Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Gerðu þér mat úr Faceb k Finnski bóndinn og frumkvöðullinnThomasSnellman heldur erindi í Hörpu á vegumMatarauðs Íslands og Bændasamtakanna. Opin ráðstefna og vinnustofa ummilliliðalaus viðskipti meðmatvörur Björtuloft, efsta hæð íHörpu sunnudaginn 4.mars kl. 14:00-16:30 Skráning fer fram á bondi.is Aðgangur er ókeypis. bondi.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. skapa skemmtilega sögulega teng- ingu með því að hafa verið á skrif- stofum tveggja forseta í fyrri emb- ættum þeirra,“ segir Guðni. Sagan heldur áfram Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir að afhending hús- gagnanna sé í samhengi við ágætt samstarf Þjóðminjasafns Íslands og embættis forseta Íslands um ýmis mál. Það fari líka mjög vel á því að húsgögnin fá hlutverk og not á Bessastöðum. Sagan heldur áfram. Megi þar nefna umfangsmiklar forn- leifarannsóknir sem gerðar voru á Bessastöðum fyrir allmörgum árum – og þá sé viðhafnarbíll embættisins sem er af gerðinni Packard eign Þjóðminjasafns. Þá er í eigu safnsins en varðveitt á Bessastöðum skrifpúlt Sveinbjörns Egilssonar sem var rektor Lærða skólans á Bessastöð- um á 19. öldinni. orðinn ríkisstjóri og síðar fyrsti for- seti lýðveldisins, gefin Þjóðminja- safni Íslands. Voru þau lengi til brúks á skrifstofu þjóðminjavarðar í Þjóðminjasafninu, það er Kristjáns Eldjárns, síðar forseta, Þórs Magn- ússonar og síðast Margrétar Hall- grímsdóttur. Sófinn og stólarnir voru gerðir upp fyrir nokkrum árum og sett á þá nýtt áklæði. Í dag eru þessi húsgögn í góðu ásigkomulagi. Fyrir nokkrum mánuðum var fært í tal við Guðna Th. Jóhannesson að húsgögn þessi yrðu vel varðveitt á Bessastöðum. Þetta fékk góðar undirtektir og komst málið á hreyf- ingu. Síðastliðinn fimmtudag var þeim komið fyrir í svonefndri Thom- sensstofu á forsetasetrinu. „Það má ef til vill segja að hér séum við í stólum sögunnar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann bauð Morgunblaðinu til stofu á Bessastöðum í gær. „Þessi húsgögn Dýpkunarskipið Galilei 2000 er byrjað að dýpka á rifinu utan við Landeyjahöfn. Er þetta fyrsta dýpkun ársins. Ef allt gengur að óskum má búast við að Herjólfur geti farið að nota Landeyjahöfn um eða fyrir miðja næstu viku. Sigurður Áss Grétarsson, fram- kvæmdastjóri siglingasviðs Vega- gerðarinnar, segir að byrjað verði að dýpka nægjanlega til að Herj- ólfur geti fært viðkomustað sinn úr Þorlákshöfn til Landeyjahafnar sem fyrst. Byrjað er á rifinu, síðan verður dýpkað á milli hafnargarð- anna og loks í innri höfninni. Heldur minni sandur virðist vera í og við höfnina en á sama tíma undanfarin ár. Sigurður nefnir að það kunni að vera um 40 þúsund rúmmetrar, en eftir sé að mæla í innri höfninni. Áfram verður hald- ið og innsiglingin gerð dýpri og rýmri. Dýpkun er háð veðri og öðrum aðstæðum. Gott veður er nú fyrir áhöfn Galilei að athafna sig og góð spá. Ef aðstæður haldast góðar næstu daga og ekkert bilar býst Sigurður við að dýpkunin taki fjóra til fimm daga sem þýðir að Herjólfur getur farið að nota höfn- ina fyrrihluta næstu viku og ætti að geta siglt þangað fram í nóv- ember. helgi@mbl.is Fært fyrir Herjólf um miðja vikuna  Byrjað að dýpka Landeyjahöfn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öflugt Dýpkunarskipið Galilei 2000 á siglingu við Vestmannaeyjar. Samgöngu- og utanríkisráðu- neytinu hefur ekki formlega verið gerð grein fyrir umsóknum flugrekenda um hergagnaflutn- inga undanfarin ár. Kemur það fram í tilkynn- ingu Samgöngu- stofu vegna viðtala sem Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, veitti að loknum fundi utanríkis- nefndar og samgöngu- og um- hverfisnefndar Alþingis í gær en hann var þar gestur ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- ráðherra. Í viðtalinu sagðist Þórólfur telja víst að ráðuneytunum hefði verið kunnugt um hergagnaflutninga Air Atlanta. Í tilkynningu Sam- göngustofu segir að þarna hafi forstjórinn notað of sterk orð „því ráðuneytunum hefði ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsókn- um einstakra flugrekenda með formlegum hætti“. »16 Ráðuneytum ekki gerð grein fyrir um- sóknum um vopnaflug Þórólfur Árnason Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Alma Dagbjört