Morgunblaðið - 03.03.2018, Page 60

Morgunblaðið - 03.03.2018, Page 60
LAUGARDAGUR 3. MARS 62. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Brynja og Þórhallur létu … 2. Andlát: Stefán Kristjánsson 3. Allir sakfelldir í Glitnismáli 4. „Allt saman rosalegt drama“  Nokkur blásarasóló íslenskra meistara verða flutt á morgun í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Ásjónur hjarð- pípuleikaranna. Þá leika þær Eydís Franzdóttir óbóleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Pamela De Sensi sem leikur á altflautu og kontrabassaflautu verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Svein Lúðvík Björnsson, Steingrím Þórhallsson og Hafdísi Bjarnadóttur. Ásjónur hjarðpípu- leikaranna í 15:15  Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari og Edda Er- lendsdóttir píanó- leikari halda tónleika á morgun í röðinni Sígildir sunnudagar í Norðurljósasal Hörpu. Þær flytja verk fyrir selló og píanó sem spanna breitt tímabil en eiga sameiginlegt að vera ljóðræn. Ljóðræn verk fyrir selló og píanó  Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir fagna vorkom- unni með norrænum sönglögum á tónleikum í Tíbrár-röðinni í dag kl. 16 í Salnum. Þær munu meðal annars flytja lög eftir E. Grieg, J. Sibelius, Jórunni Viðar og frumflytja lög eftir Guðmund Emilsson. Álfheiður og Eva fagna vorkomunni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan- og norðanátt, víða 8-15 m/s, en 15-20 í vind- strengjum suðaustanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag Norðaustan 5-13 m/s. Víða létt- skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu en skýjað með köflum eða alskýjað og él norðan og austan til, einkum með norðurströndinni og á annesjum austan til. Frost víða 0 til 6 stig yfir daginn en kaldara að næturlagi. Frost herðir þegar líður á vikuna. Tvær 17 ára og alls sex leikmenn 20 ára eða yngri voru í byrjunarliði Ís- lands gegn Japan, silfurliði HM, í Alg- arve-bikarnum í knattspyrnu í gær. Japan vann leikinn 2:1 með sigur- marki undir lokin, eftir að Glódís Perla Viggósdóttir hafði jafnað metin korteri fyrir leikslok. Ísland er því með 1 stig fyrir lokaleik sinn í riðla- keppni mótsins. »4 Margar ungar nálægt frábærum úrslitum Chaz Williams, bandarískur leikmaður körfuknattleiks- liðs Þórs í Þorlákshöfn, er flæktur í umfangsmikið hneykslismál í bandaríska háskólakörfuboltanum. Al- ríkislögreglan, FBI, er með málið til rannsóknar. Þetta er meðal þess sem Benedikt Guðmundsson fjallar um í pistli sínum eftir 20. um- ferð Dominos-deildar karla sem lauk í gær. 2 Þórsari er flæktur í FBI-mál Íslandsmeistarar Esju í íshokkíi karla, sem eru á leið í úrslitaeinvígi um meistaratitilinn á nýjan leik ætla að hætta keppni að loknu þessu tíma- bili. Félagið fær ekki aðstöðu til að byggja upp starfsemi fyrir börn og unglinga, eða vera með kvennalið. Formaður Íshokkísambands Íslands segir að aðstöðuleysi íþróttarinnar sé rauði þráðurinn í málinu og þetta sé enn eitt ákallið um að það vanti fleiri skautahallir. »1 Meistararnir hætta vegna aðstöðuleysis Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ragnheiður Martha Jóhann- nesdóttir er óvenjulegur læknir. Hún stundar nú fyrst íslenskra kvenna sérnám í hjarta- og lungna- skurðlækningum, einni vandasöm- ustu grein læknisfræðinnar. Þetta er nám sem krefst fíngerðra hreyf- inga, nákvæmni og þolinmæði og þess vegna kemur það kannski mörgum á óvart að meðfram þessu stundar hún kraftlyftingar og mót- orsport og hlustar á þungarokk. Engin venjuleg kona! Ragnheiður náði þeim áfanga í síðustu viku að gera sína fyrstu sjálfstæðu hjartaskurðaðgerð á Norrlands-háskólasjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð. „Þegar við fórum í aðgerðina sagði leiðbeinandi minn, Fredrik Holmner hjartaskurðlækn- ir, að ég skyldi byrja og svo sæju þeir til hvort ég héldi áfram og klár- aði. Það varð úr að ég stýrði þessu alveg til enda og það er stór áfangi hjá mér,“ sagði Ragnheiður í samtali við Morgunblaðið í gær. Áður hafði hún stýrt nokkrum minni lungna- aðgerðum og hluta hjartaskurð- aðgerða á sjúkrahúsinu. Ragnheiður, sem er 31 árs gömul, lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 2010. Eftir það starfaði hún m.a. á Landspítalanum og háskólasjúkra- húsinu í Uppsölum í Svíþjóð og á heilsugæslustöð þar úti. Hún valdi sér hjarta- og lungnaskurðlækn- ingar sem sérfag en varð að bíða nokkurn tíma áður en hún fékk fasta sérnámsstöðu. Þessa grein lækn- isfræðinnar er aðeins hægt að stunda á sjúkrahúsum og lítið um laus pláss. Upphaflega var henni boðið að koma í hálft ár til reynslu á Norrlands-háskólasjúkrahúsinu, en henni gekk vel og snemma árs í fyrra var henni boðin föst náms- staða. Hún segist vonast til að ljúka sérfræðináminu á næstu tveimur til þremur árum. „Hvort ég kem heim til starfa eft- ir það veit ég ekki núna,“ segir Ragnheiður. „Ég hef ekkert mátt vera að því að hugsa um það og mað- ur veit svo sem ekkert hvernig líf manns verður þegar þessu sérnámi lýkur.“ Með henni úti í Umeå er mað- urinn hennar Benjamín Már Þor- grímsson sem starfar í bygging- argeiranum og á heimilinu hafa þau hund. Sautján ára gamall sonur Benjamíns er heima. Vinnudagarnir hjá Ragnheiði eru langir og geta verið ansi þreytandi. Hún segir að unnið sé á sólarhrings- vöktum, 24 klukkustundir í senn. Við skurðaðgerðir, sem eru ein til tvær á dag, þarf hún að standa í þrjár til átta klukkustundir í senn. „Maður þarf að vera góður í skrokknum til að halda þetta út,“ segir Ragnheið- ur. Hún heldur sér í formi með því að fara reglulega í ræktina nokkrum sinnum í hverri viku. Þar er hún reyndar enginn viðvaningur því hún hefur margsinnis keppt í kraftlyft- ingum. Fyrir nokkrum árum lenti hún í öðru sæti í keppni um titilinn „sterkust íslenskra kvenna“. Hún hefur líka ánægju af mótorsporti eins og maðurinn hennar sem hefur keppt í því og hún segist hlusta mik- ið á þungrokk. Í fyrrahaust fóru þau Benjamín á tónleika hjá Rolling Stones og skemmtu sér vel. Það má því segja að lífið leiki við þessa dug- miklu konu sem numið hefur nýjar lendur fyrir stallsystur sínar heima á Íslandi. Rokkandi hjartaskurðlæknir  Er einnig í kraftlyftingum og mótorsporti Ljósmynd/Úr einkasafni Aðgerðin Ragnheiður Martha gerði sína fyrstu sjálfstæðu hjartaskurðaðgerð á föstudag í vikunni sem leið. Læknirinn Ragnheiður ánægð að lokinni vel heppnaðri skurðaðgerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.