Morgunblaðið - 03.03.2018, Side 41

Morgunblaðið - 03.03.2018, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Sérfræðingur á sviði ferskvatnslífríkis Hafrannsóknastofnun óskar eftir sérfræðingi til starfa við rannsóknir á fiskum í ám og vötnum. Markmið starfsins er að bæta grunn vísindalegrar þekkingar um vistfræði fiska í fersku vatni á Íslandi þ.m.t. áhrif umhverfisþátta og nýtingar sem leiði til verndar og sjálfbærrar nýtingar stofna. Menntunar- og hæfniskröfur Umsækjandi skal hafa meistara- eða doktorspróf í fiskifræði eða skyldum greinum. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á sviði lífríkis í ferskvatni og reynslu af rannsóknarvinnu. Þá þarf umsækjandi að hafa hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu og færni í mannlegum samskiptum. Í umsókn skulu vera upplýsingar um menntun (afrit af próf- skírteinum) og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda sem leita má til varðandi frekari upplýsingar. Um er að ræða fullt starf og heyrir staðan undir sviðsstjóra ferskvatnslífríkis. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og nöfnum tveggja meðmælenda skulu sendar á póstfangið umsokn@hafogvatn.is eða skilað á skrifstofu Hafrannsókna- stofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Konur, jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri (kristin.helgadottir@hafogvatn.is) og Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis (gudni.gudbergsson@hafogvatn.is) Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni. Þrjár stöður sérfræðinga á sviði uppsjávarlífríkis Breytingar á hafstraumum og sjávarhita við Ísland á undanförnum áratugum hafa haft áhrif á göngur og útbreiðslu margra fiskistofna. Þessi áhrif eru sérstaklega áberandi hjá uppsjávarfiskum og hefur m.a. haft veruleg áhrif á göngumynstur og útbreiðslu loðnu. Hafrannsóknastofnun auglýsir því eftir sérfræðingum í neðangreindar stöður. Um er að ræða fullt starf í öllum tilvikum með starfsstöð í Reykjavík og heyra stöðurnar undir sviðsstjóra uppsjávarlífríkis. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og viðeigandi stéttarfélags. Sérfræðingur í uppsjávarfiskum Starfið felst m.a. í gerð rannsóknaáætlana, umsjón með rannsóknum, skipulagningu og þátttöku í rannsóknaleiðöngrum, úrvinnslu gagna og skrifum um niðurstöður. Unnið er að mestu í teymisvinnu en viðkomandi þarf einnig að geta unnið sjálfstætt við úrvinnslu og greiningu gagna sem og greinaskrif. Menntunar- og hæfniskröfur Umsækjandi skal hafa meistara eða doktorspróf í fiskifræði, líffræði eða skyldum greinum. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu í notkun bergmálsmæla og úrvinnslu bergmálsgagna sem nýtist við magnbundið mat á stofnstærð fiskistofna (fisheries acoustics). Þá þarf umsækjandi að hafa hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu og færni í mannlegum samskiptum. Í umsókn skulu vera upplýsingar um menntun (afrit af prófskírteinum) og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda sem leita má til varðandi frekari upplýsingar. Sérfræðingur í bergmálstækni Starfið felst í þátttöku og úrvinnslu gagna í leiðöngrum sem og umsjón með viðhaldi og kvörðun bergmálsmæla sem notaðir eru til rannsókna á lífríki sjávar. Einnig skal starfsmaðurinn annast úrvinnslu gagna í landi, samantektir á niðurstöðum og skrifum. Í starfinu felst jafnframt að fylgjast vel með þróun í mælitækni og hugbúnaði og annast umsjón með nauðsynlegu viðhaldi mælitækja. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi, Þá þarf umsækjandi að hafa hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu og færni í mannlegum samskiptum. Reynsla í notkun bergmálsmæla er mikill kostur. Í umsókn skulu vera upplýsingar um menntun (afrit af prófskírteinum) og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda sem leita má til varðandi frekari upplýsingar. Sérfræðingur í líkanagerð Starfið felst meðal annars í gerð líkanna sem lýsa göngum og dreifingu uppsjávarfiskistofna, tengslum afræningja sem og áhrifum annarra umhverfis- og vistfræðiþátta á fiskistofna. Viðkomandi þarf einnig að taka þátt í teymisvinnu í rannsóknaleiðöngrum þar sem söfnun gagna fer fram. Menntunar- og hæfniskröfur Umsækjandi skal hafa doktorspróf í fiskifræði, stærðfræði, líkanagerð, tölfræði, líffræði eða skyldum greinum. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi mikla þekkingu á tölvuvinnslu og líkanagerð. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja þekkingu á uppsjávarfiskum. Þá þarf umsækjandi að hafa hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu og vera góður í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars n.k. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og nöfnum tveggja meðmælenda skulu sendar á póstfangið umsokn@ hafogvatn.is eða skilað á skrifstofu Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Konur, jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri (kristin.helgadottir@hafogvatn.is) og Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis (thorsteinn.sigurdsson@hafogvatn.is) Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni. ÍS L E N S K A S IA .I S I T S 8 77 15 0 3/ 18 Matreiðslumaður Viðkomandi mun leiða starfsemina og taka þátt í mótun hennar. Við leitum að öflugu og jákvæðu fólki í stöðu matreiðslumanns og matráðs í nýtt mötuneyti starfsmanna í flugskýli okkar. Mötuneytið er nýtt og öll aðstaða til fyrirmyndar. HÆFNISKRÖFUR: I Réttindi og reynsla I Góð íslensku- og enskukunnátta I Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð I Góð samskiptafærni I Útsjónarsemi og þjónustulund I Skilningur á gæðamatreiðslu I Skilningur á rekstri og kostnaði I Góð öryggisvitund STARFSSVIÐ: I Yfirumsjón með eldhúsi I Ábyrgð á starfsmönnum eldhússins I Innkaup og birgðastýring I Umsjón kostnaðar- og rekstraráætlunar í samstarfi við stjórnendur I Matargerð Matráður HÆFNISKRÖFUR: I Reynsla sem matráður eða úr sambærilegu starfi I Góð íslensku- og enskukunnátta I Sjálfstæð og öguð vinnubrögð I Góð öryggisvitund Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 11. mars nk. STARFSSVIÐ: I Undirbúningur máltíða og frágangur I Matargerð Gott væri að viðkomandi aðilar gætu hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita: Einar Már Guðmundsson I forstöðumaður viðhaldsþjónustu I einarmg@its.is Sveina Berglind Jónsdóttir I mannauðsstjóri I sveinaj@icelandair.is MATREIÐSLUMAÐUR OG MATRÁÐUR í nýtt mötuneyti hjá viðhaldsþjónustu Icelandair í Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.