Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 3. mars 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 101.22 101.7 101.46 Sterlingspund 139.18 139.86 139.52 Kanadadalur 78.73 79.19 78.96 Dönsk króna 16.563 16.659 16.611 Norsk króna 12.759 12.835 12.797 Sænsk króna 12.202 12.274 12.238 Svissn. franki 106.99 107.59 107.29 Japanskt jen 0.9475 0.9531 0.9503 SDR 146.06 146.94 146.5 Evra 123.35 124.05 123.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.6706 Hrávöruverð Gull 1316.75 ($/únsa) Ál 2142.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.41 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Elisabeth Peregi, sem ráðin hefur verið tímabundið fram í ágúst sem forstjóri Lindex-tískuverslunarkeðj- unnar og tekur þar við keflinu af Ingvar Larsson, segir að opnun „smella og sækja“-verslunar Lindex á Íslandi að Laugavegi 7 fyrr í vik- unni geti orðið til þess að verslunum Lindex fjölgi til muna. Keðjan gæti opnað sambærilegar verslanir í smærri bæjum sem að öðrum kosti myndu ekki bera hina hefðbundnu stærð af Lindex-verslun, sem er 700 – 750 fermetrar. „Smella og sækja“-hugmynda- fræðin gengur út á að verslunin sjálf er smærri, boðið er upp á góða þjón- ustu og fólk fær aðgengi að öllum vörum netverslunar í gegnum pönt- unarskjái í versluninni, og heimafyr- ir. Hægt verður að panta og sækja vörurnar samdægurs í verslunina. „Ég held að ef þetta gengur vel, og viðskiptavinum líkar nýjungin, þá er um gríðarleg tækifæri fyrir Lindex alþjóðlega að ræða,“ segir Peregi í samtali við Morgunblaðið. „Við erum að þróa viðskiptalíkan Lindex áfram til framtíðar, og erum mjög spennt að sjá viðtökurnar við þessu hér á landi,“ bætir hún við. Vestmannaeyjar eitt dæmi Nýja „smella og sækja“-verslunin er rekin í 130 fermera húsnæði á Laugavegi. Umboðsaðilar Lindex á Íslandi, þau Lóa Dagbjört Kristjáns- dóttir og Albert Þór Magnússon, segja að ef nýja verslunin falli í kramið hjá viðskiptavinum sé einnig um mikið stækkunartækifæri á Ís- landi að ræða. Lóa segist sjá fyrir sér allt að 10 nýjar Lindex-verslanir með þessu sniði víða um land, á stöðum þar sem „aðrir eru ekki“. Þau nefna Vestmannaeyjar sem dæmi um slík- an stað. „Þetta mun gera okkur kleift að horfa til annarra bæja.“ Lykilatriði í velgengni „smella og sækja“-verslunarinnar og netversl- unar félagsins almennt hér á landi, er að vera með gott vöruhús. Albert segir að opnað hafi verið nýtt 1.000 fm vöruhús í maí sl., sem nú þegar sé orðið of lítið, enda hafi söluaukning verið mikil á síðasta ári. Þá hafi net- verslunin sem opnaði í september sl. gengið frábærlega. „Það hafa komið tímar þar sem við hefðum getað verið með 10 sinnum fleira starfsfólk. Sal- an hjá okkur hefur haldið áfram að aukast og desember var söluhæsti mánuður frá upphafi. Á einhverjum tímapunkti í fyrra urðum við að draga úr markaðssetningu til að ráða við eftirspurnina. Á níu mánaða tíma- bili í fyrra opnuðum við nýja vöru- húsið, fjórar nýjar búðir, uppfærðum hinar þrjár, og opnuðum netverslun okkar. „Smella og sækja“-fyrirkomu- lagið er svo næsta skref í þróun smá- sölu. Við erum í leiðandi stöðu hér á Íslandi, og erum mjög stolt af því.