Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
vor í lofti
Eigum á lager mikið úrval varahluta í jarðvinnslutæki af eftirtöldum
gerðum: Pöttinger, Vogel & Noot, Kverneland, Howard, o.fl
ÍSLENSKU SAFNAVERÐLAUNIN
eru viðurkenning, veitt annað
hvert ár íslensku safni fyrir
framúrskarandi starfsemi.
ÓSKAÐ ER EFTIR ÁBENDINGUM
frá almenningi, stofnunum og
félagasamtökum um safn eða
einstök verkefni á starfssviði safna
sem þykja til eftirbreytni og íslensku
safnastarfi til framdráttar. Söfnum er
jafnframt heimilt að senda inn kyn-
ningar á eigin verkefnum.
Til greina koma sýningar, útgáfur
og annað er snýr að þjónustu við
safngesti jafnt sem verkefni er lúta
að faglegu innra starfi svo sem
rannsóknir og varðveisla.
Valnefnd tilnefnir þrjú söfn eða
verkefni sem tilkynnt verða á
Alþjóðlega safnadeginum á
Íslandi, 18. maí og hlýtur eitt þeirra
viðurkenninguna. Safnaverðlaunin
verða veitt í ellefta sinn 5. júní 2018 á
Bessastöðum.
Ábendingum skal skilað í síðasta lagi
16. apríl 2018.
Sendist:
Safnaverdlaun@icom.is eða
Safnaverðlaunin 2018 – Íslandsdeild
ICOM – pósthólf 1513 – 121 Reykjavík
Íslandsdeild alþjóðaráðs safna – ICOM og
FÍSOS – Félag íslenskra safna og safn-
manna standa saman að verðlaununum.
ÍSLENSKU
SAFNAVERÐLAUNIN
2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Tyrkir gefa lítið fyrir tillögu Frakka
um að Frakkland gerist milliliður
Tyrkja í friðarviðræðum við skæru-
liða á landamærum Sýrlands og
Tyrklands. Frá þessu er sagt á
fréttavef AFP. Emmanuel Macron
forseti Frakklands stakk upp á því á
fimmtudag að Tyrkir hæfu „samtal“
við Lýðræðissveitir Sýrlands með
milligöngu Frakka. Tyrkir ráku hóp-
inn út úr Afrin-héraði í nýlegu hern-
aðaráhlaupi sínu yfir landamæri
Sýrlands og Tyrklands.
Lýðræðissveitir Sýrlands eru
undir stjórn kúrdísku Lýðvarn-
arsveitanna (YPG), sem ríkisstjórn
Tyrklands skilgreinir sem und-
irdeild kúrdíska Verkamannaflokks-
ins (PKK). Kúrdíski Verka-
mannaflokkurinn hefur staðið í
skæruhernaði gegn tyrkneskum yf-
irvöldum frá árinu 1984 og er skil-
greindur af Tyrk-
landi og
vestrænum
bandamönnum
þeirra sem
hryðjuverkahóp-
ur. Kúrdísku lýð-
varnarsveitirnar
hafa þó notið
stuðnings Banda-
ríkjamanna og
annarra NATO-
ríkja í baráttunni gegn íslamska rík-
ið í Sýrlandi.
Recep Tayyip Erdogan Tyrk-
landsforseti sagðist „mjög hryggur“
yfir því að Frakkar hefðu tekið
„ranga afstöðu“ í málinu og bætti
við: „Við þurfum enga milligöngu…
síðan hvenær hefur Tyrkland þurft
að setjast til borðs með hryðjuverka-
samtökum?“ Tyrkneskum ráða-
mönnum kemur saman um að stuðn-
ingur við kúrdísku samtökin
jafngildi stuðningi við hryðjuverk.
Tyrkir hafna frið-
artillögum Frakka
Recep Tayyip
Erdogan
Erdogan gagnrýnir tillögu Macrons
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Talsmenn Vatíkansins hafa átt fullt
í fangi með að útskýra umdeild um-
mæli sem Frans páfa voru nýlega
lögð í munn í viðtali sem birtist í
blaðinu La Repubblica. Frá þessu
er sagt á fréttavef The Guardian. Í
viðtalinu er páfinn sagður neita því
að helvíti sé til. Þessi túlkun væri á
öndverðum meiði við kenningar
kaþólsku kirkjunnar og við ummæli
forvera Frans á páfastóli.
Viðtalið var eftir Eugenio Scalf-
ari, stofnanda La Repubblica, sem
er trúleysingi og hefur áður verið
sakaður um að rangtúlka ummæli
páfans, meðal annars um að páfinn
hefði fellt niður syndir. Engu að síð-
ur eru þeir Frans vinir og funda
saman öðru hverju.
Talsmenn Vatíkansins viðurkenna
að Scalfari hafi hitt páfann stuttu
fyrir páska en
neita því að um
eiginlegt viðtal
hafi verið að
ræða. Scalfari er
þekktur fyrir að
taka viðtöl án
þess að skrifa
þau niður jafn-
óðum og tals-
menn Vatikans-
ins segja því að ummælin umdeildu
séu ekki orðrétt höfð eftir páfanum
heldur byggð á misminni eða mis-
skilningi á orðum hans. Í viðtalinu
er Frans spurður hvert „vondar sál-
ir“ fari eftir dauðann og svarar:
„Þeim er ekki refsað. Þeir sem iðr-
ast hljóta náð Guðs og öðlast sess
meðal þeirra sem hugsa um hann,
en þeir sem iðrast ekki og geta ekki
hlotið náð hverfa. Helvíti er ekki til,
heldur hverfa sálir þeirra sem
syndga.“
Fara vondar sálir
ekki til helvítis?
Páfinn sagður neita tilvist helvítis
Frans páfi
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti
Frakklands, hefur verið vændur um
nýtt spillingarmál, aðeins átta dög-
um eftir að hann sætti yfirheyrslu
vegna ásakana um að hafa þegið
ólöglegan fjárstyrk frá einræðis-
herranum Muammar Gaddafi í for-
setakosningunum árið 2007. Frá
þessu er sagt á fréttavef Huffing-
ton Post.
Þrír dómarar hafa fyrirskipað að
Sarkozy verði sóttur til saka fyrir
spillingu og fyrir að selja áhrifa-
stöður. Lögfræðingar Sarkozy hafa
lýst því yfir að Sarkozy muni áfrýja
þessari ákvörðun og því er ekki
fullvíst að réttað verði yfir honum.
„Nicolas Sarkozy mun nýta sér
réttindi sín með því að höfða til
áfrýjunardómstólsins og bíða róleg-
ur eftir svari við beiðni hans um
ógildingu ákvörðunarinnar,“ skrif-
uðu lögfræðingarnir Pierre Haïk og
Jacqueline Laffont. „Hann efast
ekki um að sannleikurinn sigri að
lokum.“
Sarkozy er sakaður um að hafa,
undir dulnefninu Paul Bismuth,
reynt að múta dómara til að veita
sér trúnaðarupplýsingar í skiptum
fyrir stöðuhækkun. Ef Sarkozy
verður dæmdur fyrir þetta gæti
hann þurft að afplána tíu ára fang-
elsisvist og greiða andvirði rúmra
átján milljóna íslenskra króna í
skaðabætur.
Þrengt að Sarkozy
Fleiri spillingarmál borin gegn Sarkozy „Hann efast
ekki um að sannleikurinn sigri að lokum,“ segir lögfræðingur
AFP
Spilling Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands frá 2007 til 2012.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS