Morgunblaðið - 17.02.2018, Side 56

Morgunblaðið - 17.02.2018, Side 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við heitum sem hópur enn ekki neitt því það er vandasamara en virðist við fyrstu sýn að finna gott nafn sem gengur jafnt á Íslandi og erlendis,“ segir Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari um tríó sem hún skipar ásamt Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur sellóleikara og ítalska píanó- leikarinn Domenico Codispoti. Þau koma fram á sjöttu og síðustu tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins þetta starfsárið sem haldnir verða í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17. Að sögn Sigrúnar eru um fjögur ár síðan tríóið nafnlausa byrjaði að spila saman. „Ég hef auðvitað spilað mun lengur með Bryndísi Höllu og við þekkjumst núorðið svo vel að við þurfum varla að tala saman á æfing- um heldur vitum hvað hin hugsar,“ segir Sigrún kímin og tekur fram að það sé mikill fengur að fá Codispoti í hópinn. Frá árinu 2000 hefur hann reglulega komið fram á tónleikum hérlendis, jafnt einn og sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt því að leiðbeina ungum og efnilegum píanóleikurum á meistaranámskeiðum. Codispoti býr í Róm en auk starfa sinna sem konsertpíanista sinnir hann kennslustörfum í Tónlistarskólanum Lorenzo Perosi í Campobasso á Ítalíu. „Codispoti er einstakur músíkant og veitir okkur mikinn innblástur.“ Á efnisskránni eru tvö fræg píanótríó eftir Johannes Brahms og Dmítríj Shostakovitsj. Í tilkynningu frá Kammermúsíkklúbbnum kemur fram að Brahms hafi staðið á tíma- mótum á ferli sínum þegar hann samdi píanótríóið nr. 2 í C-dúr op. 87 á árunum 1880 til 1882. „Hann hafði þá hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem tónskáld og fannst kominn tími til að kveðja ímynd hins glæsilega og eftirsótta unga píanóeinleikara,“ segir í tilkynningu og rifjað upp að með aldrinum hafi Brahms orðið sáttari við verk sín og sjálfsgagnrýni og jafnvel minnimáttarkennd hans gagnvart eigin tónsmíðum horfið. „Það er alltaf draumur að spila tríó Brahms. Þetta eru svo safaríkar tónsmíðar og ótrúlega fallegt. Við þrjú höfum aldrei leikið Brahms-tríó áður þannig að þetta er mikið til- hlökkunarefni,“ segir Sigrún. Shostakovitsj samdi píanótríó nr. 2 í e-moll op. 67 árið 1944, undir lok seinni heimsstyrjaldar, í minningu besta vinar síns, tónlistarfræðings- ins Ivans Sollertinskys (1902-1944). „Tríóið er því sorgaróður um látinn vin en í því má einnig greina mikla samúð með fórnarlömbum stríðsins og þeim sem ofsóttir eru og þá sér- staklega gyðingum sem nasistar út- rýmdu kerfisbundið. Þetta undir- strikar tónskáldið í verkinu eins og glöggt má heyra í lokakaflanum sem inniheldur gyðingastef,“ segir í til- kynningu. „Þetta er ótrúlega flott verk og átakanlegt, það tekur því á að spila það – en þetta er stórkostleg tónlist. Þetta eru því tvö meistaraverk sem við fáum að spila á tónleikunum,“ segir Sigrún. Nafnlaust tríó Domenico Codispoti, Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir koma fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á morgun. Spila „tvö meist- araverk“ í Hörpu  Verk eftir Brahms og Shostakovitsj Nýr sellósextett, Askja Ensemble, kemur í fyrsta skipti fram á tónleikum í Menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, laugardagskvöld, og hefjast tónleikarnir kl. 21. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög í útsetningu Páls Ein- arssonar, prófessors í jarðeðlisfræði og sellóleikara, fyrir selló. Lög eins og „Sveitin mín“, „Smávinir fagrir“, „Lítill fugl“ og „Heyr himna smiður“. Meðlimir Öskju flytja einnig verk eftir endurreisnartónskáldið Vivaldi: Konsert í g-moll fyrir tvö selló, RV531, í þremur þáttum, en útsett fyrir sellósextett. Öskju skipa þau Bianca Tighe, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Guðrún Svana Hilmarsdóttir, Isabel Catalan Barrio, Matylda Hermanská og Páll Einarsson. Nýr sellósextett leikur í Mengi Sextettinn Askja flytur meðal annars útsetningar Páls Einarssonar á þjóðlögum. Wild Mouse Georg missir vinnuna sem tónlistargagnrýnandi á þekktu dagblaði í Vínarborg. Bíó Paradís 18.00 Podatek od milosci Bíó Paradís 17.45 Call Me By Your Name Athugið að myndin er ekki með íslenskum texta. Metacritic 93/100 IMDb 8,3/10 Bíó Paradís 22.30 Óþekkti hermaðurinn Sögusviðið er stríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna 1941-1944. Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 17.30, 20.00 In the Fade Metacritic 63/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.30 Rocky Horror Picture Show Bíó Paradís 20.00 The Post 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Winchester 16 Metacritic 28/100 IMDb 5,3/10 Sambíóin Egilshöll 22.35 Sambíóin Akureyri 22.20 Den of Thieves 16 Metacritic 50/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.50 The 15:17 to Paris 12 Metacritic 45/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.30, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00 Maze Runner: The Death Cure 12 Metacritic 52/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 22.30 Smárabíó 19.30, 22.40 Insidious: The Last Key 16 IMDb 5,8/10 Metacritic 49/100 Háskólabíó 21.10 Svona er lífið Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 15.20 Molly’s Game 16 Metacritic 7/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 19.50 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Háskólabíó 18.00, 20.50 Bíó Paradís 22.15, 22.30 The Shape of Water 16 Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Borgarbíó Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 17.25 Svanurinn 12 Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,0/10 Háskólabíó 15.30 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Háskólabíó 18.00, 20.50 Star Wars VIII – The Last Jedi 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Laugarásbíó 14.00, 15.50, 18.00 Sambíóin Keflavík 14.00, 17.30 Smárabíó 12.50, 15.00, 17.50 Háskólabíó 15.30, 17.40 Borgarbíó Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Bling Sambíóin Álfabakka 13.00, 13.30, 15.40, 18.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 16.00, 17.50 Sambíóin Kringlunni 13.30, 15.30 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 13.30, 15.30 Ævintýri í Undirdjúpum IMDb 4,0/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 16.00 Paddington 2 Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 13.40, 14.30, 15.50, 17.35 Smárabíó 13.00, 15.25, 17.00 Háskólabíó 15.40 Ferdinand Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.00 Coco Metacritic 81/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.00 T’Challa, nýr konungur í Wakanda, þarf að vernda land sitt frá óvinum bæði erlendum sem innlendum. Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.35 Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.00, 20.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.00, 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 13.40, 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 13.50, 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 16.40, 19.30, 22.20 Smárabíó 13.30, 14.00, 16.20, 17.00, 19.10, 19.50, 22.10, 22.45 Black Panther 12 Fifty Shades Freed 16 Christian og Ana eru hamingjusamlega gift en draugar fortíðarinnar ásækja þau og hóta að eyðileggja líf þeirra. Metacritic 34/100 IMDb 3,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.00 Smárabíó 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio Darkest Hour Í upphafi seinni heimsstyrj- aldarinnar hvíla örlög hins frjálsa heims á öxlum óreynds forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churc- hills. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 14.20, 17.00, 19.40, 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.