Morgunblaðið - 28.02.2018, Page 35
Tónmenntakennarafélagi Íslands,
International Society for Music
Education og í Music Educators Nat-
ional Conference.
Frá 1993 vann Guðmundur, ásamt
yngsta syni sínum, Guðmundi Þór, að
hönnun og þróun sérstakra hjálpar-
tækja fyrir klarínett og trompet. Guð-
mundur er höfundur hinnar sígildu
tónlistarkennslubókar Flautan og lit-
irnir, fyrst útgefin 1974 og síðan marg-
endurútgefin. Guðmundur hefur í
samvinnu við yngsta barn sitt, Guð-
mund Þór, unnið að útgáfu tveggja
framhaldsbóka: Flautan og jólin og
Flautan, sumarið og vorið. Þær bækur
eru væntanlegar á 90 ára afmælisári
Guðmundar. Hann var sæmdur gull-
merki Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Guðmundur var tilnefndur til ís-
lensku menntaverðlaunanna 2006 og
2009 vegna hins mikla framlags til efl-
ingar tónlistarnáms sem raun ber
vitni, útgáfu framsækins kennsluefnis,
frumkvöðlastarfs á sviði þróunar
hjálpartækja fyrir hljóðfæri. Ævistarf
hans hefur verið tónlistarkennsla
barna og einnig mikilfenglegt framlag
til þróunar árangursríkra kennslu-
hátta og framsækins kennsluefnis fyr-
ir börn. Hann var einnig duglegur að
rífa upp tónlistarlífið á þeim stöðum
þar sem hann bjó eins og sést á upp-
talningunni hér að framan.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 4.4. 1953 Þór-
dísi Huldu Ólafsdóttur tannsmið, f.
12.9. 1927, d. 19.11. 1990,. Hún var
dóttir hjónanna Ólafs Jóhannesar
Guðlaugssonar, búfræðings og veit-
ingamanns, og Vilborgar Eiríksdóttur
húsmóður.
Börn Guðmundar og Þórdísar
Huldu eru 1) Haraldur Norðdahl, f.
4.4. 1952, fórst á sjó 9.3. 1968; 2) Bryn-
hildur, f. 31.5.1954, hjúkrunarfræð-
ingur og húsmóðir í Noregi, gift Bern-
hard Engen og eiga þau tvær dætur;
3) Garðar, f. 12.7. 1955, skipatækni-
fræðingur á Akranesi, kvæntur Ingi-
björgu Jónu Gestsdóttur og eiga þau
þrjú börn auk þess sem hún á dóttur
frá því áður; 4) Vilborg, f. 29.1.1958,
starfsmaður Fjármálaráðuneytis, gift
Þórhalli Ágústi Ívarssyni véltækni-
fræðingi og eiga þau þrjú börn; 5)
María, f. 28.2. 1959, verslunarrekandi í
Reykjavík, gift Þóri Erni Garðarssyni
rafvirkjameistara og eiga þau tvö
börn; 6) Guðmundur Þór, f. 4.4. 1960,
útgefandi og framleiðandi í Reykjavík
og á hann einn son.
Systkini Guðmundar eru: Skúli
Norðdahl, f. 29.6. 1924, d. 8.1. 2011,
arkitekt í Reykjavík; Guðrún Norð-
dahl, f. 8.8. 1926, d. 1.5. 2017, fyrrv.
íþróttakennari í Reykjavik; Jón B.
Norðdahl, f. 24.4. 1931, d. 17.2. 2011,
verkamaður í Reykjavík. Hálfsystkini
Guðmundar, samfeðra, eru Jóhannes
Víðir Haraldsson, f. 2.6. 1939, fyrrv.
flugstjóri í Reykjavík, og Hrafnhildur
Baldvinsdóttir, f. 31.8. 1942, fyrrv.
bankastarfsmaður. Foreldrar Guð-
mundar voru Haraldur Skúlason
Norðdahl, f. 24.9. 1897, d. 24.1. 1993,
yfirtollvörður í Reykjavík, og kona
hans, Valgerður Jónsdóttir Norðdahl,
f. 20.9. 1895, d. 30.9. 1960, húsmóðir.
