Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 51
DÆGRADVÖL 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 OCEAN MIST Modus Hár og Snyrtistofa Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki Ocean Mist er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Verð 2.560 kr. Sjá nánar á harvorur.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óvenju hætt við að hug- myndir þínar verði kveðnar í kútinn í dag. Þú þarft að leggja talsvert á þig til þess að hjálpa vini þínum sem leitar til þín í vand- ræðum sínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Einbeittu þér að verkefnum sem eru mikilvæg, þótt þau séu kannski ekki brýn. Þú getur komist að óvæntum leyndarmálum í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stórkostlegt samband ýtir undir velsæld en slæmur ráðahagur gerir hið gagnstæða. Vandaðu því framgöngu þína í hvívetna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er hentugur tími til að ganga frá lausum endum og ljúka hálfkláruðum verkum. Fólk verður að læra að taka ábyrgð á sér sjálft; þú átt ekki að stjórna öllu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki draga fljófærnislegar ályktanir eða dæma aðra á næstu vikum, ekki er víst að allar forsendur séu deginum ljósari. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Verkefnin leysast ekki af sjálfu sér og þú býrð yfir þeirri þekkingu sem þarf til að leysa þau. Sýndu frumkvæði því að þú átt góða möguleika á að láta drauma þína ræt- ast. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvörð- un og skalt gefa þér tíma til þess að velta málinu fyrir þér. Boltinn er í þínum höndum og því er best að koma sér að verki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sá sem vill ólmur koma skoð- unum sínum á framfæri við aðra verður að vera viðbúinn gagnrýni. Biddu um hjálp og búðu þig undir stuðninginn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mál tengd ferðalögum geta veitt þér ánægju eða gróða í dag. Ef þú gefur þér tíma til að hlusta geturðu komast að ein- hverju nýju um þína nánustu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú nýtur svo mikillar velgengni í fjármálunum þessa dagana að þú átt erfitt með að treysta því að hún sé varanleg. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagskrá þín krefst þess að þú gerir margt í einu, en samt ekki alltaf. Það er upplagt að eyða smá tíma í það að sýna sig og sjá aðra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eitt er víst að fólk getur treyst þér og það gerir það. Vertu reiðubúinn til þess að rétta öðrum hjálparhönd, þú getur reitt þig á aðstoð annarra, þegar þú þarft á að halda. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Fögrum rómi syngur sá.. Sveinar allir bera. Ef depla auga, drep ég þá. Drengstauli mun vera. Harpa á Hjarðarfelli sendir þessa lausn: Nú ég vaskinn var að gera. Víða leynast bitlingar. Hérna ugglaust eiga að vera ýmiskonar tittlingar. Helgi R. Einarsson svarar: Á þinginu nú þrefað er um þessa og hina bitlinga meðan Vísnahornið hér hugsar mest tittlinga. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Snjótittlingar tísta í takt. Úr tittling pissið hellist. Drep tittlinga, hrekk víst hratt, ef hurð stráktittlings skellist. Sigmar Ingason leysir gátuna þannig: Hvað skyldi meina höfundurinn snjalli? Mitt hugboð er að þetta hljóti að vera þessi sem nú er þrefað um á þingi að þar megi ekki framan af neitt skera. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Tittlingurinn syngur sætt að vana. Sveinar allir tittling á sér bera. Ef depla auga, drep ég tittlingana. Drengur lítill tittlingur mun vera. Þá er limra: Tittlinga drepur hún Tóta, þó tittlinga vart muni skjóta, sem heima við bæ halda sig æ, né hina á milli fóta. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Árla dags á ferli fljótt feta um sjávarbakka, lítil gáta lifnar skjótt, læt ég hana flakka: Græðir illa gróin lönd. Gengur inn af fjarðarströnd. Lina þínar þrautir má. Þekur götin stór og smá. Ég fékk sendan hákarl að norð- an svo að þetta stuðlafall rifjaðist upp: Komdu sæl, mín kjaralds ausu Nanna. Hvernig líður högum þín, hákarls grútar liljan fín? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margt má um tittlinga segja Í klípu „ÉG HEF UNNIÐ HÉRNA Í MÖRG ÁR. ÓLST NÁNAST UPP Í ÞESSU FYRIRTÆKI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ER ÞETTA KJÓLLINN ÚR BRÚÐKAUPSFERÐINNI OKKAR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ég var með þér undir stjörnubliki. … HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÞETTA? HVA…? TÚN- FISKUR! ÞAÐ ER STAÐLAÐA SVARIÐ SEM ÉG GEF ÞEGAR ÉG HEF EKKI VERIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ ÞAÐ ER SATT! ÞEGAR HÆTTUSTUND NÁLGAST, SÉRÐU LÍF ÞITT BIRTAST ÞÉR Á ÖRSKOTSSTUNDU! ÉG ÞARF AÐ BIÐJA GRÉTU FANNDAL AFSÖKUNAR FYRIR AÐ HAFA GRÆTT HANA Í LEIKSKÓLANUM! Víkverji er nýlega byrjaður aðstunda svokallað heitt jóga, sem er eins og nafnið gefur til kynna jóga sem stundað er í heitum sal. Þetta er kannski ekki jóga fyrir hreintrúaða því til dæmis er spiluð tónlist meðan á jógatímanum stendur. Víkverji hefur prófað ýmiss konar jóga og líkar þetta bara ágætlega vel. x x x Það er ekki ofsögum sagt að sal-urinn sé heitur, þetta er eins og að stunda líkamsrækt í hitabylgju í Suður-Frakklandi. Víkverji spilaði einu sinni tennis um miðjan daginn í Frakklandi á heitum degi um sumar, Íslendingurinn í honum botnaði ekk- ert í því af hverju það voru lausir tennistímar í hádeginu. Þegar byrj- að var að spila varð svarið augljóst; það var alltof heitt til að spila í há- deginu. x x x Fólk fer hinsvegar sjálfviljugt íjógað í heitum sal. Líkast til er hitinn ekki nauðsynlegur en hann gerir það að verkum að tíminn sem fer í líkamsræktina virðist nýtast mjög vel, manni líður eins og maður sé að taka vel á, að minnsta kosti miðað við svitann sem lekur niður. x x x Í jóga reynir Víkverji, eins og vænt-anlega flestir, bara að einbeita sér að sjálfum sér og loka augunum þeg- ar hægt er. Þrátt fyrir það kemst maður ekki hjá því að sjá til ná- grannanna á næstu dýnu. Miðað við grannana í síðustu tímum sem Vík- verji hefur mætt í er ótrúlega hátt hlutfall þeirra sem stunda heitt jóga með húðflúr. Annað hvort það eða að það eru svona margir með húðflúr, maður veit bara ekki af því þar sem fólk er alltaf svo mikið klætt. Í jóga í heitum sal reynir fólk auðvitað að vera í sem fæstum spjörum svo húð- flúrin koma í ljós. x x x Eftir tíma í heitu jóga veit Víkverjifátt betra en að fara í heitan pott. Sundlaugarnar okkar eru stór- kostleg auðlind fyrir almenning, staður þar sem hægt er að rækta lík- ama og sál, rétt eins og í jóga. vikverji@mbl.is Víkverji Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. (Sálmarnir 36.8)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.