Morgunblaðið - 28.02.2018, Side 31

Morgunblaðið - 28.02.2018, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Elsku amma, hvar á ég að byrja? Þú ert ein magnaðasta og áhuga- verðasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Ég á svo ótal margar minningar af þér og afa í Stangarholtinu að segja okk- ur barnabörnunum sögur af öll- um ferðalögunum og ævintýrun- um sem þið lentuð í. Öll skiptin sem við sátum saman við píanóið og sungum saman, þegar þú last fyrir mig þýsku barnabækurnar og þegar við fórum í langa bíltúra út á land. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum saman inni í litla eldhúsinu og þú kenndir mér að búa til einkennisréttina þína eins og ömmuísinn fræga, töfrasalatið og eplakökuna. Með eldamennsk- unni fylgdu ávallt góð lífsráð og sögur frá æsku þinni í Þýska- landi. Ég man hversu dolfallin ég var yfir öllum sögunum þínum úr stríðinu og þú kveiktir með mér svo sterkan áhuga á mannkyns- sögunni og sérstaklega seinni heimsstyrjöldinni. Það sem ég dáði mest í fari þínu var hversu ótrúlega sterk þú varst. Þú ólst upp á einum erfiðustu tímum mannkynsins en lést það aldrei á þig fá og varst alltaf svo hógvær og ánægð með þitt. Fjölskyldan var líf þitt og yndi og maður gat alltaf leitað til þín sama hvað það var, þú varst alltaf til staðar, tilbúin með góðan mat og lífs- speki. Þú kenndir mér hversu mikilvægar hefðir eru, hófsemi og fjölskyldugildi og ávallt að standa upp fyrir sjálfa mig. Ég var mikið með þér á síðustu ár- unum og ég sá hversu erfitt það var fyrir þig að geta ekki lengur haft stjórnina á hlutunum og sagt sögurnar þínar og gamla amma mín fór brátt að hverfa. En þrátt fyrir að minnið færi hélstu alltaf í húmorinn og bjóst þá bara til nýj- ar sögur eða skáldaðir í eyðurn- ar. Síðasta skiptið sem við hitt- umst áður en þú fórst sátum við saman á torginu að syngja saman íslenskar perlur sem þér fannst ekkert skemmtilegar en þú hafð- ir svo gaman af píanóinu þannig þú lést þig hafa það. Við sungum hátt og skýrt með litlu flugunni og þú potaðir alltaf í nefið á mér og hlóst hátt. Mér þykir svo vænt um þessa minningu. Ég mun ávallt varðveita minningu þína elsku amma og lifa undir nafninu! Kristín Lilja Valgarðsdóttir. Einu sinni vorum ég, amma, mamma og Sævar uppi á Eir að spila „Elfer raus“. Mamma og Sævar voru ein í liði en ég og amma vorum saman í liði og bók- staflega rústuðum þeim. Þegar amma átti heima í Fróðengi átti hún fullt af skemmtilegu dóti, t.d. skopparakringluna sem heyrðist svo skemmtilegt hljóð í og gamla símann sem ég og Sævar vorum alltaf að leika með og dýralita- bókina. Allt þetta var rosa skemmti- legt. Einu sinni fórum við í sund með ömmu og henni fannst ekk- ert skemmtilegra en að sprauta vatni með vatnsbyssu framan í afa. En núna er hún amma dáin en ég held að það sé betra fyrir ömmu út af því að hún var orðin svo veik. Núna er amma í himna- ríki og svo hittir hún líka afa. Síð- an þarf afi ekki að elda grautinn sjálfur. Það var gaman að lifa með þér, amma. Vertu sæl. Helena Lind. Kristín Friðriksdóttir ✝ Kristín Frið-riksdóttir (áð- ur Christel Marilse Irene Luise Becke- meier) fæddist 13. apríl 1924. Hún lést 12. febrúar 2018. Útför Kristínar fór 27. febrúar 2018. Vertu á meðan þú ert því það er of seint þegar þú ert farinn. (Sigurbjörn Þorkelsson) Augun fyllast af tárum og ég sé ekk- ert. Orð geta ekki lýst söknuðinum í hjartanu. Amma hafði ótrúlega mikil áhrif á mitt líf, kletturinn í hafinu og fasti punkturinn í tilverunni. Elska hennar og kærleikur nærðu mig, þroskuðu og gáfu mér kraft og kjark til að standa með sjálfri mér, vera gildum mín- um trú og bera virðingu fyrir