Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 14
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Bi rt m eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th .a ðv er ðg etu rb re ys tá nf yri rva ra . Frá kr. 254.995 m/hálfu fæði o.fl. Innifalið: Flug og flugvallarskattar til og frá Agadir, innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hótelum í 11 nætur m/ hálft fæði innifalið. Hádegisverður daga 2, 3, 4, 6 og 8. Akstur og kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Íþessari ferð gefst farþegum tækifæri til að skyggnastinn í framandi heim Marokkó. Komdu með og upplifðu borgirnar Marrakech, Essaouira og Agadir í Marokkó! Marrakech er forn konungsborg sem á rætur sínar að rekja til 11. aldar en dvalið er þar fyrstu 5 næturnar. Í dag er borgin fjórða stærsta borg Marokkó eftir Casablanca, Fez og Tanger. Í borginni er mikið um að vera, þá sérstaklega á miðbæjartorginuDjemaa El Fna enþar er einstök stemming. Sagt er að hvergi í Marokkó finnist betur þessi samruni gamla tímans og nútíma en í Marrakech, borgin dáleiði, töfri og kryddi upplifun þess sem sæki hana heim! FráMarrakech er ekið til sjávarþorpsins Essaouira, þar semgist er í 3 nætur. Essaouira er ein af elstu hafnarborgum Marokkó og í borginni er að finna vel varðveitt borgarvirki frá 18. öld sem er á heimsminjaskrá Unesco. Á slóðum Essaouria fóru fram tökur Orson Welles á kvikmyndinni Óþelló og upp úr 1970 fóru hipparaðflykkjast í borgina. Í bænumergamanað rölta um gamla bæjarhlutann en ólíkt Marrakech er auðvelt að rata um borgina. Essouira er einnig þekkt fyrir áhugaverðar verslanir og hér hefur þróast sérstakur s.k. „naive“ myndstíll semkallast Gnawaog finnamáámarkaðnumog í galleríum. Eftir dvölina í Essaouria er svo ekið til Agadir. Agadir borgin er við strandlengju Marokkó en Agadir er stærsti sólstrandarstaður Marokkó. Við dveljum síðustu 3 næturnar í Agadir og þegar komið er til borgarinnar heimsækjum við „Kasbah“ sem eru rústir af borgarmúr sem byggður var árið 1540 til varnar Portúgölum. Frá borgarmúrnum er gott útsýni yfir alla borgina. Í Agadir er bæði upplagt njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða ásamt því að slaka á í sólinni, fara í arabískt Hammam nudd / gufubað og njóta góða veðursins! TÖFRANDI BORGIR MAROKKÓ Agadir – Marrakech – Essaouira Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir 9. maí í 11 nætur Frá kr. 254.995 m/hálfu fæði o.fl. E N N E M M / S IA • N M 8 6 14 3 Allt að 10.000 kr. afsláttur á mann Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hafa verið mjög annasamir dagar og allt öðruvísi en maður á að venjast. Þetta er nýtt fyrir mér enda í fyrsta skipti sem ég fer í kosningabaráttu,“ segir Ingvar Vig- ur Halldórsson, sem skipar efsta sætið á A-lista stjórnar og trún- aðarráðs Eflingar – stéttarfélags. Ingvar kveðst hafa fengið frí úr vinnunni til að sinna kosningabar- áttunni og kunni vinnuveitanda sín- um þakkir fyrir. Eins eigi eig- inkonan þakkir skildar fyrir stuðninginn. „Við höfum gert mikið af því að hitta fólk og spjalla. Þetta snýst mest um það að fara á vinnustaði og tala við fólkið. Eftir að kjörskráin var afhent höfum við líka verið að hringja í félagsmenn. Við höfum fengið mikla hjálp við það og fyrir það er ég endalaust þakklátur,“ seg- ir Ingvar. Hver eru helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar, mikilvægustu baráttumálin? „Það eru allra lægstu launin og húsnæðismarkaðurinn. Við viljum hækka lægstu launin. A-listinn legg- ur líka áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á íbúðafélaginu Bjargi. Ég var í stjórn þar fram til 2016 og vil byggja áfram á þeirri hugmyndafræði. Hún gengur út á að auka framboð á leiguíbúðum fyr- ir þá tekjulægri og að ekki þurfi að greiða meira en 20% af tekjunum í húsnæði,“ segir Ingvar og leggur áherslu á þetta sé stórmál miðað við núverandi ástand á húsnæðismark- aði. „Það er svo mikill skortur á hús- næði. Ég á börn á þeim aldri að þau eru að hugsa um að koma sér út á húsnæðismarkaðinn. Það er ekki hlaupið að því, þú þarft að vera vel stæður til að komast að heiman. Það er heldur ekki auðvelt fyrir full- orðna að fá húsnæði sem hentar.