“ Að sögn Peregi og Johan Isacson, yfirmanns umboðsmála Lindex, er Lindex á Íslandi mikil fyrirmynd í þeirra sérleyfisrekstri. Það sjáist best á því að af 50 sérleyfisverslunum um allan heim er mjög hátt hlutfall á Íslandi, eða 8 verslanir að netversl- uninni meðtalinni. Sérleyfisfyrir- komulagið fór af stað hjá Lindex árið 2008 og því má segja að íslenska Lindex hafi komið mjög snemma inn í það mengi. Lindex-ráðstefna á Íslandi í vor Vegna góðs gengis Lindex á Ís- landi hefur Lindex-fyrirtækið ákveð- ið að halda fyrstu stóru ráðstefnu sína fyrir sérleyfishafa hér á landi í vor. Þá koma fulltrúar sérleyfishaf- anna á hverjum stað, eigendur, fram- kvæmdastjórar og markaðsfólk, saman hingað til skrafs og ráða- gerða, og til að læra af íslenska mód- elinu meðal annars. „Það verður mjög gaman að stefna öllum hingað til Íslands og kasta hugmyndum á milli og læra hvert af öðru. Við mun- um fá að minnsta kosti 10 samstarfs- aðila hingað frá 10-12 mörkuðum okkar. Þetta verður í fyrsta sinn sem svona ráðstefna er haldin af þessari stærðargráðu, og Ísland varð fyrir valinu sem ráðstefnustaður,“ segir Isacson. Peregi segir að horft sé til þess innan Lindex að stækka sérleyfis- hlutann í fyrirtækinu, en hún ber sjálf ábyrgð á því upphaflega að hafa hrint fyrirkomulaginu af stað árið 2008, þegar sádi-arabískt fyrirtæki sýndi fyrst áhuga á að fá Lindex til Mið-Austurlanda. Lindex gæti opnað 10 búðir í viðbót Morgunblaðið/Hanna Lindex Lóa Dagbjört, Albert Þór, Elisabeth og Johan við nýju búðina. Sérleyfi » Lindex-verslanir eru 490 talsins í 18 löndum. Af þeim eru 50 reknar undir sérleyfi, í samstarfi við samstarfsaðila í hverju landi. » Elísabeth Peregi var áður svæðisstjóri á stærsta mark- aðssvæði Lindex, Svíþjóð, og þar á undan var hún fjár- málastjóri. » Lindex hefur aldrei hækkað verð frá því opnað var 2011, en fjórum sinnum lækkað verð. » Lindex opnar níundu verslun sína á Selfossi á næsta ári.  Smella og sækja gerir fært að opna búðir á smærri stöðum Arion banki fyrir hönd viðskiptavina keypti í Högum fyrir um 1,5 millj- arða króna í vikunni. Um er að ræða 3% hlut sem fleytir kaupendunum í 12. sætið yfir stærstu hluthafa félagsins. Morgunblaðið hefur ekki upplýsingar um hverjir þessir við- skiptavinir bankans eru. Þetta kem- ur fram í nýbirtum hluthafalista. Hagar hafa hækkað mikið það sem af er ári eða um 23%. Síðastliðið ár var hins vegar hluthöfum félagsins erfitt því hlutabréfin lækkuðu um 34% í kjölfar aukinnar samkeppni frá Costco. Á lista yfir 20 stærstu hluthafa verslunarsamstæðunnar er ekki að finna nöfn einkafjárfesta. Af 20 stærstu hluthöfum félagsins seldu tólf hluthafar bréf til safnreiknings Arion banka. Stærstu seljendurnir voru tveir sjóðir á vegum Eaton Vance fyrir samanlagt 625 milljónir króna. Sjóðirnir tveir eiga áfram samanlagt 5,5% í Högum. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Kauphöll Hlutabréf Haga hafa hækkað um 23% á árinu. Keyptu í Högum fyrir 1,5 milljarða Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco • Opnast hratt & örugglega • Eru orkusparandi • Þola mikið vindálag • Eru öruggar & áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • 17 ára reynsla við íslen- skar aðstæður & yfir 150 hurðir á Íslandi Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio YOYO S Bluetooth hátalari - 26.900 kr. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.