Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Til að gera langa sögu stutta er
óhætt að segja að við höfum orðið
vitni að kraftaverki nánast hvern
einasta dag. Bati íbúanna var
mjög skjótur. Í rauninni hófst
hann með tækifærinu til að hafa
áhrif á eigið líf, hafa áhrif á þjón-
ustuna og hafa valkosti,“ segir
Jóna Jóhanna Sveinsdóttir, deild-
arstjóri og starfandi forstöðumað-
ur í búsetuþjónustu geðfatlaðra að
Sléttuvegi 9. Hún lýsir breyting-
unni sem varð fyrir sautján árum
þegar íbúðakjarninn var stofnsett-
ur og íbúarnir fluttu af Kleppi þar
sem þeir höfðu búið árum saman
þótt meðferð væri lokið.
Átján íbúðakjarnar í borginni
Íbúðakjarninn á Sléttuvegi er
fyrsta íbúðasambýlið fyrir geðfatl-
aða í Reykjavík og var rekið á
vegum svæðisskrifstofu um mál-
efni fatlaðra. Það var stofnað
vegna þrýstings frá hagsmuna-
samtökum og aðstandendum.
Ákveðið var að útskrifa fólkið af
Kleppi og skapa ný úrræði þar
sem það gæti lifað sjálfstæðu lífi
utan spítala, með stuðningi og
þjónustu.
Reynslan er svo góð að haldið
var áfram á þessari braut og núna
eru átján slíkir íbúðakjarnar á
vegum velferðarsviðs Reykjavík-
urborgar.
Lifa sjálfstætt með stuðningi
Sex íbúðir fyrir átta íbúa eru í
búsetukjarnanum auk starfs-
mannaíbúðar þar sem þjónustan
er veitt og þar er auk þess sam-
komustaður íbúanna.
Jóna segir að starfið hafi falist í
því að þjálfa íbúana til að lifa
sjálfstæðu lífi utan spítalans og
valdefla þá. Þrátt fyrir að fólkið
hafi lokið allri meðferð sem spít-
alinn bauð upp á voru margir illa
settir eftir áratuga búsetu á spít-
ala og báru þess merki. „Dæmi
voru um einstaklinga sem höfðu
aldrei komið nálægt matseld eða
þrifum heimilis, kunnu ekki að
taka strætó eða kaupa inn til
heimilis og sumir höfðu aldrei
tekið fjárhagslega ábyrgð,“ segir
Jóna og nefnir sem dæmi að eitt
af því sem þurfti að gera var að
kenna íbúunum að fara á kaffihús
og borga með greiðslukorti. Hún
segir að því yngri sem ein-
staklingur veikist af geðklofa
þeim mun minna hafi hann til-
einkað sér slíka hluti sem flestir
læra án þess að taka eftir því og
telja eðlilegan hluta af daglegu
lífi.
Jóna segir að íbúunum sé veitt-
ur stuðningur á þeirra forsendum.
Fylgst sé vel með lyfjagjöf og
þeir aðstoðaðir við fjármál og inn-
kaup, eftir þörfum. „Áherslan er á
styrkleika íbúanna frekar en sjúk-
dómseinkenni, að þeir geti verið í
bata þrátt fyrir sjúkdóm eða fötl-
un,“ segir Jóna.
Ekkert bakslag
Tveir af þeim átta íbúum sem
fluttu inn á Sléttuveg fyrir
sautján árum búa þar enn. Tveir
eru látnir en hinir hafa flutt í aðra
kjarna. Í staðinn hafa komið nýir
íbúar og misjafnt er hversu lengi
þeir dvelja. Þeir sem vilja geta átt
þar heima til æviloka.
Íbúarnir stunda vinnu og skóla,
sjá um eigið heimilishald, iðka
íþróttir og taka þátt í tómstunda-
starfi, ferðast innanlands og utan,
og rækta samband við ættingja og
vini.
Ótti var meðal fagfólks um að
bakslag kynni að verða hjá fólk-
inu, þegar það hefði ekki aðhald
hjá stofnunum. Jóna segir að það
hafi ekki orðið hjá íbúunum á
Sléttuvegi. Það heyrir til und-
antekninga að íbúar séu lagðir inn
á geðdeild.
Áhugavert og gefandi
Gefandi er fyrir starfsfólkið að
sjá breytingarnar. Jóna og Guð-
rún Einarsdóttir forstöðumaður
hafa til dæmis unnið á Sléttuvegi
9 frá upphafi og segir Jóna að þær
hafi verið heppnar með starfsfólk
alla tíð. „Ég hefði ekki verið hérna
í sautján ár nema þetta hefði verið
áhugavert og gefandi starf,“ segir
Jóna Jóhanna Sveinsdóttir.
