Morgunblaðið - 28.02.2018, Page 4

Morgunblaðið - 28.02.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Bamix töfrasproti Verð 29.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Bændasamtök Íslands telja eðlilegast að stjórnvöld óski eftir viðræðum við Evrópusambandið um þá stöðu sem íslenskur landbúnaður er í vegna niðurstöðu EFTA- dómstólsins um að bann og takmarkanir á innflutningi kjöts og fleiri búvara til landsins stangist á við EES- samninginn. „Staða okkar gerir einfaldlega kröfu um að látið verði reyna á hvort við getum haldið núgildandi löggjöf áfram í gildi með samningum þess efnis. Full rök standa til þess þó EFTA-dómstóllinn hafi því miður ekki tekið tillit til þeirra,“ segir í bréfi Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, til Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra þar sem hann lætur í ljós þá skoð- un að eðlilegast væri að ræða beint við ESB um kjöt- innflutninginn. „Við erum að teikna upp þær leiðir sem við teljum vænlegar,“ segir Sindri í samtali við Morgunblaðið. Minnir hann á að menn hafi talið sig hafa vörn í EES- samningnum sem heimilar ríkjum að verja heilsu manna og dýra. Þegar matvælalöggjöfin var innleidd hafi náðst samkomulag um að gera það með tilteknum hætti sem EFTA-dómstólinn hafi dæmt ógildan. „Dómstóllinn gerði að engu þá sátt sem náðist á Alþingi og þau ákvæði sem við héldum að við gætum varið okkur með. Þetta stríðir gegn rétti okkar til að taka ákvarðanir í eigin málum. Við deilum ekki við dómarann en teljum eðlilegt að setj- ast yfir málið. EES-samningurinn er gamall og kannski er tími kominn til að uppfæra hann,“ segir Sindri. Hann segir í bréfinu að ef þetta reynist ekki fær leið þá verði það að vera lágmarkskrafa að samið verði um þriggja ára frest til undirbúnings þeim áhrifum sem breytt fyrirkomulag geti haft. Vísar hann þar til inn- flutnings á hráu, ófrosnu kjöti. Sá tími verði nýttur til nauðsynlegra rannsókna og til að fara yfir fyrirkomulag matvæla- og innflutningseftirlits. Með því þurfi að afmarka nánar hvernig eftirlitinu verði beitt með sem skilvirkustum hætti til að tryggja áfram sem besta sjúkdómastöðu. Tollaeftirlit og mat- vælaeftirlit verði eflt, meðal annars með skipulagðri sýnatöku og skimunum sem beinist með sama hætti að innlendri framleiðslu og innfluttri og byggist á því að skima fyrir ákveðnum smitefnum og efnaleifum á öllum framleiðslu- og sölustigum. Í bréfinu fer formaður Bændasamtakanna einnig yfir tollasamning við ESB sem kemur til framkvæmda í vor og opnar fyrir stóraukinn innflutning búvara. Þá er vak- in athygli á göllum á tolleftirliti og hvatt til þess að það verði bætt. helgi@mbl.is Samið verði við ESB um reglur um kjötinnflutning  Bændasamtökin gera stjórnvöldum grein fyrir stöðunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Naut Fyrirsjáanleg er aukning á kjöti vegna tollasamn- ings og breyttra heilbrigðisreglna við innflutning. Arnar Þór Ingólfsson Ómar Friðriksson Gildi kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum er í mikilli tví- sýnu, en ögurstund rennur upp í dag. Frestur Alþýðusambands Ís- lands til að ákveða hvort samningum verði sagt upp eða hvort þeir verði látnir gilda áfram til næstu áramóta, rennur út kl.16. Óvíst er hvort útspil ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær, dugar til þess að samningar haldi. Formlegt vald til að segja upp samningunum er í höndum átta manna samninganefndar ASÍ sem skipuð er forseta, formönnum lands- sambanda og stærstu aðildarfélaga. Hún kemur saman nú í morgunsárið og fundar áður en allir formenn að- ildarfélaga ASÍ koma saman til for- mannafundar kl. 11. Það er samn- inganefndarinnar að ákveða hvort hún framselur umboð sitt til að segja upp samningunum til formanna- fundarins. Samkvæmt upplýsingum á vef ASÍ þarf einróma samþykki í samninganefndinni til að niðurstað- an verði skuldbindandi. Stjórnvöld sýndu spilin Ríkisstjórnin kom saman í gær og síðdegis voru helstu verkalýðsleið- togar boðaðir á fund Katrínar Jak- obsdóttur forsætisráðherra. Þar voru þeim kynntar þær aðgerðir sem stjórnvöld lýsa sig reiðubúin til að standa að á vinnumarkaði. Þetta útspil kom áður en flest stærstu verkalýðsfélögin funduðu um hvaða skilaboð formenn þeirra myndu fara með inn í morgundag- inn. Forsætisráðherra segir við Morgunblaðið að tillögurnar sýni skýran pólitískan vilja ríkisstjórnar- innar til þess að „halda áfram þessu góða samtali sem við erum búin að eiga við verkalýðshreyfinguna og SA um það hvernig við getum skapað betri umgjörð um vinnumarkaðinn.