Guðmundur H. Norðdal
Valgerður Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Bjarni Jónsson
sjómaður á Lambeyri
Kristín Snæbjarnardóttir
húsfreyja í Keflavík, síðar á
Lambeyri við Tálknafjörð
Jón Bjarnason
bóndi í Keflavík við Rauðasand
Grímur Skúlason Norðdahl
bóndi á Úlfarsfelli
Ari Trausti Guðmundsson
jarðeðlisfr. og alþm. í Rvík
Erró myndlistarmaður í París Guðmundur Einarsson
listmálari og
myndhöggvari í Miðdal
Einar Guðmundsson
bóndi í Miðdal
Sigríður Eiríksdóttir
júkrunarfr. og formaður
Hjúkrunarfélags Íslands
Eiríkur Guðmundsson
trésmiður í Rvíkh
Vigdís Finnbogadóttir
fv. forseti Íslands
Össur Össurarson
bóndi, hreppstjóri og skáld í Hvallátrum
Guðrún Snæbjarnardóttir
húsfreyja í Hvallátrum, faðir
Kristínar og Guðrúnar var Snæbjörn
Pálsson hreppstj. í Dufansdal
Guðbjörg Össurardóttir
ljósmóðir og forstöðukona
Sjúkrahússins á Patreksfirði
Nikulás Ottenson umsjónarmaður skemmtigarðsins River Park í Winnipeg
Guðbjörg Astrid
Skúladóttir
listdansari og
skólastj. Klassíska
listdansskólans
Skúli
Norðdahl
arkitekt í
Rvík
Vigdís Eiríksdóttir
húsfreyja í Miðdal
Guðmundur Einarsson
bóndi og hreppstjóri í Miðdal
Guðbjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja á Úlfarsfelli
Skúli G. Norðdahl
vegaverkstjóri og
bóndi á Úlfarsfelli
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Elliðakoti
Guðmundur Magnússon Norðdahl
bóndi í Elliðakoti í Mosfellssveit
Úr frændgarði Guðmundar H. Norðdal
Haraldur Skúlason Norðdahl
yfirtollvörður í Rvík
Tónlistarmaðurinn Guðmundur
með hljóðfærið sitt, klarínettið.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
90 ára
Guðný Ingibjörg Hjartard.
85 ára
Bjarney Guðjónsdóttir
Svava Gísladóttir
80 ára
Vilhelmína N. Sigurðard.
Örn Árnason
75 ára
Gunnar Hallgrímsson
Jóhanna Þormóðsdóttir
Jón Eyþór Lárentsínusson
Sigurborg Jónsdóttir
Tómas Filippusson
70 ára
Einar Æ. Jóhannesson
Guðmunda Hafdís Jónsd.
Guðrún Adda Maríusdóttir
Guðrún Bergmann Sveinsd.
Hjördís Bára Sigurðardóttir
Margrét Ólafsdóttir
Sesselja Inga Guðnadóttir
Sigríður J. Aradóttir
Sólrún Ólafsdóttir
Zejnije Haziri
60 ára
Bjarney Linda Ingvarsdóttir
Erna Björk Hjaltadóttir
Gunnar Tryggvason
Helga Guðrún Guðjónsd.
Hilmar Magni Gunnarsson
Ingibjörg Ólafsdóttir
Irena Halina Narebska
Sigrún Hólm
Sólveig Björnsdóttir
50 ára
Adam Mazurek
Bozena Piekarska
Emil Þór Kristjánsson
Erla Björnsdóttir
Gréta Björnsdóttir
Hulda Sólrún Guðmundsd.
María Guðmundsd. Gígja
Sigríður Ásta Eyþórsdóttir
Stanislaw Jacek Kolus
Steindór Ingi Kjellberg
40 ára
Agnes Szolnoki
Arnar Geir Helgason
Asta Stancikaité
Catalina Mikue Ncogo
Díana Rafnsdóttir
Drífa Bjarnadóttir
Elín Rita Sveinbjörnsdóttir
Guðrún Elísabet Pétursd.
Krzysztof Bohatkiewicz
Ólafur Rúnarsson
Sigríður Heiðar
Stefán Bjarmar Stefánsson
Telma Björk Birkisdóttir
Teresa Maria Kowalska
Þorvaldur Sv. Guðbjörnss.
Fædd 29.2.
90 ára
Guðmundur H. Norðdahl
Hulda Arnórsdóttir
70 ára
Guðbjörn Haraldsson
Gunnar Magnús Einarsson
Kristinn Halldórsson
Kristín Þórðardóttir
Steinþór Torfason
50 ára
Arnar Eyfjörð Helgason
Árni Björn Björnsson
Elfa Vilhjálmsdóttir
Guðrún S. Sigurgrímsdóttir
Haukur Hrafn Gunnarsson
Jónas Þór Þorsteinsson
Ólína Jónsdóttir
Sigríður Björk Gunnarsd.
Sigurbjörg Guðlaugsdóttir
Sigþór Árnason
Til hamingju með daginn
40 ára Drífa býr í Vík í
Mýrdal, er fædd þar og
uppalin.Hún er fiskieldis-
fræðingur að mennt og á
fjölskyldufyrirtækið Lind-
arfisk.
Maki: Árni Jóhannsson, f.
1978, vinnur í tölvudeild
RÚV og á móttökunni á
Hótel Puffin.
