Morgunblaðið - 03.03.2018, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
✝ Arndís fæddistí Bæ við
Súgandafjörð 24.
desember 1937.
Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 24. febr-
úar 2018.
Foreldrar
Arndísar voru
Helga Þórlaug
Guðmundsdóttir, f.
2.11. 1908, d. 12.6. 1963, og Þórð-
ur Halldór Ágúst Ólafsson, f. 1.8.
1911, d. 4.12. 1983. Arndís var
eina barn móður sinnar, Helgu
Þórlaugar, en systkini hennar
samfeðra eru: Þóra, f. 6.7. 1939,
Ólafur Þórarinn, f. 8.12. 1940, d.
6.9. 1998, Lilja, f. 13.6. 1943, d.
24.5. 1948, Pétur Einir, f. 9.12.
1949, og Þorvaldur Helgi, f.
22.12. 1953.
Arndís giftist Sverri Sverris-
syni, f. 12.8. 1933, d. 1.8. 2007.
Arndís og Sverrir skildu en sam-
an eignuðust þau tvo syni og
tóku að sér einn fósturson. Synir
þeirra eru Guðþór Sverrisson, f.
28. febrúar 1961, maki Erna
eiga þrjú börn og eitt barnabarn.
Arnar, f. 8. febrúar 1968, maki
Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 22.
ágúst 1968. Þau eru búsett í
Stórholti í Dalabyggð og eiga
fjögur börn og tvö barnabörn.
Arndís ólst upp hjá Helgu
móður sinni í Bæ við Súganda-
fjörð en þar bjuggu þær mæðgur
ásamt Þóreyju systur Helgu,
Guðmundi manni hennar og
dætrum þeirra, þeim Arínu og
Þórdísi. Faðir hennar bjó á Stað
við Súgandafjörð með konu sinni
Jófríði Pétursdóttur og þeirra
börnum, systkinum Arndísar
samfeðra.
Arndís stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði 1956-1957. Hún var bú-
sett í Reykjavík 1957-1962, var
húsfreyja á Bersatungu í Saurbæ
í Dalasýslu 1963-1990, vann á
hjúkrunarheimilunum Skjóli og
Laugaskjóli í Reykjavík 1991-
2006. Hún var búsett á Suðureyri
við Súgandafjörð 2011-2013 en
síðustu æviárum sínum eyddi
hún á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Silfurtúni í
Búðardal.
Arndís var listhneigð og eitt
aðaláhugamál hennar seinni árin
var að mála myndir á meðan
heilsan leyfði.
Útför Arndísar fer fram frá
Staðarhólskirkju í Saurbæ í dag,
3. mars 2018, kl. 14.
Björg Guðmunds-
dóttir, f. 20. ágúst
1963, d. 4. júlí 2010.
Þau voru búsett í
Stykkishólmi og
áttu saman einn
son, tvo fóstursyni
og þrjú barnabörn.
Sambýliskona Guð-
þórs er Steinunn
Pétursdóttir, f. 24
maí 1962, þau eru
búsett í Stykkis-
hólmi. Sigurdór Sverrisson, f. 11.
maí 1962, d. 20. maí 1964. Bene-
dikt J. Sverrisson (fóstursonur),
f. 14. desember 1959, maki Mar-
grét Þórarinsdóttir, f. 6. febrúar
1959. Benedikt og Margrét
skildu en eiga saman þrjár dætur
og eitt barnabarn. Benedikt er
búsettur á Spáni. Sambýlis-
maður Arndísar 1963-1990 var
Eysteinn Þórðarson, f. 31.3.
1924, d. 13.4. 2015. Arndís og Ey-
steinn slitu samvistum en saman
eignuðust þau tvo syni. Synir
þeirra eru Þórður Halldór, f. 26.
apríl 1964, maki Sigríður Ástrún
Kjartansdóttir, f. 23. janúar
1967. Þau eru búsett á Ísafirði og
Elskulega systir.
Komin er stóra kveðjustundin
sem enginn fær breytt. Ekki eins
og við gerðum er við skottuðumst
fram og til baka milli bæja, fór-
um alltaf lengri leiðina og dróg-
um hana á langinn til að geta
masað sem mest. Við vorum sam-
feðra og ólumst því upp hvor sín-
um megin við ána, þú í Bæ og ég
á Stað. Gæfa okkar var hin góða
vinátta á milli bæjanna og mæð-
ur okkar beggja reyndust okkur
einstaklega vel. En báðar kvöddu
þær alltof ungar, aðeins 55 ára.
