Morgunblaðið - 31.03.2018, Page 20
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Í okkar huga skal rétt vera rétt,“
segja þrjár konur sem sátu í
stjórn Vísindasjóðs Félags fram-
haldsskólakennara (FF) og Félags
stjórnenda í framhaldsskólum
(FS) um nokkurra ára tímabil.
Þær hafa síðustu ár átt í stappi
við stjórn Kennarasambands Ís-
lands (KÍ) vegna tuga milljóna
sem þær segja að KÍ skuldi í Vís-
indasjóðinn sem er endurmennt-
unarsjóður framhaldsskólakenn-
ara og stjórnenda í
framhaldsskólum. Formenn FF
hafa tekið slaginn fyrir stjórn KÍ
gegn kjörnum fulltrúum sem
gegna trúnaðarstörfum fyrir sjóð-
inn, að þeirra sögn. Svo langt hef-
ur deilan gengið að hún hefur
bæði farið til sérstaks saksóknara
og fyrir héraðsdóm.
Linda Rós Michaelsdóttir og
Þórey Hilmarsdóttir voru kosnar í
stjórn Vísindasjóðs árið 2008 og
Erla Elín Hansdóttir 2014 ásamt
öðrum, þá var Þórey hætt í
stjórninni og Linda varð varamað-
ur. Erla Elín varð formaður sjóðs-
ins og lítur svo á að hún sé það
ennþá þó svo stjórn FF hafi bolað
henni í burtu árið 2016 og kosið
nýtt fólk í sjóðsstjórn á aukaað-
alfundi. Sá fundur virðist hafa
vera ólöglega boðaður og ný
stjórn því ekki löglega kosin, eins
og kom fram í dómsorði héraðs-
dóms í nóvember.
Deilan spannar mörg ár
Forsagan er löng og spannar
mörg ár en árið 2010, þegar Þórey
hefur tekið við formennsku sjóðs-
ins, biður endurskoðandi stjórn
sjóðsins um að staðfesta tilurð
samnings milli KÍ og sjóðsins um
aðstöðugjald í KÍ húsi en sjóð-
urinn var í þjónustu þar. Þá kem-
ur í ljós að það hafði verið gerður
munnlegur samningur um að-
stöðugjaldið og svo virðist sem
aldrei hafi verið samið um upp-
hæðir. Þær leituðu ráða hjá
Ríkisendurskoðanda sem sagði að
munnlegur samningur gilti ekki.
„Það var KÍ sem ákvað hver
upphæðin var sem Vísindasjóður
greiddi fyrir aðstöðuna og fór
sjálft í sjóðinn og tók hana út.
Sjóðsstjórnin fékk hvergi að koma
nálægt því,“ segir Linda. „Við
ákváðum að fá hreyfilista sjóðsins
nokkra mánuði aftur í tímann í
bankanum og okkur brá þegar við
sáum að iðgjöld félagsmanna FF,
sem komu inn í sjóðinn í kringum
tíunda hvers mánaðar, voru tekin
út samdægurs og færð inn á
reikning KÍ. Við fengum þær
skýringar frá KÍ að það þyrfti að
gera þetta til að stemma af en það
þarf ekki að millifæra peninga til
að stemma reikninga í bókhaldi af.
Upphæðin var svo borguð til baka
í lok mánaðarins en aldrei neinir
vextir og yfirleitt ekki sama tala
og var tekin út. Við bárum þetta
undir Ríkisendurskoðanda sem
sagði þetta rýrnun á sjóðnum sem
við yrðum að skoða. Þetta var árið
2011 og þegar við báðum um að fá
að sjá bókhaldið til að finna skýr-
ingu á þessu fengum við þau svör
hjá KÍ að það kæmi ekki til
greina. Eftir nokkrar árangurs-
lausar tilraunir við að fá bókhaldið
leitum við aftur til Ríkisend-
urskoðenda sem sagði að það eina
í stöðunni væri að leita aðstoðar
lögfræðings. Við gerum það og
lögfræðingurinn fór fram á bók-
haldið og aðgang að bankareikn-
ingnum. Hann fær útprentaða
hreyfingalista úr bókhaldinu en
við vildum fá frumgögnin, þ.e
skilagreinar sem verða til hjá
vinnuveitanda, til að bera saman
frumgögn og bókhald. Það tók
nokkur ár að fá þau,“ segja Linda
og Þórey.
Á sama tíma er gjaldkeri sjóða
KÍ beðinn um að hætta að taka ið-
gjöldin út úr Vísindasjóði og
leggja inn á reikning KÍ, því hann
hafði ekki heimild til þess. „Það er
hundsað og við endum á að taka af
honum prókúruna. Í kjölfarið
ákveður stjórn KÍ að vísa okkur út
úr húsnæðinu og allri þjónustu við
sjóðinn,“ segir Linda. Áður hafði
stjórn KÍ bókað á stjórnarfundi að
vinnubrögð stjórnar Vísindasjóðs
væru hörmuð vegna þess að sjóðs-
stjórnin leitaði ráða utan KÍ húss-
ins vegna bókhaldsins.
