Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Landhelg-isgæslanhefur viða- miklar skuldbind- ingar og virðist mikið vanta upp á að hún geti sinnt þeim með fullnægjandi hætti. Þessar skuldbindingar ná meðal annars til leitar- og björg- unarsvæðis Íslands á Norður- Atlantshafi. Það svæði er 1,9 milljónir ferkílómetra og meira en tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan, eins og fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag. Ekki má mikið bera út af til að Landhelgisgæslan lendi í vand- ræðum. Þegar útkallið kom vegna slyssins í íshellinum í Blágnípujökli í fyrrakvöld var aðeins ein þyrluáhöfn til taks. Þannig er staðan tæpan helming ársins. Áhöfnin sem sinnti út- kallinu þurfti að vera í fríi dag- inn eftir vegna reglna um hvíld- artíma og þurfti þá að kaupa menn úr frí til að þyrluáhöfn yrði til reiðu. Sjómenn hafa gagnrýnt þetta ástand og segir Valmundur Val- mundsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands, í Morgun- blaðinu í dag að þeir séu „arfabrjálaðir“ yfir því hvernig búið sé að Landhelgisgæslunni. Þessi staða er ekki einkamál Íslendinga. Á forsíðu Morgun- blaðsins í dag kemur fram að þær bandalagsþjóðir Atlants- hafsbandalagsins, sem sent hafa hingað sveitir til loftrýmis- gæslu, hafi í nær því hvert einasta skipti gert athugasemdir við að ekki sé alltaf hægt að ábyrgjast að hér sé full leitar- og björgunargeta með tveimur þyrlum. Fékkst þetta staðfest í utanríkisráðu- neytinu. Ekki er hægt að fara í björg- unaraðgerðir langt úti á rúmsjó nema hafa tvær þyrlur. „Við þurfum að horfast í augu við að þetta eru skyldur okkar í því samstarfi sem við tökum þátt í,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í fréttinni. Landhelgisgæslan bað um auknar fjárveitingar í fyrra til að geta bætt við einni þyrlu- áhöfn, en því var hafnað. Sigríð- ur segir að nú sé unnið að því að finna leið til að koma þessum málum „í viðunandi horf innan tíðar“. Fimm þyrluáhafnir eru nú hjá Landhelgisgæslunni, en þurfa mun tvær til viðbótar til að full- manna kerfið. Það kostar rúm- lega hálfan milljarð og hálfan til viðbótar að bæta við áhafnir varðskipanna. Landhelgis- gæslan kveðst þurfa einn og hálfan milljarð króna til viðbótar til að geta sinnt verkefnum sín- um. Það getur verið erfitt að horfa á eftir peningum í viðbúnað, sem vonandi þarf aldrei á að halda, en verra væri að geta ekki svar- að kallinu ef það kemur vegna vanbúnaðar. Bandalagsþjóðir í NATO segja vanbún- að Landhelgisgæsl- unnar áhyggjuefni} Vanbúin Gæsla Læsi og lesskiln-ingi mun vera ábótavant hér á landi. Það hefur meðal annars verið rakið til þess að börn og unglingar lesi minna en æski- legt væri. Í umræðu um þessi mál er sjaldnast talað við börnin og unglinga. Meira er talað um þau. Í vikunni ákváðu nemendur í Hagaskóla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Í skólanum hef- ur verið stofnað bókaráð og nem- endurnir, sem þar sitja, eru þeirrar hyggju að skortur sé á útgáfu á erlendum og innlendum bókum fyrir þeirra aldur. Brugðu félagar í ráðinu á það ráð að blása til málþings undir yf- irskriftinni „Barnið vex en bókin ekki“. Í viðtali í Morgunblaðinu fyrir málþingið töluðu nemendurnir í ráðinu um skort á íslensku les- efni fyrir þeirra aldurshóp. Lítið úrval væri af bæði íslenskum bókum og ekki síður þýddum. Einn þeirra sagðist aðeins hafa fundið tvær áhugaverðar bækur í Bókatíðindum fyrir jól. Þessi aldurshópur er að vaxa upp úr barnabókum og við það að fara að lesa svokallaðar fullorðinsbækur. „Við getum lesið bækur fyrir full- orðna en í þeim er oft fjallað um vandamál þeirra sem við getum ekki samsamað okkur við,“ sagði Ásta Hlíf Harð- ardóttir, sem situr í bókaráðinu. „Við þurfum bækur sem þrosk- ast með okkur.