Morgunblaðið - 28.02.2018, Side 6

Morgunblaðið - 28.02.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Um 1.100 einstaklingar bíða nú eft- ir því að komast í liðskiptaaðgerð. Biðin eftir því að komast að í að- gerð hefur styst síðan 2016 þegar farið var í þriggja ára átak til að stytta bið sjúklinga í valdar að- gerðir, en það fækkar lítið á biðlist- anum – það kemur jafnóðum inn á hann og fer út af honum. Biðlist- aátakinu lýkur í árslok og ef ekki verður áfram gefið í að því loknu stefnir aftur í óefni, að sögn Mar- grétar Guðjónsdóttur, verkefnis- stjóra á skurðlækningasviði Land- spítalans. „Síðastliðin tvö ár hefur orðið fjölgun á biðlistunum umfram það sem var árin á undan. Það er jöfn og þétt ásókn í þessar aðgerðir og við reiknum með að það bætist allt- af á listann eftir því sem fleiri eld- ast og gera auknar kröfur um hreyfingu,“ segir Margrét í samtali við Morgunblaðið. Þegar átakið hófst biðu 940 manns eftir liðskipt- um á spítalanum og var biðin eftir því að komast að í aðgerð tíu til tólf mánuðir. Þann 1. febrúar síðastlið- inn biðu 670 eftir liðskiptaaðgerð, 450 eftir hné og 220 eftir mjöðmum, og er meðalbiðtíminn núna um sex mánuðir. „Ég er ekki viss um að sá biðtími breytist mikið á þessu ári. Það koma næstum því jafnmargir á listann og fara út af honum í hverj- um mánuði. Ef það verður ekki áfram gefið í að átakinu loknu stefnir þetta aftur í óefni,“ segir Margrét. Það þarf ekki mikið út af að bera á spítalanum svo að liðskiptaað- gerðum sé frestað. Auðveldast er að fresta þeim því ekki er um lífs- ógnandi ástand að ræða, að sögn Margrétar. „Það er búin að vera mikil brota- hrina undanfarið og við höfum þurft að fresta aðgerðum út af því. Síðan eru sífellt þessi vandamál eins og skortur á hjúkrunarfræð- ingum svo ekki er hægt að full- manna deildir og þá vantar úrræði fyrir þá sem þurfa meðferð eftir sjúkrahúslegur, eins og aldraða,“ segir hún. Stefnt er á að gera um 1.000 lið- skiptaaðgerðir á Landspítalanum á þessu ári eins og síðustu tvö ár. Sex til sjö læknar framkvæma liðskipta- aðgerðir á spítalanum og er með- allegutími um tveir dagar eftir hné- aðgerð og fjórir dagar eftir aðgerð á mjöðm. Úr 200 upp í 400 aðgerðir Á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) er stefnt á að gera um 400 lið- skiptaaðgerðir í ár. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAk, segir að þar hafi verið staðið við þá aukningu sem þeim var boðið að taka í biðlista- átakinu og rúmlega það. „Við jukum aðgerðafjöldann um 60% strax fyrsta árið og höfum ver- ið að bæta í síðan. Áður en biðlista- átakið hófst gerðum við um 200 lið- skiptaaðgerðir á ári. Fyrsta ár biðlistaátaksins fórum við upp í 347, í 363 í fyrra og stefnum á að gera 380 til 400 aðgerðir í ár. Það er nokkuð nálægt því sem þarf til að mæta eftirspurn,“ segir Sigurð- ur. Tæplega 200 eru nú á biðlista eft- ir liðskiptum á SAk og hefur sá fjöldi haldist að mestu óbreyttur síðan átakið hófst í ársbyrjun 2016, en biðtíminn hefur batnað. Á milli áranna 2016 og 2017 fór hlutfall þeirra sem höfðu beðið lengur en í 90 daga úr 74% í 58%. Engin fram- för var hvað þetta varðar milli ár- anna 2017 og 2018 og er skýringuna á því að sögn Sigurðar líklega að finna í hinum „dulda biðlista“ þ.e. biðinni eftir því að komast að á göngudeild hjá bæklunarskurð- lækni til að komast á hinn eiginlega biðlista í aðgerð. Samhliða átaki í fjölda gerviliðaaðgerða á SAk var farið í átak á göngudeild bæklunar- skurðlækna þar sem biðin hefur styst eftir tíma þó fjöldi þeirra ein- staklinga sem vilja komast að hald- ist óbreyttur. Spurður hvað var gert til að auka afköstin segir Sigurður að vegna viðbótafjármagns sem fylgdi þátt- töku í átakinu hafi verið bætt við mannskap. „Það var fyrst og fremst á skurðstofu og legudeild en það komu líka tveir nýir læknar. Sam- hliða því fórum við í endurskipu- lagningu á verkferlum á skurðstofu og skoðuðum vel verkferla í sam- bandi við sjúkrahúsleguna sem við náðum að stytta með betri skipu- lagningu og betri verkjameðferð.“ Legutími þeirra sem koma í lið- skiptaaðgerðir er nú að meðaltali tveir til þrír dagar á SAk. Þangað kemur fólk fyrst og fremst af Norð- urlandi og Austurlandi, en einnig af höfuðborgarsvæðinu og víðar að. 240 bíða á Akranesi Hjá Heilbrigðisstofnun Vestur- lands (HVE) eru 240 á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum, mest eftir hnjá- liðaskiptum. Gerðar voru 170 að- gerðir þar í fyrra og er gert ráð fyrir að þær verði um 150 í ár. „Við vorum með fast 110 aðgerðir á ári áður en átakið fór í gang. Það er svolítið hlé á aðgerðum hjá okkur núna vegna fjarvista og því gerum við ráð fyrir að ná ekki sama fjölda í ár og í fyrra,“ segir Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE. Hægt saxast á biðlistann hjá HVE vegna þess fjölda sem bætist jafnt og þétt við, að sögn Jóhönnu. Bætist á biðlistann jafnóðum  Jöfn og þétt ásókn í liðskiptaaðgerðir  Aðgerðum fjölgað en saxast lítið á biðlista  1.100 bíða eftir aðgerð núna  Stefnt á að gera um 400 aðgerðir í ár á SAk, 1.000 á Landspítalanum og 150 hjá HVE Gerviliðaaðgerðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri Fjöldi aðgerða árin 2006 til 2017 400 300 200 100 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Heimild: Sjúkrahúsið á Akureyri 2017: 363 Morgunblaðið/Ásdís Skurðaðgerð Liðskiptaaðgerðir eru gerðar á þremur sjúkrahúsum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þótt dregið hafi úr hagvexti þarf ekki að endurmeta spár um fjölda nýrra starfa í ár. Þetta er mat Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Tilefnið er að greiningaraðilar hafa lækkað hagvaxtarspár. Til dæmis spáði Seðlabankinn því í maí sl. að 6,3% hagvöxtur yrði 2017. Nú spáir bankinn 3,4% hagvexti 2017. Vinnumálastofnun spáði því í árs- byrjun að 2.500-3.000 ný störf yrðu til í ár. Fram kom í Morgunblaðinu að ef það rættist hefðu orðið til allt að 29.300 störf á sjö árum. Slík aukn- ing væri að líkindum Íslandsmet. Karl segir áætlað að fjölgun landsmanna skapi að jafnaði um 1.500 störf á ári. Samkvæmt því spá- ir stofnunin því að 1.000 til 1.500 störf verði til í ár umfram náttúru- lega fjölgun. „Það er að hægja veru- lega á fjölgun starfa. Þetta er á nið- urleið.