Nokkur alvarleg atriði
Í Félagi framhaldsskólakennara
eru hátt á annað þúsund manns og
í kringum 200 milljónir sem renna
í gegnum Vísindasjóðinn á ári. Ár-
ið 2014 verða stjórnarskipti í FF
þegar Guðríður Arnardóttir er
kosinn formaður. Á sama aðalfundi
er skipt um fulltrúa í stjórn Vís-
indasjóðs; Erla Elín Hansdóttir er
kosin í stjórn ásamt öðrum og
Linda er til vara.
Stjórn Vísindasjóðs gefur sig
ekki með að fá bókhald sjóðsins og
2014 er beiðni þess efnis tekin fyr-
ir í sáttarferli hjá héraðsdómi.
Fyrir tilstuðlan dómara afhendir
KÍ bókhaldsgögnin. „Þá sáum við í
fyrsta skipti hvernig farið hafði
verið með fjármunina,“ segir Erla
Elín. Þórey bætir við að fyr-
irkomulagið á fjármálunum þarna
sé frekar skrítið. „Það má ætla að
það fari á fjórða milljarð í gegnum
KÍ í iðgjöld á ári, það fer inn á
miðlægan reikning og svo útdeila
þeir. Ef þú hefur ekki skilagrein-
arnar veistu ekkert hvað tilheyrir
þínum sjóði eða þínu félagi.“
Þær voru heillengi að fara yfir
þá pappíra sem þær fengu en
komust fljótt að nokkrum atriðum.
„Númer eitt höfðu vextirnir aldrei
skilað sér af þeim upphæðum sem
KÍ tók út úr Vísindasjóð inn á eig-
in reikning. Númer tvö slumpaði
gjaldkeri sjóða KÍ á útborganir KÍ
til sjálfs sín úr sjóðnum. Einnig
var iðgjöldum skilað í skil-
greindum greiðslum og ósundurl-
iðað, oft löngu eftir að greiðslur
bárust KÍ frá vinnuveitendum. Á
þessu fengum við þá munnlegu
skýringu frá skrifstofustjóra KÍ að
það væri verið að vinna hitt og
þetta fyrir sjóðinn sem þyrfti að
borga fyrir. Það er allt í lagi en
við vildum sjá reikninginn fyrir
því í bókhaldinu, ekki einhverjar
óútskýrðar slumpgreiðslur. Í
þriðja lagi sáum við að félagar í
öðrum sjóðum KÍ, ekki í FF eða
FS, voru að fá greitt úr Vís-
indasjóði. Það fólk borgaði iðgjald
í annan sjóð þannig að það átti
engin réttindi hjá okkur. Í fjórða
lagi vantaði 0,22% upp á skila-
greinar frá einum stærsta fram-
haldsskólanum yfir nokkurn tíma,
eða um þrjár milljónir.
Í fimmta lagi sáum við að
starfsfólki KÍ-hússins hafði verið
boðið út að borða með mökum og
keyptar gjafir fyrir pening úr Vís-
indasjóði án þess að þau útgjöld
hefðu verið borin undir stjórn
sjóðsins. Þegar við reiknuðum alla
þessa liði saman voru þetta orðnar
ansi margar milljónir sem vantaði
í Vísindasjóð,“ telur Linda upp.
Með aðstoð endurskoðenda er
þetta allt tekið saman og farið
með til sérstaks saksóknara til að
fá úr því skorið hvort um lögreglu-
mál væri að ræða. Í mars 2016
kemur málið þaðan og er kæru-
liðunum vísað í einkamál. Þær
segja að sérstakur saksóknari hafi
séð eitthvað að vinnubrögðunum á
meðan formaður FF túlkaði þetta
sem svo að málinu hafi verið vísað
frá. Stjórn FF boðar til auka-
aðalfundar og gefur Guðríður for-
maður til kynna á netinu að kjósa
eigi nýja stjórn Vísindasjóðs.
„Það er hvergi til bókstafur um
auka-aðalfund í lögum FF. Það á
að kjósa fulltrúa FF í stjórn vís-
indasjóðs á reglulegum aðalfundi
sem var síðast 2014 og er næst
vorið 2018. Það var ágreiningur
um lögmæti þessa auka-aðalfundar
og stjórn Vísindasjóðs lagði fram
tvö lögfræðiálit sem bæði gengu út
á að fundurinn væri ólöglegur.