Möller, framkvæmda- stjóri aðgerðasviðs Landspítala, var í gær skipuð landlæknir af heilbrigðis- ráðherra sem skipar í embættið til fimm ára í senn. Alma tekur við stöð- unni hinn 1. apríl næstkomandi þegar Birgir Jakobsson lætur af störfum vegna aldurs, en hann hefur þá störf sem aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra. Alma verður fyrst kvenna til að gegna embættinu hér á landi. Tveir umsækjendur jafn hæfir Embættið var auglýst laust til um- sóknar 10. nóvember sl. og rann um- sóknarfrestur út hinn 4. janúar. Sex umsækjendur voru um stöðuna og var Alma önnur tveggja sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta. Ekki fengust upplýsingar frá vel- ferðarráðuneytinu um hver hinn um- sækjandinn hefði verið og ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráð- herra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Að mati hæfnisnefndarinnar upp- fyllti Alma mjög vel skilyrði starfsins um læknisfræðimenntun, þekkingu á sviði lýðheilsu, kröfur um víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar í heilbrigðisþjónustu og reynslu af rekstri og stefnumótun. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Arna Guðmundsdóttir, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, Bogi Jónsson, yfirlæknir við bæklun- ardeild háskólasjúkrahússins í Norð- ur-Noregi, Jón Ívar Einarsson, pró- fessor við læknadeild Harvard-háskóla í Boston, Kristinn Tómasson, yfirlækn- ir Vinnueftirlitsins, og Óskar Reyk- dalsson, framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alma er með sérfræðiviðurkenn- ingu og doktorsgráðu í svæfinga- og gjörgæslulækningum, meistarapróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýð- heilsu og sérfræðiviðurkenningu í heil- brigðisstjórnun. Hún hefur frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri aðgerða- sviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss og um árabil var hún yfirlæknir á gjör- gæsludeildum Landspítalans í Foss- vogi og við Hringbraut. Á árunum 1999-2002 starfaði Alma við háskóla- sjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og gegndi þar stjórnunarstörfum á svæfinga- deildum auk þess að starfa sem sér- fræðingur á gjörgæsludeild barna við sjúkrahúsið. Hæfnisnefndin var skipuð Guðlaugu Kristjánsdóttur, fyrrverandi stjórnar- formanni Bjartrar framtíðar, Bjarna S. Jónassyni, forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri, og Gyðu Baldursdóttur, að- stoðarframkvæmdastjóra lyflækn- ingasviðs Landspítala. Áður en ferlið við mat á hæfni um- sækjendanna hófst fór fram skoðun á hvort nefndarmenn væru vanhæfir vegna tengsla við umsækjendur. Sér- staklega var skoðað hvort Gyða Bald- ursdóttir væri vanhæf til nefndar- starfa vegna tengsla hennar við Ölmu. Guðlaug sagði í samtali við Morgun- blaðið sl. laugardag að þær væru í nánd en væru ekki daglegir samstarfs- menn. Fyrst kvenna landlæknir  Alma Dagbjört Möller skipuð landlæknir  Annar umsækjandi talinn jafn hæfur  Tekur við starfinu 1. apríl af Birgi Jakobssyni sem lætur af störfum vegna aldurs Staða landlæknis » Alma D. Möller hefur verið skipuð landlæknir, fyrst kvenna. » Sex sóttu um stöðuna og voru tveir umsækjendur metnir hæfastir af valnefnd.Alma Dagbjört Möller Svandís Svavarsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Margir munir hér á Bessastöðum eiga sér merka sögu og hér höfum við fengið góða viðbót,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nú í vikunni voru forsetaembættinu af- hent til varðveislu eikarhúsgögn sem smíðuð voru fyrir Svein Björns- son, fyrsta forseta lýðveldisins, þeg- ar hann gegndi embætti sendiherra Íslands í Danmörku á árunum 1920 til 1941. Eikarhúsgögn og ein heild Mublur þessar eru sófi og tveir djúpir stólar ásamt borði. Að auki skápur með glerhurðum, fjórir borð- stofustólar og einn stóll með örmum. Þetta eru eikarhúsgögnin, afar vönduð og glæsileg og mynda heild. Húsmunir þessir voru, eftir að Sveinn lét af embætti ytra og var Morgunblaðið/Hanna Thomsensstofa Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum í gær í sögulegum sófa og til hliðar eru stólar úr sama setti. Sæti sögunnar eru nú komin á Bessastaði  Sófi og stólar Sveins Björnssonar, Kristjáns og nú Guðna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.