“ „Í fyrsta lagi leggjum við fram tvennt sem við getum sagt að sé mjög áþreifanlegt; hækkun atvinnu- leysisbóta og hækkun greiðslna úr Ábyrgðarsjóði launa. Þessi atriði eru meðal þess sem verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á að þurfi að lagfæra í samtölum sínum við okkur,“ segir Katrín. Hún segir kostnað við hækkun atvinnuleysis- bóta nema 2,4 milljörðum á árs- grundvelli og hækkun hámarks- greiðslna úr Ábyrgðarsjóði launa 200 milljónum. Við útreikningana segir hún að stuðst hafi verið við nú- verandi tölur um atvinnuleysi, en í framhaldinu þurfi að boða til sam- tals um það hvert jafnaðar-atvinnu- leysistryggingagjaldið þurfi að vera til að standa undir þeim sveiflum sem kunna að verða í atvinnu- ástandi. Atvinnuleysisbætur hækka upp í 90% af lægstu launum fyrir dagvinnu og verða því 270.000 kr. m.v. að lægstu laun séu 300.000 kr. Þetta hlutfall er í dag um 76%, segir Katrín. „Síðan leggjum við það til að við munum eiga samtal við aðila vinnu- markaðarins um mögulegar breyt- ingar, skattkerfisbreytingar og sam- spil þeirra við bótakerfið,“ segir Katrín og nefnir barnabætur, hús- næðisstuðning og persónuafslátt í því samhengi. Sérstaklega verði horft til aðgerða sem gætu komið lágtekjuhópum og þeim sem eru í lægri millitekjuhópum til góða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í gær er opnað á að samhliða hækkun atvinnuleysisbóta verði haf- ið samtal um aðra hluti þeim tengda, þar á meðal styttingu bótatímabils- ins niður í 24 mánuði. „En það eru engar ákvarðanir sem hafa verið teknar um það, þetta er bara mál sem við setjum á dag- skrá í þessu samtali,“ segir Katrín. Óvíst hvort samningar haldi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji útspil stjórnvalda vera mikilvægt innlegg inn í umræðuna, þó að með því hafi ekki allar óskir ASÍ orðið að veruleika. „Það er engin launung á því að við hefðum gjarnan viljað sjá breyting- ar á fæðingarorlofskerfinu og hækk- un greiðslna þar og eins viljað hafa eitthvað aðeins fastara í hendi varð- andi tengingu persónuafsláttar við launavísitölu frekar en vísitölu neysluverðs, en engu að síður eru þarna fyrirheit um að setja í gang vinnu og umræðu um að fara í skatt- kerfisbreytingar sem myndu gagnast þeim tekjulægstu,“ segir Gylfi. Hvort útspilið dugi til þess að kjarasamningarnir haldi verði þó að koma í ljós í dag. Dugar útspil ríkisstjórnarinnar?  Vilji til að hækka atvinnuleysisbætur um 2,4 milljarða á ári  Opnað á umræðu um styttingu bóta- réttartímabils  Einlægur pólitískur vilji til þess að halda áfram samtalinu, að sögn forsætisráðherra Morgunblaðið/Árni Sæberg Ræða Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar, heldur ræðu á fundi Flóabandalagsins svokallaða, sem fór yfir málin á fundi í húsakynnum Eflingar í gærkvöldi. Mikil óvissa er um framtíð kjarasamninga ASÍ og SA. Morgunblaðið/Hanna Trúnaðarráð VR samþykkti í gær að segja ætti upp samningunum. Tveir karlmenn um þrítugt hafa verið ákærðir fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu á Ak- ureyri í apríl 2016. Er annar maðurinn sakaður um að hafa veist að fórnarlambinu með ofbeldi, m.a. með því að draga hann upp úr heitum potti, snúa hann niður í gler- brot og lemja manninn ítrekað í andlitið. Telst árásin sérstaklega hættuleg, en við slíku broti getur legið allt að 16 ára fangelsi. Fyrirtaka málsins fer fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag, en fórn- arlambið, sem varð einnig fyrir hnífstunguárás í Kjarna- skógi í fyrra, fer fram á tvær milljónir króna í bætur. Tveir ákærðir fyrir grófa líkamsárás Rannsókn Fyrir- taka fer fram í dag. Í yfirlýsingu SA til samninganefndar ASÍ í gær segir að launaþróunar- trygging sé einn þáttur í þróun nýs samningalíkans sem ætlað er að skapa umgjörð fyrir gerð næstu kjarasamninga á öllum vinnumark- aðnum, þ.e. bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. „Samtök at- vinnulífsins eru reiðubúin, við næstu samningsgerð í árslok 2018, til að binda kauptaxta almennra kjarasamninga við launaþróunartryggingu, samhliða því að fyrstu skref verði tekin við uppbyggingu nýs kjarasamn- ingalíkans að norrænni fyrirmynd,“ segir í yfirlýsingunni. Þá leggja SA til að hafinn verði undirbúningur kjaraviðræðna í maí „með það markmið að nýir samningar taki gildi um næstu áramót. Þann- ig verði fest í sessi bætt vinnubrögð við kjarasamningsgerð, öllum lands- mönnum til hagsbóta“. omfr@mbl.is Hefji undirbúning í maí VILJA BINDA KAUPTAXTA VIÐ LAUNAÞRÓUNARTRYGGINGU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.