Kraftaverk á hverjum degi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjálfstæði Jóna Jóhanna Sveinsdóttir, starfandi forstöðumaður, og Óskar Theódórsson á heimili Óskars í búsetu-
kjarnanum á Sléttuvegi. Lögð er áhersla á sjálfstætt líf íbúanna sem lið í bataferli þeirra.
Bati íbúa í búsetuþjónustu geðfatlaðra á Sléttuvegi hófst með tækifærinu til að ráða eigin lífi
Íbúarnir fá stuðning eftir þörfum, taka þátt í heimilishaldi og sækja vinnu og tómstundir úti í bæ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Hér eru gerðar meiri kröfur og við
tökum meiri ábyrgð. Maður þarf að
hugsa um eigið heimili. Þetta er
öðruvísi en á sambýlinu. Þar borðaði
maður, tók lyfin og svo var allt gert
fyrir mann,“ segir Óskar Theódórs-
son sem verið hefur ellefu ár í búsetu-
þjónustunni á Sléttuvegi 9. Óskari líð-
ur vel þar og lifir innihaldsríku lífi,
stundar meðal annars myndlist af
kappi.
Óskar er 56 ára gamall. Hann
veiktist um tvítugt af geðsjúkdómi og
hefur það sett mark á líf hans.
Hann sækir námskeið í gegnum
Fjölmennt sem er símenntunar- og
þekkingarmiðstöð, meðal annars í
frönsku, spænsku, myndlist og jóga.
Hann hefur ekki látið þar staðar
numið heldur hefur sótt námskeið í
Háskóla Íslands í jarðfræði, forn-
leifafræði og heimspeki. Segist hafa
fengið leyfi til þess þótt hann hafi
ekki stúdentspróf. „Þetta bætir mig.
Ég veit til dæmis miklu meira um
jarðfræði en áður. Ég leit alltaf upp
til fólks með háskólamenntun. Þegar
ég kynntist því sjálfur sá ég að þetta
er venjulegt fólk og félagsskapur
þess er góður,“ segir Óskar. Hann
segist alltaf vera velkominn í háskól-
ann. „Fimmtíu og sex ára er enginn
aldur. Ég ætla að reyna að mennta
mig meira,“ segir hann.
Íbúarnir fara reglulega í utan-
landsferðir með starfsfólkinu og tek-
ur Óskar þátt í þeim öllum. Segir að
það sé mjög skemmtilegt og gefandi.
Þau hafa farið víða um heim. Hann
hlakkar til þess að fara til Rómar nú
um páskana.
Óskar málar mikið og hefur oft
sýnt afrakstur vinnu sinnar. Hann
selur myndir – eða gefur ef aðstæður
þess sem hefur áhuga eru erfiðar.
Óskar færði nýlega forstjóra
Landspítalans málverk sem komið er
fyrir á geðdeildinni og gerði það í
virðingarskyni fyrir góða þjónustu.
„Mér fannst að spítalinn ætti að eiga
mynd eftir mig. Myndin er af geð-
fatlaði konu. Það þarf líka að sýna
það,“ segir Óskar. Hann vill sýna að
fólk með geðfötlun getur notið gæða
lífsins og að með góðum stuðningi
geti það náð bata.
Taka meiri þátt í samfélaginu
Búsetukjarninn er vel í sveit sett-
ur, stutt í strætó og stutt niður í bæ
og er Óskar mikið á ferðinni. Fer á
kaffihús, er reglulegur gestur á tón-
leikum í Hörpu og víðar, sækir nám-
skeið í Hlutverkasetri og heimsækir
fjölskyldu og vini. Hann sinnir einnig
heimilinu og gætir þess að taka það
rólega á milli. „Það er enginn sem ýt-
ir á mann að gera það sem maður vill
ekki. Hér er bara gott fólk. Þeir sem
búa á stöðum eins og þessum taka
miklu meiri þátt í samfélaginu. Þeir
bæta alla,“ segir hann.
Verið er að innleiða hugmynda-
fræðina um sjálfstætt líf og fullgilda
samning Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks. Óskar er annar
af tveimur íbúum sem taka þátt í inn-
leiðingunni og eru ásamt starfs-
mönnum í innleiðingarteymi kjarn-
ans. Þeir taka við ábendingum íbúa
og koma á framfæri á fundum í
teyminu. Óskar segir að fulltrúar
íbúanna hafi meðal annars lagt til að
haft verði sameiginlegt kaffi á laug-
ardögum og farið í ferðalög innan-
lands, allt til að lífga upp á mann-
skapinn.
Þessir staðir
bæta alla
Óskar Theódórsson er í myndlist,
sækir tónleika og stundar háskólanám
FERMINGARGJÖFIN í ár?
arc-tic Retro
VERÐ FRá:
29.900,-