Reyndar hjálpuðust allir að í
Dalnum okkar heima, vinir á
hverjum bæ. Tvíbýli í Bæ og
Stað, Sólstaðir með Sollu vin-
konu og Vatnadalur er fór í eyði.
Jólaboðin á milli bæjanna eru
ólýsanlegar perlur í minninga-
sjóði. Allt þetta fólk er horfið
sjónum okkar og börnin að týn-
ast líka, alltof snemma sum, eins
og vinkonurnar litlu Lilja systir
og Kristín prests. Og bræður
þeirra, Ólafur og Snorri, fara í
fullu starfi þjóðþekktir, og síðast
Guðný í Bæ. Áður hafði mikil hol-
skefla riðið yfir fremra heimilið
er hjónin þar létust í blóma lífs-
ins frá dætrunum Ínu og Dísu.
Þá sá ég föður okkar bregða
mest, er hann frétti lát þessa vin-
ar síns. En æska okkar var þó
yndisleg og við systkinin urðum
sex. Þú varst létt og lífsglöð,
elskaðir dans og söng. Þú fórst
að Steinastöðum og í skólann að
Laugarlandi. Þú komst mátulega
heim er Lilja mín fæddist. Alltaf
hlýtt á milli ykkar sem og allra
minna barna, tvö í sveit hjá þér.
Haustið ’57 fórstu suður og
vannst í Iðnó og hafðir þú yndi af
því að rifja upp kátu daga þína
þar. Á Ægisíðunni hefur þú svo
búskap með Sverri. En þá kemur
áfallið. Bæjarhjónin bæði dáin.
Missir þú fóstur en þið takið
heim nýfæddan dreng er þið ætt-
leiðið og eignist síðan tvo aðra
drengi. En þá kemur annað áfall-
ið. Þið skiljið og þú kemur heim.
Um vorið ferðu sem ráðskona í
Bersatungu og er ykkur vel tek-
ið. En þá deyr móðir þín en lífið
heldur þó áfram og þið Eysteinn
eignist dreng með vorinu og lífið
brosir við að nýju. Traustur mað-
ur og fjórir yndislegir synir. Þá
ríður stærsta holskeflan yfir.
Sigurdór litli, tveggja ára,
drukknar í ánni. Engin orð lýsa
skelfingu þeirrar móður er ber
látið barn sitt heim. Slíkt áfall of-
an á allt setur sitt ævarandi
mark. En sem betur fer rofar æ
aftur til og sólargeislar ná að
skína og þið eignist annan son.
Og margar yndislegar stundir
áttum við systkinin hjá ykkur
Eysteini í Bessó meðan það
varði. Voruð þið vinmörg og
samtaka að gera vel við gesti,
tíðum mikill gestagangur. Líkt-
ist þú þá mjög föður okkar,
hress og hrókur alls fagnaðar.
Og litagleðin og listfengin lýstu
upp grámóðu lífsins. Þannig
viljum við systkinin muna þig og
þökkum af alhug allar yndisleg-
ar stundir.
Í Guðs friði,
Þóra, Pétur og
Þorvaldur Þórðarbörn.
Elsku Addý okkar.
Kallið er komið, það er sér-
stakt til þess að hugsa að það
séu 20 ár í haust síðan pabbi fór
og núna þú. Mikið megum við
vera þakklát fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum með
þér. Ég lít á það sem algjör for-
réttindi að ná 80 ára aldri og
finnst yndislegt til þess að vita
að slíkt sé mögulegt, því við það
að missa föður sinn ung, þá hef
ég ávallt litið svo á lífið sé í dag
en ekki endilega á morgun. Ég
man hvað var gaman að stoppa í
Bessatungu hjá ykkur hjónum
þegar ég ferðaðist með pabba
og mömmu sem barn enda
ávallt líf og fjör á bænum. Við
Heiðbrá, Ólöf Rebekka og Þór-
ey Berta erum á margan hátt
líkar Addý. Höfum gaman af
skemmtunum, punta okkur og
safna því sem okkur er kært.