Hann er samt haldinn í apríl 2016
og þar er sótt talsvert að okkur,“
segir Erla Elín en þær sitja
áfram. Um haustið er haldinn
fundur stjórnar Vísindasjóðs, FF
og FS og þegar honum er form-
lega lokið er Erla Elín þvinguð til
áframhaldandi fundarsetu með
stjórn FF þar sem er þrýst á hana
að segja af sér með óhróðri og sví-
virðingum. Hún stenst álagið enda
taldi hún sig vera að sinna sínum
skyldum af trúnaði og samvisku-
semi. „Það gengur ekki nógu vel
að bola mér úr formannsstólnum
svo það er boðað til annars auka-
aðalfundar í nóvember 2016 og þar
sem eru kosnir tveir nýir menn í
stjórn Vísindasjóðs. Við við-
urkenndum ekki þennan fund enda
var hann ólöglegur,“ segir Erla
Elín.
Dómur hafnar kröfu FF
Eftir aukaaðalfundinn hafði for-
maður FF samband við Íslands-
banka, sem þjónustaði sjóðinn, og
krafðist þess að prókúran yrði
færð yfir til KÍ. „Íslandsbanki
hafði áður sagt að ef tilkall um
prókúru kæmu frá fleiri aðilum
myndi bankinn loka reikningnum
og ekki opna fyrr en fyrir lægi
staðfesting á því hver ætti tikall til
prókúrunnar. Það gerði bankinn
ekki en afhenti prókúruna út á
undirskrift umboðslauss aðila og
bráðabirgðafundargerð aukaað-
alfundar, sama fundar og héraðs-
dómari úrskurðaði síðar að hefði
ekki verið boðaður löglega,“ segir
Linda.
Erla Elín og Linda líta svo á að
þær séu löglega kjörin stjórn Vís-
indasjóðs og halda eftir fjárhags-
bókhaldinu og öðrum eigum sjóðs-
ins. Formaður FF krefur þær um
gögnin og endar það mál hjá hér-
aðsdómi síðastliðið vor. Niðurstaða
kom í nóvember þar sem kröfu FF
um að þær afhendi bókhald og eig-
ur Vísindasjóðs er hafnað. Þá er
FF gert að greiða allan máls-
kostnað. „Dómstóllinn leit svo á að
ekki hefði verið sýnt fram á það
með óyggjandi hætti að rétt hafi
verið boðað til auka-aðalfundarins
þar sem ný stjórn Vísindasjóðs var
kosin. Þeir töldu auka-aðalfundin
ekki lögmætan,“ segir Linda.
Staðan núna er sú að þær hafa
rukkað mennina sem sitja nú á
Vísindasjóði um öll gögn sjóðsins
og ætla að halda áfram sem stjórn
sjóðsins fram að næsta aðalfundi
FF í apríl. „Stjórnir KÍ og FF
lúta ekki dómi og líta ekki á Erlu
Elínu sem formann. Hvers konar
fordæmisgildi er það ef formaður í
stéttarfélagi getur boðað til auka-
aðalfundar utan laga til þess að
losa sig við starfsmann eða trún-
aðarmann félagsmanna, sem er
kosinn réttilega á aðalfundi, af því
að henni hugnast hann ekki,“ spyr
Linda.
Berjast fyrir betri vinnubrögðum
Þrjár konur sem setið hafa í stjórn endurmenntunarsjóðs FF og FS berjast fyrir því að bókhaldið
sé rétt Segja KÍ skulda sjóðnum tugi milljóna Reynt var að bola þeim í burtu á auka-aðalfundi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vísindasjóður Þórey Hilmarsdóttir, Erla Elín Hansdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir hafa staðið í baráttu við
stjórn KÍ og stjórn FF til að fá útskýringar á ýmsu í bókhaldi Vísindasjóðs við slæmar undirtektir.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Vantar þig
rafvirkja?
Þú finnur allt á
FINNA.IS
Spurðar hvað hinum almenna
félagsmanni FF finnist um
þetta mál svarar Linda að
um leið og farið sé að tala
um bókhald missi fólk áhug-
ann, skipti engu þó fé-
lagsmönnum sé bent á að
þeir eigi inni margar millj-
ónir hjá KÍ.
„Það versta er að formað-
ur FF tók sér leyfi til að af-
skrifa þessar skuldir KÍ
gagnvart Vísindasjóði,
nokkra tugi milljóna frá fé-
lagsmönnum FF. Áður en
Guðríður fór í kosningabar-
áttu til formanns KÍ nýverið
hélt hún fund með stjórn KÍ
þar sem hún sagði að þeir
þyrftu ekkert að borga þetta,
um leið viðurkenndu hún og
stjórnin skuldirnar. Það hafa
nokkrir orðið brjálaðir yfir
þessu en hinn almenni fé-
lagsmaður gefur sér ekki
tíma til að setja sig inn í
málið.“
Afskrifaði
skuldirnar
TUGIR MILLJÓNA