Morgunblaðið - 03.03.2018, Síða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
Atlaga einkarek-
inna fjölmiðla, einkum
ljósvakafjölmiða, að
Ríkisútvarpinu, sem
hófst fyrir allmörgum
árum með því að þeir
kröfðust þess að RÚV
yrði tekið af auglýs-
ingamarkaði heldur
áfram. Nú með stuðn-
ingi nefndar sem
menntamálaráðherra
skipaði. Rökin eru þau að sam-
keppnisstaða einkareknu fjöl-
miðlanna gagnvart RÚV væri
mjög veik. Þeir berðust í bökkum
og væru reknir með tapi. Nú er
það svo að allir ljósvakafjölmiðlar,
sem eru með daglega starfsemi,
eru stofnaðir áratugum eftir að
RÚV hóf starfsemi sína. Sama á
við um prentmiðla, aðra en Morg-
unblaðið, sem er eldra en RÚV.
Þessi ítrekaða krafa einkareknu
fjölmiðlanna er einfaldlega krafa
þeirra um ríkisstyrk. Krafa um að
þeim verði færðar tekjur sem
RÚV hefur haft af auglýsingum
frá upphafi. Þetta er ekki einungis
krafa um að svipta
RÚV tekjum og færa
þær til þeirra. Þetta
er einnig krafa um að
svipta notendur RÚV,
sem er meirihluti
þjóðarinnar, þeirri
þjónustu og dagskrár-
efni, sem tilkynningar
og auglýsingar eru.
Sjöfalt áskrift-
argjald RÚV
Greiðendur út-
varpsgjalds, sem er
þorri landsmanna, eru í raun
áskrifendur að RÚV, hljóta að
eiga rétt á að njóta auglýsinga og
þeirra upplýsinga, sem í þeim fel-
ast, í dagskrá sinna miðla. Ljós-
vakafjölmiðlarnir, sem ekki selja
sig í áskrift, hafa væntanlega
reiknað með því í upphafi að afla
auglýsingatekna í þeirri sam-
keppni, sem þeir stofnuðu til við
RÚV og Stöð 2. Stöð 2, sem er
áskriftarfjölmiðill, býður ódýrasta
_áskriftarpakkann“ á kr. 9.990,- á
mánuði eða kr. 119.880 á ári á
meðan útvarpsgjald er á ein-
stakling kr. 17.100,- á ári, sem
RÚV fær reyndar ekki allt.
Áskrifendur Stöðvar 2 greiða sjö-
falt áskriftargjald RÚV fyrir að
horfa á auglýsingar í dagskrá þess
sjónvarps. RÚV hefur á und-
anförnum árum orðið að draga úr
starfsemi sinni vegna þess að póli-
tískir ráðamenn hafa viljað tak-
marka getu RÚV til dagskrárgerð-
ar og því tekið hluta
útvarpsgjaldsins til annarra þarfa
ríkisins.
Auglýsendur þvingaðir
Takmörkun á starfsemi RÚV er
að sjálfsögðu til hagsbóta fyrir
einkareknu fjölmiðlana. Ljós-
vakafjölmiðlar, sem ekki eru í
áskrift, ættu að leita annarra leiða
en að sækja í tekjur RÚV til að
tryggja starfsemi sína. Þeir stofn-
uðu til samkeppni við RÚV, sem
fyrirsjáanlega yrði erfið, og eiga
því að að sýna yfirburði einka-
reksturs með því taka áhorfið frá
RÚV með betri dagskrá. Það væri
heilbrigð samkeppni. Auglýsendur
fara þangað sem áhorfið er mest.
Nú er áhorf og hlustun mest á
RÚV og því væntanlega mestur
árangur af því að auglýsa þar.
Talsmönnum einkareknu fjöl-
miðlanna virðist þykja það réttlátt
gagnvart auglýsendum, sem þeir
sækjast eftir viðskiptum við, að
takmarka val þeirra á fjölmiðlum
til að birta í auglýsingar sínar og
þvinga þá til að auglýsa ekki þar
sem áhorf og hlustun er mest.
Slíkt er undarlegt réttlæti og
furðuleg túlkun á anda hinnar
frjálsu samkeppni, en það eru ein-
mitt þeir, sem í stjórnmálum eru,
og telja sig hina einu sönnu tals-
menn frjálsrar samkeppni og við-
skiptafrelsis, sem ákafast vilja
taka RÚV af auglýsingamarkaði.