Það var um daginn sem vinkon-
ur mínar sögðu við mig hvort ég
þyrfti hjálp við að henda ein-
hverjum bollum og glösum. Það
er víst þannig í dag, að safna
miklu þykir mjög sérstakt og
það á við um okkur tvær.
Þegar Addý flutti í borgina
þá kynntumst við enn betur,
hún var mjög dugleg að spjara
sig, margir voru áhyggjufullir
um að það yrði henni erfitt en
nei, hún hafði rosalega gaman af
því að vera til, leika sér og stóð
sig vel. Gaf af sér og eignaðist
vini alveg eins og í sveitinni.
Gaman var að sjá gleðina þegar
við héldum upp á 70 ára afmæl-
ið, það var mjög gaman að geta
glatt Addý á þeirri merku
stundu.
Hún var einstök kona og af-
komendur geta verið stoltir af
því að hafa átt svona yndislega
mömmu, ömmu og tengda-
mömmu sem kvartaði ekki þó
hún hafi ávallt þurft að hafa
mikið fyrir hlutunum og gengið
í gegnum meira en nokkur móð-
ir getur hugsað sér að ganga í
gegnum. Það mótar mann svo
sannarlega fyrir lífstíð. Ey-
steinn var henni mjög kær og
það var yndislegt að sjá hvað vin-
átta þeirra óx með árunum. Hann
var hennar allra besti vinur og
missirinn var mikill þegar hann
lést. Minning lifir um ókomna
framtíð um frábæra frænku. Ég
votta öllum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Áslaug Ólafsdóttir og
fjölskylda.
Elsku frænka, það er sárt að
horfa á eftir þér en eitt sinn
verða allir menn að deyja og þú
náðir að verða áttræð og það er
ekki sjálfgefið. Það þekktir þú
vel sem móðir lítils drengs sem
dó af slysförum. Þú áttir lífshlaup
sem var ekki alltaf auðvelt en
tókst því sem að höndum bar og
hafðir styrk, trú og þrautseigju
þegar á reyndi. Þú áttir mörg góð
ár í Bersatungu með Eysteini og
sonum ykkar en tókst ákvörðun á
fullorðinsárum um að flytja til
Reykjavíkur þar sem þú hafðir
búið sem ung kona. Ég man að
þú sagðir mér sögur frá því þeg-
ar þú varst ung að vinna í Iðnó og
hafðir mikla ánægju af og kynnt-
ist þar mörgu skemmtilegu fólki
hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lífið
leiðir mann oft áfram og undir þú
þínum hag ágætlega í borginni,
vannst á Skjóli og stundaðir fé-
lags- og tómstundastarf á Vest-
urgötu og fórst að mála myndir
af miklum krafti, sem eru orðnar
ótrúlega margar og skreyta
veggi á heimilum vina og ætt-
ingja. Síðan leiddu örlögin þig
aftur vestur til Súgandafjarðar
þar sem Þóra systir þín var þín
stoð og stytta og við frændfólk
þitt tókum þér opnum örmum og
það var gott að fá þig aftur í
fjörðinn. Lífsins hringur lokaðist
þegar þú fluttir aftur í Dalina á
hjúkrunarheimilið Silfurtún þar
sem þið Eysteinn bjugguð í góðu
atlæti síðustu æviár ykkar
beggja. Ég átti þess kost að
koma reglulega við hjá þér á Silf-
urtúni og það voru alltaf fagn-
aðarfundir og kærleikur á milli
okkar. Þú varst ung brún á brá
með falleg brún augu og alltaf
var stutt í glettni og fallegt bros.
Þú varst félagslynd og hafðir
gaman af dansi og söng og ég
gleymi því ekki þegar við frænk-
urnar fórum upp á svið í Hnífsdal
á kosningavöku þar sem fram-
bjóðendur áttu að sprella eitt-
hvað og við sungum við undirleik
Óla í Ríó tríói „Vorið er komið og
grundirnar gróa “ og fórum létt
með það.