“ Af hverju eiga félagsmenn að kjósa þig og A-listann? „Fólkið á A-listanum er fólk sem er búið að vera í mörg ár í stétt- arfélagsbaráttu. Ég hef sjálfur verið í sjálfboðavinnu í mörg ár, alveg frá því ég var unglingur. Á listanum er þekking og reynsla sem skilar sínu. Það er betri kostur en að fá inn hálfa stjórn af fólki sem hefur aldrei sótt fundi í félaginu.“ Hvernig meturðu stöðuna á vinnumarkaði á næstunni í kjölfar þess að samningum var ekki sagt upp? „Ég geri ráð fyrir því að það verði hörð átök á vinnumarkaði í lok árs- ins. Það verður í öllum félögum og alls staðar á landinu. Við erum til í slaginn.“ Listi skipaður fólki með þekkingu og reynslu Stjórnarkosningar fara fram í Eflingu – stéttarfélagi á mánudag og þriðjudag. Tveir listar eru í framboði, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Morgunblaðið tók púlsinn á oddvitum framboðanna Morgunblaðið/Hari A-listi Ingvar Vigur segir fólkið á A-lista hafa lengi verið í stéttarfélagsbar- áttu. Það sé betri kostur en fólk sem aldrei hafi sótt fundi í Eflingu. „Þetta hefur verið mjög erfið barátta og við höfum þurft að leggja gríð- arlega hart að okkur. Okkur hefur hins vegar gengið ótrúlega vel og við finnum fyrir auknum stuðningi frá fólki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, sem skipar efsta sætið á B-lista Vors í verkó. „Þessi aukni stuðningur er sér- staklega áberandi þegar við förum inn á kvennavinnustaðina. Þar finn- um við áhuga og stuðning, málflutn- ingur okkar höfðar mjög til fólks sem vinnur á þeim stöðum. Við höfum enda lagt áherslu á að ræða ekki bara um þessi lægstu laun sem þar eru, heldur líka þessa ofsavinnu sem lögð er á herðar kvenna í umönn- unarstörfum,“ segir Sólveig Hún segir að kosningabaráttan hafi snúist um að heimsækja vinnu- staði og ræða við félagsmenn. Þá hafi hún farið í mörg viðtöl og skrifað greinar. „Við höfum reynt að tala um hlut- ina á hátt sem hefur ekki verið not- aður lengi. Við höfum talað um arð- rán og auðstétt þegar við höfum heimsótt vinnustaði og þar erum við bara að lýsa því sem blasir við okkur. Þá auðvitað þekkir fólkið sem við er- um að tala við þetta líka.“ Þegar Sólveig er spurð um helstu áhersluatriði og mikilvæg baráttumál nefnir hún lægstu launin og húsnæð- ismál. „Það er sláandi hversu illa hefur verið samið fyrir hönd þeirra sem neðst eru í þessu stigveldi sem Ísland óumdeilanlega er. Laun hjá mörgum hópum innan félagsins eru svo lág að fólk þarf að vera í tveimur störfum til að komast af. Þetta er áberandi þeg- ar talað er við kvennastéttir. Ástand- ið á húsnæðismarkaðinum snertir líka marga félagsmenn, sérstaklega ungar barnafjölskyldur. Þær eru kannski að fá 250 þúsund krónur út- borgaðar og þurfa að borga 200 þús- und í leigu en njóta samt einskis ör- yggis. Ég hef unnið með konum og á vinkonur sem eru í þessari stöðu. Húsnæðismálin hvíla á fólki, það er brýnt að laga þau. Það er ekki hægt að mjatla inn íbúðum og segja fólki að bíða á meðan. Það er augljóst að þessu kerfi þykir ekki vænt um okk- ur. Það er ekki tilbúið að bjóða okkur upp á þau mannréttindi að fá aðgang að húsnæði sem við getum verið örugg með án þess að vera í þessum þrældómi alltaf.“ – Af hverju eiga félagsmenn að kjósa þig og B-listann? „Auðvitað kýs fólk eftir sinni sam- visku en ég hvet fólk til að láta ekki gabba sig. Það ætti að kynna sér hvað við höfum verið að segja, við erum til dæmis með síðu á Facebook, og leggja upplýst mat á málflutning okk- ar. Það getur svo borið saman hvern- ig ég tala og hvernig Ingvar Vigur talar og metið hvort okkar er hæfara til að leiða þetta félag.“ – Hvernig meturðu stöðuna á vinnumarkaði á næstunni í kjölfar þess að samningum var ekki sagt upp? „Við á B-listanum töldum rétt að segja samningunum upp. En fyrst svona fór þá hlýtur fólk innan verka- lýðshreyfingarinnar, þar með við ef við komumst til valda, að herða virki- lega á. Það þarf að mæta við samn- ingaborðið með alvöru róttækar kröf- ur. Það þarf að krefjast þess að bæta í alvöru lífskjör verkafólks. Að það sé ekki endalaust selt sem vinnuafl án þess að öðlast eðlileg og stöðug lífs- kjör.“ Verkafólk á skilið að öðlast eðlileg og stöðug lífskjör Morgunblaðið/Hari B-listi Sólveig Anna Jónsdóttir og hennar fólk leggur áherslu á að hækka lægstu laun og leysa húsnæðisvanda verkafólks. „Ofsavinnu“ þarf að linna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.