Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 33
Biblíunni er varða umskurn. Þær eiga það sameiginlegt að snúast um lögmálið annars vegar og fagnaðarerindið hins vegar. Jesús fæddist inn í samfélag lögmáls, þar sem t.d. lækning á hvíldardegi var talin brot á lögmáli Guðs. Jes- ús breytti þessum lögmálsskilningi og afstöðu til einstaklings og þjóð- félags þannig, að mestu skipti samúð, mannskilningur, tillitssemi, miskunnsemi, kærleikur, – ekki umskurn holdsins heldur umskurn hjartans. Við eigum orð yfir slíka breytingu: Fagnaðarerindi. Í því merkilega orði felst meðal annars orðið frelsi.“ Glíman við lögmálið Séra Birgir tekur síðan Pál postula til vitnis með tilvitnunum í skrif hans í bréfum til Rómverja og Galatamanna: … Til frelsis frelsaði Kristur okkur. Standið því stöðug og látið ekki aftur leggja á ykkur ánauð- arok. … umskorinn er sá sem er það í hjarta sínu, í hlýðni við andann, ekki bókstafinn. Hann þiggur ekki lof af mönnum heldur Guði … Ennfremur vitnaði Birgir í þá setningu, sem að hans mati er grundvallarsetning í þessu máli: … Í samfélaginu við Krist Jesú gildir hvorki umskurn né yfirhúð heldur trú sem verkar í kærleika. Mörgum vex í augum að nokkrir alþingismenn skuli leggja til sex ára refsingu við umskurn drengja. Þingmönnum til afbötunar má segja að farin er sama leið og þeg- ar lagt var bann við umskurði stúlkna. Hins vegar má spyrja hvort skyggnst hafi verið um allar gáttir áður gengið er fram. Einnig í því efni tók séra Birgir afstöðu: „Þar sem Alþingi Íslendinga hefur nú sett sig í þessar glímustell- ingar má spyrja hvort ekki sé rétt að umræðan fari fram, leitað verði ráða hjá utanaðkomandi aðilum, en tíminn skammtaður til ákvörð- unar, því börn víða um heim eru ennþá undir lögmáli umskurnar, sem er málefnalaus aðför að þeirra vellíðan.“ »… hin kristna af- staða til umskurðar á ekki að vefjast fyrir neinum enda hefur hún verið skýr frá því á dög- um Páls postula. Höfundur er kirkjuþingsmaður. innform@simnet.is MESSUR 33á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 AKUREYRARKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11. Barna- og stúlknakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Sunnu- dagaskólagengið. Hugvekja til fermingarbarna. Umsjón: Hildur Eir, Sindri Geir, Hjalti og Sigrún Magna. AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Nú- palind 1, Kópavogi 1, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Börn úr barnastarfinu sýna leikþátt, syngja og lesa ritningarlestra. Félagar úr æsku- lýðsfélaginu saKÚL taka þátt í guðsþjónust- unni. Emma Eyþórsdóttir, vinningshafi Ársels í söngvakeppni SAMFÉS, syngur. Brúðurnar Rebbi og Mýsla líta inn í heimsókn. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Ingunn Björk Jónsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir þjóna. Benjamín Gísli Einarsson leik- ur á flygilinn. Kirkjukaffi að lokinni guðsþjón- ustu. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sig- urður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Kristný Rós Gústafsdóttir og Benja- mín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Karlakórinn Esja syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffi eftir messu. Guðsþjónusta á hjúkr- unarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá séra Sig- urðar Jónssonar. Organisti Bjartur Logi Guðna- son. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Bryndís Schram Reed syngur einsöng. Arnór Bjarki Blomsterberg æskulýðsfulltrúi pré- dikar. Prestur er Kjartan Jónsson. Sunnudaga- skóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Hljómsveitin Lærisveinar Hans leið- ir sönginn undir stjórn Ástvaldar Traustasonar organista. Sigrún Ósk og sr. Hans Guðberg leiða stundina. Æskulýðsmessa kl. 17. Hljóm- sveitin Lærisveinar Hans sér um tónlistina. Jak- ob Frímann aðjúnkt fjallar um vináttuna. Ferm- ingarbörn og börn úr æskulýðsfélaginu lesa bænir, flytja tónlist og taka lagið. Að lokinni messu er kirkjukaffi, djús og kleinur og safnað verður fyrir munaðarlaus börn í Úganda. BORGARNESKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 14. Fermingarbörn flytja ritningarlestra. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur þjónar ásamt Steinunni Leifsdóttur og Steinunni Þorbergsdóttur. Organisti er Örn Magnússon. Barn borið til skírnar. Kirkjukrakkar syngja. Kaffi, te og djús í safnaðarheimili á eftir. Ensk bænastund kl. 14. Prestur Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttir. Emelía Árnadóttir leikur á fiðlu. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas og Pálmi leiða stundina. Akureyrarmessa kl. 14. Ræðumaður er Björn Þór Sigbjörnsson útvarps- maður. Tónlist flytja Björg Þórhallsdóttir, Gunnar Björn Jónsson, Sveinn Óli Jónsson, Jónas Þórir og Kór Bústaðakirkju. Veitingar, spjall og sam- vera að lokinni messu. DIGRANESKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11 með þátttöku barna og ungmenna. Eline Rab- bevaag æskulýðsfulltrúi stýrir stundinni. Prest- ur Bára Friðriksdóttir. Tónlist í höndum Eline og sr. Báru. Búningaball, pylsur, kleinur og leikir að stund lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 (vigilmessa). EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 10.30. Messa kl. 18. Prestur Þorgeir Arason, organisti Torvald Gjerde, Kór Egilsstaðakirkju. Biblíuleshópur starfar í Safnaðarheimili alla miðvikudaga kl. 20 til páska. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Pétri, Ástu og Viktoríu. Arnhildur Val- garðsdóttir organisti sér um tónlistina. Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Íris Andrésdóttir spilar og leiðir söng. Tónlistaratriði frá dúettnum Hugo the band. Fermingabörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Verið velkomin FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safn- aðarprestur þjónar fyrir altari. Barn verður borið til skírnar. Hljómsveitin Mantra og Sönghóp- urinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Fermingarbarn dagsins er Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, Vesturbergi 27, 111 Reykjavík. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Hans Guð- berg Alfreðsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Hákon Leifsson. Sjá gardasokn.is GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ungmenni kirkjunnar verða með framlag. Barna og- æskulýðskór Glerárkirkju ásamt söngfuglunum syngur í umsjón Margrétar Árna- dóttur. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir og Sunna K. Gunnlaugsdóttir djákni þjóna. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Þóra Björg Sig- urðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Þóra Björg Sigurðardóttir guð- fræðinemi prédikar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sönghópur frá Domus vox syngur, leikir og þakkarganga. Fermingarbörn vorsins lesa og flytja eigin bænir. Eftir guðsþjónustuna verður opnuð listasýning krakka úr barnastarfi kirkj- unnar. Boðið upp á hressingu. Hversdags- messa fimmtudag kl. 18.10. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Prestur Leifur Ragnar Jónsson. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Svanfríðar Gunnarsdóttir. Mömmur, pabbar afar og ömmur velkomin. Fermingarbörn sem eiga eftir að máta fermingarkyrla eru beðin um að koma og máta. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Æskulýðsguðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl 11. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja. Hljómsveit spil- ar. Ungmenni lesa. Safnað fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Sunnudagaskóli hefst í kirkjunni en síðan verður fjölbreytt dagskrá í safn- aðarheimilinu. Kleinur, snúðar, kaffi og djús eft- ir stundirnar. Guðsþjónustunni er útvarpað. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá sr. Irmu Sjafnar Ósk- arsdóttur og Ingu Harðardóttur æskulýðsfull- trúa. Fermingarbörn aðstoða. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Bænastund má- nud. kl. 12.10. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30 Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og há- degiserindi kl. 12. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 Karlakór Reykjavíkur syngur. Stjórnandi hans er Friðrik Kristinsson. Organisti er Þorvaldur Örn Dav- íðsson. Prestur Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Kl. 11 verður Sunna Dóra Möller sett inn í embætti sókn- arprests og Karen Lind Ólafsdóttir sett inn í embætti prests við Hjallakirkju af Gísla Jón- assyni, prófasti Reykjavíkurprófastdæmis eystra. Sr. Sunna Dóra og sr. Karen Lind þjóna fyrir altari og kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Léttar veitingar í boði að guðsþjónustu lokinni. Sunnu- dagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimilinu. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Guðsþjón- usta kl. 13.30. Barn borið til skírnar. Söngkór Villingaholts - og Hraungerðissókna syngur und- ir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir. Áður auglýstum aðalsafnaðarfundi frestað. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11, Alt- arissakramentið. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup. Kirkjukór Hveragerðis- og Kot- strandarsókna leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn | Fjölskylduguðsþjónusta í Skt Pauls kirkju mars kl. 14. Félagar úr Kammerkórnum Stöku syngja. Barnakórinn í Kaupmannahöfn syngur. Orgelleik og stjórn barnakórs annast Sólveig Anna Aradóttir. Prestur Ágúst Einarsson. Eftir guðsþjónustu er messukaffi í Jónshúsi í um- sjón Kvennakórsins í Kaupmannahöfn. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja/ fjölbreytt starf kl. 13 fyrir alla aldurshópa og al- menn samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Arnór Bjarki Blomsterberg æsku- lýðsfulltrúi prédikar. Prestur er Kjartan Jónsson. Kirkjukaffi á eftir. Vænst er þátttöku ferming- arbarna. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11, sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónunum Þórey Ey- þórsdóttur og Helgu Jakobsdóttur. Sunnudaga- skóli á sama tíma. Súpa og brauð eftir messu. Miðvikudagur 7. mars. Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar kl. 12, súpa og samfélag eftir stund- ina. Samtal um sorg og sorgarviðbrögð kl.17.30 í Keflavíkurkirkju. Umsjón hafa sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Arnarson sókn- arprestur leiðir stundina ásamt sunnudags- kólaleiðtogunum Önnu Lovísu Daníelsdóttur og Jóhönnu Elísu Skúladóttur. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur kórstjóra. Unglingar taka þátt í guðsþjónust- unni. Sunnudagaskóli verður í kirkjunni. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Fermingarbörn leiða stundina ásamt prestum kirkjunnar. Stúlknakórinn Gra- duale Futuri undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur tekur lagið fyrir kirkjugesti. Sunna Karen Ein- arsdóttir annast undirspil. Messuþjónar að- stoða við helgihaldið. Messukaffi í safn- aðarheimili eftir samveruna. Starf eldri borgara alla miðvikudaga kl. 12- 15.30. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Kór Laugarneskirkju. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og sam- vera á eftir. Miðvikudagur 7. mars. Helgistund kl. 14 Fé- lagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista. Fimmtudagur 8. mars Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, alt- arisganga og fyrirbænir. Súpa á eftir. Samvera eldri borgara kl. 13.30. Helgistund kl. 16 Há- salnum Hátúni 10 með Hjalta Jóni og sr. Davíð Þór. LÁGAFELLSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Börn úr æskulýðsstarfinu Sound flytja frumsamdar bænir og stúlkur úr Listaskóla Mosfellsbæjar syngja. Léttir æskulýðssöngvar og prédikun um það hvernig boðskapur krist- innar trúar getur leynst á ótrúlegustu stöðum. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgi- hald ásamt Guðjóni Andra Rabbevåg Reyn- issyni æskulýðsfulltrúa og Þórður Sigurðarson leiðir tónlistina. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur og við píanóleik Óskars Ein- arssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson leið- ir helgihaldið og prédikar. Mosfellskirkja í Grímsnesi | Föstumessa miðvikudagskvöld 7. mars kl. 20.30. Egill Hall- grímsson sóknarprestur og Kristján Valur Ing- ólfsson Skálholtsbiskup annast prestsþjón- ustuna. SALT kristið samfélag | Lokasamkoma Kristniboðsviku kl. 17 í Kristniboðssalnum Háa- leitisbraut 58-60, 3.hæð. „Fylgdu Jesú um all- an heim.“ Ræðumaður Björn-Inge Fumes Aur- dal. Karlakór KFUM syngur. Barnastarf. Túlkað á ensku/íslensku. SELFOSSKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11 með þátttöku barna og unglinga í æskulýðs- starfi kirkjunnar. Umsjón með stundinni hafa Jó- hanna Ýr æskulýðsfulltrúi og sr. Ninna Sif Svav- arsdóttir. Súpa í safnaðarheimili að messu lokinni. Aðalsafnaðarfundur hefst kl. 12.30. Star Wars-messa kl. 20. Nemendur úr Tónlistar- skóla Árnesinga leika tónlist úr Star Wars- kvikmyndunum á ýmis hljóðfæri. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann leiðir stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson þjónar. Tóm- as Guðni leikur á orgelið og Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. SELTJARNARNESKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Pálína Magnúsdóttir æskulýðs- fulltrúi ásamt leiðtogum, sóknarpresti og org- anista. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Ax- el Á. Njarðvík héraðsprestur annast prestsþjón- ustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Matthildur Bjarnadóttir leiðir stundina. Barna- og unglingakór syngja undir stjórn Dav- íðs Sigurgeirssonar og Jóhönnu Guðrúnar Jóns- dóttur. Hljómsveit Vídalínskirkju spilar undir stjórn Ingvars Alfreðssonar. Brúðuleikrit og tón- list. Vöfflusala í safnaðarheimilinu til styrktar munaðarlausum börnum í Úganda í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Sirkus Íslands kemur í heim- sókn. Hressing eftir guðsþjónustu. Orð dagsins: Jesús rak út illan anda. Morgunblaðið/Ómar Silfrastaðakirkja í Skagafirði. (Lúk. 11) Guðleysingjar segj- ast koma úr myrkrinu þar sem ekkert er; skapaðir í tómi sem hafi þróað líf fyrir til- viljun. Fjöldi fólks trúir þessari dap- urlegu lífssýn. Fer- ilskrá guðleysingja er jafn dapurleg og lífsýn þeirra. Á 20. öld féllu 200 milljónir manna fyrir hendi guðlausra sósíalista; nazista og kommúnista. Sjálfsagt þótti að taka líf þeirra sem ekki voru þeim sammála eða töldust til „óæðri kynstofna“ svo sem gyð- ingar. Guðleysingjar hafa ríka þörf, afar ríka þörf fyrir að fólk sé þeim sammála um allt milli himins og jarðar. Allir þurfa að ganga í takt. Þess vegna er pólitískur rétttrún- aður einkenni guðlausrar veraldar. Gjammandi guðlausir fjölmiðlar Séu menn ekki sammála þá eru þeir eltir uppi af gjammandi guð- lausum fjölmiðlum. Það heitir ein- elti. Helstu fjölmiðlar eru guð- lausir; RÚV, Stöð 2, Fréttablaðið, visir.is og nú síðast til þess að hneigja sig við hásæti guðleysis mbl.is. Þeim til vorkunnar má benda á að líkt er farið um flesta helstu fjölmiðla Vesturlanda. Íslendingar eru gengnir lengra veg guðleysis en flest vestræn ríki. Uppgangur guðlausra pírata og dapurleg tilraun borgaryfirvalda um viðskiptabann á Ísrael eru til merkis um vegvillur í myrkri. Nú vilja guðleysingjar á Alþingi banna umskurn drengja sem séu „látnir þola mikinn sársauka og settir í mikla hættu“ að sögn flutnings- manna. Umboðsmaður barna mælir með banni við umskurn því það sé mannréttindabrot og um 500 læknar vilja banna umskurn því „...aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna“. Af umskurn og Abraham Umskurn drengja er rakin til ættföður gyðinga, Abrahams sem færði mannkyni trú á kærleiks- ríkan Guð, skapara himins og jarð- ar. Abraham var fyrstur manna til þess að lúta vilja Guðs og virða skyldur manna við Guð. Viska Abrahams er hornsteinn vestrænn- ar siðmenningar. Í Mósebók er gyðingum uppálagt að umskera drengi og hafa gert allt frá dög- um Abrahams. Það þolir guðlaus pólitísk- ur rétttrúnaður alls ekki og vill þvinga gyðinga til umskurnar. Afkomandi Abra- hams, Jesús Kristur, færði mannkyni lýð- ræðis- og jafnrétt- ishugsjónir Vest- urlanda. „Elskaðu Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og náungann eins og sjálfan þig,“ sagði Jesús. Biblían er horn- steinn lífssýnar kristinna manna á kærleiksríkan Guð. Ólíkt svartri veröld guðleysis þá trúir kristið fólk að það sé skapað í ljósi. Jó- hannes guðspjallamaður sagði að Guð væri lífið og lífið ljós mann- anna. „Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því.“ Læknar og „þungunarrof“ í nafni frelsis Íslenskir læknar vilja banna um- skurn af því „læknisfræðilegar ástæður eru ekki fyrir hendi“. Enginn læknir gerir athugasemd við fóstureyðingar án „lækn- isfræðilegrar ástæðu“. Læknar framkvæmdu um þúsund – eitt þúsund – fóstureyðingar árið 2017. Læknar hafa í nafni frelsis deytt um 35 þúsund íslensk líf í móð- urkviði frá 1975 og valdið ungum, ráðvilltum, oft fátækum konum sál- arkvölum og ólýsanlegum sársauka. Nú hefur velferðarráðuneytið undirbúið frumvarp sem heimilar að deyða barn sem gengið er tæpa sex mánuði í móðurkviði og vill kalla þungunarrof [sic]. Enginn læknir hreyfir andmælum við hryllingnum. Einn helsti preláti guðleysis á Ís- landi kallar fóstur í móðurkviði „frumuklasa“. Þá væntanlega úr myrkrinu; tóminu þar sem ekkert er ... eða hvað? Eftir Hall Hallsson »Umskurn drengja er rakin til Abrahams sem færði mannkyni trú á kærleiksríkan Guð, skapara himins og jarð- ar; hornstein vestrænn- ar siðmenningar. Hallur Hallsson Höfundur er fréttamaður. hhallsson@simnet.is Af lífi í ljósi og myrkri veröld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.