þeir hefðu sprengt fyrstu kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni 2006 Twitter komið á fót Plútó skilgreindur sem dvergreikistjarna, ekki reikistjarna Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, tekinn af lífi 1946 Tólf leiðtogar nasista dæmdir til dauða í réttarhöldunum í Nürnberg og sjö fengu fangelsisdóm, frá 10 árum til lífstíðar Bandaríkjamenn hófu kjarnorkutilraunir á kóraleyjunni Bikini á Kyrrahafi Tveggja flíka sundfatnaður (bikini) settur á markað í París, nefndur eftir Bikini-eyju Snákur Hestur Geit Api Hani Göltur Rotta Uxi Tígur Héri Dreki Kínverska nýárið 2018 gekk í garð í gær Kínverjar bannaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.