Börn: Perla Rós, f. 2002,
Urður Ósk, f. 2005, og
Arnaldur, f. 2007.
Foreldrar: Bjarni Jón
Finnsson, f. 1957, og
Helga Ólafsdóttir, f. 1957.
Drífa
Bjarnadóttir
40 ára Stefán er Dalvík-
ingur og hefur búið þar
alla tíð. Hann er sjómaður
hjá Samherja, á Björgúlfi
EA.
Maki: Nimnual Kkak-
hlong, f. 1985, vinnur í
frystihúsinu hjá Samherja.
Börn: Sindri, f. 1999,
Bryndís Lalita, f. 2008, og
Sara Phim, f. 2013.
Foreldrar: Stefán Páll
Georgsson, f. 1953, og
Bryndís Anna Hauksdóttir,
f. 1953. Þau eru bús. á
Dalvík.
Stefán Bjarmar
Stefánsson
30 ára Emil býr í
Garðabæ og er
framkvæmdastjóri
nýsköpunarfyrirtækisins
Mesher og varan heitir
sizeadvice.com.
Maki: Edda Lína Gunn-
arsdóttir, f. 1988, lækn-
isfræðilegur eðlisfræð-
ingur á Landspítalanum.
Börn: Jakob Þór, f.
2016.
Foreldrar: Hörður Vignir
Arilíusson, f. 1964, og
Fanney Þórsdóttir, f.
1965, bús. í Garðabæ.
Emil
Harðarson
Rannveig Jóna Jónasdóttir hefur var-
ið doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði
og heilbrigðisvísindum við Hjúkrunar-
fræðideild og Læknadeild. Ritgerðin
ber heitið: Þróun skipulagðrar, hjúkr-
unarstýrðrar eftirgæslu til sjúklinga
eftir útskrift af gjörgæsludeild og próf-
un á áhrifum hennar (Development of a
structured nurse-led follow-up for pati-
ents after discharge from the intensive
care unit and testing of its effective-
ness). Umsjónarkennarar og leiðbein-
endur voru dr. Gísli H. Sigurðsson, pró-
fessor við Læknadeild Háskóla Íslands,
og dr. Helga Jónsdóttir, prófessor við
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Rannsóknin snýr að sjúklingum eftir
útskrift af gjörgæsludeild. Þróuð var
meðferð, skipulögð, hjúkrunarstýrð
eftirgæsla, sem felst í reglubundnu eft-
irliti gjörgæsluhjúkrunarfræðinga með
sjúklingunum frá útskrift af gjörgæslu-
deild að þremur mánuðum eftir út-
skrift þaðan. Prófuð eru áhrif meðferð-
arinnar á líkamlegt og sálrænt
heilsufar sjúklinganna samanborið við
sjúklinga sem fá hefðbundna þjónustu.
Almennt líkamlegt og sálrænt heilsufar
sjúklinganna var mælt fimm sinnum
frá því fyrir innlögn á gjörgæsludeild
að tólf mánuðum
eftir útskrift af
gjörgæsludeild auk
mælinga á ein-
kennum kvíða,
þunglyndis og
áfallastreiturösk-
unar. Niðurstöður
sýna ekki árangur
skipulagðrar,
hjúkrunarstýrðrar eftirgæslu á bætt
líkamlegt og sálrænt heilsufar sjúkling-
anna fram yfir hefðbundna þjónustu.
Hins vegar höfðu sjúklingar um einu ári
síðar, í hvoru tveggja tilraunahópi og
samanburðarhópi, ekki náð samsvar-
andi heilsufari og þeir höfðu fyrir inn-
lögn á gjörgæsludeild. Einkenni kvíða
og þunglyndis voru fremur væg en
sjúklingar úr báðum hópum höfðu ein-
kenni áfallastreituröskunar frá þremur
að tólf mánuðum eftir útskrift af gjör-
gæsludeild. Sjúklingar sem fá bráð og
alvarleg veikindi og lifa af gjörgæslu-
dvölina glíma við langvarandi afleið-
ingar veikindanna og gjörgæsluleg-
unnar á líkamlegt og sálrænt heilsufar
sitt. Einkenni áfallastreituröskunar eru
sláandi og langvarandi hjá þessum
hópi sjúklinga.
Rannveig J. Jónasdóttir
Rannveig Jóna Jónasdóttir er fædd árið 1968. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunar-
fræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og MS-prófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla
árið 2010. Rannveig hefur verið hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspít-
ala í Fossvogi frá árinu 1994 og frá 2014 sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun. Rann-
veig er gift Robert J. Kluvers og saman eiga þau dæturnar Helgu Elínu, há-
skólanema og Kötlu Rut, menntaskólanema.
Doktor