Morgunblaðið - 03.03.2018, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
✝ Óli Fjalar Óla-son fæddist á
Eskifirði 18. maí
1964. Hann and-
aðist á Heilbrigð-
isstofnun Vestur-
lands á Akranesi
23. febrúar 2018
Foreldrar hans
eru Óli Fossberg
Guðmundsson frá
Akureyri, f. 13.5.
1936. d. 18.9.
2010, og Bára Guðmunds-
dóttur frá Eskifirði, f. 3.9.
1936. Óli Fjalar kvæntist Önnu
Kristínu Magnúsdóttur frá
Bolungarvík 31. desember
1996. Foreldrar hennar eru
Magnús Jakobsson frá Reykj-
arfirði, f. 1.11. 1932, d. 20.12.
2015., og Bjarnveig Sigurborg
Samúelsdóttir frá Dröngum, f.
5.7. 1940.
Börn Óla Fjalars og Önnu
Kristínar eru: Samúel Karl
Ólason, f. 11.12. 1984, Stefán
Viðar Ólason, f. 4.4. 1992,
Heiður Björk Óladóttir, f. 19.8.
1975, maki Davíð Örn Helga-
son, f. 30.5. 1978; Alda Björk,
f. 14.6. 1977, maki Haraldur
Harðarson, f. 12.3. 1975.
Óli Fjalar var fæddur og
uppalinn á Eskifirði. Hann fór
ungur á sjóinn og hóf sjó-
mannsferil sinn á Sæljóni SU.
Hann fluttist síðan til Bolung-
arvíkur árið 1984 þar sem þau
Anna Kristín bjuggu að Hlíð-
arstræti 21. Leiðin lá aftur á
sjóinn og núna á Heiðrúnu ÍS
4.
Óli Fjalar lauk prófi frá
Skipstjórnar- og stýrimanna-
skólanum á Dalvík árið 1991
en starfaði eftir það áfram á
Heiðrúnu, mest sem stýrimað-
ur. Hann var skipstjóri á Ós-
eyri ÍS 4, seinna Guðrúnu Hlín
BA 122, og Heiðrúnu þá GK
506. Heiðrún, seinna Ingi-
mundur SH 335, var seld til
Grundarfjarðar og þangað
flutti fjölskyldan svo árið 2000.
Síðustu 14 árin starfaði Óli
sem stýrimaður á Helga SH
125.
Útför Óla Fjalars verður
gerð frá Grundarfjarðarkirkju
í dag, 3. mars 2018, og hefst
athöfnin klukkan 14.
1993. Barnabarn:
Aþena Björk Vikt-
orsdóttir f. 24. 7.
2012.
Systkini Óla
Fjalars: Jóhanna
María Jensen, f.
16.9. 1953, maki
Jónas Wilhelms-
son, f. 21.7. 1954;
Árni Sæbjörn, f.
26.10. 1957, maki
Fanney Linda
Kristinsdóttir, f. 30.1. 1957;
Matthildur, f. 17.8. 1959, maki
Benedikt Jón Hilmarsson, f.
21.5. 1957; Guðný Harpa, f.
31.3. 1961, maki Sigurður Lár-
usson, f. 6.9. 1965; Ragnar
Þór, f. 7.6. 1962, maki Anna
Ólöf Sveinbjörnsdóttir,, f. 21.4.
1972; Guðmundur Karl, f. 7.4.
1968, maki Elín Hauksdóttir, f.
1.9. 1968; Hulda Kristín, f.
24.10. 1969, maki Andrés Kol-
beinn Steingrímsson, f. 9.12.
1965; Þórey Mjöll, f. 26.4.
1971, maki Marjan Cekic, f.
18.12. 1970; Erla Rut, f. 18.3.
Í dag kveðjum við hann Óla
minn í hinsta sinn. Það er margs
að minnast og margs að sakna.
Við kynntumst unglingar á 1. maí
balli á Eskifirði, ég 17 ára og hann
19 ára. Eitthvað leist honum vel á
stelpuna því hann kom nokkrum
dögum seinna og bauð mér á
rúntinn, nýbúinn að skipta um vél
í bílnum. Hann keyrði sem leið lá í
gegnum Eskifjörð og út á sveit.
Þar drap bíllinn á sér og við mátt-
um ganga til baka. Upp frá því
hafa leiðir okkar legið saman og
við gengið saman æviveginn sem
varð því miður allt of stuttur en
við fáum ekki öllu ráðið.
Óli fór 15 ára gamall á sjóinn
eins og það var kallað. Hann var
fljótur að læra til verka og var
orðinn 2. stýrimaður 18 ára.
Hann vann mestallan sjómanns-
feril sinn ýmist sem skipstjóri eða
stýrimaður.
Við urðum ung foreldrar þegar
Samúel fæddist. Átta árum síðar
fæddist Stefán og Heiður kom
svo ári síðar.
Alla tíð var það þannig að þeg-
ar ég var búin að keyra hann á
bryggjuna byrjaði ég að bíða eftir
að hann kæmi heim aftur. Það var
yfirleitt létt andrúmsloft í kring-
um Óla og alltaf stutt í grínið.
Þegar hann kom í land var alltaf
„sunnudagur“ hjá fjölskyldunni
og allir glaðir. Ég veit hversu rík
við vorum að eiga hann að, hann
gerði einfaldlega allt sem hann
gat fyrir okkur, elskaði okkur
takmarkalaust. Óli átti stóran
systkinahóp og það var alltaf mik-
il gleði þegar þau hittust. Hann
var mikill fjölskyldumaður og
þótti ofurvænt um sitt fólk og
móður sína, sem hann talaði við
nánast daglega.
Óli hafði alltaf eitthvað fyrir
stafni. Hann einhvern veginn
vissi hvernig allir hlutir virkuðu
og gat gert við nánast allt. Hon-
um féll aldrei verk úr hendi og
fann sér ný verkefni ef ekkert var
fyrirliggjandi. Það var bara er-
lendis sem hann var í fríi því þar
náði hann ekki í nein verkfæri.
Við eyddum saman miklum
tíma í Ingólfsfirði á hverju sumri
ásamt foreldrum mínum. Það var
hans draumastaður, þar voru allt-
af næg verkefni. Hann og tengda-
pabbi hans áttu sérstakt sam-
band sín á milli. Þegar pabbi var
orðinn lasinn og gat lítið gert
unnu þeir saman sem einn maður,
annar leiðbeindi og hinn smíðaði.
Það er óhætt að segja að í Ingólfs-
firði eigi hann fleiri handtök en
nokkur annar.
Fyrir tveimur árum greindist
hann með ólæknandi krabba-
mein. Það var ótrúlegt að fylgja
honum í gegnum það ferli sem við
tók. Ég vissi að hann var sterkur
en hafði aldrei gert mér grein fyr-
ir hversu sterkur hann var. Hann
hélt áfram eins og ekkert hefði í
skorist, bjartsýnn og glaður.
Verst þótti honum að þurfa að
hætta á sjónum en hann vann hér
heima í staðinn. Smíðaði glugga
og byggði sólpall milli þess sem
hann fór í lyfjagjafir eða lá á
sjúkrahúsi.
Í veikindunum stytti hann sér
stundir við að spila á hljóðfæri,
aðallega gítarinn sem fylgdi hon-
um frá unga aldri. Ef eitthvað
sótti á hugann spilaði hann nokk-
ur lög, sagði það vera sína sál-
fræðimeðferð. Síðasti mánuður
reyndist Óla erfiður og hann var
orðinn þreyttur. Það er sárt að
sjá á eftir honum, við áttum eftir
að gera svo margt. Takk fyrir allt
og allt, elsku vinurinn minn,
blessuð sé minning þín.
Anna Kristín Magnúsdóttir.
Í dag kveðjum við snillinginn
hann pabba minn.
Ég var alltaf mikill pabba-
strákur og fylgdi honum eftir eins
og skugginn hans þegar ég var
lítill. Pabbi var skemmtilegi gaur-
inn sem var allaf til í allt, hann var
duglegur að gera eitthvað með
okkur og gerði við allt sem bilaði.
Með honum fengum við systkinin
að upplifa svo margt sem gerði
okkur reynslunni ríkari. Hann
tók okkur t.d. öll með á sjóinn í
vikutúr. Ég var átta ára þegar ég
fékk að fara fyrsta túrinn, ég fór
síðan á hverju sumri eftir það
einn túr. Hann klæddi mig í
svartan ruslapoka, batt snæri um
mittið og svo var maður settur
upp á fiskikassa og fékk hníf til að
slægja með eins og hinir karlarn-
ir um borð.
Þegar ég var lítill var pabbi að
róa á Flæmska hattinum við Kan-
ada. Hann sendi mömmu stund-
um fax með stuttum skilaboðum
um hvernig gengi. Einn daginn
fór ég í leikskólann með
innkaupastrimil úr Bónus í tösk-
unni. Ég sat svo og skoðaði strim-
ilinn þegar einn kennarinn spurði
hvað ég væri með. Ég svaraði:
„Ég er með fax, á ég að lesa það
fyrir þig?“ Kennarinn játaði því
og ég las: „Elsku drengurinn
minn, pabbi kemur bráðum
heim.“ Hann var einfaldlega besti
pabbinn. Ég er þakklátur fyrir
tíma okkar saman, minningar um
þig lifa með mér.
Mitt fley er lítið
en lögurinn stór
og leynir þúsundum skerja
en aldrei mun granda
brim né sjór
því skipi er drottinn
má verja.
(Vald. V. Snævarr)
Stefán Viðar Ólason.
Það er erfitt að koma orðum að
því hve mikið ég á eftir að sakna
hans pabba, sem kvaddi okkur
allt of snemma eftir harða bar-
áttu við krabbamein. Hann hefur
ávallt komið mér til bjargar og að
geta aldrei aftur leitað til hans og
fengið hjálp eða góð ráð er satt að
segja nánast óhugsandi.
Þar að auki er erfitt að gera
honum skil í þessu formi. Til þess
þyrfti ef til vill heila bók. Ef ég
ætti að taka hann saman í nokkr-
um orðum myndi ég segja að
hann væri umhyggjusamur,
hress, duglegur, sterkur, fyndinn
og mjög svo flinkur í alla staði.
Pabbi reri til sjós nánast alla
sína ævi og var oft lengi frá heim-
ilinu. Það voru ávallt miklir gleði-
fundir þegar hann kom heim aft-
ur og þótti mér alltaf frábært að
sækja hann niður á bryggju eða
jafnvel á flugvöllinn. Ég fór oft
með honum á sjóinn sem barn og
kunni vel að meta hvað við brugð-
um mikið á leik. Seinna meir fór
ég á sjóinn með honum sem há-
seti og lærði þar margt um hann
og sjálfan mig. Þar var ekkert
dregið úr væntingum og ég þurfti
að standa mig eins og allir aðrir.
Við pabbi áttum einstaklega
mikið af góðum stundum saman
og það er sárt að þær verði ekki
fleiri. Í gegnum tíðina kenndi
hann mér ansi margt og var ávallt
tilbúinn að aðstoða mig og aðra
fjölskyldumeðlimi við hvað sem
var. Það gerði hann iðulega glað-
ur í lund, þar sem hann var sjald-
an ánægðari en þegar hann var
með næg verkefni fyrir höndum.
Pabba verður svo sannarlega
sárt saknað.
Samúel Karl Ólason.
Nú ert þú fallinn frá elsku son-
ur, eftir situr stórt tómarúm í
hjarta mínu sem erfitt verður
fylla.
Þú varst snillingur í öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur. Lítið
mál fyrir þig að byggja þér og
Önnu hús, í Bolungarvík. Ég,
pabbi þinn og systur komum
vestur til að aðstoða ykkur og hef
ég aldrei kynnst eins samheldum
hjónum og ykkur Önnu Kristínu.
