Morgunblaðið - 03.03.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
Vordagar í Dublin
sp
ör
eh
f.
Vor 7
Spennandi ferð til Dublin á Írlandi þar sem við kynnumst
höfuðborg eyjunnar grænu ásamt næsta nágrenni hennar.
Við förum í dagsferð suður af borginni, skoðum Wicklow
fjöllin, smábæinn Avoca og kastalaþorpið Glendalough.
Við heimsækjum bæinn Waterford og margfrægar
kristalverksmiðjur og ökum um einstaklega falleg héruð.
9. - 13. maí
Fararstjóri: Gísli Einarsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 139.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Ómar Friðriksson
Andri Steinn Hilmarsson
„Við erum mætt aftur til leiks og
ætlum okkur fyrri styrk,“ sagði Logi
Einarsson, formaður Samfylking-
arinnar, í setningarræðu sinni á
landsfundi flokksins síðdegis í gær.
Logi minnti flokksfélagana á að
Samfylkingunni gæfist ,,raunar gull-
ið tækifæri til frekari sóknar eftir
tvo mánuði, í sveitarstjórnarkosn-
ingum. Þar er afar mikilvægt að
Samfylkingin og þeir listar sem hún
á aðild að nái góðri niðurstöðu,“
sagði hann.
Kjöri formanns og varaformanns
var lýst á landsfundinum í gær en
Logi var einn í framboði til for-
manns og Heiða Björg Hilmisdóttir
ein í framboði til varaformanns á
fundinum. Logi fékk öll greidd at-
kvæði fundarmanna.
Reiðarslag í kosningunum
Logi sagði í setningarræðunni að
þrátt fyrir reiðarslag í þingkosn-
ingum fyrir rúmu ári hefði flokk-
urinn náð að lifa af, m.a. vegna þess
að sveitarstjórnarfólkið hélt fánan-
um á lofti. „En það er auðvitað á
engan hallað þó að ég nefni sér-
staklega borgarstjórnarflokkinn í
Reykjavík, sem vegna stærðar er
okkar mikilvægasta vígi.
Á okkar vakt og Reykjavíkurlist-
ans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá
umkomulitlum úthverfabæ í iðandi,
nútímalega borg. Þar hefur þétting
byggðar skipt miklu og borgarlína
mun reka smiðshöggið á,“ sagði
Logi. „Borgin er orðin fallegri,
heilsusamlegri og loks eru þessi
áform jafnvel líkleg til þess að
bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í
loftslagsmálum.“
Hver vitleysan rekur aðra á
ríkisstjórnarheimilinu
Logi beindi spjótum sínum að rík-
isstjórninni og sagði ólíku saman að
jafna, stjórn höfuðborgarinnar og
landsstjórninni, þar sem hver vit-
leysan ræki aðra. „Ríkisstjórnin
ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga
á, að efla félagslegan stöðugleika.
Það að langstærstu aðildarfélögin
innan ASÍ vilji segja upp kjarasamn-
ingum segir ákveðna sögu. Getuleys-
ið til að fjármagna bætt kjör al-
mennings er ömurlegt og ógnar
félagslegum og efnahagslegum stöð-
ugleika.
Vopnaflutningur til stríðshrjáðra
landa var heimilaður á sama tíma og
framlög til þróunarmála og móttaka
flóttamanna eru langt frá eðlilegum
viðmiðum,“ sagði Logi í ræðunni.
Lögð fram tillaga að stefnu
Umræða og áherslur vegna sveit-
arstjórnarkosninganna í vor eru
áberandi á landsfundinum sem lýkur
í dag. Yfirskrift fundarins er „Frelsi
– jafnrétti – samstaða“ . Samþykkja
á nýja málefnastefnu Samfylking-
arinnar á landsfundinum en ítarleg
tillaga að stefnu flokksins í fjölda
málaflokka var lögð fyrir fundinn
undir yfirskriftinni Eitt samfélag
fyrir alla.
Á síðari degi landsfundarins sem
byrjar kl. 9 í dag fer fram kynning
og kosning ritara, gjaldkera og for-
manns framkvæmdastjórnar. Þá
verður haldinn hádegisfundur undir
yfirskriftinni #Metoo þar sem ný
stefna Samfylkingarinnar verður
kynnt. Kl 16 flytur Jóhanna Sigurð-
ardóttir, fyrrverandi forsætisráð-
herra og formaður flokksins, ávarp
og fundinum lýkur svo á stefnuræðu
nýkjörins formanns Samfylking-
arinnar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
flutti ávarp á fundinum. Sagði hann
andstæðinga Samfylkingarinnar
skorta framtíðarsýn og væru fastir á
20. öldinni í úreltum kreddum og
gamaldags hugmyndafræði.