Nefndin var ekki einhuga
Nefndin, sem mennta- og menn-
ingarmálaráðherra skipaði til að
fjalla um bætt rekstrarumhverfi
einkarekinna fjölmiðla, skilaði í
janúar skýrslu um umfjöllunarefni
sitt og tillögum til úrbóta á
rekstrarumhverfi fjölmiðla.
Nefndin var ekki einhuga. Meiri-
hluti nefndarinnar lagði til að
RÚV færi hið fyrsta af auglýs-
ingamarkaði og lagðist þar með á
sveif með hagsmunum einkareknu
fjölmiðlanna gegn hagsmunum al-
mennings og auglýsenda. Ef
einkareknir fjölmiðlar þurfa rík-
isaðstoð við að auka umfang sitt á
það ekki að þýða að þeir fái að
ganga í tekjustofna RÚV með
þeim hætti sem stjórnendur
einkastöðvanna, og talsmenn
þeirra í stjórnmálunum, leggja til.
En á ríkið að styrkja einkarekna
fjölmiðla? Já það getur verið
æskilegt og jafnvel nauðsynlegt til
að stuðla að málefnalegri umræðu
um þjóðmál og landshlutabundin
málefni ásamt margs konar menn-
ingarlegri starfsemi, sem héraðs-
fréttablöð og minni sjónvarps-
stöðvar gera í dag. Þannig styrkir
ættu að ákvarðast í fjárlögum
samkvæmt reglum um slíkar
styrkveitingar án þess að leiða til
beinnar skerðingar á starfsemi
RÚV.
Eftir Árna
Þormóðsson
Árni Þormóðsson
Höfundur er eldri borgari.
Á að taka RÚV af auglýsingamarkaði?
»Ef einkareknir fjöl-
miðlar þurfa ríkisað-
stoð við að auka umfang
sitt á það ekki að þýða
að þeir fái að ganga í
tekjustofna RÚV.
Í Morgunblaðinu
26. þessa mánaðar
segir Silja Dögg
Gunnarsdóttir, þing-
maður og fyrsti
flutningsmaður frum-
varps um bann og
refsingu við um-
skurði drengja, að
henni hafi komið
andstaða og fram-
ganga þjóðkirkju-
fólks í opna skjöldu. Eins og fram
kemur í umsögn biskups til Al-
þingis þá hefur ekki verið fjallað
um umskurðarmál á vettvangi
þjóðkirkjunnar, hvorki í kenn-
inganefnd né á kirkjuþingum.
Hins vegar á hin kristna afstaða
til umskurðar ekki að vefjast fyrir
neinum enda hefur hún verið skýr
frá því á dögum Páls postula. Í
prédikun sl. sunnudag í Hall-
grímskirkju lagði séra Birgir Ás-
geirsson út af textum
dagsins um Jak-
obsglímuna, ráðlegg-
ingum Jakobs postula
til þeirra sem líður illa
og trú kanversku kon-
unnar. Í þessu sam-
hengi hugleiddi hann
umskurðarmálin og
komst að þeirri af-
dráttarlausu nið-
urstöðu að umskurður
barna sé málefnalaus
aðför að vellíðan
þeirra. Rökstuðningur
hans á erindi í þá umræðu sem
frumvarpið hefur vakið:
Vernd Barnasáttmálans
„Heilbrigðiskerfi, uppeldis- og
menntakerfi eru stoðkerfi hvers
siðaðs samfélags. Þar standa for-
eldrar, kennarar og heilbrigð-
isstéttir saman um að hlúa að
hverri kynslóð og efla þroska
hennar og dáð. Af þeim ástæðum
m.a. hafa orðið til sáttmálar þar
sem margar þjóðir safnast um
grundvallaratriði er varða heil-
brigði, vellíðan og framfarir. Börn
eru þar ávallt höfð í fyrirrúmi.