Einstaklega gaman þótti mér
að fá verkin þín sem þú bjóst til
handa mér úr rennibekknum sem
ég gaf þér.
Ég á eftir að sakna símtalanna
þinna, á erfitt með að trúa að ég
eigi ekki eftir að heyra röddina
þína aftur.
Þér var mjög umhugað um
framkvæmdir á æskuheimilinu
og stjórnaðir verkinu á þinn ein-
staka hátt, þá orðinn veikur.
Nú ertu laus við allar þjáning-
ar. Ég veit að það var vel tekið á
móti þér, þú og pabbi þinn sam-
einaðir á ný. Takk fyrir allt, elsku
drengurinn minn.
Elsku Anna, Samúel, Stefán,
Heiður og Aþena Björk. Guð
styrki ykkur í þessari miklu sorg.
Elska þig.
Mamma.
Föstudaginn 23. febrúar var
höggvið stórt skarð í hjarta mér
þegar elskulegur bróðir minn og
vinur, Óli Fjalar Ólason, kvaddi
þennan heim eftir hetjulega bar-
áttu við krabbamein. Ég gleymi
aldrei þeim degi þegar þau hjónin
Óli og Anna Kristín komu við hjá
mér eftir að hann var búinn að
vera í rannsóknum. Óli sagði mér
að hann væri með fleiri en eitt
mein og hann væri kominn í líkn-
andi meðferð. Hann sá auðvitað
að mér krossbrá og sagði þá bros-
andi að það þýddi ekki endilega
neitt slæmt heldur væri það kall-
að líknandi meðferð þegar ekki
væri hægt að fjarlægja meinið og
nú væri ekkert annað en að fara í
lyfjameðferð. Þessi elska sýndi
okkur hvað hann var mikill
kraftaverkakall miðað við hvað
hann gekk í gegnum. Ég var
tvisvar búin að kveðja Óla, bæði á
gjörgæslu Landspítalans og
Borgarspítalans. Það var ekki af
engu sem ég kallaði hann krafta-
verkið okkar. Það gaf mér svo
mikið að geta kvatt þig uppi á
Akranesi á fimmtudaginn, ég
sakna þín svo mikið. Hvíl í friði,
elsku brói, ég mun gera allt sem
ég get fyrir Önnu Kristínu og
yndislegu börnin þín.
Kveðja, þín systir
Harpa.
Elsku bróðir, stórt skarð hefur
verið höggvið í fjölskylduna. Það
er skrýtið til þess að hugsa að þú
sért farinn frá okkur. Minningin
um þig lifir í hjörtum okkar.
Þú varst tveimur árum yngri
en ég og eru flestar æskuminn-
ingar mínar tengdar þér. Þú
varst eins og skugginn minn og
deildum við saman herbergi á
Túngötunni. Það eru margar sög-
ur úr æsku sem við höfum
skemmt okkur yfir í gegnum tíð-
ina. Ein er þegar ég ætlaði að
hjálpa þér og reima fyrir þig skó-
inn. Við vorum sem oftar staddir
fyrir utan bræðsluna og ég lyfti
þér upp á tunnu sem var þar fyrir
utan. Þú stökkst á hraða ljóssins í
fangið á mér aftur og við hlupum
sem fætur toguðu til Jóu ömmu á
Bjargi þar sem hún hjúkraði þér.
Þegar málið var skoðað betur
hafði ég skellt þér upp á tunnu
sem innihélt vítissóda.
Ein minningin er þegar Árni
bróðir okkar bauð okkur í siglinu
á pollinum, þá vorum við 11, 6 og 4
ára. Það er skemmst frá því að
segja að við enduðum allir á bóla-
kafi. Það var nágranni okkar Alli
ríki sem aumkaði sig yfir okkur,
skellti okkur öllum í skottið og
skutlaði okkur heim. Þar þurftum
við að berhátta okkur á tröppun-
um, fengum flengingu á bossann
og sátum svo allir hágrenjandi
inni í herbergi.
Oft háðum við magnaða fót-
boltaleiki í holinu á Túngötunni.
Það voru ófáir hlutirnir sem við
brutum fyrir mömmu og pabba í
hita leiksins, enda keppnisskapið
mikið. Þó að þú hafir alltaf verið
rólegur og hvers manns hugljúfi
hafðir þú mikið skap og eins gott
að forða sér þegar það braust
fram. Þú varst mikill grúskari
alla tíð og í mikilli þekkingarleit.
Þú vaktir oft fram á rauðar nætur
við að skrúfa sundur og saman
einhverja hluti. Ég veit til þess að
þessi árátta þín hefur oft komið
sér vel fyrir þig.
Við byrjuðum báðir snemma á
sjó. Þegar ég var 16 ára og þú 14
ára fórum við okkar fyrstu sigl-
ingu með Sæljóninu til Hull. Við
höfum oft skemmt okkur yfir
minningum úr þessari ferð. Sjó-
mennskan varð ævistarf þitt og
var ég mikið stoltur af þér þegar
þú kláraðir Stýrimannaskólann.
Ég veit að þú varst magnaður sjó-
maður og frábær skipstjóri.
Mér er það minnisstætt þegar
Anna Kristín kom á vertíð á Eski-
fjörð. Hún var ekki búin að vera
lengi í bænum þegar þú varst bú-
inn að ná henni. Þið byrjuðuð svo
ykkar búskap á Bolungarvík þar
sem þú stundaðir sjómennskuna
og ykkur fæddust þrjú yndisleg
börn. Þú fékkst mig til að koma
og fara einn afleysingartúr á
Heiðrúnu sem varð nokkrir mán-
uðir. Ég bjó þá hjá ykkur Önnu
og Samma, þetta voru góðir tímar
og ýmislegt brallað. Ég minnist
sérstaklega fyrsta og eina út-
reiðartúrsins sem ég hef farið í á
ævinni, sem endaði skrautlega.
Þegar ég svo kvaddi Bolungarvík
vildi Sammi, sem þá var fjögurra
ára, koma með mér og pakkaði
niður sænginni sinni, gallabuxum
og einum sokk.
Hvíldu í friði, elsku Fjalar
minn, ég veit að það verður tekið
vel á móti þér hinum megin.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þinn bróðir
Ragnar Þór Ólason.
Elsku besti bróðir minn, Óli
Fjalar, er dáinn eftir hetjulega
baráttu við krabbamein. Stórt
skarð er komið í systkinahópinn.
Alltaf vissi ég að ég ætti alveg
einstaklega sterkan og góðan
bróður en alltaf komst þú manni
sífellt meira á óvart. Ég spurði
börnin mín oft hvort þau vissu að
bróðir minn væri ofurhetja, því
það varst þú. Ég veit að pabbi
hefur tekið vel á móti stráknum
sínum og passar þig þar til við
hittumst næst. Við grínuðumst
oft með hvað þú værir mikill
mömmustrákur, enda áttuð þið
mamma einstakt samband. Þegar
þú hringdir á Túngötuna kvödd-
um við mömmu alltaf því að við
vissum að það yrði langt símtal,
við hugsum áfram vel um
mömmu.
Ég man þegar þið Anna bjugg-
uð á Bjargi, það var alltaf jafn
gaman að koma upp eftir til ykk-
ar í smá heimsókn. Ferðirnar
okkar á Bolungarvík og svo á
Grundarfjörð voru nokkrar og
þið hjónin og börnin ykkar eruð
höfðingjar heim að sækja.
Tíminn sem við áttum saman í
Reykjavík þegar ég kom með
mömmu til læknis, þegar þú
komst til að vera með og hjálpa
okkur, var yndislegur. Mamma
gamla bauð okkur út að borða og
svo var afagullið þitt Aþena Björk
að skottast með okkur. Mikið er
ég þakklát fyrir þennan tími sem
ég átti með þér, elsku Fjalar.