„Það eru engar útfærslur, engar
hugmyndir, ekkert plan fyrir fram-
tíðina. Planið er fortíðin.“
„Ætlum okkur fyrri styrk“
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði Reykjavík vera mikilvægasta vígi flokksins
við setningu landsfundar Afgreiða á ítarlegar tillögur að stefnu flokksins á landsfundinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forystan Logi Einarsson og Heiða Björg Hilmisdóttir á landsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi, eftir að þau
höfðu verið endurkjörin formaður og varaformaður flokksins. Hlaut Logi öll greidd atkvæði landsfundarmanna.
„Full þátttaka í sameiginlegum
markaði Evrópuríkja er lykil-
atriði til að halda framsæknum
fyrirtækjum í landinu, fjölga
störfum og ýta undir nýsköpun.
EES-samningurinn dugir ekki til
að tryggja hagsmuni þjóðar-
innar til lengri tíma,“ segir í til-
lögu utanríkismálanefndar
Samfylkingarinnar um utanrík-
ismál í drögum að stefnu
flokksins á landsfundinum.
Áhersla er lögð á að þjóðar-
atkvæðagreiðsla fari fram um
framhald aðildarviðræðna við
ESB og jafnframt á að fríversl-
unarsamningar verði gerðir við
Bretland vegna útgöngu Breta
úr Evrópusambandinu (Brexit).
omfr@mbl.is
Fríverslun
við Bretland
UTANRÍKISMÁL
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ræða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í
Reykjavík, flutti ræðu á landsfundinum, aðallega um helstu mál í borginni.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Íslandsbanki hefur lækkað vexti á um
það bil 600 húsnæðislánum frá árun-
um 2004-2010 þar sem skuldabréf lán-
anna innihalda samskonar ákvæði um
vaxtaendurskoðun og fjallað var um í
dómi Hæstaréttar í október 2017.
Endurgreiðslurnar munu nema um
800 milljónum króna.
Guðmundur Birgisson, forstöðu-
maður útlána á einstaklingssviði hjá
Íslandsbanka, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að bankinn hefði
áætlað, þegar dómur féll í Hæstarétti
í október í fyrra, að kostnaður fyrir
bankann gæti numið allt að 800 millj-
ónum króna. „Nú, þegar við erum
langt komin að reikna kostnaðinn, lít-
ur út fyrir að mat bankans í fyrra hafi
verið nokkuð rétt,“ sagði Guðmundur.
Fleiri lán mynda endurgreiðslu
„Það eru um 600 lán sem við þurft-
um að lækka vextina á, en það eru
fleiri lán sem munu mynda endur-
greiðslu, af því að þau kunna að hafa
verið á hærri vöxtum en þau áttu að
vera, einhvern tíma á lánstímanum en
voru það ekki einmitt núna,“ sagði
Guðmundur.
Guðmundur var spurður hvort 800
milljóna króna endurgreiðslur hefðu
mikil áhrif á fjárhag bankans: „Þetta
eru auðvitað miklir peningar, en Ís-
landsbanki er stór banki.“
Fram kemur í frétt frá Íslands-
banka að þessa dagana sé unnið að því
að endurgreiða ofgreidda vexti og fái
viðskiptavinir tilkynningu um leið og
þeirra inneign er tilbúin til afgreiðslu.
Eingöngu sé um að ræða verðtryggð
húsnæðislán sem veitt hafi verið á áð-
urnefndu tímabili og séu með skil-
mála um vaxtaendurskoðun á fimm
ára fresti.
„Inneign er reiknuð þannig að fyrir
hvern gjalddaga sem greiddur hefur
verið er athugað hvort vaxtaprósent-
an á þeim gjalddaga var hærri en
upphaflegir vextir lántaka. Ef vextir
voru hærri á viðkomandi gjalddaga
en í upphafi er mismunurinn reikn-
aður og honum haldið til haga. Þannig
er farið yfir alla greidda gjalddaga.
Inneign viðskiptavinar er vaxta-
reiknuð frá hverjum gjalddaga fyrir
sig til uppgjörsdags. Við útreikning
inneignar er tekið tillit til þess hvort
lán voru í greiðslujöfnun og vextir
greiðslujöfnunarreiknings eru leið-
réttir líkt og vextir lánsins þegar það
á við. Ef umrætt lán er í vanskilum er
inneign fyrst ráðstafað til greiðslu
vanskilanna og það sem eftir stendur
er þá laust til útborgunar,“ segir orð-
rétt í frétt bankans.
Þar kemur fram að viðskiptavinir
sem eigi inneign hjá bankanum muni
fá tilkynningu með leiðbeiningum um
ráðstöfun inneignar.
Morgunblaðið/Ófeigur
Norðurturninn Höfuðstöðvar Ís-
landsbanka eru í Norðurturninum.
Bankinn endurgreiðir
um 800 milljónir króna
Íslandsbanki lækkar vexti á um 600 húsnæðislánum