Morgunblaðið - 28.02.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.02.2018, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú veist að þú ert á réttri leið og þarft því ekki að gefa neitt eftir. Atvinnu- lausir verða heppnir og fá skemmtilega vinnu. 20. apríl - 20. maí  Naut Leyfðu öðrum að njóta gleði þinnar og gamansemi. Taktu hlutunum eins og þeir eru og reyndu að gera það besta úr stöð- unni hverju sinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt erfiðleikar skjóti upp kollinum hér og þar eru þeir bara til að sigrast á og þú hefur gaman af þeirri glímu. Ekkert vex þér í augum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hafðu augun hjá þér þegar nýir möguleikar opnast á starfssviði þínu. Haf- irðu takmörk þín á hreinu verður valið auð- velt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allir uppskera svo sem þeir hafa sáð til og þú auðvitað líka. Sumar af skoðunum þínum eru ekki vinsælar en láttu það ekki trufla þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir staðið frammi fyrir erfiðum málum á vinnustað en þú hefur alla burði til að takast á við þau. Notaðu ímyndunaraflið til að leita nýrra lausna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Maður er aldrei of gamall til þess að læra. Efastu ekki um hæfileika þína því þú ert baráttumaður og hefur þann stuðning sem þú þarft á að halda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki nóg að tala um hlutina; orðum verða að fylgja athafnir. Ekki láta sannfæra þig um eitthvað sem þú í raun trúir ekki á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú lendir í því að lagfæra, þó að þú hafir ekki átt þátt í því að aflaga eitt eða neitt. Stattu fast á þínu og treystu eigin dómgreind. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður tími til að leysa gömul deilumál og ganga frá lausum end- um. Leyfðu fólki að líða vel, jafnvel þótt þú komir auga á veiku blettina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þig langar kannski ekki að hlusta á það sem ástvinur vill segja þér en þú ert rausnarlegur og góðhjartaður. Snilldarlegar hugmyndir verða á lofti og krydda samtal þitt við aðra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vonir þínar og framtíðardraumar eru þér ofarlega í huga þessa dagana. Hægt er að blanda saman viðskiptum og ánægju án vandkvæða. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir áBoðnarmiði: Hann var stundum úti að veiða en vildi’ enga skepnu samt deyða. Hann setti undir lekann og sagðist nú vegan því kötturinn Brandur var bleyða. Guðmundur Arnfinnsson er líka með hugann við veiðimennskuna: Presturinn Páll á veiðar á postulahestunum skeiðar um hóla og fjöll og hæðir og völl og hefur þá tvo til reiðar. Og hann heldur áfram: Hann Theódór tófusprengur tæpast er miklu lengur en sex tíma héðan á Siglunes, meðan á sjömílnaskónum hann gengur. Þessi limra rifjaði upp fyrir mér vísu sem ort var í Hvalnum að áeggjan Sigurjóns sagarmanns: Þó að drengur fjöllin flengi fara í engin tófurnar; heiftarstrengi hafði lengi hundasprengir nefndur var. Og aftur í Boðnarmjöðinn. Jón Atli Játvarðarson yrkir: Margur sér unir við duttlungadót, dregur inn línu og fiskinn upp háfar. Engum til gagns rennur óbeislað fljót, ofan af fjalli og niður til sjávar. Reir frá Drangsnesi spyr hvort ekki megi allt eins segja: Margur sér unir við duttlungadót, daga og nætur um óbyggðir ráfar. Okkur til gagns rennur óbeislað fljót, ofan af fjalli og niður til sjávar. Á Leirnum yrkir Ingólfur Ómar um „auðlegð andans“: Hlúðu að sönnum sálargróða sónararfsins gæta ber. Þessa snilligáfu góða geyma skaltu í hjarta þér. Hörpu þýða stilltu strengi stöku láttu hljóma klið. Vegleg hugsjón glæðir gengi göfgar æ þitt andanssvið. Gunnar J. Straumland segir frá því að „þegar skólastjóri minn spurði mig hvort ég treysti mér ekki til að kenna jarðfræðiáfanga, hélt ég það nú. Ákvað ég að draga alla mína jarðfræðiþekkingu saman í eina bögu, hæfni minni til sönn- unar: Hraunið opnast, hristist grund, hroða þeim má lýsa en þegar birtist þokkasprund þá fer land að rísa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kötturinn Brandur og óbeisluð fljót „HANN ER EKKI VIÐ. MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ TALA VIÐ EINHVERN AF VITORÐSMÖNNUM HANS?“ „AF HVERJU ÞARFTU AÐ BORÐA SVONA SUBBULEGA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... veikleikinn í brynjunni þinni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LAGAKRÓKAR EHF. HVAÐ ER ÞESSI MÚS AÐ GERA? HÚN ER AÐ FLÝJA MIG. ÉG MUN ELTA HANA Á EFTIR. FYRIR ÞIG! AHH! TAKT‘ETTA Í BURTU!! HVAÐ ER AÐ? VILTU EKKI EYRNALOKKA? FYRIRGEFÐU, ÉG HÉLT ÞETTA VÆRU ÖNGLAR! Víkverji er alsæll yfir árangri ís-lenska karlalandsliðsins í körfu- bolta um helgina. Andstæðingarnir voru tvær öflugar körfubotlaþjóðir, Finnar og Tékkar, og allt annað en gefið að Ísland ætti sigra vísa. Vík- verji verður að játa að fyrirfram var hann ekkert allt of bjartsýnn, þótt hann viti hvers liðið er megnugt og vonaði vissulega að því tækist að velgja andstæðingunum undir ugg- um. x x x Það voru margar hetjur í íslenskaliðinu um helgina. Allir leikmenn liðsins börðust eins og ljón og jafnvel þeir, sem fengu fáar mínútur, nýttu þær út í æsar. Menn köstuðu sér í gólfið eftir lausum boltum og reyndu allt hvað þeir gátu að gera andstæð- ingunum lífið leitt, héldu haus þegar á móti blés og sýndu yfirvegun og áræði og alltaf steig einhver upp þeg- ar á þurfti að halda. x x x Að öðrum ólöstuðum var MartinHermannsson maður helgar- innar. Hann skoraði 26 stig í hvorum leik og hefur reyndar verið með yfir 20 stig í öllum fjórum leikjum riðils- ins. Körfurnar voru í öllum regnbog- ans litum, þristar með menn í andlit- inu og sniðskot eftir að hafa platað varnarmenn andstæðingsins upp úr skónum. Martin lætur hlutina líta út fyrir að vera auðvelda, en það er í raun fáránlegt hvernig hann getur með nokkrum gabbhreyfingum hrist varnarmenn af sér og búið sér til gal- opin færi. Þá er hann óttalaus og allt- af tilbúinn að taka af skarið. Hann vill vera með boltann þegar allt er undir og hik er greinilega ekki í hans orða- bók. x x x Það var gaman að heyra hvað leik-menn töluðu vel um veru sína í landsliðinu um helgina. Hópurinn nær greinilega vel saman, jafnt hinir reynslumeiri, sem þeir, sem yngri eru í hettunni. Á heimasíðu alþjóðlega körfuboltasambandsins er að finna eftirfarandi tíst frá Martin: „Vildi óska þess að ég væri með öllum þess- um gaurum í félagsliði og allir leikir væru spilaðir í Höllinni. Vá hvað þetta var gaman!!“- vikverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóhannesarguðspjall 17.3)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.