Það var svo gaman að taka þátt
í því þegar Túngata 2 var klædd,
enda varst þú þar fremstur í
flokki og stýrðir þessu öllu eins
og þér einum var lagið.
Mér fannst frábært að þú
komst með fjölskyldunni þinni út
til Tenerife í desember, ég elskaði
að fá snöpp frá börnunum þínum
úr ferðinni.
Elsku Fjalar, ég er ekki að
trúa því að þú sért farinn. En þér
hefur verið ætlað stærra verkefni
annars staðar með pabba.
Elsku Anna Kristín, Samúel
Karl, Stefán Viðar, Heiður Björk,
Aþena Björk og mamma. Guð
gefi ykkur styrk í sorginni.
Elska þig – þín systir
Alda Björk.
Elsku brói, stórt skarð er
höggvið í stórfjölskylduna við frá-
fall þitt. Sitjum við hér systurnar
á æskuheimili okkar og hugsum
um allar gleðistundirnar sem við
áttum með þér. Og kemur fljótt
upp í huga okkar þegar við feng-
um Önnu þína í lið með okkur til
að plata þig út á Reykjavíkur-
flugvöll að sækja afmælisgjöfina
þína þegar þú varðst fimmtugur.
Úti á flugvelli biðu börnin þín og
Harpa systir með eina af afmæl-
isgjöfunum þínum, sem var flug-
miði fyrir ykkur austur á Eski-
fjörð og þar beið ykkar svaka
partí þar sem þú sjálfur hélst
uppi fjörinu og spilaðir af þinni al-
kunnu snilld á kassagítar.
Og yljum við okkur við minn-
ingarnar þegar við vorum litlar
og biðum spenntar eftir að fá þig
heim úr siglingu á Sæljóninu SU
104, þú komst alltaf hlaðinn gjöf-
um handa okkur litlu systrum
þínum.
Við erum svo óendanlega stolt-
ar að eiga svona frábæran bróð-
ur. Það sem þú tókst þér fyrir
hendur gerðir þú með stæl. Þú
gast gert allt. Aldrei komið að
tómum kofanum hjá þér. Þú ert
frábær fyrirmynd, elsku brói.
Elsku Anna, Samúel, Stefán,
Heiður og Aþena, megi góður
Guð styrkja ykkur á þessum erf-
iða tíma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Kveðja, þínar systur
Hulda, Þórey og Erla.
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir segir gamalt máltæki. Fólk
hefur fundið þetta til að hugga
sjálft sig og aðra í raunum sínum.
Í dag er til grafar borinn tengda-
sonur minn Óli Fjalar Ólason, sá
góði og glaði maður sem öllum
vildi hjálpa. Hann var góður
stjórnandi og skipstjóri, einstak-
ur fjölskyldufaðir, eiginmaður og
afi.
Anna Kristín dóttir mín
skrapp austur á Eskifjörð á ver-
tíð. Þegar hún kom heim um jólin
kom með henni laglegur piltur,
sem áður en varði var farinn að
mála stofuna og laga til hjá mér.
Um sumarið fóru þau á Strandir
og það fór hrollur um drenginn
sem aldrei hafði sofið í eyðibæ.
„Þetta er nú varla mannabústað-
ur,“ sagði hann. Seinna fór hann
að taka til við endurbætur á þessu
gamla húsi og undi sér vel við það
og þar ætlaði hann að verða gam-
all. Þeim féll afar vel tengdafeðg-
unum. Þar voru komnir snillingar
saman, annar þrotinn að kröftum
en hinn ungur og vaskur sem allt-
af tók tillit til þess gamla og bar
undir hann hvernig best væri að
vinna verkin. Nú eru þeir báðir
farnir með stuttu millibili og við
syrgjum. Góður Guð gefi fjöl-
skyldunni huggun í sorginni.
Blessuð sé minning Óla Fjalars,
þess góða drengs.
Óttast ei. Sú hönd er mild og hlý,
sem hvarmi þreyttum lokar hinsta sinn,
Óli Fjalar Ólason
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017