“ Fylgir hagvextinum Hann bendir á að um 7.000 störf hafi orðið til árið 2016 í rúmlega 7% hagvexti. Til samanburðar hafi orðið til um 3.500 störf í fyrra. Sem áður segir áætlar Seðlabankinn að hag- vöxtur hafi þá verið um 3,4%. Karl segir að ef það verður 2,5-3% hagvöxtur í ár sé eðlilegt að talan lækki í 2.500 til 3.000 ný störf. Hann segir aðspurður horfur á að flest störf umfram náttúrulega fjölg- un muni verða til í byggingariðnaði og opinberri þjónustu. Þá að því gefnu að sú þjónusta verði aukin. Fleiri erlendir karlar en konur muni flytja til landsins í ár vegna nýrra starfa. Margir muni starfa í byggingariðnaðinum. Þetta verði annað árið í röð þar sem aðfluttir karlar verða fleiri en konur. Sagan bendi hins vegar til að konurnar, og eftir atvikum börnin, muni flytja í kjölfarið, þegar karlarnir hafa komið sér fyrir og fest rætur á Íslandi. Þá telur Karl aðspurður að hröð fólksfjölgun á Íslandi síðustu misseri muni ein og sér skapa ný störf. Má rifja upp að í ársbyrjun 2013 bjuggu tæplega 322 þúsund manns á Íslandi en 348.500 síðustu áramót. Ráðgjafarfyrirtækið Analytica gefur út leiðandi hagvísi. Hann veitir vísbendingu um þróun hagvaxtar. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir að í júní í fyrrasumar hafi leið- andi hagvísirinn bent til þess að hægja myndi á hagkerfinu í ár. Hægari vöxtur ferðaþjónustu væri meginskýringin á þeirri kólnun. Einkaneysla mun örva vöxtinn Hins vegar bendi hagvísirinn nú til þess að hagkerfið taki við sér á ný á 1. fjórðungi í ár. Sjávarútvegur, vöxtur einkaneyslu og aukin umsvif í byggingariðnaði styðji við hagvöxt. Analytica spáir um 3% hagvexti í ár. Leiðandi hagvísir Analytica er settur saman úr sex undirþáttum; aflamagni, debetkortaveltu að raun- gildi, ferðamannafjölda, heimsvísi- tölu hlutabréfa, innflutningi að raun- gildi og væntingavísitölu Gallup. Í júní í fyrra lækkuðu þrír þessara þátta frá fyrra ári. Þetta hefur nú breyst og nú í janúar hækka fjórir af sex undirþáttum frá fyrra ári og allir frá í desember. Vöxtur virðist hins vegar áfram hægari í ferðaþjónust- unni en var fyrir ári. Spáir áfram 2.500 til 3.000 nýjum störfum í ár  Vinnumálastofnun stendur við spá þótt hagvöxtur minnki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Uppgrip Vöxtur í byggingariðnaði er talinn kalla á meiri innflutning fólks. Karl Sigurðsson Yngvi Harðarson Sögusetrið á Hvolsvelli hefur verið að mestu lokað frá áramótum þar sem ekki tókust samningar við nýja rekstraraðila. Sveitarstjórinn segir að verið sé að vinna í málinu og vonast til að hægt verði að opna aftur innan tíðar. Í Sögusetrinu er Njálusýning ásamt samkomusal í víkingaald- arstíl. Einnig salur þar sem Njálu- refillinn er saumaður og sýning um sögu kaupfélaganna á Suður- landi. Sigurður Hróarsson og félag hans Atgeir ehf. hafa rekið setrið síðustu ár en ákváðu að framlengja ekki samning við sveitarfélagið. Rangárþing eystra auglýsti eftir nýjum rekstraraðilum. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir að tveir aðilar hafi sýnt áhuga en samningar ekki tekist þegar á reyndi. Segir Ísólfur Gylfi að sveit- arstjórn sé að velta fyrir sér fram- haldinu. Þegar málið var kynnt á bæjarráðsfundi á dögunum var menningarnefnd hvött til þess að aðstoða sveitarstjórn við að finna jákvæðan flöt á áframhaldandi rekstri setursins. Aldrei hafi staðið til að loka því til langframa. helgi@mbl.is Ekki tekist að leigja út Sögusetrið Njálusýning Sögusetrið hefur verið að mestu lokað frá áramótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.