Réttlæti, raunsæi og miskunnsemi
eru þar leiðarljós.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna hnykkir á þessum viðhorfum
og þar stendur m.a.: Barnasátt-
málinn „felur í sér alþjóðlega við-
urkenningu á að börn þarfnist
sérstakrar verndar umfram hina
fullorðnu“. Og ennfremur: „Öll
börn skulu njóta réttinda Barna-
sáttmálans án tillits til kynþáttar,
litarháttar, kynferðis, tungu, trú-
ar, stjórnmálaskoðana, ætternis,
fötlunar, félagslegrar stöðu eða
annarra aðstæðna þeirra eða
stöðu eða athafna foreldra
þeirra.“
Umskurn hjartans
Umskurn barnungra stúlkna
hefur fengið töluverða umfjöllun
og það er nú, sem betur fer, al-
mennt viðurkennt, að slík aðgerð
er grimmileg, hættuleg og skaðleg
fyrir lífstíð. Umskurn drengja er
um þessar mundir mikið rædd, og
reyndar hefur komið fram tillaga
um afnám slíkrar aðgerðar á Al-
þingi, og að hún verði jafnframt
gerð refsiverð.
Margar tilvitnanir má finna í
Eftir Einar Karl
Haraldsson
Einar Karl Haraldsson
Málefnalaus aðför
að vellíðan barna
Árið 2005 var kynnt
til sögunnar nýtt leiða-
kerfi fyrir Strætó. Það
var kallað „Stofnleiða-
kerfi“, á ensku „think
train, drive bus“. Þá-
verandi stjórn-
arformaður Strætó,
Björk Vilhelmsdóttir,
sagði „Með nýja leiða-
kerfinu verður Strætó
raunhæfur kostur fyrir
fólk sem vill komast í
vinnuna ...“ (hafnarfjordur.is, 26 júlí
2005).
Samkvæmt skoðanakönnun frá
þeim tíma, líkt og í nýlegri skoð-
anakönnun, biðu höfuðborgarbúar
eftir „raunhæfum“ Strætó. Allir ætl-
uðu í Strætó! Ekið var á tíu mínútna
fresti á stofnleiðum enda stóð í
fréttatilkynningu Strætó „Mark-
miðið er að efla almennings-
samgöngur þannig að þær verða
raunhæfur kostur. Ferðatími stytt-
ist og skiptingum fækkar“.
Þessi útópía vitringanna endaði
með algjöru „lestarslysi“, kostn-
aðurinn við Stofnleiðakerfið hljóp á
milljörðum. Hvar var
allt fólkið sem vildi
nota Strætó? Það kom
aldrei í leitirnar. Af-
leiðingarnar fyrir
Strætó voru skelfileg-
ar, niðurskurður og
aftur niðurskurður. Að
lokum þurfti rík-
issjóður að leggja
nokkra milljarða í
reksturinn.
Höfuðborgarbúar
sátu eftir í umferð-
arteppu, engar skyn-
samlegar vegaúrbætur
hafa litið dagsins ljós í yfir tíu ár.
Það er hið raunverulega vandamál,
aðgerðir í vegamálum hafa ekki fylgt
eftir aukinni bílaumferð. Höfðinu
var einfaldlega stungið í sandinn.
Borgarlínan
Í dag heitir stofnleiðakerfið
„Borgarlínan“. Þetta er nýi draumur
vinstrimanna sem vilja skikka al-
menning í Strætó og bjarga heim-
inum. Meðal annars skrifar Sam-
fylkingarmaðurinn Skúli Helgason
„Skynsamlegasta leiðin er kraft-
mikil uppbygging almennings-
samgangna.“ (Fbl., 9. feb. 2018)
Flestir farþegar Strætó eru náms-
menn, innflytjendur, ferðamenn og
hælisleitendur. Segi stundum að ég
vinni í útlöndum! Hvar eru allir ís-
lensku skattgreiðendurnir sem vilja
ólmir komast í Strætó? Er Borg-
arlínan töfralausnin sem allir eru að
bíða eftir?
Er einhver von til þess að umferð-
armálin í höfuðborginni verði leyst
af skynsemi fyrir alla, ökumenn
einkabílsins sem og farþega Strætó?
Því miður segir reynsla undanfar-
inna ára „nei“. Samt er ekki eins og
Reykjavík sé yfirþyrmandi stór-
borg, á höfuðborgarsvæðinu búa að-
eins um 230.000 manns.
Að klúðra málefnum Strætó, og
vegamálum almennt, hefur hingað
til verið helsta niðurstaðan varðandi
stefnu borgaryfirvalda. Þeir meira
að segja breyttu Hlemmi í mathöll
og úthýstu farþegunum! Breytist
allt til batnaðar með Borgarlínunni?
Eða endar Strætó sem rándýr
hundakerra?