sjálfri mér. Amma vissi hvað voru raunveruleg verðmæti og hvað var bara pjatt. Einhvern veginn fannst mér hún bara gera hluti sem höfðu einhverja þýðingu. Eins og t.d. að hlusta á góða mús- ík. Það gaf henni svo ótrúlega mikið og var áhugi hennar smit- andi. Ég var ekki há í loftinu þeg- ar ég fór fyrst með ömmu og afa í óperuna að sjá Aida eftir Verdi. Áður sagði hún mér sögurnar á bakvið tónverkin og tónskáldin og við lágum yfir „prógramminu“ sem var keypt með miklum fyr- irvara. Eftir óperusýningar var alltaf drukkið heitt kakó fyrir svefninn. Amma elskaði að læra tungu- mál og það var það sem hana langaði mest að læra þegar hún var ung kona í Þýskalandi. Hún ákvað þó að gera það ekki, því þá hefði hún þurft að vinna fyrir nasista. Seinna lét hún þó draum- inn rætast og lærði rússnesku og ferðaðist til Rússlands og Síb- eríu. Nágrannakona ömmu í Stangarholtinu var heyrnarlaus og ömmu fannst svo leiðinlegt að geta ekki talað við hana. Ákvað amma þá að drífa sig í skóla að læra táknmál svo þær gætu spjallað yfir kaffibolla. Afi og amma ferðuðust mikið um allan heim og fóru með öll barnabörnin í fermingarferð. Ferðalög innanlands fannst þeim ekki síður spennandi en amma var einlægur aðdáandi íslenskrar náttúru. Hún þekkti Ísland vel eftir allar ferðafélagsferðirnar og að hafa klifið alla jökla Íslands. Amma gerði nefnilega allt sem hún ætlaði sér. Þrátt fyrir öll ferðalögin og ævintýrin var heim- ili ömmu og afa sannkallaður griðastaður. Þar ríkti ró og friður sem fyllti mann öryggiskennd. Þar var alltaf sama rútínan og all- ir hlutir á sínum stað. Það er ekki síst sú minning sem fyllir hjartað af gleði og trega í sömu andrá, allir þessir litlu hlutir og hvers- dagslegu stundir sem aldrei koma aftur. Amma að steikja fyr- ir mig kartöflur og egg eftir skól- ann, við amma að baka eplaköku eða búa til ömmuís, amma að spila við mig eða leggja kapal, við að fá okkur 10 dropa, við að bera út Moggann, við að hlusta á út- varpssögu um rauða rugguhest- inn, amma grenjandi úr hlátri yf- ir laginu „í skóginum stóð kamar einn“, skærbláu augun og prakk- aralegi húmorinn... Elsku besta amma mín, ég veit þú vildir aldrei verða gömul og gleymin en þrátt fyrir að það hafi orðið örlög þín, hélstu alltaf í góða skapið og húmorinn. Þú varst stolt af fjölskyldu þinni og ég veit þú elskaðir hvert og eitt okkar þó þú gætir ekki lengur tjáð það með orðum. Á dánar- stund beiðstu eftir Kristínu syst- ur svo hún gæti verið með okkur, leist yfir hópinn þinn, brostir og yfirgafst þennan heim elskuð og sátt á svip. Ástarþakkir fyrir allt, elsku amma mín, þú munt lifa í hjarta mér svo lengi sem ég lifi. Inga Björk Valgarðsdóttir Það eru forrétt- indi að hafa fengið að eiga ömmu eins og þessa. Þar sem faðmurinn var alltaf hlýr og dyrnar alltaf opnar fyrir okkur. Margar góðar minningar fljúga í gegnum hugann þegar við kveðjum ömmu. Ofarlega í huga er þegar Hjördís Bára hringdi stolt í ömmu: Amma! Ég er búin að missa fyrstu tönnina mína. Þá svarar amma sem var farin að missa heyrnina: Ha? Varstu að setja fisk á pönnuna? Önnur minning frá Öglu sem þótti alltaf jafn vænt um það þegar amma togaði í hárið á henni og sagði henni hvað þær væru líkar og að þetta væri hár- ið frá henni, Agla hefur alla tíð verið stolt af því að vera svona lík fallegu ömmu okkar. Það er skrítið fyrir okkur að venjast þess að vera án ömmu, enda vanar að hafa hana nálægt alla ævi, margar venjur eins og kakó, sírópsbrauð og kaka hjá ömmu til að byrja aðfangadag eða allir sunnudagar í kaffi og spjall. Við erum ævinlega þakk- látar fyrir hvað hún var okkur alltaf góð og allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Hér er lítið ljóð til þín, amma. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. Við elskum þig og söknum þín. Stelpurnar þínar, Hjördís Bára og Agla Þórunn. Elsku yndislega amma okkar, nú er ljósið þitt slokknað og þú hefur fengið hvíldina þína. Það er margt sem leitar á hugann við fráfall ömmu, enda náði hún háum aldri. Hún var alla tíð mjög heilsuhraust og vel með á nótunum og alltaf var stutt í húmorinn. Það var yndis- legt að sjá hvað hún var alltaf jákvæð og glöð. Okkur þótti amma okkar vera einstaklega falleg kona, glæsileg og tignarleg. Hún bar af hvar sem hún kom. Minningarnar um elsku ömmu okkar eru margar og munu þær hlýja okkur um Bára Jacobsen ✝ Bára Jacobsenfæddist 22. júní 1922. Hún lést 7. febrúar 2018. Útför Báru fór fram 26. febrúar 2018. ókomna tíð. Mikið höldum við að afi taki vel á móti þér elsku amma, hann er búinn að bíða svo lengi eftir þér en nú eruð þið sameinuð á ný. Elsku amma okkar, við munum sakna þín sárt og geyma minninguna um þig í hjarta okkar um ókomna tíð. Takk fyr- ir allar góðu stundirnar. Guð blessi þig, elsku amma. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið; gleymdu‘ ei mér. Væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. Leggjum svo kinn við kinn, komdu með faðminn þinn. Hátt yfir hálsinn minn, hönd þína breið. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (þýsk þjóðvísa) Kristín Björk Jacobsen, Lillian Jacobsen. Nú er komið að kveðjustund og ég finn fyrir tómarúmi í hjartanu, minningarnar um ömmu Báru, nöfnu mína, hrann- ast upp enda eru þær ófáar í gegnum tíðina. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég ásamt foreldrum mínum á Sóleyjargötunni hjá ömmu og afa og fyrstu árin eftir að við fluttum gisti ég nánast um hverja helgi hjá þeim. Mínar fyrstu minningar tengjast þér og lífinu á Sóleyjargötunni. Sunnudagskakan uppi á eldhús- skáp sem við biðum eftir að fá að smakka. Og síðar, allt lífið og fjörið sem tengdist lestun á eldhúsbíl- um áður en farið var til fjalla með ferðamenn. Ég var mjög ung að árum þegar þau amma og afi sýndu mér það traust að fara á fjöll og starfa í eldhúsbíl- unum. Það var upphafið að mjög nánu sambandi okkar á milli sem er í mínum huga ómet- anlegt. Amma Bára var ein glæsileg- asta kona sem ég hef þekkt, hún var falleg, hlý, skynsöm, ákveðin en umfram allt skemmtileg, þær eru ófáar stundirnar sem við höfum verið saman í góðra vina hópi sungið og skemmt okkur og amma elskaði þegar við sungum saman fjallasöngva og einna helst: Að lifa sem þræll og hlýða sem hund- ur Það er nú lífið í ferðinni hér Að láta sig lifandi limast í sundur lífið hjá Úlfari Jacobsen er. (höf. óþekktur) Við amma áttum mjög náið og gott samband alla tíð. Þau eru mörg matarboðin og samveru- stundirnar sem við glöddumst saman við það að rifja upp gamla góða tíma, spjalla um allt mögulegt, það var hlegið, sungið og drukkið kaffi og Grand Mar- nier. Þessar stundir verða varð- veittar í minningunni. Nú síðustu árin bjó amma Bára á hjúkrunarheimilinu Eir og var fjölskyldan öll mjög dug- leg að heimsækja hana, við sett- umst iðulega fram í setustofu, amma elskaði útsýnið og dáðist að fjallasýninni, Esjan, Snæ- fellsjökull, Akrafjallið, henni þótti þetta allt svo fallegt, sem það er. Í hvert sinn sem ég kom sagði hún ávallt „ertu þú nú komin nafna mín“ og mér hlýn- aði ávallt að heyra hana kalla mig nöfnu sína, en svo átti hún líka til að skammast lítið eitt yf- ir því ef of langt leið á milli heimsókna. Börnin mín þrjú Atli Már, Kolbeinn Ari og Katla Rún eru lánsöm að hafa náð að njóta samveru langömmu Báru í þetta langan tíma og að eiga góðar og ljúfar