“ Nemendurnir í ráðinu átta sig á því að bókaútgáfur séu „bara einkarekin fyrirtæki sem eru að reyna að græða eins og öll fyr- irtæki“, en vilja um leið athygli á skorti á fjölbreytni þegar komi að unglingabókum. Skortur á góðu lesefni getur orðið til þess að sumir uppgötvi aldrei ánægjuna af því að lesa, en aðrir finni sér einfaldlega bækur á öðrum tungumálum sem getur haft áhrif á bæði orðaforða og þekkingu á eigin máli. Í markaðsmálum snýst allt um að finna markhópa og gera þeim til hæfis. Hér hefur vanræktur markhópur kvatt sér til hljóðs. Það er vert að forlögin gefi því gaum. Mikið er gefið út af bókum á Íslandi, en einn aldurshópur á þó í vandræðum með að finna lesefni} Bókaskortur O rðfæri og framkoma þingmanna er veigamikill þáttur í því hversu mikið eða lítið traust borið er til Alþingis. Í tæpan áratug hefur það traust verið lítið og að hluta til á það sér eðlilegar skýringar. Að stórum hluta eru skýringarnar þó ekki eðlilegar. Festa og stöðugleiki er versti óvinur sumra stjórnmálamanna og því reyna þeir sí- fellt að grafa undan þessum mikilvægu þátt- um. Það á ekkert skylt við heilbrigðar rökræð- ur um málefni og baráttu um hugsjónir. Það væri óskandi að hægt væri að gefa hvoru tveggja meira svigrúm, en það er stundum erf- itt þegar mótaðilann skortir hvort tveggja í senn, málefni og hugsjónir. Fyrr í þessari viku var fjallað um vopna- flutninga íslensks flugfélags á milli fyrrum ríkja Júgóslavíu og Sádi-Arabíu. Það mátti öll- um vera ljóst að þar væri pottur brotinn þar sem heimild íslenskra stjórnsýslustofnana þarf til að flytja slíkan varning. Sama kvöld og fréttir birtust af málinu ákvað ég sem formaður utanríkisnefndar Alþingis að málið skyldi rætt á fundi nefndarinnar daginn eftir. Fleiri fundir hafa átt sér stað og nú þegar er hafin vinna við að laga þetta ferli, sem allir eru sammála um að þurfi að gera. Á miðvikudag sá Logi Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar, ástæðu til að vega persónulega að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, vegna máls- ins. Það var ekki liðinn sólarhringur frá því að fréttir voru fluttar um málið þar til Logi sakaði Bjarna, úr ræðustóli Alþingis, um leyndarhyggju og óheiðarleg vinnubrögð. Þó höfðu undirrituð sem og utan- ríkisráðherra, sem bæði eru sjálfstæðismenn, fordæmt flutningana og lýst því yfir að þetta þyrfti að laga. Loga mátti vel vera ljóst, eða það skyldi maður ætla, að Bjarni hefur aldrei haft undir höndum yfirlit um fraktskýrslur ís- lenskra fyrirtækja. Árás Loga var því hvort í senn ómálefnaleg og án tilefnis. Það eru svona vinnubrögð sem skerða trú- verðugleika stjórnmálanna. Þeir sem mest tala um lítið traust til stjórnmálanna eru oft- ast þeir sem ganga hvað harðast fram í gíf- uryrðum og dylgjum um aðra. Þá er vinsælt að nota orð eins og leyndarhyggja, spilling eða annað verra án þess að fyrir því sé nokkur innistæða. Í setningarræðu sinni á landsfundi Sam- fylkingarinnar í gær sagði Logi að þing- flokkur hans væri lítið að stressa sig á því að leggja upp leikkerfi heldur hefðu þau hæfileika til að spinna og væru rík af réttlætiskennd. Maður ætti alltaf að setja upp varnarskjöld þegar aðrir tala um sína eigin réttlætiskennd, en látum það liggja á milli hluta í bili. Stundum væri þó betra að spinna minna og koma sér frekar upp sanngjörnum leikkerfum. Ekki til að hlífa Sjálfstæðisflokknum eða Bjarna Benediktssyni, heldur stjórnmálunum og trúverðugleika þeirra. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Hæfileikar til að spinna Formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meðalútgjöld íslenskraheimila mældust nokk-uð stöðug yfir tímabilið2011-2016 í rannsóknum sem Hagstofa Íslands hefur gert, metið á föstu verðlagi. Meðalút- gjöldin til neyslu breyttust ekki mikið á þessu tímabili en þau voru 520 þús- und á mánuði á árunum 2013–2016. Meðaltöl segja þó sjaldnast alla söguna ef sjónum er beint að hag heimilanna eftir einstökum tekjuhóp- um, búsetu og útgjöldum til ólíkra þátta. Niðurstöður rannsókna Hag- stofunnar yfir fjögurra ára tímabil, 2013 til 2016, sýna t.a.m. að stærri hluti útgjalda útgjaldalágra heimila fer til kaupa á mat og drykkjarvörum og í kostnað vegna húsnæðis, hita og rafmagns en hjá útgjaldaháum heim- ilum. Útgjaldahá heimili verja aftur á móti stærri hluta útgjalda sinna í vörur og þjónustu tengda tóm- stundum og menningu. Fram kemur að stærsti hluti út- gjalda útgjaldalágra heimila fer í hús- næði, hita og rafmagn eða 38% af heildarútgjöldum og í kaup á mat og drykkjarvörum og sem og ferðir og flutninga eða um 13% hvort um sig. „Útgjaldahá heimili verja aftur á móti stærsta hluta útgjalda sinna í hús- næði, hita og rafmagn, eða 27% og í vörur og þjónustu tengda tóm- stundum og menningu, um 15% en einungis rúmum 11% í mat og drykk,“ segir í Hagtíðindum Hagstof- unnar. Þar eru birtar niðurstöður úr rann- sóknum á útgjöldum heimilanna árin 2011-2016, skipt niður á þrjú tímabil. Þær eru sundurliðaðar eftir búsetu, heimilisgerð, tekju- og útgjaldahóp- um og bornar saman við fyrri rann- sóknir. Tilgangurinn er að afla upp- lýsinga fyrir útgjaldagrunn vísitölu neysluverðs og er ekki reynt að meta t.d. hvað heimilin í landinu þurfa sér til framfærslu. Niðurstöðurnar bregða þó ljósi á hvernig heimilin haga útgjöldum sínum og hverju þau hafa úr að spila. Fram kemur í samanburðinum að útgjöld meðalheimila til matarinn- kaupa lækkuðu á tímabilinu rétt um 20% en hlutfallslegt vægi annarra neysluflokka hækkaði, svo sem ferðir og flutningar, tómstundir og menn- ing. Ráðstöfunartekjur meðalheimilis voru rúmar 857 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu 2013-2016 og þær hækkuðu í það heila tekið um 15,1% umfram útgjöld. „Tekjur þess fjórðungs heimila sem hæstar tekjur hafði voru að jafnaði 110% hærri en þess fjórðungs sem lægstar tekjur hafði. Útgjöld þeirra tekjuhæstu voru 47% hærri en tekjuminnsta fjórð- ungsins,“ segir í niðurstöðum. Þá kemur fram að sá fjórðungur heimila sem hæstu útgjöldin hafði eyddi 138% meira en sá fjórðungur sem hafði lægstu útgjöldin. Tekjur þeirra útgjaldahæstu voru 9% hærri en tekjur heimila í útgjaldalægsta fjórð- ungnum. Verulegur munur getur líka verið á útgjöldum heimila til einstakra liða eftir búsetu. Þannig fer mun stærri hluti útgjalda heimila höfuðborg- arsvæðinu í húsnæði, hita og rafmagn eða 33% heildarútgjalda þeirra sam- anborið við dreifbýlið þar sem hlutfall þessara útgjalda er 25%. Hins vegar fer stærri hluti heildarútgjalda heim- ila í dreifbýli í mat og drykk. Útgjöldin breytileg eftir búsetu og tekjuhópum Morgunblaðið/Eggert Hagur heimila Í ljós kom í rannsókn Hagstofu að útgjöld til neyslu voru að meðaltali 60,7% af ráðstöfunartekjum. Útgjöld heimila eftir búsetu 2013-2016 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Matur og drykkjarvörur Föt og skór Húsnæði, hiti og rafmagn Tómstundir og menning Heimild: Hagtíðindi Hagstofu Íslands Höfuðborgarsvæðið Annað þéttbýli Dreifbýli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.