Nú gengur þú út í vorið á öðru
tilverustigi og hittir þar fyrir alla
þá sem hafa kvatt og þú hefur
elskað. Ég kveð þig með söknuði
og þakka allar góðu stundirnar
okkar saman. Öllum afkomend-
um þínum votta ég dýpstu samúð
og þakka starfsfólkinu á Silfur-
túni í Búðardal fyrir að hafa
hugsað vel um þig og góðar mót-
tökur.
Vorið er komið, og grundirnar gróa,
gilin og lækirnir fossa af brún,
syngur í runni, og senn kemur lóa,
svanur á tjarnir og þröstur í tún.
Nú tekur hýrna um hólma og sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin fer,
hæðirnar brosa og hlíðarnar dala,
hóar þar smali og rekur á ból,
lömbin sér una um blómgaða bala,
börnin sér leika að skeljum á hól.
(Jón Thoroddsen)
Guð geymi þig, frænka.
Lilja Rafney Magn-
úsdóttir alþingismaður.
Arndís
Þórðardóttir Hjartkær móðir okkar og amma,ÓLÖF PÁLSDÓTTIR
myndhöggvari,
lést miðvikudaginn 21. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 5. mars klukkan 15.
Hildur Helga Sigurðardóttir
Ólafur Páll Sigurðsson
Óðinn Páll Ríkarðsson
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
ÁSGEIR TÓMASSON
frá Reynifelli, Rangárvöllum,
síðast til heimilis að Kollabæ í
Fljótshlíð,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
23. febrúar. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 5. mars klukkan 13.00.
Fanney Tómasdóttir
Trausti Tómasson
Unnur Tómasdóttir Karl Reynir Guðfinnsson
Birgir Tómasson
og systkinabörn
Okkar ástkæri
SALÓMON GUNNLAUGUR GÚSTAF
KRISTJÁNSSON,
Erluhrauni 9,
Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeildinni í
Kópavogi 26. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
7. mars klukkan 13.
Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað en þeim er vildu
minnast hans er bent á Ljósið og Krabbameinsfélagið.
Ingibjörg Kjartansdóttir
G. Margrét Salómonsdóttir Júlíus Jóhannesson
Hulda S. Salómonsdóttir Steingrímur Ólason
Kjartan F. Salómonsson Kolbrún K.B. Alexandersdóttir
barnabörn og langafabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGA DAGMAR KARLSDÓTTIR,
Lönguhlíð 3, Reykjavík,
lést sunnudaginn 25. febrúar á
Landspítalanum við Hringbraut.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 12. mars
klukkan 13.00.
Helga Karitas Nikulásdóttir
Einar Nikulásson
Karl Kristján Nikulásson Sólrún Valdimarsdóttir
Þuríður Ingunn Nikulásdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
WALTER KETEL
matreiðslumeistari,
Eskivöllum 9a, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 24. febrúar.
Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 12. mars
klukkan 13.
Kristjana S. Ólafsdóttir
Andreas Ólafur Ketel Elín Karol Guðmundsdóttir
Róbert Veigar Ketel Inga Dröfn Sváfnisdóttir
Hugrún Helga Ketel Óðinn Ólafsson
barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir og afi,
LOFTUR ALTICE ÞORSTEINSSON
verkfræðingur,
Laugarásvegi 4,
sem andaðist á gjörgæsludeild
Landspítalans aðfaranótt mánudags
26. febrúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
6. mars klukkan 15.
Sigríður C. Victorsdóttir
Arnar Þór Sveinsson
Kolbrún Arnarsdóttir
Kári Arnarsson
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ELÍSABET INGÓLFSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést þriðjudaginn 27. febrúar á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer
fram í Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 8. mars klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að styðja starfsemi
UNICEF á Íslandi.
Ingólfur Arnarsson Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Þorlákur Jón Ingólfsson
Indriði Arnar Ingólfsson
Ragnar Steinn Ingólfsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR HELGA ÍVARSDÓTTIR,
Hátúni 8,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. febrúar.
Útför hennar fer fram í Langholtskirkju
þriðjudaginn 6. mars klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna.
Guðrún Stefanía Guðjónsd. Sigurður V. Gunnarsson
Sólrún Ása Guðjónsdóttir Rúnar Friðgeirsson
Vignir Guðjónsson Guðný Atladóttir Hraunfjörð
Guðjón Guðjónsson Margrét Grétarsdóttir
barnabörn og langömmubörn