minningar um hana. Það eru svo margar minn- ingar sem koma upp í hugann enda spannar samleið okkar rúma hálfa öld. Minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Blessuð sé minning elsku ömmu og langömmu Báru, Þín nafna Bára. Elsku frænka mín, með nokkrum orðum langar mig að þakka þér þær góðu stundir sem við höfum átt saman í gegn- um tíðina. Þar sem ég er elsta barnabarn ömmu Siggu og afa Júlla fékk ég oft að dvelja hjá þeim á Eiríksgötu 29 þar sem ég er fædd, það var því ekki langt fyrir mig að trítla yfir Landspítalalóðina til ykkar á Sóleyjargötu 13, þar sem þú tókst alltaf á móti mér opnum örmum, viðmót þitt var eins og þú sjálf, ástúðlegt og fallegt, þar voru þín börn til að vera með sem mér fannst svo notalegt og gott. Minningar mínar frá þessum fyrstu árum ævi minnar eru mér enn í fersku minni, heimsóknir upp í dal í sumarhúsið ykkar, þar sem við Sossa gátum leikið okkur saman og hlegið út í eitt í litla húsinu sem við höfðum til afnota, og ég tala nú ekki um sumarhúsið sem hún tengda- móðir þín átti, með garðskála með fullt að blómum og garð- húsgögnum sem varla sáust á þessum árum, þetta var eitt stórt ævintýri. Enn er mér í minni þegar ég mætti með Óla og kynnti hann fyrir þér, og gagnkvæm virðing og vinskapur skapaðist ykkar á milli. Ömmudagurinn, sem er árviss viðburður í fjölskyldunni og haldinn sem næst afmælis- degi ömmu Siggu 18. nóvember, var þér ætíð hugleikinn og alltaf mættir þú meðan heilsan þín leyfði. Þessi hittingur hefur orðið til þess að ættaböndin eru ótrúlega sterk og frændfólkið kynnist og þekkir hvert annað, hér áttir þú stóran hlut að máli. Þú varst elst sex systkina sem amma og afi eignuðust á níu árum, glæsilegur hópur bæði í útliti og mannkostum. Í síðasta skipti sem ég sá þig kom ég í heimsókn til þín á Eir, þú varst svo glöð að sjá þessa konu sem þú þekktir en varst aðeins að ruglast í hver þetta væri, sagðir alltaf þú ert svo lík, svo lík, og svo kom ekki meira. Við drukkum kaffi saman og þú sagðir ég er nú orðin 94 og bara hress, heldurðu ekki bara að ég verði 100, ég játaði því að sjálfsögðu. En tæplega 96 ár er dágóður tími. Við Óli kveðjum þig með þakklæti og biðjum guð að blessa þig og fjölskyldu þína. Sigríður Karlsdóttir. Elsku ástin mín. Nú hefur þú kvatt þetta líf og ég held áfram ... án þín. Hér sit ég ein og sakna. Hugurinn minn er á fullu, en rithönd mín frosin. Margs er að minnast, og margs er að sakna. Að hafa kynnst þér og átt þennan tíma með þér verð ég ævinlega þakklát fyrir. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Hver minning um þig er dýr- mæt perla. Þórólfur Valberg Valsson ✝ Þórólfur Val-berg fæddist 2. mars 1982. Hann lést 4. jan- úar 2018. Útför Þórólfs fór fram 17. febr- úar 2018. Elska þig og sofðu rótt, ástin mín. Þín eiginkona, Eva Morales. Elsku pabbi minn. Besti pabbi í heimi fyrir okkur öll. Hann var með mjög gott hjarta og elsk- aði alla sem hann hitti. Takk fyrir að hafa verið svona góður við mig, mömmu, Bjart og Viktoríu. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Elska þig og sakna þín. Þín stelpa Roxanna Kittý. Móðir mín, tengdamóðir og langamma, MARÍA HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 24. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 8. mars klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Lauf - Félag flogaveikra eða Alzheimersamtökin. Rannveig Sigurgeirsdóttir Sverrir Jónsson Erla Jóna Sverrisdóttir Aron Logi Andrason Skarphéðinn Elí Andrason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS FRIÐRIKS ZÓPHONÍASSONAR frá Stokkseyri. Rannveig Hansína Jónasdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.