Endar Borgarlínan í hundunum?
Eftir Brynjólf G.
Stefánsson »Hugleiðing um
Borgarlínuna
Brynjólfur G.
Stefánsson
Höfundur er vagnstjóri hjá Strætó.
Þakka ber Björgvini
Guðmundssyni fyrir
greinir hans í Mbl. 8.
og 21. febrúar sl. Þar
bendir hann skil-
merkilega á það him-
inhrópandi ranglæti,
sem aldraðir og ör-
yrkjar verða fyrir. Þeir
skulu gera sér að góðu
röskar 200 þús. kr.
mánaðarlega eftir um 7
þús. kr. hækkun á mánuði! Hvílík
rausn!! 3% hækkun! Á sama tíma fá
stjórnmálamenn og embættismenn
21-48% hækkun ofan á eina til tvær
milljónir á mánuði og það jafnvel aft-
urvirkt! Þeir fá sjö- til sextánfalda
hækkun á sín háu laun að viðbættum
fríðindum og hafa heldur ekki þurft
að bíða eftir launahækkunum eins og
aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola.
Þannig er hið skínandi réttlæti.
Lái svo hver sem vill öldruðum og
öryrkjum, þótt þeim sárni sísvikin
loforð um hækkun ellilífeyris. Er
þessi 3% „hækkun“ til að friða sam-
vizkuna, að píra þessari „fúlgu“ í
gamalt og slitið fólk? Er ríkisstjórn
og alþingismönnum sama um orðspor
sitt? Ef svo er, þá eru lítil geð guma.
Mikið væri það notalegt að hafa
dugmikla og röggsama menn á þingi,
karla og konur efnda, ekki orðin tóm.
En því miður lætur sumum vel að
standa í pontu Alþingis með snyrtileg
orð.
Finnist einhverjum orðin þung, þá
setji hann sig í spor þeirra, sem eru
að sligast undan „þriggja prósenta“
ofurlaunum. Því skal undirritaður
reyna að milda orð sín ögn með
kvæði, sem hann hefir ort, og kallar
það:
VON GEGN VON
Neyðin bitur næðir,
nístir sál og kvistar
von, sem grætur vanheit,
virt með orðasnyrting.
Nauð er hrokans niðji,
níðist vald á auðnu,
heggur náðarhöggi
hinztu vörn þeim minnsta.
Skortur þrönga skyrtu
skorið hefir firum,
sem um binda saman
sárt, en eigi kvarta.
Auð og glysi eyðir
eldur, réttvís geldur
laun, þeim svipta láni
lítilmagnann grátinn.
Þjóð mín, sjá hvað þáðir
þú af valdagrúa:
Bruðl, en samt þeir biðla
brattir þig um skatta!
Millíarðar milli
mektarbokka vigta
eins og fiður anzi
einum goludansi.
Ótal verða ýtar
auðs af völdum snauðir,
mitt í gullsins mætti
megna smátt að gagni.
Eigingirni ægir
elsku, sem hið falska
lýsir skæru ljósi,
leynd svo verði hrundið.
Hýrt í geði hjartans
hvílir von, sem bælir
allan kvíða, ella
yrði lífið byrði.
Andinn sækir yndi
inn í hugarkynni,
frjáls, þó bundinn frelsi
fyrir Orð, sem varir.
Víst, ó, Guð minn, vizku
veitt þú getur beitta,
svo að orðs með sverði
svæfist ógn við hæfi.
Ljós þitt sortann lýsi
leiftrum með, svo aftur
björt þín leið mér birtist,
blessuð sólarkossum.
Leng minn dag og löngun
ljá mér, að ég fái
enn um hríð að annast
efni munahafnar.
Dæm mig ei að dómi
dauðans grimmu auðnar.
Þökk þar enginn þekkir
þylja hlýju máli.
Blíðust gæzkan breiðir
birtu inn í hjarta
það, sem ást Guðs þíðir
þótta hjá og ótta.
Dreymir lífið drauma:
Dýrð Guðs hylji jörðu.
Hefir ráð svo hafið
hæstur Guð í Kristi.
Eftir Jón Hilmar
Magnússon
Jón Hilmar
Magnússon
»Mikið væri það
notalegt að hafa
dugmikla og röggsama
menn á þingi, karla
og konur efnda, ekki
orðin tóm.
Höfundur er orðabókarhöfundur.
Von gegn von